Færslur: 2011 September

01.10.2011 00:00

Litlitindur SU 508 - Hafsteinn, Björn og Kristján

Hér fylgjumst við með því þegar Litlitindur SU 508 var tekinn út hjá Sólplast og settur á flutningavagn sem flytja á hann austur. En sökum veðurs fór hann aðeins á höfuðborgarsvæðið í fyrsta áfanga. Þá birtast einnig mynd af Hafsteini Hafsteinssyni sem flytja mun bátinn austur, Birni Marteinssyni sem sá um að hífa hann á vagninn og Kristjáni Nielsen hjá Sólplasti.


                                 Hafsteinn Hafsteinsson, sem flytur bátinn austur


                          Björn Marteinsson, sem sá um að hífa bátinn á vagninn


                           Kristján Nielsen, hjá Sólplasti og Björn Marteinsson


              Við höfuðstöðvar Sólplasts, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 30. sept. 2011

30.09.2011 18:00

Hari HF 69 / Káraborg HU 77 / Magnús SH 237 / Gígjasteinn SH 237


                             694. Hari HF 69 © mynd Snorrason


                        694. Káraborg HU 77 © mynd Snorrason


                          694, Magnús SH 237 © mynd Snorrason


                                  694. Gígjasteinn SH 237 © mynd Emil Páll 1987


     694. Gígjasteinn SH 237, í Keflavíkurhöfn © mynd
                          Emil Páll 1987

Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957. Sökk í Skerjadýpi um 40 sm. VSV af Reykjanesi 25. júní 1992.

Nöfn: Níels Jónsson EA 6, Níels Jónsson EA 106, Arnarnes ÍS 133, Arnarnes HF 43, Arnarnes EA 206, Kristján Stefán ÞH 119, Hari HF 69, Káraborg HU 77, Magnús SH 237, aftur Káraborg HU 77, Gígjasteinn SH 237, Gunnar Sveinn GK 237, Geiri í Hlíð GK 237, og að lokum enn og aftur Káraborg HU 77.

30.09.2011 17:00

Gunnhildur ST 29


                    1232. Gunnhildur ST 29 © mynd Snorrason

30.09.2011 16:00

Á lofti - nánar í nótt eða á morgun

Sá bátur sem hér er á lofti, verður tekin til umfjöllunar hér á síðunni, annað hvort í nótt eða á morgun


                        © mynd Emil Páll, 30. sept. 2011 - nánar í nótt eða á morgun

30.09.2011 13:00

Ólafur GK 33


                           1105, Ólafur GK 33 © mynd Snorrason

30.09.2011 12:12

Dagfari


                                      1037. Dagfari © mynd Snorrason

30.09.2011 10:00

Marz KE 197


                                 787. Marz KE 197 © mynd Snorrason

30.09.2011 09:20

Reginn HF 228


                647. Reginn HF 228 © mynd Snorrason

30.09.2011 00:00

Alltaf líf í Eyjum - syrpa með fjórum bátum

Þorgrímur Aðalgeirsson tók þessa myndasyrpu í Vestmannaeyjum í sumar og inniheldur hún myndir af fjórum bátum þ.e. Júpiter ÞH 363, Sighvati Bjarnasyndi VE 81. Sigurðir VE 15 og Þorsteini ÞH 360
                                   - Sendi ég kærar þakkir fyrir -

183. Sigurður VE 15
                                           183. Sigurður VE 15

1903. Þorsteinn ÞH 360


                                                    1903. Þorsteinn ÞH 360

2281. Sighvatur Bjarnason VE 81


                                             2281. Sighvatur Bjarnason VE 81

2643. Júpiter ÞH 363
                                                    2643. Júpiter ÞH 363

                 © myndir Þorgrímur Aðalgeirsson, í Vestmannaeyjum, sumarið 2011

29.09.2011 23:00

Haftindur HF 123


                     472. Haftindur HF 123 © mynd Snorrason

29.09.2011 22:00

Slökkviliðið í Njarðvíkurslipp í kvöld

Þorgrímur Ómar Tavsen kom að í Njarðvikurslipp rétt fyrir kvöldmat í kvöld og var þá þar mikill viðbúnaður frá Brunavörnum Suðurnesja. Frekar hef ég trú um að þarna sé um æfingu að ræða, þó auðvita geti verið að þetta hafi verið brunaútkall.      Njarðvíkurslippum um kl. 19 í kvöld, trúlega æfing frekar en alvara © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 29. sept. 2011

29.09.2011 21:30

Brettingur farinn á Flæmska

Eftirfarandi mátti lesa á heimasíðu Brettings KE 50 í gær:

Þá erum við að fara að leggja í hann á morgun kl:20:00 frá Njarðvík og sigla til Canada sem tekur c.a 6 til 7 daga og fara að veiða nokkrar rækjur. Komum aftur heim eftir c.a svona 8 vikur eða svo.

 Eftirfarandi mynd tók ég um kl. 20 í kvöld og þá voru tollararnir um borð og því ljóst að stutt var í brottför.


     1279. Brettingur KE 50, við bryggju í Njarðvik um kl. 20 í kvöld © mynd Emil Páll, 29. sept. 2011

29.09.2011 21:03

Áskell ÞH 48


                            298. Áskell ÞH 48 © Snorrason

29.09.2011 20:00

Sigurvon Ýr BA 257


                    257. Sigurvon Ýr BA 257 © mynd Snorrason

29.09.2011 19:42

Hannaði fjölnotaskip

bb.is:

Grunnútgáfa af fjölnotaskipinu.
Grunnútgáfa af fjölnotaskipinu.
Skipatæknifræðingurinn Sævar Birgisson frá Súðavík hefur hannað 24 metra langt fjölnotaskip fyrir íslenskan og erlendan markað. Sævar er framkvæmdastjóri Skipasýn ehf. en hann vann um árabil sem framkvæmdastjóri í Skipasmíðastöð Marsellíusar á Ísafirði. Fjölnotaskipið er nýjung hér á landi en sérstaða þess er tvíþætt annars vegar er gert ráð fyrir því að skipið verði smíðað úr samloku trefjaplasti með nýrri aðferð, þar sem ekki eru notuð mót. Skipsformið er byggt upp með kjarnaefnum og trefjaplast lagt utan á það og innan. Hinsvegar er búnaður til fiskveiða og annarrar notkunar ekki fastur hluti skipsins heldur er honum komið fyrir á þilfari skipsins í sérútbúinni einingu með því að hífa eininguna um borð frá bryggju.

Þannig verður sérstök eining fyrir hverja tegund veiðafæra og annarrar notkunar. Þessar einingar geta verið samsettir eftir þörfum eigenda allt eftir því hvort skipið er að fara á línu- eða netaveiðar, í rannsóknarleiðangur eða með ferðamenn í siglingu. Þetta gerir skipaeigendum kleift að haga seglum eftir vindi - stunda fiskveiðar, rannsóknir og ferðamannaþjónustu, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.
Hönnun skipsins gerir ráð fyrir því að það verði drifið af rafmótor sem fengi orku frá rafhlöðum sem hlaða mætti með orku frá landi og frá dísel vél sem staðsett væri í bátnum. Hugsunin er sú sama og í tvinnaflkerfi bíla sem þekkist vel í dag, að nota raforku framleidda með vatnsorku til skemmri ferða en framleiða síðan raforku með díselvél í lengri ferðum. Þar sem skipið yrði úr trefjaplasti myndi það verða talsvert léttara en hefðbundin stálskip. Þar af leiðandi yrði það umhverfisvænna og kostnaður við rekstur þess mun lægri.