31.07.2010 16:54

Cemluna yfirgefur Helguvík

Sementskipið Cemluna hélt frá Helguvík um kl. 16 í dag til Aalborg, sjálfsagt til að sækja meira sement. Skipið er 90 metra langt, 13 metra breyt og ristir 3.3. metra. Við þetta tækifæri tók ég þessar myndir.


                                Cemluna tekur stefnuna út fyrir Garðskaga


   2043. Auðunn, yfirgefur Helguvík, eftir að hafa leiðbeint skipinu út á Stakksfjörðinn
                                           © myndir Emil Páll, 31. júlí 2010