Færslur: 2009 Nóvember

01.12.2009 00:00

Skemmtileg frásögn og sérstakar myndir

Sigurður Bergsveinsson sendi mér myndir frá yfirbyggingu á 1076. Helgu Guðmundsdóttur BA 77 í Njarðvíkurhöfn fyrir rúmum 30 árum. Þar sem hér er um gamlar myndir að ræða, ber að taka þær sem slíkar, en myndgæðin hafa tapað sér á þessu tímabili. En frásögn Sigurðar bætir það upp og vel það. Frásögnin er svohljóðandi:

Myndirnar tók ég sumarið 1977 en þá var verið að byggja yfir skipið í Njarðvíkurhöfn af vélsmiðjunni Herði í Sandgerði.
 
Ég hafði verið 1. stýrimaður á Helgunni um veturinn, fyrst með Guðmundi Garðarssyni á loðnu og síðan Finnboga Magússyni á netum þar sem við söltuðum aflann um borð.
 
Vertíðin endaði með því að við fórum austur í Þistilfjörð og þar hrundi gírinn og við skildum skipið eftir á Þórshöfn og flugum suður.
 
Ca hálfum mánuði síðar fórum við ég og 1 vélstjóri austur og síðan dró Goðinn Helguna vestur og suðurfyrir land með viðkomu á Patreksfirði þar sem við lönduðum aflanum sem um borð var og úthaldinu og síðan var haldið áfram til Njarðvíkur. 
 
Þetta var síðasta vertíðin mín á sjó.


      Byggt yfir 1076. Helgu Guðmundsdóttur BA 77 í Njarðvík © myndir Sigurður Bergsveinsson 1977

30.11.2009 21:55

Humarmet slegið                                        2773. Fróði II ÁR 38 © mynd Marine Traffic

Skipverjarnir á Fróða öðrum í Þorlákshöfn settu í dag Íslandsmet í humarveiðum þegar afli skipsins á árinu fór yfir hundrað tonn. Skipsstjórinn segir koma á óvart hversu mikið veiðist nú af humri við landið.

Skipverjarnir níu komu að landi í Þorlákshöfn laust fyrir hádegi með yfir tvö tonn af humri sem þeir fengu á skömmum tíma á Breiðamerkurdýpi. Fullyrt er að með þessum afla í dag sé Fróði annar búinn að veiða meira af humri en dæmi eru um hjá einu skipi á Íslandsmiðum.

Alexander Hallgrímsson skipstjóri segir metið felast í því að hafa veitt 103,5 tonn af humarhölum frá því í byrjun apríl, - á átta mánuðum. Vel hafi veiðst alla vertíðina frá því í vor og búinn að vera mikill humar á miðunum, allt frá Hornafirði og vestur fyrir Snæfellsjökul.

Spurður hvort þetta sé góðæri í lífríkinu að þakka eða því að þeir séu svo duglegir veiðimenn segist Alexander vera á mjög öflugum bát með tveimur trollum. Sennilega hafi þó humarstofninn stækkað og það hafi komið sérstaklega á óvart hversu vel veiddist nú á haustmánuðum.

Humarinn fór beina leið í vinnsluna hjá Ramma í Þorlákshöfn þar sem 36 starfsmenn sjá um að gera hann svo kræsilegan að sælkerar fá vatn í munninn, en kaupendur í þessu tilviki eru aðallega á Spáni. Öllum var boðið til pizzaveislu í hádeginu því vinnslan var líka að slá eigið met, 200 tonn af humarhölum komin í hús á árinu. Ásgeir Jónsson, verkstjóri hjá Ramma, segir þetta umtalsvert meira en nokkurntíma hafi verið unnið í húsinu áður.

Þegar reynslumesta fiskverkakonan, Ragnheiður Hallgrímsdóttir, var spurð hvort þær græddu eitthvað meira á því þegar svona mikið kæmi inn í vinnsluna kvað hún svo ekki vera. Þau væru bara á sínum verkamannalaunum.

