Færslur: 2010 Júlí

19.07.2010 12:58

Óvænt þoka

Rétt fyrir kl. 10 í morgun skall óvænt þoka á hluta Keflavíkur og tók ég þá mynd sem ég sýni hér og svo aðra frá sama stað tæpri klukkustund síðar, er þokan var horfin.
       Ægisgata í Keflavík með tæplega klukkutíma millibili í morgun © myndir Emil Páll, 19. júlí 2010

19.07.2010 12:52

Drífa SH 400

Hér sjáum við Drífu SH 400 nýkomna úr slipp í Njarðvik í morgun. en sökum þoku var ekki hægt að taka mynd af henni þegar hún losnaði úr sleðanum sökum mikillar þoku sem kom óvænt, en þessi var tekin þegar þokunni létti og þá úr slippnum og að Njarðvikurbryggju.

          795. Drífa SH 400, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 19. júli 2010

19.07.2010 09:33

Frá Súðavík

Hér fyrir neðan hef ég í morgun sett nokkrar færslur af bátum, sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók á Súðavík í gær. Þær tvær sem birtast undir þessari færslu eru ekki skráðar á ákveðna báta, heldur fremur sem sjávartengdar myndir
            Frá Súðavík í gær © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010

19.07.2010 09:28

Séra Jón ÍS 179, Örn ÍS 31 og Fengsæll ÍS 83


   2012. Séra Jón ÍS 179, 1303. Örn ÍS 31 og 824. Fengsæll ÍS 83, á Súðavík í gær
                     © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010

19.07.2010 09:24

Örn ÍS 31 og Fengsæll ÍS 83


        1303. Örn ÍS 31 og 824. Fengsæll ÍS 83 á Súðavík í gær. Fengsæll er elsti bátur íslenska flotans, sem enn er á skrá © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010

19.07.2010 08:47

Himbrimi BA 415 o.fl. tómstundabátar
     7515. Himbrimi BA 415 o.fl. tómstundabátar á Súðavík, á neðri myndinni sést einnig í 2684. Papey © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010

19.07.2010 08:43

Svala ÍS 35


   7157. Svala ÍS 35, á Súðavík í gær © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010

19.07.2010 08:40

Haukur ÍS 154


     6697. Haukur ÍS 154, á Súðavík í gær © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010

19.07.2010 08:18

Veiga ÍS 19, Rán ÍS 34, Séra Jón ÍS 179 og Örn ÍS 31


                                           1148. Veiga ÍS 10 og 2709. Rán ÍS 34   1148. Veiga ÍS 19, 2709. Rán ÍS 34, 2012. Séra Jón ÍS 179 og 1303. Örn ÍS 31  á Súðavík © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010


19.07.2010 08:15

Papey, á Súðavík
     2684, Papey, á Súðavík í gær © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010

19.07.2010 00:00

Vörður SU 100 / Heimir SU 100 / Skagaröst KE 34

Það gerist ekki oft að bátar haldi ekki nafninu sem er á þeim þegar þeir eru sjósettir, þangað til smíði lýkur. En það gerðist í þessu tilfelli.


                       762. Vörður SU 100, sjósettur © ljósmyndari óþekktur


                  762. Heimir SU 100, nýkominn heim © ljósmyndari ókunnur


                 762. Heimir SU 100 © mynd Snorrason


                             762. Skagaröst KE 34 © mynd Snorri Snorrason


                          762. Skagaröst KE 34 © ljósmyndari óþekktur

Smíðaður í Nykobing M. Danmörku 1958. Sjósettur í Limafirði sem Vörður SU 100, en nafnið Heimir SU 100 varð síðan ofan á áður en smíði lauk. Úreldur i des. 1991. fargað 11. maí 1992.

Nöfn: Vörður SU 100, Heimir SU 100, Skagaröst KE 34, Skagaröst ST 34, Ingibjörg ST 37 og Ingibjörg BA 204.

18.07.2010 22:52

Haukaberg SH 20 ekki Haukafell

Misritun eða öllu heldur fljótfærnisvilla varð hjá mér er ég setti inn myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók í Grundarfirði, er þar sagði ég hann heita Haukafell SH 20 en átti auðvitað að vera Haukaberg SH 20. Færslan er einfaldlega komin það langt niður síðuna að ég kann ekki að fara inn til að laga þetta og því leiðrétti ég þetta svona.

18.07.2010 22:26

Varð að skipta um nafn eftir sjósetningur, áður en smíði lauk - og Súðavíkurþema í fyrrmálið

Eftir miðnætti kem ég með sögu í máli og myndum af austfirskum báti sem varð að skipta um nafn eftir sjósetningu áður en smíði lauk. Var síðan gerður út m.a. í Keflavík og var þar gott aflaskip en fékk síðan einkennisstafina ST og BA áður en yfir lauk.

Í fyrrmálið hefst síðan Súðavíkurþema með myndum sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók þar í dag.

18.07.2010 21:49

Örn KE 14


                     2313. Örn KE 14, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 18. júlí 2010

18.07.2010 21:05

Verður sokkinn Stormur, gerður af ferðamannastað?

N.k. þriðjudag eru liðnar þrjár vikur og sú fjórða hefst frá því að Stormur SH 333 sökk í Njarðvikurhöfn. Á þessum tíma hafa menn ekki séð að neitt væri gert til að fjarlægja bátinn af botni hafnarinnar, þar sem á flóði aðeins möstrin sjást, en á fjöru hluti af stýrishúsinu. Á þessum tíma eru menn helst á að báturinn hafi ef eitthvað er færst örlítið meira út í höfnina.

Gárungarnir finnst hinsvegar það vera tilvalið fyrst eigandi bátsins fjarlægir hann ekki að gera bátinn að viðkomustað fyrir ferðamenn. Þetta er hinsvegar meira sagt í gríni en alvöru. En máltækið segir að öllu gríni fylgi einhver alvara.


    586. Stormur SH 333, í Njarðvikurhöfn á fjörunni í dag © mynd Emil Páll, 18. júlí 2010