31.07.2010 14:47

Kaspryba 1 og Kaspryba 3

Þessi tvö systurskip hafa legið í Reykjavíkurhöfn síðan í maí og júní 2008. Fyrst í gömluhöfninni, en nú í þó nokkurn tíma við Skarfabakka. Þá hefur annað þeirra a.m.k. verið tekið upp í slipp í Reykjavík og sennilega eru fá skip sem hafa eins oft verið mynduð, af hinum ýmsu ljósmyndurum sem taka myndir fyrir síðuna. Samkvæmt samkomulagi við eigendur skipanna, mun ég ekki fjalla nánar um þau að svo komnu máli. Aftur á móti birti ég mynd sem Sigurður Bergþórsson sendi mér núna og segir hann, þau liggja þar sem Viðeyjarferjan hafi áður komið að landi. Jafnframt birti ég myndir af skipunum er þau láu í gömluhöfninni og ég tók á árinu 2008.


           Kaspryba 3 og Kasprypa 1 við Skarfabakka © mynd Sigurður Bergþórsson


     Kaspryba 3 og Kasprypa 1 í gömlu höfninni í Reykjavík © myndir Emil Páll, 2008