Færslur: 2011 Desember

31.12.2011 12:00

Hvað boðar blessuð nýárssól!


                            GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

                          © Ljósmynd: Kristinn Benediktsson.

                                       Áramóta- annáll

Nú um áramótin skoða ég árið sem er að líða og huga að framtíðinni, eins og ég hef áður gert hér á síðunni um áramótin.

Þegar ég horfi til baka, er ég í raun mjög sáttur við árið, auknar vinsældir og stór hópur manna bak við mig svo og hina, sem eru í raun öflugir fréttaritarar og flestir eru þeir úti á landsbyggðinni en þó ekki allir. Nöfn þeirra þarf ég ekki að telja upp, en sendi þeim kærar þakkir fyrir myndir og aðrar upplýsingar sem þeir hafa sent mér.

Eins og margir vita, hefur áhugi minn fyrst og fremst snúið að því að gera þessa síðu af svona hálfgerðum fiskifréttum, sjávarfréttum eða öðru  slíku. Að vísu hef ég orðið var við að þetta fer í einhverja aðra síðueigendur sem eru alltaf að finna að því sem ég er að gera. Að vísu kalla ég það afbrýðisemi hjá þeim, þar sem vinsældir mínar aukast frekar en hitt. Einhvern tímann þegar fjármálin heimila mér mun ég annað hvort opna epj.is aftur eða gera þessa síðu af því sem epj.is átti að verða.

Komment verða því ekki hér á síðunni í framtíðinni, frekar en er t.d. í dag á alvöru netmiðlum, sem ég stefni á að gera hér og selja þess í stað meira af auglýsingum eða þiggja meiri styrki. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka auglýsendum og styrkgjöfum fyrir árið.

Að undanförnu hef ég tamið mér það að fara mjög lítið inn á aðrar síður og veit því mjög lítið hvað þeir eru að gera. Þrátt fyrir það hafa ýmsir velunnarar síðunnar verið duglegir að segja mér frá því þegar aðrir síðueigendur halda varla vatni yfir þessu hjá mér og skjóta og skjóta á mig, jafnvel föstum skotun. Þar sem ég fékk skráp þegar ég var ritstjóri Víkurfrétta og fann oft fyrir því hvað það var kalt á toppnum, bítur þetta mjög lítið á mig. Því held ég áfram mínu striki hvað svo sem aðrir segja.

Engu að síður ætla ég að taka þrjá þeirra út úr og ræða sérstaklega um þá. Nöfnin birti ég ekki enda ef þeir hafa gáfurnar og þroska í lagi geta þeir örugglega lesið um hvern er átt í hvert og eitt skipti. Það kemur síðan í ljós hversu miklar gáfur og eða þroska þeir hafa, því þeir sem svara eða hrauna yfir mig fyrir þessu skrif eru í mínum huga aðeins að koma sér betur út í horn um leið og þeir viðurkenna hversu barnalegir þeir eru.

Sá fyrsti  já með hann er það að segja að í upphafi hafði ég aðeins þekkt hann eftir að hafa unnið með honum við bensínafgreiðslu og sú minning er ekkert til að hrósa sér yfir. Engu að síður gerist það að sameiginlegur vinur okkar beggja, maður sem síðan reyndi að ljúga upp á mig og ég nánast hraunaði síðan yfir hér á síðunni, gerði margar tilraunir, áður en það tókst að fá mig til að vingast við umræddan fyrrum samstarfsmann minn. Það varð úr og síðan höfum við oft á tíðum farið sameiginlega í myndaleiðangra og gert annað til að styrkja síðurnar. Fljótlega fór þó að bera á því að hann vildi ráðgast með mig, auk þess sem hann kvatti mig óspart til að gagnrýna hina og þessa og meig svo utan í þá sem ég var að gagnrýna, á minn kostnað. Já hann vingaðist við þá þar sem þeir voru óvinir mínir eftir gagnrýnina. Sama átti raunar við um alla sem voru á móti mér af einhverri ástæðu, hann sleikti þá upp.
Það að lofa upp í ermina hjá sér og standa síðan ekki við, er hans daglega brauð, svo og að skipta um skoðun, eftir þvi hver talar við hann, hverju sinni. Oftar en ekki hringdi hann í mig vegna þess að einhver var að kvarta yfir mér við hann, en þeir þorðu ekki að ræða við mig, heldur notuðu hann sem senditík eða sprellikarl sem kippt var í spotta, til að hann gerði eitthvað fyrir þá, til að koma kvörtuninni á framfæri. Já þarna lék hann tækifærissinnan.
Nú þegar ég lokaði á hann, þegar ég fékk yfir mig nóg af honum, fóru stóru gusurnar að koma bæði á hans síðu sem og öðrum síðum í minn garð.
Hann kvartaði nýlega yfir tvennu á sinni síðu hvað mig varðar, þ.e. að geta ekki kommentað á minni síðu og síðan að fara með rangt mál varðandi skipsstrand, í báðum tilfellum var móðursýki hans ofan á. já móðursýki, þetta er ekkert annað hjá honum.
Varðandi að geta ekki kommentað hjá mér, veit hann betur, því það var honum að þakka eða kenna að ekki er opið hér fyrir komment og það hefur hann margoft viðurkennt fyrir mér. Um strandið, þá hló ég þegar mér var bent á skrif hans, því hver annar en hann sjálfur sagði mér þessa sögu sem ég íjaði að á síðu minni. Ég fullyrti ekkert heldur sagði ,,ef ég man rétt, þá hafi...."  En hann fullyrti að ég hafði ráðist á ákveðinn skipstjóra og nafngreindi hann. Vonandi fer málið ekki fyrir dóm, því þá myndi hann liggja illa í því, þar sem hann fullyrðir og nafngreinir mann, sem aðrir hafa ekki gert, samanber bloggarann sem nafngreindi fólk og fékk 900 þúsund króna sekt fyrir.
Já sá móðursjúki er heimildarmaður minn að strandinu og aðal sökunauturinn fyrir því að ekki hafa verið komment á síðunni fram að þessu. Nú eins og áður segir eru engar horfur á breytingum þar hjá mér.
En takið eftir hann er svo sjúkur yfir því að ég tala ekki við hann að hann notar hvert tækifæri sem gefst til að skjóta á mig og þá á hinum ýmsu síðum. Eins er hann farinn að vinna vini mína til sýn hér í heimabyggð.

