Færslur: 2014 Desember

31.12.2014 13:05

Annáll ársins 2014

 

Þegar litið er yfir árið sem nú er að kveðja birti ég  töflu sem sýnir umferðina um síðuna var hún tekin nú fyrir nokkrum mínútum. Tafla þessi segir meira en fátæk orð og mun því ekki ræða um annað, ef frá er skilið undarlegt öfundarmál, sem kom upp tvisvar á árinu.

Þar komu fram tveir einstaklingar með mikla vindverki og létu gamminn geysa á ákveðnum bæjarsíðum á FACEBOOK, í minn garð  og völdu þeir þar með síður sem eru með öllu óviðkomandi þessari síðu, en sýnir hvað menn geta lagst látt, ef svo ber undir og það út af öfund.

Báðir voru þeir ósáttir við að ég skuli ekki vera með opið fyrir athugasemdir, en ljóst er að þeir þekkja mig ekki mikið, því með þessum kröftugu vindverkjum þeirra, er ljóst að ég mun aldrei opna fyrir athugasemdir aftur.

Hér sjáum við svart á hvítu að heildaraðsóknin á síðuna er mjög góð, þó hún hafi verið léleg nú yfir hátíðarnar:

Flettingar í dag: 3198
Gestir í dag: 232
Flettingar í gær: 4475
Gestir í gær: 417
Samtals flettingar: 10717117
Samtals gestir: 1047833
Tölur uppfærðar: 31.12.2014 13:02:49
 

Eins og áður hefur komið fram voru jafnvel líkur á að ný síða kæmi í upphafi þessa árs, keypti ég nokkur góð Len vegna þess, en af því varð þó ekki og með öllu óvíst hvort það gerist nokkuð, en þar spilar m.a. inn í heilsufar mitt, svo og önnur mál.

Að lokum þakka ég öllum þeim mikla fjölda sem hefur sent mér myndir eða annað efni til að nota á síðuna og ekki síður þeim sem hafa styrkt mig á öðrum sviðum.  Þeim svo og öllum lesendum síðunnar sendi ég mínar bestu áramótakveðjur.

Að endingu segi ég:

                                            Gleðilegt ár

                                                með þökkum fyrir það liðna

                                                              

                                                                            Kær kveðja

 

                                                                                    Emil Páll Jónsson            

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir samvinnuna á árinu sem er að líða.

Barnalegir kjánar öfunda alltaf allt og alla og það breytist seint eða aldrei

31.12.2014 12:13

Eyvindur KE 37, Garðar BA 62 og Rúna RE 150


 

            2467. Eyvindur KE 37, 2464. Garðar BA 62 og 2462. Rúna RE 150 © myndir Emil Páll
 

          

31.12.2014 11:12

Portland VE 97, nýtt, í Keflavíkurhöfn - sm. hjá Mótun ehf., Njarðvík

 

 

 

        2497. Portland VE 97,  nýtt, í Keflavíkurhöfn - sm. hjá Mótun ehf., Njarðvík © myndir Emil Páll, 2001

31.12.2014 10:53

Við Sæbrautina, í gær


                  Við Sæbrautina, í gær © mynd Tryggvi, 31. des. 2014

 

31.12.2014 10:11

Freyja GK 364, í Keflavíkurhöfn - í dag Birta SH 707

 

         1927. Freyja GK 364, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll - dag Birta SH 707

31.12.2014 09:10

Brúsi SN 7, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og saga hans


Skrokkur sem var smíðaður í Noregi og kom til Njarðvíkur 19. jan. 1983, þar sem klára átti skipið, en ekkert varð úr því þar sem kvótamálin breyttust hér á landi og því stóð skipið uppi í slippnum þó svo að íslensk fyrirtæki sýndu áhuga á kaupum á því. Þar sem þetta skip hafði smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur settu starfsmenn fyrirtækisins nr. SN 7 á skrokkinn og nafnið Brúsi. Í janúar 1995, hófst síðan lokafrágangur og lauk honum 22. júní, sama ár og þá hafði verið sett á hann stýrishús, perustefni o.fl. Var Brúsi síðan sjósettur þennan dag. 22. júní 1995 og daginn eftir fór skoski báturinn Alert FR 336 með hann í togi til nýrrar heimahafnar í St. Monens á Fife í Skotlandi. Þar var frágangi lokið og skipið fékk nafnið Faitfull III PD 67, en ekki var það þó lengi í útgerð því það sökk eftir árekstur við annað skip veturinn 1998


              Brúsi SN 7, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll

31.12.2014 08:09

Kári RE 254, á Fitjum, í Njarðvík


 

 

           5166. Kári RE 254, á Fitjum, í Njarðvík © myndir Emil Páll, 1975

31.12.2014 07:07

Atlantic ex 2525. Keilir, kom í gær með svartolíubirgðir í Krossanes

 

          Atlantic ex 2525. Keilir, sem var smíðaður upphaflega fyrir Íslendinga í Kína, kom í gær með svartolíubirgðir í Krossanes ©  mynd Víðir Már Hermannsson, 30. des. 2014

31.12.2014 06:00

Erlent skip að koma til Keflvíkur, fyrir mörgum árum


 


 


 

           Erlent skip að koma til Keflavíkur, fyrir

mörgum árum. Man ekki nafnið © myndir Emil Páll
            

30.12.2014 23:28

Magnús GK 64, hífður upp í Sandgerði í dag

Í dag tók Jónas Jónsson, þessar myndir er Jón & Margeir voru að hífa upp Magnús GK 64. í Sandgerði og flytja út í Garð


 


 


 


 


 


 


 


          7432. Magnús GK 64, hífður í dag upp af Jóni & Margeiri, í Sandgerði og fluttur út í Garð © myndir Jónas Jónsson, 30. des. 2014

30.12.2014 19:20

Brynhildur KE 83, í Sandgerði - og í Keflavík


             1815. Brynhildur KE 83, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll


           1815. Brynhildur KE 83, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll


            1815. Brynhildur KE 83 o.fl., í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

30.12.2014 18:19

Farsæll GK 162 fyrir allar breytingar, Þröstur KE 51 og Baldur KE 97, í Keflavíkurhöfn


          1636. Farsæll GK 162, utan á 363. Þresti KE 51, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


           1636. Farsæll GK 162, utan á 363. Þresti KE 51, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


           1636. Farsæll GK 162, framan við 311. Baldur KE 97, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

30.12.2014 17:18

Bjarni KE 23, Andri KE 86, Vörðufell KE 117 o.fl., í Sandgerðishöfn

 

 

 

          1873. Bjarni KE 23, 1542. Andri KE 86, 1248. Vörðufell KE 117 o.fl. í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll

30.12.2014 16:17

Ósk KE 5, við bryggju í Keflavíkurhöfn

 

         1855. Ósk KE 5, við bryggju í Keflavík

                       © mynd Emil Páll

30.12.2014 15:16

Fiskines KE 59

 

             1800. Fiskines KE 59, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll