Færslur: 2010 Desember

31.12.2010 10:04

Áramótahugrenningar

 

Í tilefni áramótanna hef ég útbúið svona smá áramótahugrenningar sem ég birti nú og skreyti með myndum Svavars Ellertssonar sem teknar eru niður við höfn um áramót.

 

 

 

Nú á áramótunum sendi ég öllum velunnurum síðunnar bestu óskir um gleðilegt ár og bjarta framtíð, því það veitir ekki af, nú er allir þessir erfiðleikar synda yfir vötnunum. Hef ég þó litlar áhyggjur af því, þar sem ég hef fulla trú á að við munum ná okkur upp úr þeim sem sannir Íslendingar.

 

Jafnframt þakka ég öllum þeim er komið hafa inn á síðuna, svo og þeim fjölmenna hópi manna sem hafa lagt mér lið með myndum, ábendingum, já og/eða spurningum til mín í tölvuskeytum eða símtölum og á Facebookinu. Því ótrúlegur fjöldi fólks hefur haft samband við mig og fengið hjá mér ráð eða bollaleggingar um sitthvað er snýr að sjávarútvegi í símtölum til mín. Fólk sem ég þekkti ekkert áður, en í framhaldinu hefur oftast orðið úr einhver vinskapur eða samskipti og oft ansi mikill og skemmtilegur.

 

Þeim sem hafa þjáðst af svörum mínum og athugasemdum sendi ég einnig kveðjur. En vegna þeirra hörðu reglna sem ég legg upp með er síðan orðin að því sem hún er. Þó svo að einhverjir þjáist af minnimáttarkennd , afbrýðissemi eða öfund út í síðuna og þá sérstaklega vinsældir hennar, þá er það þeirra vandamál en ekki mitt. Það er engin skildugur að koma inn á síðuna og ef þeim líkar hún ekki eiga þeir ekkert að vera að angra sig við að koma hér inn, aðrir en ég breyta síðunni ekki og ég hlusta ekki á raddir annarra í þeim efnum. Þetta er mín síða, en ekki þeirra, nema þeir séu sáttir við hana. Hver síðuritari, gerir síðurnar eftir sínu höfðu og auðvitað ráðum við síðueigendur, sjálfir  hvernig síður okkar eru. Það gildir engin ein regla um það hvernig síðurnar eiga að vera, sem betur fer, því þá væri nú leiðinlegt að skoða þær hverja fyrir sig.

 

Þó síða mín sé aðeins rúmlega árs gömul, en. ég opnaði hana 21. okt. á síðasta ári. hefur þú þegar sýnt að það var tímabært að opna sér síðu og vinsældir hafa hrúgast í kring um mig, þannig að síðan hefur verið í einu af toppsætum vinsældalista 123.is, kerfis þar sem hestasíður, byggðarsíður, aðrar skipasíður og allskyns síður eru líka vinsælar. Ljóst er að síðan hefði aldrei orðið það sem hún er ef ekki hefði komið til þessi breiði hópur velunnara.

 

Ýmsir einstaklingar eiga sérstakar þakkir fyrir og til að gleyma engum þeirra, vil ég senda þeim öllum, án upptalningar, kærar þakkir fyrir myndaafnotin og aðstoðina við síðuna. Til stóð að taka út úr hópnum einstök nöfn og þakka sérstaklega, en sú upptalning yrði ansi löng og því hætta á að ég myndi gleyma einhverjum sem yrði miður og því sleppi ég því.

Hjá því er þó vart komist að minnast sérstaklega nokkra einstaklinga sem hafa haft allt á hornum sér hvað síðuna varðar og notað óspart púður á hinum ýmsu síðum til að ráðast á þessa síðu og mig sérstaklega. Sem gamall rannsóknarblaðamaður hef ég kafað ofan í mál sumra þeirra og ætlaði að birta niðurstöðuna núna, en hef ákveðið að segja um þær niðurstöður sem oft á tíðum eru mjög sláandi og þær séu geymdar en ekki gleymdar. Ljóst er þó að menn sem gusu óvænt upp á árinu, er sannleikurinn um þá var sagður, ættu sumir hið snarasta að leita hjálpar geðlækna, því þeir hafa sýnt það í verki að þeir eru alvarlega sjúkir. Þar tala ég af reynslu því ég hef þurft að umgangast í lífi mínu fólk sem hefur þurft mikið á hjálp geðlækna að halda og þessir einstaklingar ættu svo sannarlega heima í þeim hópi.

Þeir sem hér eiga hlut að máli skulu taka þetta til sín og muna að Sannleikanum er hver sárreiðastur.

