Færslur: 2010 Júlí

03.07.2010 10:12

Hafsúlan eftir viðbætur

Á dögunum var nánast ný hæð sett ofan á Hafsúluna og fór sú framkvæmd fram í Hafnarfirði. Hér sjáum við bátinn eins og hann er eftir þetta.


              2511. Hafsúlan, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 30. júní 2010

03.07.2010 09:37

Sjóli HF 1
                     2649. Sjóli HF 1, í Reykjavík © myndir Emil Páll, 30. júní 2010

03.07.2010 09:25

Leynir


                    2396. Leynir, í Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 30. júní 2010

03.07.2010 08:50

Skútur eða kjölbátar í Reykjavíkurhöfn

Við Ingólfsgarð í Reykjavík, nánar til tekið fyrir neðan nýja Tónlistarhúsið sem heitir víst Harpa, eru margar skútur á athafnarsvæði Brokeyjar. Að vísu eru þessi gerð af skútum fremur kallaðar kjölbátar til að greiningar frá stóru skútunum, eins og þeirri sem ég sagði frá í nótt. Hvað um það ég tók í vikunni myndasyrpu af svæði þessu, án þess þó að taka eitthvað sjófar fram yfir annað og hér kemur syrpan.

                                 © myndir Emil Páll, í Reykjavík 30. júní 2010

03.07.2010 00:00

Hetairos í eigu eins ríkasta manns heims

Fyrir nokkrum dögum birti ég myndir af glæsilegri skútu á Akureyri, sem teknar voru af Svafari Gestssyni og eins mynd tekin af Hilmari Bragasyni. Nú birti ég myndasyrpu af þessari sömu skútu, sem Emil Wilhelmsson tók og lét mig fá. Allar eru myndirnar teknar af skútunni í höfn á Akureyri, en nú er skipið komið til Blönduós, en það var einmitt tilgangurinn með ferðinni hingað til lands og í morgun kom um borð eigandi skútunnar, sem er einn ríkasti einstaklingur heims. Mun hann dvelja um borð í skútunni meðan hann rennir fyrir laxi í Blöndu.
Myndir þær sem ég birti nú eru eins og áður segir teknar af Emil Wilhelmssyni, nema sú efsta er sýnir skútuna fyrir fullum seglum, en sú mynd tók ég á netinu, en ljósmyndari er ókunnur.
Skútan Hetairos, er með heimahöfn á Caymanseyjum og er sögð á stærð víð skuttogara og hin glæsilegasta í alla staði.


   Hetairos fyrir fullum seglum © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur
       Skúta þessi er í alla staði mjög glæsileg og hefur heimahöfn á Caymanseyjum og mun vera á stærð við skuttogara © myndir á Akureyri, nema sú efsta, Emil Wilhelmsson, í júní 2010 

02.07.2010 22:32

Svafar Gestsson í Portúgal

Félagi okkar Svafar Gestsson er nú staddur í sumarfríi í Portúgal og sendi mér þessar myndir og þetta bréf með

Allt gott að frétta héðan frá Portugal.

Ég skrapp í kvöld til Alvor sem er eða réttara sagt VAR friðsæll fiskimannabær en í dag er búið að eyðileggja hann ásamt svo mörgum öðrum slíkum stöðum í Algarve með byggingu hótela og afþreyingariðnaðar fyrir túrista. Fiskimennirnir eiga þó enn smá athvarf við höfnina í þessum bæ sem er reyndar ekki við sjóinn heldur á sem rennur þar í gegn og á haf út.

Á daginn má oft sjá gamla fiskimenn ditta að netum og gildrum sem mikið eru notaðar hér um slóðir. Á kvöldin grilla þeir ásamt fjölskyldu sinni fisk og annað góðgæti úr sjónum við verbúðir sínar sötra bjór og segja sögur af sjónum. En semsagt þessar myndir tók ég í kvöld á nýja Cannon 550D sem ég var að festa kaup á ásamt linsum.

Sendi þér meira síðar þegar ég sé eitthvað áhugavert.

Sólarkveðjur frá Portugal.

Svafar Gestsson


                                                        Rio Alacon


                                                       Nótin á Rio Alacon


                                                     IMG höfnin í Alvor


                                                         Krabbagildrur


                                                            Prammi


                                                            Prammi


                                                Senhor Jesus


                                                          Verbúðir


                   Verbúðir © myndir Svafar Gestsson, í Portúgal 2. júlí 2010

02.07.2010 21:06

Númi HF 62


                     1487. Númi HF 62, í Reykjavík © Emil Páll, 30. júní 2010

02.07.2010 20:20

Árnes eða Humarskipið

Þó ótrúlegt sé þá er Humarskipið í Reykjavíkurhöfn, í raun gamalt farþegaskip sem smíðað var í Kópavogi og fékk þá nafnið Baldur og var í siglingum um Breiðafjörð, síðar varð það Árnes og er í dag skráð undir því nafni, þó það sé nefnt Humarskipið


     994. Árnes eða Humarskipið, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 30. júní 2010

02.07.2010 19:31

Árni Friðriksson RE 200


      2350. Árni Friðriksson RE 200, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 30. júní 2010

02.07.2010 17:28

Hergagnaflutningar um Helguvík í gær

Þegar þjóðverjar komu hingað með herþotur til að annast loftferðaeftirlit, kom til Helguvíkur erlent flutningaskip með hergögn, sem farið var með upp á Keflavíkurflugvöll. Í gær kom síðan hollenskt flutningaskip Deo Volente til Helguvíkur að sækja hergögnin. Skip þetta er 105 metra langt, 16 metra breitt og 5.5 metra djúpt.
Rétt áður en skipið fór frá Helguvík í gær tók ég þrjár myndir sem ég birti nú af skipinu í Helguvík, en sökum þess hve mikið úrhelli var og þar með slæmt skyggni, birti ég líka tvær myndir af skipinu sem ég fékk á MarineTraffic.


                    Deo Volente, í Helguvík í gær © myndir Emil Páll, 1. júlí 2010


                            Deo Voltane © mynd Pixelopa, MarineTraffic


                              Deo Volente © mynd John Soanes, MarineTraffic

02.07.2010 16:33

Tjaldur SH 270


           2158. Tjaldur SH 270, í Reykjavíkurslipp © mynd Emil Páll, 30. júní 2010

02.07.2010 16:06

Eldey GK 74 í gær

Þessa myndasyrpu tók ég af Eldey GK 74 í Njarðvíkurslipp í gærdag.
    450. Eldey GK 74, í tætingu Hringrásar í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll, 1. júlí 2010

02.07.2010 15:44

Steinunn SF 10


               2449. Steinunn SF 10, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 30. júní 2010

02.07.2010 09:30

Jón Gunnlaugs ÁR, Bylgja VE, Óskar RE, Sæberg HF og Kristbjörg ÁR

Þessir bátar lágu allir við sömu bryggjuna í Hafnarfirði og á einhverjum myndanna sést einnig í Valþór NS sem var við endann á sömu bryggju


         1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, 2025. Bylgja VE 75, 962. Óskar RE 175, 1143. Sæberg HF 224 og 239. Kristbjörg ÁR 177 og á neðstu sést einnig í 1081. Valþór NS 123 © myndir Emil Páll í Hafnarfirði 30. júní 2010

02.07.2010 09:24

Herkúles og Kristrún II RE 477


        2503. Herkúles og 256. Kristrún II RE 477, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 30. júní 2010