Færslur: 2010 Júlí

22.07.2010 09:16

Von GK 22


               6105. Von GK 22, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 22. júlí 2010

22.07.2010 09:11

Hav Nes í Helguvík

Fltutningaskipið Hav Nes kom í nótt til Helguvíkur að sækja mjöl og hef ég fregnað að það muni taka um 1200 tonn. Skip þetta er 75 metra langt, 13 metra breitt og ristir 4 metra.


             Hav Nes í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 22. júlí 2010

22.07.2010 00:00

Heimir SU 100 / Árni Geir KE 74 / Happasæll KE 94 / Sædís HF 60 / Mímir ÍS 30 / Grímsnes GK 555

Hér tek ég fyrir '63 mótelið af stálbáti sem enn er í drift og að því ég best veit á rækjuveiðum þessar vikurnar undir Norðurlandi. Bát sem lengi var í tölu aflahæstu skipanna í sinni verstöð.


                      89. Heimir SU 100 © mynd Friðrik Sólmundsson


                                  89. Heimir SU 100 © mynd vinaminni.123.is


                        89. Árni Geir KE 74 © mynd Snorrason


                          89. Happasæll KE 94 © mynd Jóhann Þórlindsson


                                 89. Happasæll KE 94 © mynd Emil Páll


                   89. Happasæll KE 94 © mynd Snorrason


                            89. Happasæll KE 94 © mynd Emil Páll


                89. Sædís HF 60 © mynd Jón Páll, í apríl 2002


                       89. Mímir ÍS 30 © mynd Jón Páll, 2002


                    89. Mímir ÍS 30 © skipamyndir, Olgeir Sigurðsson


                          89. Grímsnes GK 555 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                             89. Grímsnes GK 555 © mynd Emil Páll


                89. Grímsnes GK 555 © mynd Emil Páll, 20. desember 2009


                          89. Grímsnes GK 555 © Emil Páll, 24. desember 2009


                      89. Grímsnes GK 555 © mynd Emil Páll, 19. febrúar 2010


                       89. Grímsnes GK 555 © mynd Emil Páll, 8. apríl 2010


                         89. Grímsnes GK 555 © mynd Emil Páll, 7. júní 2010

Smíðanúmer 57 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1963. Lengdur 1966. Yfirbyggður 1987.

Átti að koma úr síðustu veiðiferðinni fyrir Happa ehf., 7. sept 2001 og tók þá á móti nýjum Happasæli, fánum prýddur, síðar sama dag. Vegna biluna á nýja skipinu var þessi þó gerðu úr áfram til 15. október það ár af Happa ehf.

Salan þá til Tálknafjarðar eða í raun Garðabæjar gekk ekki upp í fyrstu atrennu, en tókst þó að lokum.

Nöfn: Heimir SU 100, Mímir ÍS 37, Mímir ÍS 30, Hafaldan SU 155, Ásgeir Magnússon GK 60, Árni Geir KE 74, Happasæll KE 94, Happasæll KE 9, Sædís HF 60, aftur Mímir ÍS 30, Sædís ÍS 30 og núverandi nafn: Grímsnes GK 555.

21.07.2010 22:42

Mayra Lisa N 22 - nýjasti báturinn frá Trefjum

Trefjar ehf. í Hafnarfirði sjósetti í morgun nýjan bát af gerðinni Cleopatra 50, sem fékk nafnið Mayra Lisa N 22. Fór hann síðan í prufusiglingu eftir hádegið. Þessi Cleopatra er að fara til Belgíu og er búin til netaveiða


      Mayra Lisa N 22 © mynd Jón Sindri Stefánsson 21. júlí 2010

21.07.2010 21:00

Þúsundir kóngulóa í farskipi

Af dv.is:

Erlent 19:17 > 21. júlí 2010

Yfirvöld á Guam á Kyrrahafi sneru í vikunni við flutningaskipi sem kom til hafnar í eyríkinu. Þegar hafnarverkamenn hófu að afferma skipið kom í ljós að innan um farm þess leyndust þúsundir köngulóa af öllum stærðum og gerðum.

