Færslur: 2010 Júlí

12.07.2010 22:43

Fylkir og Muggur


   1914. Fylkir KE 102 og 2771. Muggur KE 57, í Grófinni © mynd Emil Páll, 12. júlí 2010

12.07.2010 18:22

Hofsós: Berghildur SK 137 á ýmsum veiðum o.fl.

Næstu daga mynd ég birta myndir úr fjölskyldusafni Þorgríms Ómars Tavsen, frá Hofsósi og víðar, en í öllum tilfellum er um að ræða báta tengda Hofsósi. Hef ég leikinn með myndasyrpu er snýst um stálbátinn  1581. Berghildi SK 137


                      1581. Berghildur SK 137 á rækjuveiðum haustið 1998


                                                    Úr sömu veiðiferð


       Á sjóstangaveiðum, á leið inn til Siglufjarðar, vegurinn að Strákagöngum sést ofarlega á myndinni


                         Með fullfermi, á snurvoðaveiðum um aldamótin


          1581. Berghildur SK 137 (sá rauði) og 2018. Bergey SK 7, á Hofsósi
                          © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

12.07.2010 12:27

Green Tromsö braut tvisvar um helgina siglingareglur fyrir Garðskaga og Reykjanes

Af vef Landhelgisgæslunnar:

11.7.2010

Sunnudagur 10. júlí 2010

Aðfararnótt laugardagsins hafði Landhelgisgæslan í tvígang afskipti af siglingum flutningaskipsins Green Tromsö sem sigldi ekki samkvæmt reglum um aðskildar siglingaleiðir vestur fyrir Garðskaga og suður fyrir Reykjanes. Tekin var skýrsla af skipstjóra og stýrimanni er skipið kom til Vestmannaeyja.

Bar skipstjóri við skorti á enskukunnáttu stýrimannsins sem var á vaktinni að fara að tilmælum varðstjóra Landhelgisgæslunnar. Einnig bar skipstjóri við að hann hefði ekki kynnt sér nægjanlega reglur um aðskildar siglingaleiðir og því miskilið þær.

12.07.2010 12:10

Gerður ÞH seld aftur til Rússlands

Samkvæmt mínum heimildum hefur Gerður ÞH 110 sem staðið hefur uppi í Njarðvíkurslipp nú í nokkur ár, verið seld á ný til Rússlands. En þangað var skipið selt fyrir nokkrum árum og tekið af íslenskri skipaskrá og skrá selt þangað. Ekkert varð þó úr þeirri sölu, en samkvæmt sömu heimildum hefur hinn rússneski kaupandi nú, verið að ganga frá skuldum sem á skipinu hvíla hérlendis svo hann geti farið með það út.


   Úr Njarðvíkurslipp nú rétt fyrir hádegi. 795. Drífa SH 400 og aftan við hana er 1125. Gerður ÞH 110, sem enn á ný hefur verið seld til Rússlands © símamynd Emil Páll, 12. júlí 2010

12.07.2010 11:01

Drífa SH 400

Hér kemur smá myndasyrpa af Drífu SH 400 er hún siglir í átt að slippbryggjunni í Njarðvik í morgun, en hún var tekin þar upp.
                      795. Drífa SH 400 © símamyndir Emil Páll, 12. júlí 2010

12.07.2010 10:30

Kristinn og Jóhann á Drífu SH

Nú um tíma hafa þeir Kristinn Pálmason, skipstjóri og Jóhann Sigurbergsson skipverji á Drífu SH 400 verið að mála og snurfusa Drífu SH 400 við bryggju í Njarðvik, eða þar til í morgun að báturinn var tekinn upp í Njarðvikurslipp
Hér sjáum við myndir sem ég tók í morgun á símann minn af þeim félögum áður ef farið var með bátinn í slippinn.


                                          Kristinn Pálmason, skipstjóri


      Jóhann Sigurbergsson í málingagallanum © símamyndir Emil Páll. 12. júlí 2010

12.07.2010 00:00

Bömmelgutt / Vesturborg GK 195 / Valdimar GK 195

Þessi var smíðaður í Noregi 1982 og keyptur hingað til lands 1999 og hefur aðeins borið tvö nöfn hérlendis og er enn í fullri drift.


                                Bömmelgutt © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


      2354. Vesturborg GK 195, kemur í fyrsta sinn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 11. apríl 1999


                    2354. Valdimar GK 195, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                       2354. Stýrishúsið á Valdimar GK 195 © mynd Þór Jónsson


                                  2354. Valdimar GK 195 © mynd Jón Páll


                         2354. Valdimar GK 195, í Grindavík © mynd Emil Páll


                     2354. Valdimar GK 195, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


         2354. Valdimar GK 195, kemur til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 6. maí 2010


    2354. Valdimar GK 195, kemur að bryggju í Keflavík © mynd Emil Páll, 6. maí 2010

Smíðanúmer 73 hjá H&E Nordtviet Skipsbyggery A/S, Nordfjördeid, Noregi 1982. Lengdur og endurbyggður 1997.

Kaupsamningur til Íslands var undirritaður í febrúar 1999 og kom skipið til Njarðvíkur í fyrsta sinn 11. apríl 1999, en hafði þá verið eina viku í veiðiferð.

Allan tímann hérlendis hefur heimahöfn verið í Vogum, líka eftir að útgerð skipsins fluttist til Grindavíkur.

Nöfn: Bömmelgutt, Aarsheim Sentor M-10-HO, Vestborg M-500, Veturborg GK 195 og núverandi nafn: Valdimar GK 195.

11.07.2010 22:28

Endurhannaðar kanónur

Af vef bb.is

Fyrsti bátur Bátagerðar SE.
Fyrsti bátur Bátagerðar SE.

bb.is | 09.07.2010 | 15:57Endurhannaðir kanóar vekja athygli

Eins og fram hefur komið var fyrsti bátur nýrrar bátagerðar í Bolungarvík afhjúpaður í síðasta mánuði en frá haustdögum hefur verið starfrækt lítil bátagerð í Bolungarvík, Bátagerð SE, sem sérhæfir sig í smíði kanóa af gömlu gerðinni. Kanóarnir eru úr trefjaplasti og eru mjög meðfærilegir. Kanóarnir eru hafa þeir fengið töluverða athygli síðan sá fyrsti leit dagsins ljós. Í gær birtist umfjöllun um bátagerðina og viðtal við bátasmiðinn Svan Elíasson í Viðskiptablaðinu. Hana má lesa á bolvíska miðlinum vikari.is.

11.07.2010 21:15

Ætluðu á sjó á algjörlega ómerktum báti

Í kvöld varð ég vitni að því að tveir karlar og ein kona voru að bera veiðidót um borð í algjörlega ómerktan bát og ætluðu augljóslega út að veiða. Á bátum voru engin einkenni og sennilega lítið að tækjum um borð, engu mátti sjá radarskermi á mastrinu.
Þar sem ég var ekki með myndavél með mér heldur aðeins símann tók ég þrjár símamyndir úr Grófinni og segi undir hverri mynd hvaða bát sé um að ræða. Hinsvegar veit ég ekki hvort þau komust af stað, því eitthvað vélarvesen var og ér þurfti að yfirgefa svæðið áður en það var ljóst.


