Færslur: 2010 Júlí

28.07.2010 23:20

Stefnir ÍS 28 úti á hafi núna áðan

Þorgrímur Ómar Tavsen sendi mér þessar tvær myndir af Stefni ÍS 28 núna áðan og gaf um staðarákvörðun togarans sem er 65 ' 05,656 og 24 ' 15,206
    1451. Stefnir ÍS 28 á 65 ' 05,656 og 24 ' 15,206  © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 28. júlí 2010

28.07.2010 22:47

Keflavíkurhöfn í kvöld


Allt í bláu f.v. 1767. Happasæll KE 93, 2400, Hafdís SU 220, 2043. Auðunn og 1587. Sævar KE 15


   1587. Sævar KE 15, 2400. Hafdís SU 220, 1315. Sæljós GK 2 og 1396. Lena ÍS 61


  500. Gunnar Hámundarson GK 357, 1587, Sævar KE 15, 2400. Hafdís SU 220, 1396. Lena ÍS 61, 1315. Sæljós GK 2 og 1767. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn í kvöld © myndir Emil Páll, 28. júlí 2010

28.07.2010 22:25

Selfoss


               Selfoss, nálgast Garðskaga í kvöld © mynd Emil Páll, 28. júlí 2010

28.07.2010 21:45

Lifandi krabbar, spettfiskur o.fl.

Af vefnum 245.is:

Lifandi krabbar, sprettfiskur ofl. (Myndband)
Vel heppnuð Náttúruvika

Það var líf og fjör í Fræðasetrinu í dag þegar 245.is kíkti í heimsókn, en þar hafði verið komið fyrir sjókeri með allskyns tegundum af dýrum í tilefni Náttúruviku.

Fræðasetrið fróðlegt er,
frábært þar að vera.
Félagarnir finna sér
feikinóg að gera.

Ýmis birtast ævintýr,
undur sjávarheima;
fiskar sem og furðudýr,
fjöldamörg þar sveima.

Af vefnum www.grallarar.is

Allir eru velkomnir og frítt er inn í Náttúruviku.

Á morgun föstudaginn 29. júlí kl. 13:00-17:00 mun Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Háskólasetursins í Fræðasetrinu kynna starfsemina, m.a. rannsóknir á grjótkröbbum og hvernig kræklingur er notaður við rannsóknir á mengun.

Nokkrir nýir landnemar við Íslandsstrendur verða til sýnis í sjóbúrum.

Smellið hér til að horfa á myndband þar sem ungir könnuðir léku sér við lifandi krabba, sprettfisk og fleira í sjókerinu í dag.

 

28.07.2010 19:22

Odra NC 110


         Odra NC 110, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 27. júlí 2010

28.07.2010 19:20

Finnur HF 12


                   6086. Finnur HF 12 © mynd Sigurður Bergþórsson, 27. júlí 2010

28.07.2010 18:27

Bátasafn Gríms Karlssonar

Þó ég hafi í vetur lofað að heimsækja Bátasafn Gríms Karlssonar í Duushúsum, hef ég ekki látið verða af því, að hafa myndavélina með mér, en í safnið hef ég nánast komið daglega. Greip ég því bækling og set hér myndir úr honum, en vonandi koma betri myndir fljótlega.


                             Séð yfir hluta af bátaflotanum sem er til sýnis


                                     Grímur Karlsson á heimili sínu


                                               Ása GK 16


                                              151. María Júlía


                                              569. Hjalti SI 12


                                         Úr 569. Hjalta SI 12


                  © myndir úr bæklingi um Bátaflota Gríms Karlssonar

28.07.2010 13:24

Sjóstangaveiðimót í Grindavík

Fyrr í sumar var haldið sjóstangaveiðimót í Grindavík og sá Stakkavík ehf. um framkvæmd mótsins og lánaði báta til þess. Alls var farið út í þremur bátum og sjáum við þá hér við löndun, en næstu daga munu birtast hér mjög skemmtilegar myndasyrpur af hverjum og einum báti er í mótinu tók, úti á veiðunum. En það var Kristinn Benediktsson sem festi allt á myndir, sem við fáum nú að njóta, eins og fyrr segir bæði í dag og næstu daga.


              2298. Máni GK 109, 1921. Rán GK 91 og 2321. Milla GK 121


                         1921. Rán GK 91 og 2321. Milla GK 121


   2298. Máni GK 109, í Grindavíkurhöfn fyrr í sumar, að landa afla úr mótinu
                                        © myndir Krben 2010

28.07.2010 09:54

Kambur BA 34, Silfri KE 24 og einn til

Í kvöld eftir miðnætti verð ég með mikla umfjöllun um þrjá trébáta og stöðu þeirra í dag, ásamt myndum af tveimur þeirra eins og þeir voru í upphafi. Hér sjáum við ömurlega stöðu þeirra eins og þeir litu út í morgun, en meira í síðari umfjölluninni.