Landbúnaðaryfirvöld fyrirskipuðu að farmurinn yrði settur aftur upp í skipið og sendu það aftur út á haf. Eftirlitsmenn sögðust ekki vita af hvaða tegund köngulærnar voru, en að þær væru alls ólíkar þeim er búa í villtri náttúru eyjarinnar, sem benti til þess að þær gætu haft mjög skaðleg áhrif á lífríkið á Guam.

21.07.2010 18:00

Hvalur stökk upp á dekk lítillar skútu

Af vefnum dv.is

Sunnan sléttbakur andartökum frá því að lenda á skútu við strendur S-Afríku.

Sunnan sléttbakur andartökum frá því að lenda á skútu við strendur S-Afríku.

Erlent 14:05 > 21. júlí 2010
  • Skútan sem parið var á stórskemmdist.

    Skútan sem parið var á stórskemmdist.

Hinn 59 ára gamli Ralph Mothes átti sér einskis ills von þegar hann og kærasta hans sigldu á lítilli skútu skammt fyrir utan strendur Suður-Afríku á dögunum. Það breyttist þegar 40 tonna sunnan sléttbakur stökk skyndilega upp úr hafinu og lenti á skútunni sem stórskemmdist.

Það var annar ferðamaður skammt frá sem náði þessum ótrúlegu myndum sem sýna hvalinn við það að lenda á skútunni og svo afleiðingar höggsins.

Nokkrum sekúndubrotum eftir að fyrri myndin var tekin skall sunnan sléttbakurinn á dekki skútunnar með þeim afleiðingum að mastur hennar mölbrotnaði sem og flest sem varð á vegi hvalsins.

Mothes ásamt kærustu sinni Palomu Werner leituðu sér skjóls ofan í skútinni á meðan hvalurinn strögglaði við að losna úr prísund sinni á dekkinu. Það tókst honum að lokum en eyðileggingin var algjör.

Parið þakkar fyrir að skrokkur skútunnar sé úr stáli því hefði hann verið úr einhverju öðru hefði skútan væntanlega splundrast.

"Þetta var með hreinum ólíkindum og afar skelfileg lífsreynsla," segir Paloma Werner.

21.07.2010 17:53

Makrílvinnsla í Grundarfirði

Af vefnum Skessuhorn.is:

Vinna 50 tonn á sólarhring

21. júlí 2010

"Veiðarnar hafa gengið vel en voru reyndar tregar núna síðasta sólarhringinn," segir Runólfur Guðmundsson hjá G. Run í Grundarfirði um makrílveiðarnar í samtali við Skessuhorn í gær, en skipin Helgi og Hringur eru nú í sinni þriðju veiðiferð frá því veiðarnar byrjuðu á mánudegi í síðustu viku. Í fyrstu veiðiferðinni komu skipin með 40 tonn og síðan 80 tonn í þeirri næstu. Makrílkvóti G. Run. er tæplega 400 tonn.

Runólfur segir vinnsluna ganga vel en hún afkastar um 50 tonnum yfir sólarhringinn. Makríllin er hausskorinn og slógdreginn áður en hann fer í frystingu. Fiskurinn er fallegur af miðunum vestur af Reykjanesi þar sem skipin eru nú að veiðum. Runólfur segir að það hafi gengið vel að prufukeyra, en alls starfa rúmlega 80 manns í vinnslunni hjá G. Run.

 

Tveir bátar stunda strandveiðar á makríl frá Snæfellsnesi. Annar báturinn er gerður út frá Keflavík og heitir Blíða og hinn er Sæhamar frá Rifi. Þeir bátar þurfa styttra að fara til að ná í hráefni og það berst því hratt til vinnslunnar. Í vinnslunni í Rifi verður makríllinn einnig unnin í flök, en hátt verð er nú fyrir makríl á mörkuðum

21.07.2010 17:45

T6 í Reykjavík

Af vefnum dv.is:

Klósettpappírsbarón sigldi snekkju til Íslands

T6 er ein glæsilegasta snekkja veraldar og er metin á 7 milljarða króna. Spencer vill selja hana.

T6 er ein glæsilegasta snekkja veraldar og er metin á 7 milljarða króna. Spencer vill selja hana. (Mynd: Hörður Sveinsson)

Innlent 11:17 > 21. júlí 2010

Stórglæsileg lúxussnekkja liggur við festar í Reykjavíkurhöfn. Eigandi hennar er nýsjálenski milljarðamæringurinn John Spencer en hann auðgaðist gríðarlega á fjárfestingum í klósettpappírsbransanum. Samkvæmt nýsjálenskum fréttum hefur snekkjan verið auglýst til sölu. Hún kostar litlar 7.000 milljónir íslenskra króna.

