31.07.2010 09:36

Börn í vélavana báti að reka upp í fjörugrjótið

Af mbl.is:

Landhelgisgæslan kom vélarvana bát til hjálpar úti fyrir Laugarnestanga í Reykjavík  í gærkvöldi og dró bátur gæslunnar hann  að landi. Ekki var mikil hætta á ferðum og skilyrði góð að sögn vaktmanns í varðstöð Landhelgisgæslunnar en börn voru um borð og því voru hafðar hraðar hendur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og var niðurstreymi þyrluspaðanna notað til að ýta bátnum frá landi svo koma mætti í hann taug en hann var kominn alveg upp í fjörugrjótið við tangann. Seig einn björgunarmaður úr þyrlunni og í bátinn.

Að sögn vaktmanns á varðstofunni gekk aðgerðin vel og var verkefnið leyst farsællega.