Færslur: 2010 Júlí

07.07.2010 18:27

Týr á Kirkjuvogi

Varðskipið Týr lá í dag framan við Hafnir, eða nánar tiltekið á Kirkjuvogi og tók ég þá þessa mynd,


                       1421. Týr á Kirkjuvogi í dag © mynd Emil Páll, 7. júlí 2010

07.07.2010 18:18

Sóley Sigurjóns GK 200

Þessar myndir voru teknar í morgun í Sandgerðishöfn og sýnir þegar löndun var á fullu úr Sóley Sigurjóns








   2262. Sóley Sigurjóns GK 200, í Sandgerði í morgun © myndir Emil Páll, 7. júlí 2010

07.07.2010 12:59

Fleiri myndir af lúðuveiðum Marons

Í gær birti ég mynd af lúðveiðum Marons GK, sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók á síma sinn og sendi mér. Sökum þess hve netsambandið var slæmt gat hann ekki sent alla myndasyrpuna, en tókst eftir að hann kom í land og fékk ég þá afnot af allri myndasyrpunni og sýni nú og þ.á.m. er myndin sem ég sýndi í gær.








          Frá lúðuveiðum á Maroni GK 522, í gær, en eins og sést þá er ein af lúðunum aðeins hálf, sem stafar af því að hákarl klippti hana í sundur © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 6. júlí 2010

07.07.2010 12:56

Svanur

Hér sjáum við flutningaskipið Svaninn, sigla fram hjá Garðskaga í morgun á leið sinni á Grundartanga


              Svanurinn út af Garðskaga í morgun © mynd Emil Páll, 7. júli 2010

07.07.2010 12:29

Enginn byssukjaftur nú, heldur allt opið

Hann Laugi, sem fékk óþolandi viðtökur er hann var að mynda fyrir síðuna í Sundahöfn á dögunum ákvað að prufa aftur í morgun, þar sem bandaríska skipið var farið og tók nýja myndasyrpu og lét fylgja með eftirfarandi lesningu:

Mér lék hugur á að vita hvort sagan frá því um daginn endurtæki sig ef ég færi að taka myndir af skipinu sem er komið þar sem Bandariska skipið lá í Sundahöfn, svo ég fór og og tók myndir og stoppaði á sama stað og í fyrra skiptið.

Nú brá svo við að öll hlið á girðingunni voru opin og ekki nokkur maður sem veitti mér athygli, einn áhafnarmeðlimur skipsins var afturá með laptopp og var niðursokkinn í það sem hann var að gera og leit ekki einu sinni upp, svo ég fór annann rúnt og sama sagan, engin athygli.

En þetta skip er ekki bandarískt, en hérna hefur þú myndirnar og getur skoðað. Kv. Laugi














          Herskipið HNLMS Amsterdam í Sundahöfn © myndir Laugi, 7. júlí 2010

07.07.2010 08:22

Simma ST 7 á veiðum í Steingrímsfirði

Þetta er árgerð 1988 frá Skagaströnd, sem síðar var lengdur 1990 og endurbyggður eftir að hafa sokkið í Keflavíkurhöfn 2008.






         1959. Simma ST 7, á veiðum í Steingrímsfirði © myndir Jón Halldórsson, á holmavik.123.is, 7. júlí 2010

Framleiddur hjá Mánavör hf., Skagaströnd 1988. Lengdur 1990. Endurbyggður hjá Sólplasti ehf., Sandgerði og Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., í Njarðvíkurslipp 2008 eftir að hafa sokkið í Keflavíkurhöfn í kolvitlausu veðri 23. jan. 2008. Sjósettur að nýju í Njarðvik 20. janúar 2009.

Nöfn: Esjar SH 75, Hrólfur AK 29, Óli Færeyingur SH 71, Sunna Líf KE 7, Sunna Líf KE 71 og núverandi nafn: Simma ST 7.

07.07.2010 00:00

Myndasyrpa frá mörgum tugum ára í samanburði við myndir af sama stað í dag

Nú birti ég myndir sem ég fann í mínum fórum og eru teknar í Keflavík einhvern tímann snemma á síðustu öld, allavega fyrir miðja öldina og sýni síðan nýjar myndir sem ég tók sl. sunnudag, nokkurn vegin á sama stað, eftir því sem hægt er. Sést þá miklar breytingar, sem sumir hafa gaman af að bera saman.


