Færslur: 2016 Maí

31.05.2016 21:09

Hollenskt skip kom í gærmorgun með 8 báta innanborðs og fór aftur með þá - 17 myndir

Flutningaskipið Deo Volente, sem smíðað var 2006 og er frá Hollandi kom um kl. 5 í gærmorgun til Njarðvíkur, frá Ítalíu með 8 báta ofan á lestunum, 6 skemmtibáta og 2 vinnubátar. Þrír þessara báta voru hífðir frá borði, þó ekki í land heldur í sjóinn við skipið, því undir lestarlúgunni sem þeir voru, var færanleg malbikunarstöð fyrir Hlaðbæ Colas, sem er að hefja lagningu á nýju slitlagi á brautum Keflavíkurflugvallar. Var stöðin því tekin í land í Njarðvík og ekið með upp á flugvöll.

Skipið fór síðan aftur um 12 tímum eftir komuna, en áður voru bátarnir þrír sem biðu í sjónum, hífðir á lestarlúguna og því eins og sést á sumum myndanna eru þeir komnir þar, er skipið sigldi út og áleiðis til Noregs þar sem bátarnir fara í land. Birti ég 17 myndir með þessari frásögn. Á fimm þeim fyrstu sjást bátarnir sem voru allan tímann á lestarlúgunum, á 6. myndinni sem tekin var við Víkingaheima sjást bátarnir þrír við skipshlið og síðan eru myndir sem ég tók er búið var að hlaða skipið aftur og gera klárt fyrir brottför og í framhaldi af því eru myndir er skipið siglir út úr Njarðvíkurhöfn.

Vakti það þó nokkra athygli að um mjög grunnrista skip var að ræða því það risti aðeins 5 metra með alla þessa hleðslu.

                                                   ---

Þessi frásögn vekur upp minningar um það þegar flutningaskipið Wievke kom til Hafnarfjarðar 10. júlí 2001, með 9 stálbáta sem smíðaðir voru í Kína, einmitt líka á lestarlúgunum. Það skip var 80 daga á leiðinni og til gamans má geta þess að þrír af þessum 9 stálbátum hafa verið seldir úr landi, en hinir eru hér enn og hafa verið ýmist yfirbyggðir og/eða lengdir síðan, m.a. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en þar er verið að lengja o.fl. einn af Kínabátunum, en sú stöð hefur einmitt gert það við fjóra þeirra, þegar lokið verður við þennan.


 


 


 

 

 


                       Hér sjáum við 5 af skemmtisnekkjunum um borð


      Hér sjást bátarnir þrír sem settir voru í sjóinn meðan malbikunarstöðin var tekin upp


 


           Hér eru allir 8 bátarnir komnir um borð og verið að gera sjóklárt


 


 


                      Hér er verið að gera klárt til að sleppa skipinu


                                        Bakkað frá bryggjunni í Njarðvík


 

                                     Siglt út úr Njarðvíkurhöfn

 

 


 

 
            Deo Volente, í Njarðvík, í gær © myndir Emil Páll, 30. maí 2016

 

31.05.2016 20:21

Vörður EA 748, Áskell EA 749 og Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, í Grindavík í gær - 3 myndir


 


 

 

       2740. Vörður EA 748, 2749. Áskell EA 749 og 1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, í Grindavík í gær © myndir Emil Páll, 30. maí 2016

31.05.2016 20:02

Tønsnes T-2-H, í Hafnarfirði - 2 myndir

 

 

 

         Tønsnes T-2-H, í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 29. maí 2016

31.05.2016 19:20

Jóna B. SH 188, nú skráð Soffía GK 69, í Grindavík í gær - 2 myndir

 

 

 

       7381. Jóna B. SH 188, nú skráð Soffía GK 69, í Grindavík í gær © myndir Emil Páll, 30. maí 2016

31.05.2016 18:19

Smaragd KG 340

 

                      Smaragd KG 340 © mynd Eyðun Høgnesen, jn.fo

31.05.2016 17:18

Serene LK 297, nýsm. tilb. 2018

 

                  Serene LK 297, nýsm. tilb. 2018 © mynd Fiskifréttir

31.05.2016 16:17

Safir KG 339

 

                          Safir KG 339 © mynd  Eyðun Høgnesen, jn.fo

31.05.2016 15:16

Le Boreal, mun koma til Akraness á næsta ári og verður fyrsta skemmtiferðaskipið þangað

 

    Le Boreal, mun koma til Akraness á næsta ári og verður fyrsta skemmtiferðaskipið þangað © mynd af vef  Faxaflóahafna í maí 2016

31.05.2016 14:15

Kallarnir á Húna II EA 740

 

          Kallarnir á Húna II EA 740 © mynd Þorgeir Baldursson  í maí 2016

31.05.2016 13:14

Árni í Tungu, utan á Oddi V. Gíslasyni, í Grindavíkurhöfn í gær

 

       7706. Árni í Tungu, utan á 2743. Oddi V. Gíslasyni, í Grindavíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 30. maí 2016

31.05.2016 12:13

Ambassador II, heitir nú Arctic Circle, frá Akureyri

 

       2920. ARCTIC CIRCLE ex Ambassador II,  á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 15. des. 2015

31.05.2016 11:12

Hlökk ST 66, kemur að landi

 

    2696. Hlökk ST 66, kemur að landi © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is  30. maí 2016

31.05.2016 10:11

Faxi RE 24, Orri GK 63 og Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn í gær

 

     1581. Faxi RE 24, 923. Orri GK 63 og 964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 30. maí 2016

31.05.2016 09:10

Sturla GK 12, í Grindavík í gær

 

        1272. Sturla GK 12, í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 30. maí 2016

31.05.2016 08:00

Jóhanna Gísladóttir GK 557, í Grindavík, í gær

 

      1076. Jóhanna Gísladóttir GK 557, í Grindavík, í gær ©  mynd Emil Páll, 30. maí 2016