Sá annar sem einn af þeim vinum mannsins hér á undan sem hafa notað þann til að kvarta við mig og kippa í spottann á sprellikarlinum þ.e. honum, um hitt og þetta. Virðist ekki síður en hinn vera ansi móðursjúkur, því hann gengur með það í maganum hvar sem hann hittir einhvern þeirra sem sendir mér mynd, að skammast út í þá fyrir að gera það. Já fleiri en einn, fleiri en tveir, fleiri en þrír hafa látið mig vita um þessi vinnubrögð hans.
Það sem er þó enn furðulegra við þennan aðila er að hann hefur aldrei, já aldrei haft manndóm í sér til að ræða við mig um hvað sé að. Ég hef heyrt frá öðrum sem hann hefur verið að þrýsta á að hætta samskiptum við mig, að ég hafi gert hitt og/eða hitt, oftast eitthvað sem er algjör tilbúningur.
Áfram heldur hann þó þeirri leið að hafa þann, sem ég sagði fyrst frá, í bandi og lætur hann framkvæma hitt og þetta. Sama er mér það kemur ekkert við mig.
Tökum enn eitt tilefnið sem hann sá ástæðu til að skjóta á mig. En einu sinni birti ég mynd af gömlu bæjarfélagi úti á landi sem nú hefur runnið eins og við hér í Keflavík í stærri einingu og því er gamla nafnið aðeins hverfi í stærri og oftast ljótara nafni. Hver man t.d. ekki eftir, nöfnum eins og Reykjanesbær, Norðurþing, Fjallabyggð, Fjarðarbyggð, Árborg o.fl. nöfnum. Þessi ljótu nöfn eru hin lögformlegu, en ekki nöfn eins og Keflavík, Njarðvik, Siglufjörður, Húsavík, Eskifjörður, Selfoss o.fl. En auðvitað notum við sem búum í þessum gömlu sveitarféögum okkar, gömlu nöfn og köllum okkur Keflvíkinga, Húsvíkinga Selfyssinga, Siglfirðinga o.s.frv.
Þegar ég skrifaði um þetta vona í smá gríni, hljóp einn af þessum sem vilja ekki nota nýja nafnið upp á síðu sinni og sá móðursjúki tók þar undir ásamt fleirum og töldu ég bulla og sá móðursjúki fullyrti að ég myndi aldrei laga þetta. Nei, auðvitað laga ég ekki það sem stjórnsýslan gerir, ég hef ekki heimild til þess, annað er hvað tifinningar mínar og annarra sem búa í þessum gömlu sveitarfélögum sem nú bera nýtt sameiginlegt ljótt nafn, segja. Umræddur síðueignandi samþykkti það þegar ég hafði persónulegt samband við hann en gat ekki viðurkennt það á síðu sinni og umræddur  þ.e. sá móðursjúki tók undir með honum. (sá sem er annar í minni upptalningu). Hvað sem hver tautar og röflar verð ég að viðurkenna að búa í Reykjanesbæ, Hafþór í Norðurþingi og Óskar að vinna í Fjarðarbyggð, í stað Keflavíkur, Húsavíkur og Reyðarfjörð, sem við tölum um í daglegu tali.

Hinn þriðji er sá sem kom mér út í að skrifa á skipasíðurnar. Strax í upphafi sá ég að hann var mjög mikill tækifærissinni. Enda hefur komið í ljós að undanfarið hefur hann ekki haft mjög mikinn metnað til að gera síðu sína góða, en fullyrði frekar um einhverja dellu og selur síðan fréttina á einhvern stærri netmiðil, með þeim kröfum að viðkomandi komi með tengil á sína síðu. Með því getur hann oft montað sig yfir miklum gestafjölda, þó svo að sá gestafjöldi fari inn, ekki síðunnar vegna, heldur vegna tengils á einhverjum stórum vefmiðli.
Ég gæti sagt margt um hann, en hann á það ekki skilið af mér að ég valti mikið yfir hann og má eiga það, að oft tölum við saman á hreinskilin máta og hreinsum þar með út, það sem talað er um. Það hefur hann fram yfir mennina tvo hér að framan.

Varðandi þessa þrjá aðila og aðra í þeirra sporum, þá blessaðir haldið áfram, því með því auglýsið þig mig betur, því slæmt umtal er betra en ekkert enda hefur það sýnt sig að í hvert sinn sem einhver ropar um mig, fjölgar gestunum á síðunni minni og fjölgun gesta veldur einnig fjölgun stuðningsaðila, sem lagt hefur síðunni stuðning með ýmsum hætti. Því þeir sem þekkja mig vita að það að vera umtalaður, er það sem ég vil vera, en ekki falla í einhvern felupott, sem helst þorir ekkert að segja eða gera.

Enginn já enginn breytir síðunni minni, hún er svona og verður svona hvað sem hver og einn segir, enda er þetta síðan mín fyrst og fremst. Auðvitað veit ég að einhver ykkar fær núna drullu og hraunar yfir mig einhversstaðar, en í mínum huga er það bara gangur lífsins og um leið barnaskapur viðkomandi eins og ég hef áður sagt. Að vísu hef ég oft spáð í því, hvers vegna þið eruð að lesa þessa síðu fyrst þið fáið svona drulluköst af því??

