Færslur: 2010 Júlí

20.07.2010 21:45

Til hamingju með daginn Eyjamenn!


Sendi Eyjamönnum bestu árnaðaróskir í tilefni af Landeyjarhöfn, sem vígð var í dag. Haldið þið að það sé munur nú getur maður skroppið til Eyja og heim aftur samdægurs á bílnum.

Og svona í gríni, Eyjamenn velkomnir til Íslands
.

20.07.2010 20:58

Óli Gísla GK 112

Hér sjáum við bátinn á fullri siglingu út Stakksfjörðinn, en hann var að koma úr slipp í Njarðvík og hefur trúlega verið á leið í heimahöfn í Sandgerði


    2714. Óli Gísla GK 112, á Stakksfirði í dag. Sveitarfélagið Vogar og fjallið Keilir í baksýn © mynd Emil Páll, 20. júlí 2010 

20.07.2010 20:31

Delphin við Garðskaga

Hér sjáum við skemmtiferðaskipið Delphin nálgast Garðskaga á áttunda tímanum í kvöld. En þetta skip er það sama og var á Ísafirði í gær og Þorgrímur Ómar tók myndir af þar. Myndin mín er tekin úr mikill fjarlægð eða frá Vatnsnesi í Keflavík


                  Delphin, nálgast Garðskaga á áttunda tímanum í kvöld
                               © mynd Emil Páll, 20. júlí 2010

20.07.2010 20:28

Skemmtiferðaskip við Grindavík

Af vefnum grindavik.is
 

Skemmtiferðaskip við Grindavík

Óvenjuleg sjón blasti við Grindvíkingum sem voru á ferli seint í gærkvöld þegar skemmtiferðaskip kom að Grindavík.

Skipið Azamara Journey sem er rúmlega 30 þúsund tonn var of stórt til að komast til hafnar en léttabátur frá skemmtiferðaskipinu kom til Grindavíkurhafnar rétt fyrir miðnætti í gær með veikan farþega.
Mynd: Eyjólfur Vilbergsson

20.07.2010 19:35

Dímon GK 73


          7321. Dímon GK 73, á Vatnsnesvík í Keflavík í dag. Njarðvík í baksýn © myndir Emil Páll, 20. júlí 2010

20.07.2010 17:53

Alvaran
                                   7493. Alvaran í Grófinni, Keflavík í morgun
       7493. Alvaran á Stakksfirði, út af Vatnsnesi í Keflavík, upp úr hádeginu í dag


    7493. Alvaran, í Keflavíkurhöfn, síðdegis í dag © myndir Emil Páll, 20. júlí 2010

20.07.2010 15:40

Voga Eva á leið á Grundartanga

Í þessari myndasyrpu Júlíusar, sést þegar Voga Eva kemur inn Hvalfjörðinn og leggst að bryggju á Grundartanga, sl. laugardag.


                                    Voge Eva á leið inn Hvalfjörð

                        2686. Magni að koma til aðstoðar Voga Eva

   Voge Eva komin að bryggju á Grundatanga © myndir Júlíus, 17. júlí 2010

20.07.2010 15:30

Global Santos á leið út Hvalfjörð

Hér birtast myndir sem Júlíus tók og sendi mér og sýnir er Global Santos var á leið út Hvalfjörð sl. laugardag


                          Um borð í Global Santos á leið út Hvalfjörð 


                  2756. Jötunn að sækja hafnsögumanninn (Júlíus)


                  Leiðarinn um borð í Global Santos

                    Global Santos © myndir Júlíus, 17. júlí 2010

20.07.2010 13:06

Gunnar Halldórsson ÍS 45 og einn gamall, spurning hver hann er?

Utan á Gunnari Halldórssyni ÍS 45 liggur gamall bátur sem mér sýnist að verið sé að endurnýja. Ekki veit ég hvaða bátur þetta er, en giska á að þetta sé ein af Dísunum. Gaman væri að fá að vita hvaða bátur þetta sé.
Hér birtast þrjár myndir sem sýna gamla bátinn utan á Gunnari Halldórssyni, sem Þorgrímur Ómar tók á Ísafirði í gær.


  1475. Gunnar Halldórsson ÍS 45 á Ísafirði í gær og einn gamall. En hver er hann? © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

20.07.2010 12:50

Gunnar Friðriksson og Sturla Halldórsson


  Hafnsögubáturinn 2642. Sturla Halldórsson og björgunarbáturinn 2742. Gunnar Friðriksson á Ísafirði í gær © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

20.07.2010 12:48

Sturla Halldórsson


    2642. Sturla Halldórsson á Ísafirði í gær © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

20.07.2010 09:25

Sæhamar SH 223, landaði 1800 kg. af makríl í morgun

Sæhamar SH 223 var að landa 18 hundruð kílóum af makríl í morgun á Snæfellsnesi og að sögn makrílveiðimanna fékk Blíða KE 17,  25 tonnum  í síðustu viku. Veiðisvæðið er út af Jökli og Arnarstapa og segja þeir makríl vera út um allan sjó.

Þar sem Þorgrímur Ómar var farinn út á sjó áður en ég náði honum í morgun, er ég ekki alveg viss um í hvaða höfn þetta er, né heldur frá hvaða höfn neðri myndin er.


        2680. Sæhamar SH 223 eftir makríllöndun í morgun,  í Rifshöfn
    Frá Rifshöfn á Snæfellsnesi © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 20. júlí 2010

20.07.2010 09:16

Bjargey ÍS 41


      2019. Bjargey ÍS 41, á Ísafirði © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

20.07.2010 09:13

Gunnvör ÍS 53


    1543. Gunnvör ÍS 53, á Ísafirði © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

20.07.2010 09:10

Halldór Sigurðsson ÍS 14


    1403. Halldór Sigurðsson ÍS 14, á Ísafirði © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010