Færslur: 2010 Júlí

14.07.2010 08:42

Meira frá togarastefnumótinu

Í gær birtist fimm mynda syrpa af stefnumóti tveggja togara úti á rúmsjó, þar sem þeir voru að koma skipverja í milli skipa, þar sem hann þurfti að komast fjótt í land og fékk því far með Vigra, sem var á landleið. Ekkert á myndunum sýndi í raun atburðinn þ.e. að flytja mann á milli skipa, hvorki sáust menn né viðkomandi bátur sem notaður var til verksins. Í svona tilfellum er t.d. nóg að sýna hornið á bátnum þegar togaramyndirnar voru teknar, baksvipinn á mönnunum eða þegar farþeginn fór upp í hinn togarann. Þ.e. eitthvað sem sagði að þetta hefði átt sér stað, það lyftir svona myndum sem annars eru hálf dauðar, þ,.e. fimm myndir af tveimur skipum á reki í bongóblíðu úti á hafi. Ekki það að ég sé að gera lítið úr því.

Til að bæta þar úr stal ég í gær mynd af Facebook-síðu ljósmyndarans og vélstjórans á Frera, John Berry þar sem hann sást með togarann í baksýn og birti í gærkvöldi með færslunni. Sú mynd var ekki birt í samráði við hann, en ég vona að hann fyrirgefi mér það.

Nú hefur hann hinsvegar sent mér mynd af hinum skipverjanum sem fór með honum í bátnum til að ferja þann sem fór yfir í Vigra. Sá sem er á þessari mynd heitir Stanislav Tsvetkov og er pólskur, en til að forðast allan misskilning þá var það ekki hann sem fór yfir í Vigra, heldur voru það hann og John sem ferjuðu þann þriðja.

Nöfnin skipta kannski ekki aðalmáli heldur er þetta allt gert til að hafa efnið líflegra.

Nota ég tækifærið til að þakka Johnny eða John Berry eins og hann heitir fullu nafni fyrir myndasendingarnar nú og fyrr.


        Stanislav Tsvetkov og Freri í baksýn © mynd John Berry, 12. júlí 2010

14.07.2010 00:00

Kambaröst SU 200 / Etale Star

Sigurjón Snær Friðriksson, sem rekur vefinn pluto.123.is lét mig hafa þessar myndir eftir ósk minni og eru þær ýmist eftir hann eða aðra ljósmyndara eins og sést undir viðkomandi myndum. Sigurjón Snær, hefur sent með fleiri myndir eftir minni ósk og hef ég birt sumar, en aðra birtast hér síðar.


              1497. Kambaröst SU 200 © mynd Guðjón Smári Agnarsson


    Dráttarbátur utan á Kambaröstinni, tilbúinn til að draga hana til Danmerkur í vélaskipti  © mynd Kristín Jóhannsdóttir


                      Drátturinn til Danmerkur hafinn © mynd Kristín Jóhannsdóttir


           1497. Kambaröst SU 200, komin til Danmerkur © mynd Sigurjón Snær


      Gamla vélin hífð upp úr Kambaröstinni í Danmörku © mynd Sigurjón Snær


                      Gömlu vélinni slakað á bryggjuna © mynd Sigurjón Snær


                             Etale Star © mynd Sigurjón Snær, pluto.123.is13.07.2010 21:34

Polonus

Þessi skúta kom til Keflavíkur í dag og ekki leið á löngu þar til áhöfnin var eins og aðrir við Keflavíkurhöfn, farin að veiða makríl á stöng í höfninni.


                        Polonus, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 13. júlí 2010

13.07.2010 20:32

Andrea


                                  2787. Andrea © mynd Jón Páll, 2010

13.07.2010 19:41

Mettúr hjá Hrafni GK 111

Af vefnum grindavik.is:

 
Mettúr hjá Hrafni GK 111

Hrafn GK 111 kom úr mettúr um helgina. Aflaverðmæti skipsins eftir 32ja daga veiðitúr var 187 milljónir króna en gamla metið var slegið um 40 milljónir. Uppistaða aflans var grálúða, þorskur, ufsi og karfi.

