Færslur: 2010 Júlí

04.07.2010 14:25

Selandia

Hér sjáum við súrálskipið Selandia á leið í Straumsvík í hádeginu í dag, en myndirnar eru teknar frá Vatnsnesi í Keflavík og því úr mjög mikilli fjarlægð. Síðasta myndir sýnir síða skipið og er frá MarineTraffic
                            Selandia á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. júlí 2010


                                     Selandia © mynd P.Verspuf, Marine Traffic

04.07.2010 14:15

Steffen C GR-6-403 frá Nuuk í Grænlandi

Grænlenski togarinn Steffen C kom í átt til Keflavíkur um hádegisbilið í dag, og kom hafnsögubáturinn Auðunn á móti honum með viðgerðarmenn, sem sigldu með togaranum til Reykjavíkur, en talið var þörf á að þeir sæju hvernig tækin virkuðu í notkun. Af einhverjum ástæðum kom togarinn ekki á ytri höfnina í Keflavík heldur stöðvaðist þegar hann var að nálgast Helguvík, en þó nokkuð frá landi.
Tókst mér að taka þessar myndir af honum þar. Jafnframt birti ég mynd af honum sem ég tók úr grænlenska sjómannaalmanakinu
                Steffen C  GR 6-403, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. júlí 2010
          2043. Auðunn nálgast Steffen C GR 6-403 á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. júlí 2010


        Steffen C   GR 6-403 frá Nuuk í Grænlandi © mynd úr grænlenska sjómannaalmanakinu

04.07.2010 10:13

Otur SH 70 / Sjöstjarnan KE 8

Þessi fallegi eikarbátur var til í tæp 19 ár, en þá fórst hann ásamt 10 manns, skipverjum og farþegum.


        255. Otur SH 70 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson


                         255. Sjöstjarnan KE 8 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 850 hjá Frederikssund Skipswærft A/S, Fredrikssund, Danmörku 1964. Endurbyggður í Njarðvík 1970.

Vegna síðara nafnsins sem hann bar, voru veiðarfæri og fleiri merkingar á honum yfirleitt á þennan táknræna máta:  7 * N ( þ.e. 7 stjarna N)

Fórst á leið frá Færeyjum til Íslands, um 100 sm. ASA frá Dyrhólaey 11. febrúar 1973, ásamt 10 manns, (skipverjum og farþegum)

Nöfn: Otur SH 70 og Sjöstarnan KE 8.

04.07.2010 00:00

Akureyrarsmíðað fiskiskip sem orðið er skonnorta

Hér fyrir neðan birti ég myndir af flestum þeim nöfnum sem skipið hefur borið, en þó ekki öllum, þar sem ég hef ekki yfir þeim að ráða. Þau nöfn sem birtast á myndum nú eru: Múli ÓF 5, Fiskines NS 37, Faxavík GK 727, Harpa II GK 101, Skálavík SH 208, Viðar ÞH 17, Héðinn Magnússon HF 28, Héðinn HF 28 og núverandi nafn: Hildur


            1354. Múlí ÓF 5 © mynd Skipamyndir, Trausti Adamsson 1974


                       1354. Fiskines NS 37 © mynd Snorrason


        1354. Faxavík GK 727 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                         1354. Faxavík GK 727 © mynd Snorrason


                        1354. Harpa II GK 101 © mynd Snorrason


          1354. Skálavík SH 208 © mynd Skerpla.is


            1354. Skálavík SH 208 © mynd Skerpla.is


         1354. Viðar ÞH 17, við bryggju á Kópaskeri © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason


        1354. Viðar ÞH 17 © mynd Hafþór Hreiðarsson


     1354. Viðar ÞH 17 © mynd Þorgeir Baldursson


          1354. Héðinn Magnússon HF 28 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                     1354. Héðinn HF 28 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2009


                 1354. Hildur © mynd Skipamyndir, Hörður Sigurbjarnason 2010

Smíðanúmer 8 hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri 1974. Skráð skemmtiskip 2008. Breytt í skonnortu í Egernsund, Danmörku veturinn 2010. Fór í reynslusiglingu eftir þá breytingu 27. júní 2010

Nöfn: Múli ÓF 5, Fiskines NS 37, Faxavík GK 727, Harpa II GK 101, Skálavík SH 208, Guðbjörg Ósk VE 151, Guðbjörg Ósk SH 251, Viðar ÞH 17, Héðinn Magnússon ÞH 17, Héðinn Magnússon HF 28, Héðinn HF 28 og núverandi nafn: Hildur.


03.07.2010 23:03

Elín Anna og Gunnar Há

Þessa mynd tók ég svona til prufu á símann minn nú á ellefta tímanum í kvöld í Keflavíkurhöfn


       2619. Elína Anna, frá Reykjavík og 500. Gunnar Hámundarson GK 357, frá Garði
                                      © símamynd Emil Páll, 3. júlí 2010

03.07.2010 19:56

Freyja GK 48 og Guðbjörg GK 220


      422. Freyja GK 48 og 242. Guðbjörg GK 220 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson

03.07.2010 18:52

Keilir og Vogastapi

Eitthvað hafa veðurfræðingar farið öfugu megin fram úr í gær þegar þeir spáðu rigningu, eða skúrum og þungbúnu veðri, því veðrið skartaði sól og bongóblíðu og þá tók ég þessa mynd af Vogastapa og Keilir, og ekki er hægt að sjá á skyggni eða sjónum að veður sé slæmt.


                         Keilir og Vogastapi © mynd Emil Páll, 3. júlí 2010

03.07.2010 17:36

Delphin og Delphin Voyager

©Þessi skemmtiferðaskip hafa komið til Hafnarfjarðar í sumar og eiga bæði eftir að koma aftur. Delphin Voyager þann 12. júlí og Delphin þann 6. ágúst nk.


                              Delphin © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar


                       Delphin Voyager © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar

03.07.2010 16:59

Goðanes


         488. Goðanes © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósmyndari: Hafsteinn Jóhannsson

03.07.2010 16:49

Þrír í óvissu

Í Njarðvíkurhöfn liggja nú saman hlið við hlið þrír bátar, með skráninganr. SI, ÍS og VE. Sameiginlega virðist vera mikil óvissa um framhald þeirra, en þó eru litlar líkur á að nema einn þeirra fari í förgun, en alls ekki víst, þar sem hann var fyrir nokkru seldur útgerðaraðila úti á landi, annar fer væntanlega í viðgerð og sá þriðji er trúlega í sölumeðferð
           163. Jóhanna Margrét SI 11, 619, Lára Magg ÍS 86 og 1430. Birta VE 8, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 3. júlí 2010

03.07.2010 12:39

Síldarflutningaskipið Síldin

Á sjöunda áratug síðustu aldar, er síldveiðar voru aðallega stundaðar við Jan Mayen og annarsstaðar djúpt út af norðurlandi gerðu síldaverksmiðjunar út skip til að taka síldina af veiðskipunum og flytja í verksmiðjunar í landi. Þetta voru skip eins og Síldin, Haförnin, o.fl., þá man ég eftir að eitt danskt var tekið á leigu en nafnið man ég ekki, nema mig minnir að það hafa verið Laura Te... eitthvað
Hér birti ég mynd af Síldinni


    990. Síldin, að taka síld frá einu veiðiskip og annað að koma að  © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson

03.07.2010 10:52

Christina ex Andrea II

Þessi litli farþegabátur, hefur skipt nokkuð oft um nafn á síðustu árum og nú hefur það gerst enn einu sinni.


            2241. Christina ex Andrea II, í Reykjavík © myndir Emil Páll, 30. júní 2010

03.07.2010 10:46

Múlaberg SI 22


         1281. Múlaberg SI 22, á Siglufirði © mynd Sigurður Bergþórsson í júní 2010

03.07.2010 10:41

Elding II
                7489. Elding II, í Reykjavík © myndir Emil Páll, 30. júní 2010

03.07.2010 10:17

Hvalaskoðunarbátar í Reykjavíkurhöfn


                                    Faxi, Elding, Hafsúlan og Fífill


         Faxi, Rósin, Elding II, Elding, Hafsúlan og Fífill, í Reykjavíkurhöfn
                                   © myndir Emil Páll, 30. júní 2010