Ein glæsilegasta lúxussnekkja veraldar liggur nú bundin við festar í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan, sem ber nafnið T6, er búin þyrlupalli og hefur rými fyrir 15 manns, áhöfn og gesti. Nýsjálenski klósettpappírsbaróninn John Spencer er eigandi T6 en hann hefur nýlega sett hana á sölu og vill fá 58 milljónir dollara fyrir hana, andvirði um sjö milljarða íslenskra króna.

Spencer vildi ekki ræða við blaðamann á hafnarbakkanum í Reykjavík og við vitum því ekki hvaða erindi hann á hér á landi. Líklega er þó klósettpappírsbaróninn hér í fríi en samkvæmt heimildum DV kom snekkjan hingað til lands frá Noregi.

Hollenskur skipahönnuður teiknaði T6 eftir óskum Spencer en smíði snekkjunnar tók alls um átta ár. Hún var sjósett árið 2006. Myndir af T6 hafa birst víða í fagtímaritum um skip og báta, enda er um óvenjulega glæsilegan farkost að ræða.

21.07.2010 16:55

Njáll RE 275 á Stakksfirði

Þessar myndir af Njáli RE 275 tók ég um kl. 16 í dag af honum á Stakksfirði, en ég var við Vatnsnesvita er hann sigldi þar fram hjá.
                 1575. Njáll RE 275, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 21. júlí 2010

21.07.2010 16:49

Leið fyrir þá sem ekki þora...

Eins og sést fyrir neðan hugleiðingarnar mínar hér fyrir neðan, þá kemur þar skoðun manns sem ekki þorði að birta skoðun undir nafni, en sendi mér tölvupóst, þar sem hið rétta nafn og meira segja heimilisfang kom fram. Að sjálfsögðu birti ég þessa skoðun, án þess að geta nafn mannsins eða aðrar þær upplýsingar sem hann gaf um sig.

Þetta er sama aðferðin og ég notaði oft þegar ég var í blaðaútgáfu, enda snýst þetta um að ég sem eigandi og ritstjóri síðunna viti hverjir tjá sig á minni síðu, en ekki endilega lesendur hennar. Þessi leið er því opin fyrir þá sem vilja tjá sig en þora því ekki af einhverri ástæðu.

21.07.2010 15:03

Njáll RE 275 úr slipp

Eftir hádegi fylgdist ég með því er Njáll RE 275 kom úr slipp í Njarðvik. Ætlunin var að taka einnig myndir af honum er hann sigldi í burtu, en einhver töf var á að hann færi frá slippbryggjunni, þannig að ég gafst upp á að bíða eftir því, en birti engu að síður þessar fjórar myndir.
   1575. Njáll RE 275, í Njarðvík í dag. Þá halda mætti samkvæmt neðstu myndinni að hann væri að bakka frá var svo ekki, heldur virðist hann hafa verið að prufa  © myndir Emil Páll, 21. júlí 2010

21.07.2010 11:23

Hugleiðingar um smábátaútgerð

STRANDVEIÐIRUGLIÐ - GRÁSLEPPAN - MAKRÍLLINNÉg hef áður flutt hér hugleiðingar um strandveiðarnar og ætla ekki að ræða um þær sérstaklega, þ.e. að réttlæta þær. Eitt er þó ljóst að útgerðir og sjómenn á togurum og mörgum stærri skipum hafa alltaf verið svona á móti útgerð litlu bátanna og fundið henni allt til foráttu og þá sérstaklega varðandi leyfar til veiða í formi Strandveiða. Þetta er mál sem ég ætla ekki að fjalla um hér.

En við erum þó með lög sem heimila Strandveiðar, ef veiðar er hægt að kalla, því þær eru mjög illa skipt milli landshluta. Tökum sem dæmi að bátar á suður- og vesturlandi komust í raun á sjó í einn dag í þessum mánuði og þá var kvótinn búinn, meðan bátar á norður- og austurlandi geta róið alla daga mánaðarins og klára ekki kvótann.