Skipstjóri í veiðiferðinni var Bergþór Gunnlaugsson. Þess má geta til gamans að Bergþór og fjölskylda flutti nýlega til Grindavíkur og óhætt að segja að fengur sé í svona aflaklóm fyrir bæjarfélag eins og Grindavík.13.07.2010 19:21

Muggur KE 57
                     2771. Muggur KE 57 © myndir Emil Páll, 13. júlí 2010

13.07.2010 17:38

Blængur NK 117


                                   2197. Blængur NK 117 © mynd Sigurjón Snær

13.07.2010 15:01

Stefnumót Vigra RE og Frera RE

John Berry ásamt öðrum skipsfélaga sínum skutluðu einum skipsfélaga þeirra, frá Frera RE og yfir í Vigra RE í gær á mobbátnum, í æðislega góðu veðri  norður í Reykjafjarðarál. Ástæðan var sú að viðkomandi  þurfti að komast heim og fer því með Vigra til Reykjavíkur. Sendi John Berry mér þessar myndir sem teknar voru við þetta stefnumót togaranna.
    Stefnumót 1345. Frera RE 73 og 2184. Vigra RE 71 © myndir John Berry, 12. júli 2010


                        John Berry í ferðinni umræddu. 2184. Vigri RE 71 í baksýn

13.07.2010 14:38

Búið að opna fyrir umhverfissóðanna

Búið er að opna á ný fyrir veiðar umhverfissóða og annarra á hafnargarðinum í Keflavík. Hvaðan þrýstingur kom er hinsvegar ekki vitað.


            Nú geta umhverfissóðar og aðrir veitt frjálst á hafnargarðinum í Keflavík
                                            © mynd Emil Páll, 13. júli 2010

13.07.2010 13:42

Hofsós: Þerney SK 37

Hér koma fleiri myndir úr fjölskyldusafni Þorgríms Ómars Tavsen, frá Hofsósi


                                              1224. Þerney SK 37


           1224. Drekkhlaðinn af þorski, eftir veiðiferð á handfærum á Skalla um verslunarmannahelgi upp úr 1980


                   1224. Þerney SK 37, á lagnetum á Siglufirði

13.07.2010 13:37

Stöðvarfjörður: Heimir SU 100 / Hákon

Hér sjáum við síðasta bátinn sem bar nafnið Heimir SU 100 og síðan með nafnið sem hann bar eftir að vera seldur úr landi, sem er í raun um leið síðasta nafnið sem hann bar hérlendis. Þessar myndir o.fl. hef ég fengið frá Sigurjóni Snæ Friðrikssyni sem er með síðuna Pluto.123.is og sendi ég honum kærar þakkir fyrir.


                                 1059. Heimir SU 100 © ljósmyndari ókunnur
             Hákon, sem upphaflega var 1059. Heimir SU 100

13.07.2010 11:46

Keflavík: Hafnargarðinum lokað vegna sóðaskapar veiðimanna

Hinn mikli fjöldi sem verið hefur á hafnargarðinum í Keflavík undanfarin kvöld, hefur því miður sýnt að í hópnum eru margir umhverfissóðar og mátti sjá það í morgun þegar hafnarverðir mættu til vinnu. Enda fóru leikar þannig að eftir að hafa hreinsað hafnargarðinn bæði af matarleyfum, fatnaði, bréfarusli, makril í pokum o.fl. var garðinum læst.


               Hérna sjáum við smá sýnishorn af hafnargarðinum og langt í frá það versta sem þarna sást


        Hafnarvörður læsir garðinum í Keflavík vegna framkomu umhverfisóðanna


                                   Tilkynningu um lokunina sett upp


 
     Tilkynningin um lokunina © myndir Emil Páll, 13. júlí 2010

13.07.2010 11:43

Saga Ruby

Hér sjáum við skemmtiferðaskipið Saga Ruby á leið til Reykjavíkur á níunda tímanum i morgun, en myndin er tekin í mikilli fjarlægð eða frá  Vatnsnesvita í Keflavík

13.07.2010 00:00

Fjarkinn

Hér sjáum við einn lítinn, sem eru svona frekar sem leikfang, en er þó skráður. Sést hann fyrst úti á Stakksfirði, nánast út af Vogastapa og síðan kom hann nær og nær og endaði í Grófinni, Keflavík


                         6656. Fjarkinn © myndir Emil Páll, 12. júlí 2010

12.07.2010 22:48

Kanadískur togari ex Álftafell SU 100

Hér sjáum við togara, sem áður var til hérlendis og bar nafnið Álftafell SU 100. Myndin sýnir togarann eftir að hafa verið seldur til Kanada á sínum tíma.


   Ex 1630. Álftafell SU 100 © mynd af síðunni Pluto.123.is ljósm.: ókunnur