Færslur: 2010 Mars

01.04.2010 00:00

Addi afi GK 97 fluttur landleiðina á Drangsnes

Hér kemur myndasyrpan sem ég lofaði af Adda Afa GK 97 þar sem hann var hífður upp úr Sandgerðishöfn og settur á vagn. Kom fram undir færslunni að hann væri á leið á grásleppu, frá Drangsnesi og verður því fluttur landleiðina. Svolítið skondið þar sem í Njarðvík bíður bátur eftir að komast sjóleiðina á Drangsnes.
    2106. Addi Afi GK 97 hífður á vagn í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 31. mars 2010

31.03.2010 22:14

Skip í brimi við Grindavík

Hér kemur smá myndasyrpa úr innsiglingunni til Grindavíkur, annars vegar er einn af Grindavíkurtogurunum á útleið, en hins vegar er Grindavíkurbátur á siglingu til hafnar. Myndirnar eru í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur af vefnum grindavik.is og þar má sjá margar aðrar útgáfur úr innsiglingunni.


                                          Grindvískur togari á útleið


                                         1631. Vörðufell GK 205


                                 1631. Vörðurfell GK 205


     1631. Vörðufell GK 205 © myndir í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

31.03.2010 20:54

Um borð í Farsæl GK 162


   Um borð í 1636. Farsæll GK 162 © myndir í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

31.03.2010 18:59

Njáll og Hafdís

Sólin tók upp á því að senda geisla fyrir bátanna tvo er ég var að taka mynd af þeim í Sandgerðishöfn fyrir hádegi í morgun


   1575. Njáll RE 275 og 2400. Hafdís GK 118, í Sandgerðishöfn í morgun © mynd Emil Páll, 31. mars 2010

31.03.2010 16:29

Lómur KE 101

Þá kemur einn norskbyggður frá árinu 1963, sem endaði með því að reka upp í Krísuvíkurbjarg 10. mars 1997, sem Þorsteinn GK 16. Bar hann á þessum árum nöfnin, Lómur KE 101, Kópur RE 175, Kópur GK 175 og Þorsteinn GK 16.
  145. Lómur KE 101 © myndir í eigu Emils Páls, gefandi einn af velunnurum síðunnar

31.03.2010 13:33

Breiðafjarðarferjan Baldur

Sigurður Bergþórsson sendi mér þessa mynd af Breiðafjarðarferjunni Baldri að fara frá Brjánslæk 1974.


    994. Breiðafjarðaferjan Baldur að fara frá Brjánslæk 1974 © mynd í eigu Sigurðar Bergþórssonar

31.03.2010 13:29

Guggan KE 4

Minn gamli samstarfsfélagi og vinur, Þorgeir Baldursson sendi mér þessa mynd, sem ég birti í gær hér á síðunni og var hann búinn að taka hana í Fótósjopp og þar með var hún skarpari.


   6390. Guggan KE 4, við Grófina í Keflavík © mynd Emil Páll, 30. mars 2010 og lagfærð af Þorgeir Baldurssyni 31. mars 2010

31.03.2010 12:10

Addi afi á lofti

Þessa mynd tók ég í morgun í Sandgerðishöfn og mun ég birta fleiri myndir frá þessu í dag eða jafnvel ekki fyrr en eftir miðnætti.


                   2106. Addi Afi GK 97, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 31. mars 2010

31.03.2010 08:04

Árbakur EA 5


                                         2154. Árbakur EA 5 © mynd Þór Jónsson

31.03.2010 00:00

Kristján Guðmundsson ÍS 77 / Vöttur SU 3 / Eldeyjar-Hjalti GK 42 / Melavík SF 34 / Gerður ÞH 110

Það eru 40 ár síðan þessi var fluttur inn til landsins, þá tveggja ára gamall. Síðan var hann seldur úr landi, en stendur þó enn uppi í slipp hérlendis og hefur í raun gert síðan 2003 að vélin hrundi.


