Færslur: 2010 Júlí

20.07.2010 09:04

Hrönn ÍS 74


          Stýrishúsið sýnist mér hafa verið skotmark hjá einhverjum


     241. Hrönn ÍS 74, á Ísafirði í gær © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

20.07.2010 00:00

Akureyrarsmíði sem hafði á sínum tíma SH, RE, ÞH, SF, SU, KE, SK, SI og HF númer

Hér er um að vera Akureyrarsmíði frá 1957, sem gerður var út víða um land, þar til báturinn var seldur úr landi 1996.


                       625. Jökull SH 126 © mynd Snorrason


                625. Jökull SH 126 © mynd Snorrason


     625. Jökull SH 126 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


                        625. Þórir RE 251 © mynd Snorrason


             625. Jón Sör ÞH 220 © mynd Skipamyndir, Hreiðar Olgeirsson


                       625. Jökull SF 75 © mynd Snorrason


    625. Hafborg KE 99, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Jóhann Þórlindarson


                          625. Hafborg SK 50 © mynd Snorrason


                 625. Hafborg SK 50 © mynd úr safni Þorgríms Ómars Tavsen


                625. Hafborg SI 200 © mynd skipamyndir, Hreiðar Olgeirsson


                          625. Hafborg SI 200 © mynd Snorrason


                             625. Hafborg SI 200 © mynd Snorri Snorrason

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957.

Seldur úr landi 11. apríl 1995, lá þó a.m.k. í eitt ár í Hafnarfjarðarhöfn eftir söluna út. En ekki er vitað um hvort hann fór eða ekki og þá hvert.

Nöfn: Jökull SH 126, Þórir RE 251, Þórður Bergsveinsson SH 3, Jón Sör ÞH 220, Jökull SF 75, Guðmundur Þór SU 121, Hafborg KE 99, Hafborg SK 50, Hafborg SI 200 og Hafborg HF 64.

19.07.2010 23:07

Valur ÍS 20


    1440. Valur ÍS 20, á Ísafirði í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 22:27

Fossá ÞH 362 komin með nýtt stýrishús

Í dag var sett nýtt stýrishús á Fossá ÞH 362 sem er í miklum breytingum og endurbótum uppi á Akranesi.
            2404. Fossá ÞH 362, á Akranesi © myndir Júlíus, 19. júlí 2010

19.07.2010 21:56

Bryndís ÍS 705


    6237. Bryndís ÍS 705 o.fl. á Ísafirði í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 20:53

Búðardalur: Ella ÍS 119, skúta og sérkennileg veiðarfæri

Skelli hérna inn í miðri Ísafjarðar-syrpunni myndum sem teknar voru í Búðardal á áttunda tímanum í kvöld og sýna Ellu ÍS119 og skútu. Hinsvegar fannst myndatökumanninum að veiðarfærin væru eitthvað öðruvísi. Stuttur leggur og kókflöskur fullar af steypu, sem sökkur.
Eftir Búðardag kemur ein eða fleiri Ísafjarðarmyndir og síðan er saga báts í máli og myndum eftir miðnætti og aftur held ég áfram með Ísafjörð í fyrramálið.
     2568. Ella ÍS 119 og skúta á Búðardal í kvöld © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 20:40

Guðni ÍS 52 o.fl. á Ísafirði í dag


    Guðni ÍS 52 o.fl. á Ísafirði í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 19:34

Fjórar skútur

Þessar fjórar skútur voru við sömu bryggjuna á Ísafirði í dag


   Þessar fjórar skútur voru á Ísafirði í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 18:14

Gamall og varðveittur. Örn ÍS 18

Það væri gaman ef einhver þeirra sem lesa þetta gætu gefið mér upp hvaða bátur þetta sé, sem er þarna á Ísafirði? Svarið er komið eins og sést undir færslunni: Örn ÍS 18.


