Færslur: 2010 Júlí

08.07.2010 18:51

Á makrílveiðum

Sjaldan hefur verið eins mikil örtröð á hafnargarðinum í Keflavík og einmitt nú síðustu vikurnar, er þangað hafa streymt fjöldi fólks með veiðistengur og veitt makríl. Meðan ég stoppaði þar í örfáar mínútur í dag veiddu menn í gríð og erg og jafnvel með þrjá væna á í einu.


                       Óvenjulega mikil umferð var um hafnargarðinn í dag


                                                  Stöng við stöng


                                          Spriklandi makríll losaður af færinu


   Þessir þrír komu samtímis á færið hjá einum veiðimanninum og hér var á ferðinni stór og vænn makríll © myndir Emil Páll, 8. júlí 2010

08.07.2010 18:09

Kom sem GK, fer sem SU

Í dag kom til Njarðvíkur Hafdís GK 118 og mun hún fara í slipp í Njarðvik, þar sem hún fær númerið SU 220, en heldur nafninu og síðan fer hún trúlega í lit Eskju.


    2400. Hafdís GK 118, við slippbrygguna í Njarðvík © mynd Emil Páll, 8. júli 2010

08.07.2010 17:11

Mummi GK 120


            686. Mummi GK 120 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson

08.07.2010 13:17

Hafnarfjarðarhöfn á miðnætti

Lista ljósmyndarinn Svavar Ellertsson tók þessa óvenjulegu mynd af samspili ljóss á miðnætti í nótt


                     Hafnarfjarðarhöfn á miðnætti © Svavar Ellertsson, 8. júlí 2010

08.07.2010 08:52

Kristín ST. komin í Garðinn

Þessi trillubátur varð frægur fyrir nokkrum misserum, er eigandi hennar í Njarðvik fékk Landhelgisgæsluna til að flytja bátinn á þilfari varðskips frá Hólmavík til Keflavíkur. En áður hafði hún staðið einhvern tíma á hafnarsvæðinu á Hólmavík og eftir að hafa verið flutt sjóleiðina suður stóð hún uppi í Njarðvík þar til á vordögum að hún var keypt í Garðinn og flutt þangað þar sem hún stendur nú.


                       5796. Kristín, í Garðinum © mynd Emil Páll, 7. júli 2010

08.07.2010 08:40

Hólmsteinn GK 20

Þessi sómir sér vel á Garðskaga, en vonandi verður hann að lokum komið í sitt upprunalegt horf, þ.e. að taka framan af stýrishúsinu og setja það í sitt gamla horf og fjarlægja hvalbakinn.              573. Hólmsteinn GK 20, á Garðskaga © myndir Emil Páll, 7. júlí 2010

08.07.2010 08:37

Bragi GK 274

Þessi hefur verið í varðveislu hjá Byggðarsafninu á Garðskaga síðan 1994, en stóð fyrstu árin uppi á bryggjunni í Garði og var síðan fluttur út á Garðskaga þar sem hann er nú.


                   1198. Bragi GK 274, á Garðskaga © mynd Emil Páll, 7. júlí 2010

08.07.2010 08:35

Gamli vitinn á Garðskaga


                        Gamli vitinn á Garðskaga © mynd Emil Páll, 7. júlí 2010

08.07.2010 07:57

Brettingur KE 50

Áður en togari þessi kom til landsins unnu menn mikið í að endurbæta um borð í Hull og eftir að hann kom til landsins, hefur sú vinna haldið áfram við bryggju í Njarðvik. Segja menn að nú sé farið að sjá fyrir endan á þeirri miklu vinnu.


              1279. Brettingur KE 50, í höfn í Njarðvik © mynd Emil Páll, 7. júlí 2010

08.07.2010 07:42

Örn KE 14

Þessi lélega mynd er tekin frá Innri-Njarðvik og yfir til Ytri-Njarðvikur með vél með lítinn aðdrátt.


            2313. Örn KE 14, í Njarðvikurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 7. júlí 2010

08.07.2010 00:00

Reykjavíkurslippur: Tjaldur SH 270 og Kaspryba 3

Laugi tók þessa myndasyrpu í Reykjavíkurslipp sl. mánudag og sýnir hún Tjald SH 270 og Kaspryba 3. Einnig sjást stýrið af Tjaldi og skrúfan af Kaspryba 3. Kaspryba 3 er annað systurskipa sem lengi voru í gömlu höfninni en hafa verið nú um tíma inni í Sundahöfn.
    2158. Tjaldur SH 270 og Kaspryba 3, í Reykjavíkurslipp © myndir Laugi 5. júlí 2010

07.07.2010 23:13

Happasæll og Maggi Jóns

Þessir Keflavíkurbátar lágu saman í Sandgerðishöfn í dag.


         1767. Happasæll KE 94 og 1787. Maggi Jóns KE 77, Í Sandgerðishöfn í dag
                                            © mynd Emil Páll, 7. júli 2010

07.07.2010 22:01

Lagarfljótsormurinn

Þetta skip hefur höfn til afnota á Egilsstöðum og er sennilega það eitt fárra sem þar hefur höfn.


      2380. Lagarfljótsormurinn, í höfn á Egilsstöðum © mynd Bjarni G., 7. júlí 2010

07.07.2010 20:37

Fuglafælan í Sandgerði

Margir sem fara um Sandgerðishöfn verða hissa þegar skothvellir kveða á með reglulegu millibili. Við nánari athugun er þó um að ræða fuglafælu, þar sem skothvellir eru framleiddir með gasi og fælir fugla frá því að vera að gogga í afla sem verið er að skipa í land. Tæki þetta hefur verið í notkun í nokkur ár og þó vargurinn venjist þessu, hefur þetta samt sinn tilgang og að sögn sjómanna fælir fuglinn frá.


          Tækið sem framleiðir skothvellina í Sandgerði © mynd Emil Páll, 7. júlí 2010

07.07.2010 19:25

Var svo heitt

Þorgrímur Ómar Tavsen tók þessa skemmtilegu mynd, í síðasta róðri Marons GK. En einum skipsfélaga hans var svo heitt að hann greip til þess ráðs að fækka fötum á landstíminu og standa fremst á stefninu og láta gustinn kæla sig.


                 Honum var svo heitt © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 6.júlí 2010