Færslur: 2010 Júlí

17.07.2010 19:16

Sæfugl ÍS 879
       6962. Sæfugl ÍS 879 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010

17.07.2010 17:18

Glófaxi VE 300

Hér er báturinn á síldveiðum á Mjóafirði árið 1987 og er myndin í eigu Hilmars Bragasonar.


        244. Glófaxi VE 300, á síldveiðum á Mjóafirði 1987 © mynd Hilmar Bragason

17.07.2010 15:04

Jón Bjarnason SF 3

Þessi var gerður út undir þessu nafni frá Hornafirði 1980-1982, en 13. október 1982, sigldi hann á sker við Papey, strandaði og sökk þar. Hafði áður borið nöfnin Stjarnan RE 3 og Svalan RE 3.


                        202. Jón Bjarnason SF 3 © mynd Hilmar Bragason

17.07.2010 15:01

Reknetabátar á Hornafirði um 1980


                  Reknetabátar á Hornafirði um 1980 © mynd Hilmar Bragason

17.07.2010 13:02

Berjadalsá, austur af Ísafirði

Hér er símamynd sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók um kl.12 á hádegi við Berjadalsá sem er austur af Ísafirði


    Berjadalsá, austan við Ísafjörð, í morgun © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010

17.07.2010 12:57

Neðri bæir á Snæfjallaströnd: Pétur Halti ÍS 64

Hér kemur óvæntar myndir frá Þorgrími Ómari Tavsen sem hann tók um kl.11 í morgun á Neðri bæjum á Snæfjallaströnd, um 50 km. Norður af Arngerðareyri
   7223. Pétur Halti ÍS 64, á Neðri bæjum á Snæfjallaströnd, sem er um 50 km. N af Arngerðareyri í morgun um kl. 11 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010

17.07.2010 12:44

Jón Oddgeir og Ísafold


    2474. Jón Oddgeir og 2777. Ísafold í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 16. júli 2010

17.07.2010 12:38

Sex í Njarðvík

Hér kemur mynd er sýnir sex skip við sömu bryggjuna í Njarðvikurhöfn í gærdag.


   1855. Ósk KE 5, 733. Reynir GK 355, 1178. Blíða KE 17, 1279. Brettingur KE 50, 2474. Jón Oddgeir og 2777. Ísafold í Njarðvikurhöfn í gærdag © mynd Emil Páll, 16. júlí 2010

17.07.2010 12:35

Reynir GK 355, Blíða KE 17 og Brettingur KE 50


    733. Reynir GK 355, 1178. Blíða KE 17 og 1279. Brettingur KE 50 © myndir Emil Páll, 16. júlí 2010

17.07.2010 12:31

Arnþór GK 20 og Röstin GK 120


   

    2325. Arnþór GK 20 og 923. Röstin GK 120 í Njarðvikurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 16. júlí 2010

17.07.2010 11:05

Blár, rauður og grænn. Eða RE, SH og ÞH

Þessar myndir tók ég í Njarðvikurslipp í gækvöldi og sýna þrjá báta sem raðast upp í þessum litum blár, rauður og grænn og bera einkennisstafina RE, SH og ÞH
    1575. Njáll RE 275, 795. Drífa SH 400 og 1125. Gerður ÞH 110 í Njarðvikurslipp í gærkvöldi
                                      © myndir Emil Páll. 16. júlí 2010

17.07.2010 10:00

Svala Dís KE 29

Þessi bátur hefur lítið sést það sem af er ári hér suður með sjó, aðallega verið að ég held fyrir vestan og norðan og því var ég farinn að spá í hvort búið væri að selja hann. Það var því óvænt er hann kom í gærkvöldi til Keflavíkur fullur af netum og við það tækifæri tók ég þessa myndasyrpu.


    1666. Svala Dís KE 29, kemur til Keflavíkur í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 16. júlí 2010

17.07.2010 09:47

Svanur KE 6

Þessi bátur reyndi fyrir sé á ýmsum stöðum út af Keflavíkurhöfn, án þess að ég hafi séð hann fiska mikið. Annars er það að frétta af þessum báti, að þetta er nýlega uppgerður bátur, sem aðallega hefur legið í höfninni í Vogum, en kom þó til Keflavíkur eftir veiðiferðina í gær. Birti ég hér mynd af honum við veiðarnar og síðan er báturinn var kominn í höfn í Keflavík


               6417. Svanur KE 6 að veiðum rétt framan við hafnargarðinn í Keflavík í gær


     6417. Svanur KE 6, í höfn í Keflavík í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 16. júlí 2010

17.07.2010 09:43

Botninn dottinn úr makrílveiðum hér fyrir sunnan

Samkvæmt fregnum hjá veiðimönnum við Keflavíkurhöfn í gær, virðist sem botninn vera fallinn úr makrílveiðum hér fyrir sunnan, sömu fregnir fékk ég líka frá uppsjávarveiðiskipum. Virðist sem makríllinn hafi nánast allur sem einn færst sig norður fyrir land, því fréttir bárust í gær af vaðandi makríltorfum við Hólmavík.

17.07.2010 09:33

Hilmir ST 1 og Kópnes ST 64


          7456. Hilmir ST 1 og 7465. Kópnes ST 64 á Hólmavík í gær © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 16. júlí 2010