   Hver er hann þessi ?   © símamynd frá Ísafirði, Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010
                                     -- Svarið er komið þetta, var 641. Örn ÍS 18 --

19.07.2010 17:55

Vagabond - glæsileg tréskúta

Þessi glæsilega tréskúta var á Ísafirði í dag og tók þá Þorgrímur Ómar þessar símamyndir af henni.
         Vagabond á Ísafirði í dag © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 17:27

Bjartmar ÍS 499, Gunnar Friðriksson, Hrönn ÍS 74 o.fl. á Ísafirði


   2742. Gunnar Friðriksson, 6131. Bjartmar ÍS 499, 241. Hrönn ÍS 74 o.fl. á Ísafirði í dag
                             © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 16:49

Veiga ÍS 19 á Álftafirði og Súðavík í baksýn

Hér kemur ein mynd sem hefði átt að birtast á undan Ísafjarðarmyndunum en Þorgrímur Ómar tók hana í morgun og sýnir hún Veigu ÍS 19 á siglingu á Álftafirði og er Súðavík í baksýn


       1148. Veiga ÍS 19, á Álftafirði, Súðavík í baksýn © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 16:37

Delphin, Gunnbjörn ÍS 302 o.fl.

Skemmtiferðaskipið Delphin var í heimsókn á Ísafirði í dag og hér birtast nokkrar myndir af því og einnig sjást önnur skip í leiðinni.


                                                       Delphin


                                      Delphin og 1302. Gunnbjörn ÍS 302


       Delphin, Gunnbjörn ÍS 302 og fjöldi smábáta á Ísafirði í dag © símamyndir  Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 16:33

Ísafjörður í dag

Þorgrímur Ómar Tavsen, sendi mér eftir hádegi í dag á þriðja tug mynda sem hann tók á síma sinn á Ísafirði í dag. Mun ég birta þær bæði í dag og á morgun.


           Frá Ísafirði í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 19. júlí 2010

19.07.2010 16:07

Opnað aftur fyrir skoðanir manna, en með miklum fyrirvara

Frá því að ég startaði þessari síðu hef ég verið mjög strangur á að þeir sem skrifuðu skoðanir undir færslurnar vönduðu orðaval sitt, slepptu öllu skítkasti og notuðu alls ekki leyninöfn eða skammstafnarnir, nema ég vissi hverjir viðkomandi væru.
Síðast þegar í lokaði í vor í nokkra daga var einmitt af leiðindamáli þar sem menn réðust á mig að ósekju. Nokkrir þeirra sem þar komu við sögu, hafa ekki haft manndóm sinn í að biðja mig afsökunar og eru því á bannlista, þ.e. ég hef tekið nöfn þeirra af tengslalistanum og fjarlægi allar skoðanir þeirra sem hér koma inn, hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Á þessum bannlista eru 6 manns sem gerðust slettirekur eða fóru að hafa afskipti af ummælum mínum og Hafþórs, en hann er ekki í þessum bannhópi, enda var ekkert sem á milli okkar fór sem var athugavert.
Síðan ég opnaði aftur þá, hefur stundum jaðrað við að ég lokaði aftur, en síðan gerðist það að ég fékk á mig skítkast frá manni sem kallaði sig gml og hafði Ip töluna 85.220.64.249 og þá lokaði ég alveg. En síðan þá hafa verið mjög góðar myndir af landsbyggðinni, myndir sem efalaust einhverjir vildu ræða um og í morgun birti ég frá Súðavík og á eftir verða með myndir frá Ísafirði, en ég hef fengið frá Þorgrími Ómari Tavsen á þriðja tug mynda sem hann tók þar í dag og birti þær bæði í dag og á morgun.
Komi einhver sem fari út fyrir þessar reglur mun ég loka aftur fyrir álit manna og þá verður það endanlegt. Ábendingar og leiðréttingar eru sjálfsagðar, en skítkast ekki og alls ekki dulnefni.
          Kær kveðja
          Emil Páll