HEIMILD: visir.is

30.11.2009 21:20

Lundey RE 381


                    713. Lundey RE 381, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll

Smíðaður í Fustenburg, Þýskalandi 1957, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Sökk við Holtagarða í Reykjavík 24. okt. 1979, náð upp í nóv., en dæmd ónýt 23. nóv. 1981. Rifinn í slipp Þorgeirs & Ellerts á Akranesi.

Nöfn: Kambaröst SU 200, Orri BA 15 og Lundey RE 381.

30.11.2009 21:12

Villi ÞH 214 / Lilli Lár GK 413


                           890. Villi ÞH 214, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 1983


              890. Lilli Lár GK 413, siglir inn Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll 1984

Smíðaður í Reykjavík 1961. Skemmdist af eldi í Patreksfjarðarhöfn 7. okt. 1971. Dæmdur ónýtur, en settur aftur á skrá eftir að hafa verið endurbyggður á Patreksfirði 1971-1973. Fargað 20. des. 1991.

Nöfn: Víkingur GK 331, Víkingur II GK 331, Kópur KE 132, Elín Einarsdóttir BA 89, Villi AK 50, Villi ÞH 214, Lilli Lár GK 413, Bliki ÁR 40 og Bliki ÁR 400.

Nöfn:

30.11.2009 18:47

Eigið þið myndir af þessu skipi?

Maður sem var skipverji á þessu skipi er það bar nafnið Venus GK 519, hefur óskað eftir myndum til birtingar t.d. hér af þessu skipi. Eina myndin sem hann hefur við hendina er sú sem birtist hér fyrir neðan. Ef einhver þarna úti á mynd sem hann vill leyfa birtingu á hér á síðunni er hann beðinn um að senda hana á netfangið epj@epj.is, en hann verður að vera viss um að myndina megi birta.


                  977. Venus GK 519, í Leirvík 10. des. 1970 © mynd Shetland Museum

Skip þetta er smíðað í Florö í Noregi 1964 og hefur borið nöfnin: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍIS 400Jakob Valgeir ÍS 84 og Flosi ÍS 15

30.11.2009 18:23

Ný 300 tonna Andrea til Akraness í gær


                      Andrea ex Magdelone © mynd Marine Traffic, Jan Phillipsen 2006

Í gær kom nýtt skip til Akraness, er 300 tonna ferja Andrea kom þangað frá Svíþjóð, en þar bar hún áður nafnið Magdelone. Mun skipið verða gert út á hvalaskoðun og aðrar skemmtiferðir. Skipið um koma til Reykjavíkur á morgun. Skipið er 34ra metra langt og 9 metra breitt.

30.11.2009 17:38

Langá


                                     966. Langá, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll


                                              966. Langá © mynd Shippotting
Það sem vekur athygli við þessa mynd er að hún er sögð tekin 2007, en síðasta nafn sem ég vissi á skipinu, kemur fram hér fyrir neðan og er frá árinu 1998. Spurning því hvort gamla nafnið hafi þá verið sett á hana að nýju? En hún var tekin af Langá- nafninu 1985.

Smíðanr. 1109 hjá D.W. Kremer Sohn, í Elmshorn, Þýskalandi 1965. Kom í fyrstu ferð sinni til Reykjavíkur um miðan apríl 1965,  Seld úr landi til Panama 1985.

Nöfn: Langá, Margrid, Madrid, Mideast, Almirante Eraso, Don Gullo og Andriatik.

30.11.2009 16:53

Keflavík - heimahöfn Vík /Aasfjord


  1624. Keflavík, með heimahöfn í Vík, kemur í fyrsta sinn til Keflavíkur á sjómannadaginn 198? © mynd Emil Páll


    1624. Keflavík á ytri höfninni í Keflavík í fyrsta sinn © mynd Emil Páll ( ath. myndirnar eru svona óskírar vegna þess að frummyndirnar eru það litlar að mikla stækkun þurfti til og því urðu myndirnar svona óljósar)

Smíðanr. 157 hjá Svenborg Skibsværft A/S í Svenborg, Danmörku 1978. Skipið er skírt eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleiganda var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík. Kom m.s. Keflavík í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 198? og þá til Keflavíkur. Skipið var fljótt selt innanlands og síðan erlendis til Antiqua 11. des. 1990 og þaðan 1997 til Noregs.

Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss og Aasfjord

Ef slegið er inn Írafoss og google kemur upp þessar myndir hér fyrir neðan og eru af blogsíðu Ólafs Ragnarssonar áhugamanns fyrir farskip, en fram kemur hjá honum á þessari gömlu bloggsíðu að skipið hafi sést í sjónvarpsþáttunum um Taggart.
      Aasfjord ex Írafoss ex Keflavík © myndir af síðu Ólafs Ragnarssonar á blog.is í gegn um Google frá því í sept. 200830.11.2009 16:38

Happasæll KE 94 / Grímsnes GK 555


                                  89. Happasæll KE 94, kemur inn til Keflavíkur


                                                    89. Grímsnes GK 555


             89. Grímsnes GK 555, við slippbryggjuna í Njarðvík © mynd Emil Páll


                  89. Grímsnes GK 555, í slipp í Njarðvík © mynd Emil Páll

Smíðanr. 57 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1963. Lengdur 1966. Yfirbyggður 1987.

Nöfn: Heimir SU 100, Mímir ÍS 37, Mímir ÍS 30, Hafalda SU 155, Ásgeir Magnússon GK 60, Árni Geir KE 74, Happasæll KE 94, Happasæll KE 9, Sædís HF 60, Mímir ÍS 30, Sædís ÍS 30, Grímsnes GK 555, Grímsnes HU 555 og aftur og núverandi nafn: Grímsnes GK 555.

30.11.2009 15:10

Ólafur Tryggvason SF 60 / Arnar SH 157 / Fagriklettur HF 123 / Polaris


                             162. Ólafur Tryggvason SF 60 © mynd Snorri Snorrason


           162. Arnar SH 157, í Drafnarslipp í Hafnarfirði © mynd Shipspotting, Gummi


                   162. Fagriklettur HF 123, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll


                     162. Polaris, í höfn í Hafnarfirði © mynd Emil Páll í apríl 2009

Smíðanr. 14 hjá A/S Eidsvik skipsbyggery, Úskedal, Noregi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Báturinn kom til heimhafnar á Hornafirði 11. nóv. 1960. Endurbyggður og stækkaður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík eftir að eldur kom upp í honum út af Suðurströndinni 22. apríl 1965. Lengdur og yfirbyggður hjá Bjarma sf., Hafnarfirði 1978. Nafnið Polaris var sett á bátinn í Hafnarfjarðarhöfn á páskadag 12. apríl 2009 og um svipað leiti var hann skráður sem þjónustuskip og fór fljótlega í leiguverkefni til Noregs.

Nöfn: Ólafur Tryggvason SF 60, Hringur GK 18, Bliki EA 12, Arnar ÁR 55, Sólrún EA 351, Rún EA 851, Arnar SH 757, Fagriklettur HF 123 og  núverandi nafn Polaris.

30.11.2009 08:24

Sighvatur GK 57


                                                       975. Sighvatur GK 57, kemur til Njarðvíkur © myndir Emil Páll 2009


                        975. Sighvatur GK 57 © mynd Þorgeir Baldursson 2006

Smíðanr. 411 hjá Veb. Elber. Verft í Boizenburg, Þýskalandi 1965. Kom nýr til Neskaupstaðar 14. maí 1965, afsal við Fiskanes gefið út 29. jan. 1972. Var Hafrannsóknarskip við Grænhöfðaeyjar 1980-1982. Yfirbyggður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1982. Ný brú og nýr skutur hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1989. Lengdur hja´Morska Stocznia, Swinoujacie Póllandi 1997. Nýjar innréttingar og byggt yfir að aftan i Póllandi 2003. Veltitankur Skipasmíðastöð Njarðvíkur 200?