Endurtek ég þá ábendingu til ákveðinna öfundssjúkra að þeim mun aldrei takast að kenna mér önnur vinnubrögð, eins og þeir halda, en aumingja þeir, það er vart annað hægt en að vorkenna þeim, þrátt fyrir þá sjúklegu framkomu sem þeir hafa sumir hverjir sýnt.

Jæja hættum þessu blaðri og heitum því að gera enn betra á komandi ári. Þar tala ég í fleirtölu, því þó ég eigi síðuna einn, þá gæti ég þetta ekki nema með aðstoð ykkar allra sem hér koma við sögu og þá ekki síður þess þögla hóps sem lítur inn reglulega, sumir á hverjum degi og aðrir jafnvel oft á dag og skoðar síðuna. Þess vegna hef ég oft notað orðið ,,við" og mun nota áfram meðan svona stór hópur er bak við síðuna. Þessi notkun mína á orðinu ,,við" hefur þó furðulegt sé, truflað suma aðra síðueigendur, sem ég skil í raun ekki. Því lítið væri varið í síðu, þar sem síðueigandinn stendur einn og enginn skiptir sé af hans verkum eða hjálpar til.

Já þó ótrúlegt sé eru þessi orð nánast þau sömu og ég sagði hér fyrir ári síðan, en þessir aðilar sem fyrst og fremst ættu að taka þau til sín, eru svo illa sjúkir margir hverjir að þeim er ekki hægt stýra á rétta braut, þeir þrjóskast áfram í vitleysu sinni og það er þeirra vandamál.

          

Að endingu segi ég:

                                            Gleðilegt ár

                                                með þökkum fyrir það liðna

                                                              

                                                                            Kær kveðja

 

                                                                                    Emil Páll Jónsson

 


                     © myndir Svavar Ellertsson

31.12.2010 08:40

Aðalbjörg II í ljósahafi


    1269. Aðalbjörg II RE 236, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 30. des. 2010

31.12.2010 00:00

Víkingur AK 100 í síldarsmugunni 2004       220. Víkingur AK 100, í síldarsmugunni 2004 © myndir Guðmundur Jón Hafsteinsson

30.12.2010 22:00

Ægir SH 190


    Ægir SH 190 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms

30.12.2010 21:00

Sæborg SH 7


               Sæborg SH 7 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms

30.12.2010 20:42

Uppgangur hjá Veiðafæraþjónustunni í Grindavík

Af grindavik.is:

Uppgangur hjá Veiðafæraþjónustunni 
 Uppgangur er hjá Veiðafæraþjónustunni hf. í Grindavík þessa dagana en fyrirtækið hefur þróað og framleitt veiðarfæri sem eru orðin eftirsótt. Fyrirtækið er í eigu Harðar Jónssonar, Sverris Þorgeirssonar og Þorbjarnar hf. og starfa þar átta manns, flestir með áratuga reynslu í netagerð. Undanfarin misseri hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og er um helmingur af viðskiptavinum þess utan Grindavíkur.

Að sögn þeirra Harðar og Sverris er Veiðarfæraþjónustan búin að landa samningum við Brim hf. en verið er að framleiða troll fyrir Brimnes RE 27. Þá hefur fyrirtækið þjónustað Guðmund í Nesi RE 13 frá upphafi og afhenti m.a. troll í sumar sem var sérstaklega hannað til þess að losna við ánetjun á grálúðuveiðum. Trollin hafa reynst mjög vel og að sögn skipstjórnarmanna er ánetjun nánast úr sögunni. Þá hefur Veiðarfæraþjónustan hannað og framleitt humartroll sem einnig hafa vakið athygli. Meðal annars fóru tveggja belgja humartroll í Reginn HF 228 og tvö troll í Þóri SF 77 og reyndust þau það vel að bátarnir voru með þeim aflahæstu. Þá hefur fyrirtækið framleitt veiðarfæri fyrir snurvoð, grásleppu og reyndar alla flóruna ef út í það er farið.

En hver er galdurinn við uppgang fyrirtækisins í atvinnugrein sem í raun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár?

,,Við seljum fyrst og fremst út á orðsporið. Við höfum þróað sjálfir veiðarfærin og viðskiptavinir okkar eru einfaldlega mjög ánægðir með vöruna. Þetta spyrst út og er okkar besta auglýsing," segir Hörður.

Þá hefur Veiðarfæraþjónustan verið í samstarfi með Fisktækniskólanum en verklegur hluti kennslunnar í veiðarfæragerð fer fram í Veiðarfæraþjónustunni. Að sögn Harðar hefur það gengið vel.

