Færslur: 2010 Febrúar
01.03.2010 00:00
Sex myndir af fjórtán nöfnum
ARINBJÖRN RE 54 / FAGUREY SH 71 / SÓLFARI AK 170 / LÓMUR BA 257 / SÓLFARI RE 26 / SÓLFARI SU 16
1156. Arinbjörn RE 54 © mynd Snorrason
1156. Fagurey SH 71 © mynd Snorrason
1156. Sólfari AK 170 © mynd Snorrason
1156. Sólfari AK 170 © mynd Tryggvi Sig.
1156. Lómur BA 257 © mynd batarogskip
1156. Lómur BA 257 © mynd úr Flota Tálknafjarðar
1156. Sólfari RE 26 © mynd Rannsóknarnefnd sjóslysa
1156. Sólfari SU 16 © mynd af google, ljósm. ókunnur
Smíðanúmer 34 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1971, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður 1987. Afskráður sem fiskiskip 2007.
Nöfn: Arinbjörn RE 54, Elías Steinsson VE 167, Fagurey SH 71, Sólfari AK 170, Lómur SH 177, Lómur BA 257, Jón Klemenz ÁR 313, Trausti ÁR 313, Látrarröst ÍS 100, Látarröst GK 306, Sólfari RE 26, Sólfari BA 26, Sólfari RE 16 og Sólfari SU 16.
28.02.2010 20:12
Skipasmíðastöðin í Chile ónýt
Eftirfarandi má lesa á vef Landhelgisgæslunnar:
Rétt í þessu bárust upplýsingar um að skipasmíðastöðin væri ónýt en varðskipið Þór væri á floti í flotkvínni. Ísfélagsskipið stendur uppi en hafrannsóknarskip sem var þar við hliðina er horfið og líklegast sokkið. Ekki er fært um borð í Þór og því ekki vitað nánar um ástand skipsins en svæðið er allt lokað og talið hættulegt enn sem komið er. Forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar eru að meta stöðu mála í samráði við tryggingarfélög sín.
28.02.2010 19:54
Frá loðnumiðunum í Faxaflóa í dag: Finnur Fridi - Huginn VE - Kap VE og um borð í Jónu Eðvalds SF
Okkar maður á loðnumiðunum, Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF sendi mér nokkrar myndir af loðnumiðunum í Faxaflóa frá því í dag. Þar er búinn að vera kaldaskítur í dag og loðnan er brellinn.Fengu um 200 tonn í 2 köstum í dag.
Finnur Fridi
2411. Huginn VE 55
2411. Huginn VE 55
2363. Kap VE 4
Dæling um borð í 2618. Jónu Eðvalds SF 200
Strákarnir um borð í Jónu Eðvalds © myndir Svafar Gestsson á loðnumiðunum í Faxaflóa í dag 28. febrúar 2010
28.02.2010 16:19
Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36 / Skálaberg ÞH 244 / Hlífar Pétur NK 15 / Freyja GK 364 / Röstin GK 120

923. Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36 © mynd Snorrason

923. Skálafell ÞH 244 © mynd Hafþór Hreiðarsson 1987

923. Hlífar Pétur NK 15 © mynd batarogskip

923. Freyja GK 364 © mynd Hafþór Hreiðarsson

923. Röstin GK 120 © mynd Hafþór Hreiðarsson

923. Röstin GK 120 © mynd Hafþór Hreiðarsson

923. Röstin GK 120, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll

923. Röstin GK 120, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Fredrikssund Skipsværf, Frederikssund, Danmörku 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Meðan báturinn bar Ásmundarnafnið var hann tekinn á leigu til smyglferðar til Belgíu, þar sem hann var fylltur af áfengi aðallega Seniver og var búið að skipa því í land hérlendis, er upp komst um málið.
Samkvæmt lögum er það flutningstæki sem flytur ólöglegan farm til landsins að stærstum hluta gert upptækt til Ríkissjóðs. Þó eigandinn í þessu tilfelli væri að öllu leiti saklaus varð Alþingi að gefa undanþágu frá þessu og voru sérstök lög þess efnis samþykkt frá Alþingi.
Eftir þetta var fékk báturinn gælunafni Seniver, sumir sögðu Seniver-báturinn, aðrir Seniverdallurinn og annað í þá veru.
Samþykkt var heimild 3. okt. 1994 til að úrelda bátinn, en af því varð þó ekki.
Báturinn hefur nú í nokkur ár legið við bryggju eftir að gírinn hrundi í honum. Fyrst í Sandgerði en eftir eigandaskipti var hann dreginn til Njarðvíkur. Þó margir telja að þar með séu dagar hans taldir, þá kom fram bjartsýnn aðili sem vildi gera hann út í vetur og auglýsti nú eftir áramót eftir áhöfn á bátinn. Ekkert hefur þó verið meira framkvæmt við bátinn nú, né unnið við gírinn.
Endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1976 - 1979 að verkið stöðvaðist. Í janúar 1982 var ákveðið að farga bátnum þar sem Fiskveiðasjóður vildi ekki fjármagna endurbæturnar á bátnum. Aldrei varð þó gert í málinu og hófust endurbætur aftur í júní 1984 og lauk þeim 17. febrúar 1985. Var hann þá m.a. yfirbyggður og breytt í frambyggt skip.
Nöfn: Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36, Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15, Sólrún GK 61, Símon Gíslason KE 155, Sigurður Þorkelsson ÍS 200, Skálaberg ÞH 244, Hlífar Pétur NK 15, Stakkanes ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262, aftur Hlífar Pétur NK 15, Sunna Björg HF 87, Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364 og núverandi nafn: Röstin GK 120.
28.02.2010 12:53
Þrjú færeysk loðnuskip út af Suð-vesturhorninu
Júpiter FD 42, við bryggju á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason
Júpiter FD 42
Finnur Fridi, á Fáskúðsfirði © mynd Óðinn Magnason 2006
Finnur Fridi
Fagraberg
Fagraberg © mynd Jonathan Gill 2009
28.02.2010 10:34
Sölvi Bjarnason BA 65
1556. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd Þór Jónsson
28.02.2010 00:00
Sóley ÍS 225 / Sóley ÁR 50 / Þuríður Halldórsdóttir GK 94 / Kristbjörg ÞH 44 / Röst SK 17