Nöfn: Bjartur NK 121, Grímseyingur GK 605, Víkurberg GK 1, Bjartur, Bjartur GK 57 og Sighvatur GK 57 frá árinu 1982.

30.11.2009 08:09

Valur HF 322 / Hafdís GK 118


                                              2400. Valur HF 322, í Keflavíkurhöfn


                               2400. Hafdís GK 118 © mynd Þorgeir Baldursson 2008

Skrokkurinn er fluttur inn frá skipasmíðastöðinni Crist í Gdansk í Póllandi, en báturinn er skráður með smíðanr. 4 hjá Ósey hf. í Hafnarfirði 1999. Hljóp af stokkum 30. júní 1999 og afhentur eigendum í lok ágúst sama ár. Yfirbyggður og breytt í línuveiðiskip í Skipasmíðastöð Njarðvíkur  hf. 2007.

Nöfn: Valur SH 322, Valur HF 322, Ósk KE 5 og núverandi nafn: Hafdís GK 118.

30.11.2009 00:35

Sighvatur GK 57 fékk á sig brotsjó                                      975. Sighvatur GK 57 © mynd Þorgeir Baldursson 2006

Línubáturinn Sighvatur GK  57 var hætt kominn sl. laugardagskvöld þegar hann fékk tvisvar á sig brotsjó þar sem hann var að draga línuna norður og austur af Horni. Við fyrra brotið lagðist báturinn á hliðina og þegar skipstjóra hafði tekist að rétta hann af reið seinna brotið yfir.
Talsverður sjór flæddi inn á millidekkið og niður í vistarverur skipverja. Tveir menn, sem voru í lestinni þegar brotin riðu yfir, meiddust þegar kör hentust á þá og þeir köstuðust til. Sighvati GK var þegar siglt til Skagastrandar og kom hann þangað í gærmorgun (sunnudag). Að sögn lögreglu á Blönduósi var farið með mennina til læknis þar en þeir voru ekki alvarlega slasaðir og fóru fljótlega til skips aftur. Talsverðar skemmdir urðu á vistarverum og eigum skipverja vegna bleytu.

Heimild: Sjónvarp RÚV.


30.11.2009 00:00

Sjö gamlir togarar          Gulltoppur Brutto 405 smálestir vélaaafl 600 hp Eigandi Sleipnir h/f Reykjavík                Gylfi Brutto 336 smálestir vélaafl 720 hp Eigandi Defensor h/f Reykjavík             Gyllir Brutto 369 smálestir vélaafl 800 hp Eigandi Sleipnir h/f Reykjavík Hannes Ráðherra Brutto 445 smálestir vélaafl 800 hp Eigandi Alliance h/f ReykjavíkHávarður Ísfirðingur Brutto 314 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Togarafélag Ísfirðinga h/f Ísafirði


                 Hilmir Brutto 306 smálestir vélaafl 550 hp Eigandi Njáll h/f Reykjavík          Jupiter Brutto 394 smálestir vélaafl 700 hp Eigandi Jupiter h/f Hafnarfirði
                                        © myndir úr safni Svafars Gestssonar

29.11.2009 21:56

John ex Rangá


                       John ex 169. Rangá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll í maí 1978 

Smíðanr. 1095 hjá D.W. Kremer Sohn í Elmshorn, Þýskalandi 1962. Smíðasamningur undirritaður 5. maí 1961. Selt til Danmerkur 26. ágúst 1974. Selt frá Danmörk 1985, en ekki vitað hvert, aðeins nöfn skipsins eftir það og eigendur í síðustu tvö skiptin sem skipið var til.. En það brann í Perama 21. júlí 2007 og rifið í Aliga 16. ágúst 2007.

Undir nafninu John, með heimahöfn í Söby, Danmörku kom skipið nokkrum sinnum hingað til lands s.s. til Reykjavíkur a.m.k í júlí 1976 og til Keflavíkur 12. maí 1978.

Nöfn: Rangá, John, Estland, High Wind, Kostas P og Philippos K.