                  Umræddur bátur er þessi rauði og hvíti sem er næst utastur í röðinni


                Þessi rauði og hvíti fyrir miðri mynd sem er næst berginu að sjá


        Umræddur bátur er þessi rauði og hvíti sem sést utast í röðinni © símamyndir Emil Páll, rétt fyrir kl. 21 í kvöld 11. júlí 2010

11.07.2010 17:08

Gamlir, frá Hofsósi og Fáskrúðsfirði

Þó heldur virðist hafa dregið úr makrílveiðinni í Keflavíkurhöfn, hefur fjöldi manns fylgst með veiðunum og nú síðdegis smellti ég mynd af tveimur eldri mönnum,.sem hér áður fyrr höfðu unnið við sjávarútveg og höfðu báðir smakkað makríl og sögðu hann mjög góðan ef hann væri rétt matreiddur. Annar þeirra Ágúst Jóhannsson er frá Hofsósi, en hinn Guðmundur Sörensson er frá Fáskrúðsfirði, þó báðir hafi átt heima á Suðurnesjum í tugi ára.


   Guðmundur Sörensson frá Fáskrúðsfirði (t.v.) og Ágúst Jóhannsson frá Hofsósi, þó báðir búi þeir og hafa gert í tugi ára á Suðurnesjum, niðri við Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 11. júlí 2010

11.07.2010 15:35

Sandgerði í dag

Þessi myndasyrpa sýnir þau skip og báta sem voru rétt eftir hádegi í dag við hafnargarðinn í Sandgerði


     1481. Sóley Sigurjón GK 208, 1639. Hans Jakob GK 150, 2099, Íslandsbersi HF 13, 13. Búddi KE 9, 1438. Salka GK 79, 1767. Happasæll KE 94, 1787. Maggi Jóns KE 77, 2005, Birgir GK 263, 1969. Hafsvalan HF 107, 1523. Sunna Líf KE 7 og svo sé ég ekki meira


   1767. Happasæll KE 94, 1787. Maggi Jóns KE 77, Birgir GK 263, 1969. Hafsvalan HF 109 og 1523. Sunna Líf KE 7


                                                         13. Búddi KE 9


   1639. Hans Jakob GK 150 og 2099. Íslandsbersi HF 13 © myndir Emil Páll, í Sandgerði í dag 11. júlí 2010

11.07.2010 15:20

Sex í Njarðvíkurslipp

Þessi mynd sýnir frá nokkuð óvanalegu sjónarhorni sex báta sem eru í Njarðvíkurslipp, að vísu er einn þeirra í gamla slippum, en hann og sá sem fyrst verður upp talinn undir myndinni eiga trúlega ekkert annað eftir en að fargast. Hinir eru ýmist í viðgerð, geymslu eða jafnvel einn sem er kyrrsettur (245) og hefur verið það um tíma. Mynd þess tók ég eftir hádegi í dag frá slippbryggjunni og sýnir upp slippinn og skipin að aftan, nema það sem er í gamla slippnum það sést á hlið.


   F.v. 1125. Gerður ÞH 110, 1134. Steinunn SH 167, 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, 1575. Njáll RE 275, 467. Sæljós ÁR 11 og 1249. Sigurvin GK 51, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 11. júli 2010 frá slippbryggjunni.

11.07.2010 15:12

Fjórir í röð

Hér sjáum við fjóra báta sem liggja í röð öðrum megin á annarri bryggjunni í Njarðvík. Eitt þeirra það sem fyrst verður talið, fer trúlega á morgun upp í Njarðvikurslipp þar sem Hringrásarmenn munu hefja förgun á því. Hin skipin eru ýmist í viðhaldi, eða fríi, en mun von bráðar öll verða komin á veiðar. Nöfn þeirra allra kemur fram undir myndinni, sem ég tók frá Slippbryggjunni eftir hádegi í dag.


    F.v. 1156. Sólfari SU 16, 2101. Sægrímur GK 525, 795. Drífa SH 400 og 923. Röstin GK 120, við bryggju í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 11. júlí 2010

11.07.2010 14:58

Selfoss

Hér sjáum við Selfoss sigla fyrir Garðskaga rétt eftir hádegi í dag á leið sinni til Reykjavíkur.


                                       Selfoss © mynd Emil Páll, 11. júlí 2010

11.07.2010 08:55

Garðey SF 22


                            1759. Garðey SF 22 © mynd Hilmar Bragason