31.07.2010 09:56

Sex af tíu skipum Nesfisks á einni mynd

Á þessari mynd sem ég tók í Sandgerði í gær, sjást sex af þeim tíu skipum sem skráð eru í eigu Nesfisks og/eða dótturfyrirtækja þess. Á myndina vantar bæði stærsta skipið og eins það minnsta. en þau sem ekki eru á myndinni eru: Baldvin Njálsson GK 400, Arnþór GK 20, Dóri GK 42 og Steini GK 45.


    F.v. Sóley Sigurjóns GK 200, Sóley Sigurjóns GK 208, Berglín GK 300, Sigurfari GK 138, Siggi Bjarna GK 5 og Benni Sæm GK 26 © mynd Emil Páll, 30. júlí 2010