Færslur: 2013 Apríl

30.04.2013 23:00

Dísa GK 136, rúmlega 20 ára gamall plastbátur og enn í rekstri

Hér kemur einn af eldri plastbátunum sem enn er í gangi, en þessi var smíðaður í  hjá Fossplasti í Hveragerði árið 1990. Skuttlengdur 1999 og hefur borið eftirtalin nöfn Róbert RE. Selvík KE, Múkki SU, Monica GK og núverandi nafn Dísa GK 136.
                      2110. Dísa GK 136, kemur inn til Sandgerðis í dag © myndir Emil Páll, 30. apríl 2013

Smíðaður í  hjá Fossplasti í Hveragerði árið 1990. Skuttlengdur 1999 og er ennþá til.

Nöfn Róbert RE 140. Selvík KE 35 , Múkki SU, Monica GK136  og núverandi nafn Dísa GK 136.

30.04.2013 22:45

Ingi GK 148 o.fl.

 

                1309. Ingi GK 148 o.fl. í Sandgerði © mynd Emil Páll

Smíðaður í Hafnarfirði 1973. Talinn ónýtur og tekinn af skrá, 24. maí1983.

Nöfn: Fiskanes NS 37, Fiskines SK 37 og Ingi GK 148.

AF Facebook:

Þorgrímur Ómar Tavsen Góður sjóbátur og var aðeins breiðari og hærri en bæði Þerney og Skvetta sem ég hef átt af 12 tonna bátalónsbátum.Þegar átti að farga honum þá kom hann rekandi aftur til hafnar en tókst í annari eða þriðju tilraun.
 
 

30.04.2013 21:45

Fleygur KE 113


                     1295. Fleygur KE 113 o.fl. í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


Smíðanúmer 414 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1973. Fór á áramótabrennu 31. desember 2001.

Nöfn: Sædís KÓ 5, Bresi AK 9, Glaður RE 270, Anton ÞH 330, Fleygur KE 113, Sólberg ÞH 302, Sólberg ÍS 302 og Björgvin Már ÍS 468.

30.04.2013 20:45

Sæljómi GK 150

                1294. Sæljómi GK 150,  að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 392 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1973. Afskráður 1998, en settur aftur á skrá í byrjun árs 1999. Afskráður sem fiskiskip og þá skráður sem skemmtibátur 2006. Sökk i smábátahöfninni í Sandgerði 25. okt. 2007, en Björgunarsveitin Sigurvon náði honum að bryggju. Talinn ónýtur eftir það og stóð lengi á hafnargarðinum í Sandgerði eða þar til hann var kurlaður niður í maí 2008.

Nöfn: Sæljómi GK 150, Ljómi GK 150, aftur Sæljómi GK 150, Far GK 147, Far KE 2 og Hafrós KE 2.

                    

30.04.2013 19:45

Bjarni KE 23 o.fl.


 


                1289. Bjarni KE 23 o.fl. í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

Smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði 1973. Settur í úreldingu og tekinn af skrá 3. nóv. 1983

Nöfn: Guðný ÞH 41, Lénharður fógeti KÓ 13, Hrönn KE 23 og Bjarni KE 23

30.04.2013 18:45

Vestmannaey VE 54


             1273. Vestmannaey VE 54, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar

Smíðanúmer Sö805 hjá Narasaki Skipb., Nuroran, Japan 1972. Afhentur í des. 1972. Lengdur 1988. Seldur til Spánar til útgerðar við Agerntínu í okt. 2007.

Nöfn: Vestmannaey VE 54 og síðar Argenova XXI

30.04.2013 17:45

Guðmundur RE 29, í Reykjavik og i Njarðvík


                              1272. Guðmundur RE 29, í Reykjavík


                1272. Guðmundur RE 29 o.fl. í Njarðvikurhöfn - í dag heitir báturinn Sturla GK 12 © myndir Emil Páll

30.04.2013 16:45

Fram KE 105


                1271. Fram KE 105, að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 407 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1972. Lagt í september 1989, úreldaður 6. apríl 1992 og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. desember 1992.

Upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Ólafsvík, en sá hætti við og seldi bátinn rétt áður en hann var tilbúinn. Þau 20 ár sem báturinn var til var hann oft seldur meðal útgerðarmanna og því gerður út t.d. frá Keflavík, Sandgerði, Grenivík og Njarðvík.

Bar þó aðeins þetta eina nafn: Fram KE 105.

30.04.2013 16:06

Klakksvík


              Klakksvík, í  Færeyjum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í apríl 2013

30.04.2013 14:45

Grænlenska-Íslenska skipið Polar Amaroq GR-18-49 á kolmunnamiðunum suður af Fæeyjum


 

 

                Grænlenska-Íslenska skipið Polar Amaroq GR-18-49 á kolmunnamiðunum suður af Fæeyjum © myndir  Faxagengið, faxire9.123.is 19. apríl 2013

30.04.2013 13:57

Cristian í Grjotinu KG 690


 

 

                Cristian í Grjotinu KG 690  í  Færeyjum © myndir Faxagengið, faxire9.123.is í apríl 2013

30.04.2013 13:35

Zander

 

                    Zander að koma inn til löndunar í Dakhla með dágóðann afla © mynd Svafar Gestsson, 29. apríl 2013

 

Af Facebook:

Baldur Sigurgeirsson Zander,sem er í eigu svía, er smíðað eftir sömu teikningu og aflaskipið Adrar.

30.04.2013 11:10

Bræður og systur sáu um löndunina á Vopnafirði

 


 

                      Bræður og systur S.f., sáu um löndunina úr Faxa RE 9 á Vopnafirði og að sögn Faxamanna voru þau snögg að því að venju © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  19. apríl 2013
 

30.04.2013 10:25

Víkingur SK 78 o.fl.

 

                  7418. Víkingur SK 78 o.fl. á Siglufirði © mynd  Hreiðar Jóhannsson, 28. apríl 2013

30.04.2013 09:45

Börkur NK 122 og Norðborg KG 689

 

                2827. Börkur NK 122 og Norðborg KG 689 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í apríl 2013