                                                  5684. Kambur BA 34


                                                        5690. Silfri KE 24


                       Og sá þriðji © myndir Emil Páll, í Njarðvik, 28. júlí 2010

28.07.2010 09:48

Á sextugsaldri, en ber aldurinn vel

Alltaf hef ég gaman að því að fylgjast með því þegar gamlir bátar eru teknir vel í gegn. Það sem af er sumri hef ég fylst með tveimur stálbátum sem báðir eru komnir vel á sextugs aldurinn og hafa verið málaðir og lagfærðir mjög rækilega. Þetta eru Maron GK 522 sem er 55 ára gamall og var tekin í gegn í vor og Drífa SH 400 sem er aðeins tveimur árum yngri og er nú í loka frágangi. Ég hef þegar birt margar myndir af þessum bátum og bæti þó hér við tveimur sem ég tók af Drífunni í morgun.
                                        © myndir Emil Páll, 28. júlí 2010

28.07.2010 09:44

Týr á Stakksfirði

Í morgum lá varðskipið Týr á Stakksfirði, raunar stutt frá Vatnsnesvita, en sem kunnugt er þá er þetta í dag eina varðskipið okkar íslendingar sem er hér við land. Meira segja erum við fremur illa settir núna því undanfarna daga hafa tvö dönsk varðskip, verið hér líka, en nú eru þau bæði farin til Grænlands.


     1421. Týr, á Stakksfirði, undan Vatnsnesi í morgun © mynd Emil Páll, 28. júlí 2010 

28.07.2010 08:28

Þórshöfn: Bliki ÞH 117 ex Kristín Ólöf ÞH 117 og ex Leó II ÞH 66.

Stefán Halldór Þorgeirsson sendi mér þessar myndir, frá Þórshöfn á Langanesi og sendi ég þakkir til baka.
     2484. Kristín Ólöf ÞH 117, hefur verið keypt frá Húsavík til Þórshafnar og ber nú nafnið Bliki ÞH 117


        Þessi bátur hét áður 1688. Leó II ÞH 66 og er nú í endurbyggingu  í Reykjavík
                               © myndir Stefán Þorgeir Halldórsson, 2010

28.07.2010 00:00

Bæjarhátíðin í Grundarfirði

Aðalheiður í Grundarfirði, sú sama og sendi mér myndasyrpuna frá vinnslu á makrílnum í Grundarfirði á dögunum, hefur nú sent mér myndasyrpu sem hún tók á Bæjarhátíðinni í Grundarfirði um síðustu helgi og kemur einnig með ein mynd úr Skessuhorni sem tengist efninu. Sendi ég Heiðu kærar þakkir fyrir. Með myndunum fylgdi eftirfarandi texti:

Sæll, datt í hug að þú hefðir gaman af þessum myndum sem ég tók um helgina í Grundarfirði. Þar var bæjarhátíð um helgina og bærinn skreyttur. Svo lágu á laugardagskvöldinu þessi 4 fallegu fley við bryggjuna sem gerð var sem aðkoma fyrir léttabáta skemmtiferðarskipanna. En tvö komu á föstudag til Grundarfjarðar, sá inn á Skessuhorni mynd af þeim.

Kv. Aðalheiður.
                                       Hafdís


                                                   6994. Gola RE 945


                                 Kristján © myndir Aðalheiður 24. júlí 2010


    Le Boreal og Ocean Princess, í Grundarfirði © mynd skessuhorn.is 23. júlí 2010

27.07.2010 20:02

Akranes í kvöld: Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, Happadís GK 16 og Kristbjörg ÁR 177

Núna á áttunda tímanum í kvöld tók Þorgrímur Ómar Tavsen þessar símamyndir fyrir mig á Akranesi og sendi mér.


                                         177. Arnfríður Sigurðardóttir RE 14


                                                   239. Kristbjörg ÁR 177


                                              2652. Happadís GK 16


       2652. Happadís GK 16 og 177. Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, í höfn á Akranesi
                           © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 27. júlí 2010

27.07.2010 16:13

Að loknum 2. degi

Eins og ég sagði frá í gær hófst þá síðdegis tæting á Sólfara SU 16 í Njarðvikurslipp, en það eru starfsmenn Hringrásar sem sjá um verkið. Eftir þetta verk stendur til að taka 4. bátinn í þessari lotu í Njarðvik og síðan er á dagskrá bátur í Grindavíkurhöfn.
    1156. Sólfari SU 16 á 2. degi endalokanna © myndir Emil Páll, 27. júlí 2010