Að endingu vil ég senda öllum lesendum síðunnar bestu áramótakveðjur með þökkum fyrir það liðna og sérstakar kveðjur fær hið fjölmenna stuðningslið sem hefur stutt mig heilshugar í gegn um allt stórviðrið sem geisað hefur í kring um mig og auðvitað allir ljósmyndararnir sem komið hafa við sögu síðunnar á árinu.

                     Með bestu kveðju ( já eða á ég kannski að segja Copy paste kveðju)
                                         Emil Páll Jónsson


Ps. Í gegn um árin var ég talinn mjög harður bæði sem blaðamaður og eins í starfinu sem ég gengdi áður. Var það ávallt minn mælikvarði, á það hvort ég hefði skotið föstum réttlátum skotun, hvort viðkomandi færi í fýlu og þá sérstaklega hversu lengi hún stóð yfir. Nokkrir eru þeir aðilar sem fóru í slíka fýlu bæði þegar ég starfaði hjá stóru stéttarfélagi og eins sem ritstjóri blaðanna, og eru ennþá í fýlu og kætir það mig mjög mikið, enda er það staðfesting á að ég hafi gagnrýnt menn sem áttu það skilið, þegar þeir eru í fýlu svo árum eða áratugum skiptir. Þá fær púkinn í mér fulla útrás. Í gagnrýni hér á síðunni eru t.d. hafnarstarfsmenn í þessari fýlu og þekkja mig ekki ef þeir sjá mig, sama á raunar líka við mann sem ætlaði að selja bát út á land en af því varð ekki og gaf hann síðan bátinn. Sá hefur slett skyrinu á mig eftir þann atburð og hlýtur því að liða mjög illa, en jafnframt kætir hann púkann í mér.
Þetta segi ég af því að ég á von á að þeir tveir fyrsttöldu sem fá hér harða gagnrýni að ofan, muni svara fyrir sig með einhverjum hætti, sem staðfestir fyrir mér að ég hafi farið með rétt mál. Það lærði ég líka að það besta ef maður fengi svona skot væri að gera ekki neitt, því þá væri ekkert gaman að skjóta á viðkomandi, en ég á ekki von á að þeir hagi sér þannig, frekar en hafnarstarfsmennirnir og bátaeigandinn umræddi og ýmsir síðueigendur sem hafa verið af og til með smá skot á mig, eftir einhvern smá mótþróa einhvern tíman og af því að ég fer mínar leiðir en ekki þeirra.31.12.2011 11:30

Ósk KE 5


                                1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll, 2009

31.12.2011 11:20

Happasæll KE 94

Þó ég segi sjálfur frá, þá er þetta sérstaklega góð og skemmtileg mynd af þessum Happasæl KE.


            2660. Happasæll KE 94, að koma inn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 2008

31.12.2011 09:45

Hætt við að hafa sem endurbyggingu, en þess stað skráð nýsmíði

Af og til á þessu ári hef ég mynd mikla myndaseríu af litlum opnum báti sem verið er að breyta í góðan þilfarsbát, en átti að halda sér sem endurbyggð trilla. Nú hefur verið hætt við þau áform og verður báturinn sem senn kemur út úr húsi skráð sem nýsmíði, enda um stórann og mikinn þilfarsbát að ræða. Mun ég segja nánar frá því með myndum o.fl. á nýju ári, en birti hér þrjár myndir frá því ári sem er að líða af bátnum


                        6105. Von GK 22,  í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 2009


               Hér sést þegar gamli báturinn er að falla inn í þann nýja 24. maí 2011


                         Svona var staðan 28. nóv. 2011 © myndir Emil Páll

31.12.2011 09:30

Geir KE 1


                                       1321. Geir KE 1 © mynd Emil Páll, 2009

31.12.2011 09:15

Óðinn og Brandur GY 111

Hér kemur ein skemmtileg úr þorskastríðinu milli Íslands og Bretlands.


                   159. Óðinn og Brandur GY 111 © mynd fleetwood-fsihing-industry.co.uk

31.12.2011 09:05

Fugloyhav


           Fugloyhav, í Póllandi © mynd shipspotting, Lukasz Blaszcrak, 11. sept. 2008

31.12.2011 00:00

Jól um borð í Bourbon Moonson

Á þessu skipi er Einar Örn Einarsson, stýrimaður og birtast hér myndir þaðan og af skipinu og systurskipum þess, en myndirnar eru teknar af Jóni Páli Jakobssyni og Einari Erni Einarssyni


                           Bourbon Moonson © mynd Jón Páll Jakobsson


              Aðfangadagskvöld um borð í Bourbon Moonson © mynd Einar Örn, 2011


    Aðfangadagskvöld um borð í Bourbon Moonson © mynd Einar Örn, 2011


         Jól um borð í Bourbon Moonson, Einar Örn fyrir miðri mynd © mynd í hans eigu


                  Jól um borð í Bourbon Moonson © mynd Einar Örn Einarsson, 2011


       Jólatréð í reyklausu setustofunni á Bourbon Moonson © mynd Einar Örn


                Systurskipið Bourbon Mistral © mynd Einar Örn Einarsson, 2011


      Systurskipin Bourbon Mistral og Stril Pioner, utan við hann © mynd Einar Örn 2011


      Bourbon Mistral, lagstur við Kai 30 á 2. í jólum © mynd Einar Örn 2011


                   Lestað í Bourbon Moonson, á 2. í jólum © mynd Einar Örn Einarsson

30.12.2011 23:45

Solöyvåg M-112-F


                   Solöyvåg M-112-F © mynd shipspotting, geirolje, 20. ágúst 1983

30.12.2011 23:00

Abdul Matin, frá Bangladesh
       Abdul Matin, frá Bangladesh © myndir shipspotting, Ivan Meshkov, 16. maí 2010

30.12.2011 22:00

Forseti RE 10


       Forseti RE 10, síðar Tindhólmur VA 155, í Færeyjum © mynd Jónleif Joensen / vagaskip.dk

30.12.2011 21:40

Kleifaberg RE 7 ex ÓF 2

Brim hefur flutt heimahöfn Kleifabergs frá Ólafsfirði til Reykjavíkur og er það því orðið RE 7


       1360. Kleifaberg RE 7 ex ÓF 2, í Reykjavík í dag © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 30. des. 2011

30.12.2011 21:00

Drangur SH 511 dregur Lóminn í land og Sölvi Bjarnason BA 65 / Drangur SH 511 / Seley SU 10

Hér kemur í raun tvískipt efni sem þó er gert að einni færslu. Fyrri hlutinn eru myndir er sýna togarann Drang SH 511 draga flutningaskipið Lóm vélavana til Reykjavíkur árið 1995 og síðari hlutinn sýnir á myndrænan máta sögu Drangs, án þess að saga hans sé sögð með öðrum hætti.
        Myndir þessar sýna er togarinn 1556. Drangur SH 511 frá Grundarfirði kom með flutningaskipið Lóm vélarvana til Reykjavíkur 1995 © myndir Sigurlaugur

ÞÁ ER ÞAÐ MYNDRÆNA SAGA TOGARANS, Þ.E. ÞÆR MYNDIR SEM ÉG HEF YFIR AÐ RÁÐA OG SAGAN I PRENTUÐU MÁLI VERÐUR AÐ BÍÐA BETRI TÍMA.


   1556. Sölvi Bjarnason BA 65, kemur nýr til heimahafnar á Tálknafirði © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Óli Rafn Sigurðsson


                                 1556. Drangur SH 511 © mynd Sigurlaugur


                                          1556. Seley SU 10

30.12.2011 20:00

Jólatréð á Granda

Úti á Granda í Reykjavík má sjá þetta jólatré, sem Jón Páll Ásgeirsson festi mynd af


   Jólatréð úti á Granda í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, í des. 2011

30.12.2011 19:00

Grótta


                                 Grótta © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 25. jan. 2011