1009. Sóley ÍS 225 © mynd af google, ljósm. ókunnur

1009. Sóley ÍS 225 © mynd Snorrason

1009. Sóley ÁR 50 © mynd Snorrason

1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Snorrason

1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Emil Páll

1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Hafþór Hreiðarsson

1009. Kristbjörg ÞH 44 © mynd Hafþór Hreiðarsson

1009. Kristbjörg ÞH 44 © mynd Hafþór Hreiðarsson

1009. Kristbjörg ÞH 44 © mynd Svafar Gestsson

1009. Röst SK 17 © mynd Jón Páll

1009. Röst SK 17 © mynd Markús Karl Valsson
Smíðanúmer 262 hjá Lindstöls Skips & Batbyggeri A/S, Risör, Noregi 1966. Breytt í skuttskip á Ísafirði 1970. Yfirbyggður hjá Stálvík hf., Garðabæ 1986. Úreldingastyrkur samþykktur 12. jan. 1995, en hann ekki notaður.
Nöfn: Sóley ÍS 225, Sóley ÁR 50, aftur Sóley ÍS 225, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og núverandi nafn: Röst SK 17.
27.02.2010 21:54
Þórsnes SH 109
1424. Þórsnes SH 109, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson
27.02.2010 18:03
Magnús Guðmundsson ÍS 97 / Máni HF 149 / Sæbjörg EA 184

2047. Magnús Guðmundsson ÍS 97, tilbúinn til sjósetningar í fyrsta sinn í apríl 1990 © mynd Emil Páll

2047. Máni HF 149 © mynd Snorrason

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2005

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2007

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Þorgeir Baldursson
Smíðanúmer 5 hjá Skipasmiðjunni Herði hf, og nr. 1 hjá Skipabrautinni hf. Njarðvík 1990. Fyrri aðilinn varð gjaldþrota áður en smíði lauk og tók hinn þá við. Sjósettur í Njarðvík 22. apríl 1990 og afhentur nokkrum dögum síðar. Lengdur 1994. Breikkaður að aftan um 1 metra 1994 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Hafnarfirði. Lengdur aftur hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1996, auk þess sem settur var á hann nýr hvalbakur, brú lengd, dekk hækkað o.fl.
Nöfn: Magnús Guðmundsson ÍS 97, Máni HF 149, Vébjörn ÍS 301, Linni SH 303 og núverandi nafn: Sæbjörg EA 184.
27.02.2010 16:09
Kaldbakur EA 301
1395. Kaldbakur EA 301
1395. Kaldbakur EA 301 © myndir Þór Jónsson
27.02.2010 15:58
Sléttbakur EA 304 og Svalbakur EA 302
1351. Sléttbakur EA 304
1351. Sléttbakur EA 304
1351. Sléttbakur EA 304
1352. Svalbakur EA 302 © mynd Þór Jónsson
27.02.2010 13:47
Í hrognaveislu






Fugl í hrognaveislu © myndir Emil Páll, 27. febrúar 2010
27.02.2010 00:00
Héðinn ÞH 57 / Hrafn GK 12 / Háberg GK 299 / Geirfugl GK 66 / Tómas Þorvaldsson GK 10

1006. Héðinn ÞH 57 © mynd Snorri Snorrason

1006. Héðinn ÞH 57 © mynd Tryggvi Sig.

1006. Hrafn GK 12 © mynd Snorrason

1006. Háberg GK 299 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

299. Háberg GK 299 © mynd Snorrason

1006. Háberg GK 299 © mynd Snorrason

1006. Geirfugl GK 66 © mynd Snorrason

1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © mynd Þorgeir Baldursson 2006

1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson

1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © af heimasíðu Þorbjörns hf

1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © mynd Markús Karl Valsson
1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, á Hornafirði © Runólfur Hauksson, MarineTraffic
Smíðanúmer 40 hjá Ulstein Mek. Verksted A/S, Ulsteinsvik, Noregi 1966. Lengdur Noregi 1971. Yfirbyggður 1977. Breytt í línuskip og um leið karavætt o.fl. hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 2001 eftir hönnun Skipa- og véltækni í Keflavík. Hóf skipið á ný veiðar eftir breytingarnar 14. nóv. 2001 og var þá stærsta línuskip landsins.
Í október 1998 var undirritaður kaupsamningur Þorbjörns hf. á skipinu, en það var þó ekki afhent fyrr en í apríl 1999.
Nöfn: Héðinn ÞH 57, Hrafn GK 12, Háberg GK 299, Geirfugl GK 66, Þorbjörn GK 10 og núverandi nafn: Tómas Þorvaldsson GK 10.