      Fremst til hægri sést í Duushúsin og síðan upp Hafnargötuna og hér fyrir neðan sést um hvaða svæði er að ræða




  Fremst sjáum við slippbryggjuna og báta í Dráttarbraut Keflavíkur og síðan Duushúsin, en eins og sést á þeirri hér fyrir neðan er allt öðruvísi umhorfs þarna í dag




     Hér eru það söltunarskúrar hjá Keflavík hf. og Dráttarbraunin, en eins og sést á nýju myndinni eru þetta nú Duushús og Grófin




     Séð út Hólmsbergið og stóri hellirinn, sem nú er orðin Skessuhellir, en svona mynd er ekki lengur hægt að taka eins og sést á nýju myndinni




     Keflavíkurhöfn, en þetta er auglýsing frá Apóteki Keflavíkur sem ekki er lengur heldur til. Svolítið öðru vísi að sjá höfnina í dag, Fleiri hús, en mun færri bátar.


      © eldri myndirnar í eigu Emils Páls, en þær yngri tók ég sl. sunnudag 4. júlí 2010

06.07.2010 21:33

Björgunarbátaæfing

Í kvöld tók ég þessa myndasyrpu í Njarðvíkurhöfn, en þarna eru björgunarbátar í sviðsljosinu, en hvað var verið að æfa, eða hverjir það voru nákvæmlega veit ég ekkert um heldur skaut á þessar myndir og spurðist ekkert fyrir um hvað væri á ferðinni. Þó þekkti ég björgunarbátanna Njörð Garðarsson og Jón Oddgeir.










    7673. Njörður Garðarsson og 2474. Jón Oddgeir meðal báta sem voru þarna í umferð
                                          © myndir Emil Páll, 6. júli 2010

06.07.2010 21:01

Þórhallur Daníelsson SF 71


                     1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Hilmar Bragason

06.07.2010 20:54

Hafdís verður SU 220

Eins og fram kom nýverið hér á síðunni fyrir stuttu, á undan öllum öðrum, hefur Eskja hf. á Eskifirði keypt Hafdísi GK 118 og fiskverkun Völusteins áður Festis í Hafnarfirði. Nú hefur verið ákveið að Hafdís mun halda nafni sínu og fá skráningarnúmerið SU-220.  Áætlað er að báturinn hefji línuveiðar í ágústmánuði eða byrjun septembermánaðar nk.
Munu fyrrum skipverjar af Hafdísi GK og Baddý GK vera meðal áhafnar á Hafdísinni.

06.07.2010 20:23

Lyngey SF 61


                              1246. Lyngey SF 61 © mynd Hilmar Bragason

06.07.2010 19:02

Gísli Árni RE 375


                        1002. Gísli Árni RE 375 © mynd Hilmar Bragason

06.07.2010 17:49

Kári VE 95


                                77. Kári VE 95 © mynd Hilmar Bragason

06.07.2010 16:54

Lúðuveiðar á Maron GK

Þorgrímur Ómar Tavsen, sem nú er sem 2. stýrimaður á Maron GK 522, á lúðuveiðum sendi mér þessa mynd og færi ég honum þakkir fyrir.


      Lúðuveiðar á 363. Maron GK 522 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 6. júlí 2010

06.07.2010 16:15

Aðeins þrír með heimahöfn í Reykjanesbæ

Þau stofnanaheiti sem sameinuð sveitarfélög hafa tekið upp, eru yfirleitt lítið notuð í daglegu máli og allavega ekki hvað varðandi heimahöfn báta. Sem dæmi þá eru bátar í Reykjanesbæ, með heimahöfn ýmist í Keflavík eða Njarðvík, að þremur undanskildum og sjáum við hér einn þeirra á myndinni.
Talandi um þessar heimahafnir, væri gaman að vita hvað margir á Húsavík séu með heimahöfn í Norðurþingi, sem er nafnið á sveitarfélaginu. Eða hvað eru margir Þorlákshafnarbátar með heimahöfn í Ölfusi, sem svo heitir sveitarfélagið þar. Siglufjörður og Ólafsfjörður heitir Fjallabyggð og ég man ekki eftir nokkrum bát með heimabyggð þar. Ef við förum aðeins lengra þá er Fjarðarbyggð, nafnið á Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði o.fl. stöðum fyrir austan. Svona má lengi telja, því nokkrir útgerðarstaðir ættu samkvæmt þessu að nota annað nafn en þeir gera. En sem betur fer, er það ekki gert. Hvað t.d. með Patreksfjörð, Bíldudal, Sauðárkrók, Eyrarbakka, Stokkseyri o.fl. staði?


   Þessi var með heimahöfn í Njarðvík fyrir brunann, en eftir endurbæturnar fékk hann heimahöfn í Reykjanesbæ og er því einn þriggja sem hafa þá heimahöfn © mynd Emil Páll, 6. júli 2010