Færslur: 2010 Júlí
31.07.2010 16:54
Cemluna yfirgefur Helguvík



Cemluna tekur stefnuna út fyrir Garðskaga

2043. Auðunn, yfirgefur Helguvík, eftir að hafa leiðbeint skipinu út á Stakksfjörðinn
© myndir Emil Páll, 31. júlí 2010
31.07.2010 15:05
Polonus í Keflavík

Polonus í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 31. júlí 2010
31.07.2010 15:01
Optopus


Optopus á ytri-höfninni í Reykjavík í gærmorgun, eða áður en því var lagt við Miðbakka, þar sem það liggur nú
31.07.2010 14:47
Kaspryba 1 og Kaspryba 3

Kaspryba 3 og Kasprypa 1 við Skarfabakka © mynd Sigurður Bergþórsson



Kaspryba 3 og Kasprypa 1 í gömlu höfninni í Reykjavík © myndir Emil Páll, 2008
31.07.2010 13:33
Helguvíkursyrpa

Hólmsbergið og Stakkur

Bræðslan

Hólmsbergsviti og sementturnarnir

Sementturnarnir, Hólmsbergið og Stakkur © myndir Emil Páll, 29. júlí 2010
31.07.2010 09:56
Sex af tíu skipum Nesfisks á einni mynd
Á þessari mynd sem ég tók í Sandgerði í gær, sjást sex af þeim tíu skipum sem skráð eru í eigu Nesfisks og/eða dótturfyrirtækja þess. Á myndina vantar bæði stærsta skipið og eins það minnsta. en þau sem ekki eru á myndinni eru: Baldvin Njálsson GK 400, Arnþór GK 20, Dóri GK 42 og Steini GK 45.
F.v. Sóley Sigurjóns GK 200, Sóley Sigurjóns GK 208, Berglín GK 300, Sigurfari GK 138, Siggi Bjarna GK 5 og Benni Sæm GK 26 © mynd Emil Páll, 30. júlí 2010
31.07.2010 09:36
Börn í vélavana báti að reka upp í fjörugrjótið
Landhelgisgæslan kom vélarvana bát til hjálpar úti fyrir Laugarnestanga í Reykjavík í gærkvöldi og dró bátur gæslunnar hann að landi. Ekki var mikil hætta á ferðum og skilyrði góð að sögn vaktmanns í varðstöð Landhelgisgæslunnar en börn voru um borð og því voru hafðar hraðar hendur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og var niðurstreymi þyrluspaðanna notað til að ýta bátnum frá landi svo koma mætti í hann taug en hann var kominn alveg upp í fjörugrjótið við tangann. Seig einn björgunarmaður úr þyrlunni og í bátinn.
Að sögn vaktmanns á varðstofunni gekk aðgerðin vel og var verkefnið leyst farsællega.
30.07.2010 21:08
La Boreal á Grundarfirði í morgun


La Boreal fer frá Grundarfirði um kl. 13 í dag © myndir Aðalheiður
30.07.2010 18:03
Sella GK 125




2402. Sella GK 125, á Keflavíkinni og í Grófinni í dag © myndir Emil Páll, 30. júlí 2010
30.07.2010 16:23
Kærðir fyrir fiskveiðibrot
Gefin verður út ákæra vegna meintra ólöglegra veiða línubátanna Stellu GK og Hópsness GK á lokuðu svæði norður af Siglufirði í gær. Kvartanir bárust frá öðrum fiskiskipum vegna veiða bátanna, að sögn Landhelgisgæslunnar.Við nánari eftirgrennslan virtist svo sem fótur væri fyrir kvörtununum. Landhelgisgæslan óskaði eftir því að lögreglan á Siglufirði tæki skýrslu af skipstjórum bátanna þegar þeir komu inn til Siglufjarðar til löndunar. Nú hefur verið ákveðið að gefa út ákæru á hendur skipstjórunum vegna meintra fiskveiðibrota.
Lögreglustjórinn á Akureyri fer með rannsókn málsins.
30.07.2010 16:15
Maríurnar tvær
Svo skemmtilega vildi til að nánast samtímis komu tvær alnöfnur og báðar með KE númer að ísturninum í Njarðvik nú eftir hádegi í dag og héldu einni út hvor á eftir annarri, en bátarnir voru á leið í Grófina. Við það tækifæri tók ég eftirfarandi myndasyrpu






6807. María KE 200 og 6707. María KE 16, í Njarðvík © myndir Emil Páll, 30. júlí 2010
30.07.2010 15:57
Rá KE 11 og Þórdís GK 139
Nú er komin hreyfing í strandveiðiflotann og voru þeir að gera sig klára til að hefja veiðar á mánudag og tóku því ísinn í dag. Birti ég tvær syrpur sem teknar voru við það tækifæri nú eftir hádegið.


6488. Rá KE 11 og 6159. Þórdís GK 139, úti af Vatnsnesi í Keflavík í dag. Báðir á leið í Grófina, eftir að hafa tekið ís í Njarðvík © myndir Emil Páll, 30. júní 2010 ·
30.07.2010 13:53
Ásdís SH 154 - nýr bátur til Ólafsvíkur - sjósettur í Njarðvik í morgun


2794. Ásdís SH 154, í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 30. júlí 2010