Veiðarfæraþjónustan var stofnuð 1. jan 2002, við sameiningu Netagerðar Þorbjarnar-Fiskanes h.f. og SH Veiðarfæra í Grindavík.

30.12.2010 20:00

Olivetti SH 3 á síldveiðum


       Olivetti SH 3, á síldveiðum © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms 

30.12.2010 19:00

Sæborg RE 143


         961. Sæborg RE 143 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms

30.12.2010 17:34

Otur SH 70


            255. Otur SH 70 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms

30.12.2010 14:00

Árin á Víkurfréttum

Í tilefni af 30 ára afmæli Víkurfrétta hafði blaðið samband við nokkra af fyrrverandi blaðamönnum Víkurfrétta og fengu þá til að rifja upp líðandi ár og eins eitthvað skemmtilegt úr störfum þeirra á blaðinu. Alls birtist því í blaðinu í gær upprifjun frá 30 fyrrverandi blaðamönnum og þ.á.m. var síðuritari þessarar síðu, en hann starfaði þar á árunum 1980-1993 og frá 1983 sem fréttastjóri og annar ritstjóra.
Birti ég hér skönnun af því sem fram kom bæði hvað ég sagði og eins útlit af einum af þeim þremur síðum sem helgaðar voru þessu og að lokum mynd þá sem Hilmar Bragi núverandi fréttarstjóri tók af mér í Grófinn í vikunni.


      Fyrsta síðan af þremur frá fyrrverandi blaðamönnum vf í gær


                                      Grein Emils Páls í Víkurfréttum í gær


    Emil Páll, mynd skönnuð úr Víkurfréttum í gær © ljósm. Hilmar Bragi Bárðarson, 28. des. 2010
          

30.12.2010 12:36

Víkingur AK 100

Hér koma sex myndir frá ýmsum timabilum og eru nú á síðu Víkings AK 100.
      220. Víkingur AK 100 og áhafnarmeðlimir © myndir í eigu Víkings AK 100

30.12.2010 11:00

Auglýst fyrir 66° N


      Áhöfnin á 220. Víkingi AK 100 í síldarsmugunni 2004, auglýsir fyrir 66° N © mynd Guðmundur J. Hafsteinsson

  - Á miðnætti í nótt kemur 14 mynda syrpa frá veru Víkings AK 100 í Síldarsmugunni 2004 -

30.12.2010 10:06

Tveir á miðunum

Þá ætti það ekki að vefjast fyrir mörgum hvaða bátar þetta eru


                                      © mynd í eigu Víkings AK 100

30.12.2010 09:35

Þennan eiga menn að þekkja


                     Þennan eiga menn að þekkja © mynd í eigu Víkings AK 100

           - ekki stóð á réttu svari á Facebook, en hið rétta er 155. Jón Kjartansson SU 111 -

30.12.2010 00:00

Laverne ex Kolbeinsey

Þó ekki hafi verið hér um beina getraun að ræða, voru menn þó fljótir að senda mér svör við því hvaða skip hér væri á ferðinni, eftir að ég birti myndina undir kvöldið. Bárust strax svör á Facebookið og eins í pósthólfið hjá mér, en ég svaraði engu þar um, heldur kemur það hér í fyrirsögninni og eins sést það á myndunum og undir þeim.

Hér kemur myndafrásögn af skipinu eftir að það var selt til Póllands 2009 og fyrirtækið flaggaði því síðan til Cape Town í Suður-Afríku. Fyrir neðan myndirnar verður saga þess sögð í nokkrum orðum, en allar myndirnar eru frá Shipspotting, og þar sem ég vissi hver ljósmyndarinn væri er þess getið.
                                               Við bryggju 27. júlí 2009


                                         © mynd Marcel, 5. ágúst 2009


                      Laverne komið til Cape Town © mynd Marvel 25. ágúst 2009


        Laverne OTA-793-D, sokkið í höfninni í Cape Town © mynd Bruce Salt, 9. okt. 2010


             Sama og næst fyrir ofan, nema myndin er tekin 17. okt. 2010


    Laverne ex 1576. Kolbeinsey BA 123, í Cape Town © mynd Zatoka, 28. des. 2010

Skuttogari með smíðanúmer 63 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri árið 1981 og hefur borið þessi nöfn: Kolbeinsey ÞH 10, Hrafnseyri ÍS 10, Guðrún Hlín BA 122, Heltermaa EK 9901, Kolbeinsey EK 9901, Kolbeinsey BA 123, Laverne og Laverne OTA-793.D