              1125. Kristján Guðmundsson ÍS 77 © mynd Snorrason


                            1125. Vöttur SU 3 © mynd Snorrason


        1125. Eldeyjar-Hjalti GK 42, kemur inn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll 1988


      1125. Eldeyjar-Hjalti GK 42, kemur inn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 1988


                       1125. Melavík SF 34 © mynd Snorrason


            1125. Gerður ÞH 110
            © mynd Jón Páll, 1999


                        1125. Gerður ÞH 110, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                        1125. Gerður ÞH 110, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 11 hjá Einari S. Nielssen Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1968. Innfluttur 1970. Yfirbyggður 1996.

Vélin hrundi í skipinu á vetrarvertíð 2003 og var það þá sett upp í Njarðvíkurslipp, þar sem það hefur veirð síðan. Um sumarið 2003 var skipið selt óþekktum aðila, sem átti það í fáar vikur, áður en þeirri sölu var rift. Þá var skipið selt úr landi til Rússlands í júlí 2004, en hefur aldrei sem fyrr segir farið þangað.

Nöfn: Palomar T-22-SA (í Noregi), Kristján Guðmundsson ÍS 77, Vöttur SU 3, Eldeyjar-Hjalti GK 42, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og Gerður ÞH 110. ( Myndir eru af öllum íslensku nöfnunum, nema Bergvík),

30.03.2010 20:14

Héðinn ÞH 57 / Geirfugl GK 66 / Kópnes ST 46

Þessi rúmlega fertugi bátur bar aðeins þrjú nöfn og koma myndir af þeim öllum hér með. Hans ferill lauk þó á hafsbotni árið 2004.


                              88. Héðinn ÞH 57 © mynd Snorri Snorrason


                               88. Geirfugl GK 66 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                        88. Kópnes ST 46 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 49 hjá Sörviknes Skipsbyggery, Syviksgrend, Noregi 1960. Stækkaður 1980. Lengdur 1981. Yfirbyggður hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1985. Sökk 30 sm. N af Skagatá 2. september 2004.

Nöfn: Héðinn ÞH 57, Geirfugl GK 66 og Kópnes ST 46.

30.03.2010 14:26

Eldey KE 37

Hér er það fyrri Eldey KE 37, sem smíðuð var í Molde í Noregi 1960 og sökk 60 sm. SSA af Dalatanga, aðfaranótt 23. okt. 1965.


                42. Eldey KE 37 © mynd í eigu Emils Páls, gefin af velunnara síðunnar

30.03.2010 13:29

Maggi Jóns KE 77

Þó ég hafi oft birt myndir af Magga Jóns KE 77, gat ég ekki staðist það að smella af honum myndum í morgun, þar sem hann var nýskveraður í Njarðvíkurhöfn, en hann hefur að undanförnu verið innandyra hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
        1787. Maggi Jóns KE 77, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 30. mars 2010

30.03.2010 12:43

Guggan KE 4 - Jenný KE 32 - Rá KE 11 og Baldur KE 97

Þessa syrpu tók ég í morgun niðri við Gróf í Keflavík og eru myndirnar ýmist teknar á móti sól eða undan sól og því eru þær svona misskarpar.


                    6619. Jenný KE 32, 6488. Rá KE 11 og 6390. Guggan KE 4


                               6390. Guggan KE 4 og 6488. Rá KE 11


                                             6390. Guggan KE 4


                                                       6619. Jenný KE 32


   6619. Jenný KE 32, 6488. Rá KE 11 og 311. Baldur KE 97 © myndir Emil Páll, 30. mars 2010

30.03.2010 12:21

Ex Guðrún GK

Hef heyrt að búið sé að selja þennan, en eitt er víst að búið er að mála yfir númer og nafn og því spurning hvort nýtt nafn komi á hann í framhaldinu. Báturinn hét síðast 2085. Guðrún GK 69.


         2085. Ex Guðrún GK 69, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 30. mars 2010