Þetta hefur þær afleiðingar af bátar á A og D- svæði eru að fara út í veðri sem er alls ekki sjóveður og setja sig og aðra í mikla hættu, til að veiða áður en lokað er fyrir veiðarnar þann mánuðinn. Einnig hefur þetta haft í för með sér þær ráðstafanir að menn á suður- og vesturlandi hafa keypt sér gamla og lélega báta sem þeir staðsetja á norður- og/eða austurlandi og róa þaðan eftir að þeim er bannað að róa úr heimabyggð.

Virðast strandveiðibátar margir hverjir alls ekki ætla að hefja veiðar í ágúst, því þetta er orðið það mikið rugl að það borgar sig ekki að hanga yfir því. En hvað er þá til ráða fyrir smábáta sem ekki hafa kvóta, höfðu Strandveiðileyfi eða voru á grásleppu sem nú er að mestu einnig lokið. Jú menn leita og sumir fara út í makrílveiðar, en þar sem sá búnaðar er mjög dýr, hafa sumir látið freistast að nota bara línu og þá kemur upp annað vandamál, veiðin er oft það góð að línan slitnar undan þunganum, áður en menn ná að koma aflanum um borð í bátinn.

Já  þetta er orðið allsherjar rugl og ekki skulum við gleyma því að þeir sem eru á smábátanum eru líka að skapa sér atvinnu, a.m.k. tekjur og því eigum við ekki að ráðast gegn þeim. Sumir hafa þeir fjárfest í nýjum bátum, aðrir hafa lagað eldri báta sem þeir hafa átt og sitja nú uppi með tómar skuldir og vonlausa stöðu.

Munið að þetta eru hugleiðingar mínar, ekki fréttir eða áróður um eitt eða neitt, fremur svona til umhugsunar, þó ég viti að fyrir sumum er það algjör trú að vera á móti smábátum, en þeir ættu bara einfaldlega að berja hausnum í steininn. Því við verðum að horfa á sjávarútveg, sem atvinnugrein þar sem fleiri komast að en LÍU og þeirra félagar. Þau samtök eiga ekki þjóðina og fiskinn í sjónum frekar en aðrir landsmenn og HANA NÚ.

P.s. Þar sem þetta eru hugleiðingar mínar, en ekki endilega skoðun, mun ég ekki svara neinum sem þorir að skrifa hér undir. Hinsvegar fer ég fram á að ef einhver þorir því að láta skítkast eða slæmt innræti vera í skrifunum og alls ekki að koma fram undir einhverjum skammstöfunum eða leyniorðið sem engin veit hver er. Þetta segi ég því ég kem fram undir nafni og krefst þess að aðrir geri það á minni síðu, annars skulu menn sleppa að birta sínar skoðanir, því ég mun fjarlægja þær sem ekki fara eftir reglunum. Menn geta haft aðra skoðun en ég og þá er það auðvitað í góðu lagi, en munið að þetta eru hugleiðingar en ekki skoðun mín og frekar því varpað fram sem slíku.

                                                 Með sólarkveðju Emil Páll

  


       Hugleiðingar þessar eru myndskreyttar með myndum sem ég tók í morgun í Grófinni  í Keflavík, en það eru frekar táknrænar myndir fyrir smábáta, en að þetta snúist eitthvað frekar um þessa smábáta en aðra © myndir og texti Emil Páll, 21. júli 2010                                                           

21.07.2010 00:00

Halldór Runólfsson NS 301 / Geir KE 67 / Geir BA 326 / Berghildur SK 137 / Rún RE 24 / Faxi RE 24

Þessi stálbátur er smíðaður í Bátalóni, Hafnarfirði og er enn í drift nú tæpum 30 árum eftir sjósetningu, en kominn að mestu í ferðaþjónustuna í dag.


             1581. Halldór Runólfsson NS 301 © mynd Hafþór Hreiðarsson 1982


           1581. Halldór Runólfsson NS 301 © mynd Snorrason


                                   1581. Geir KE 67 © mynd Emil Páll


                  1581. Geir BA 326 © mynd úr Flota Tálknfirðinga


                 1581. Berghildur SK 137 © mynd úr safni Þorgríms Ómars Tavsen


                       1581. Rún RE 24 © mynd Jón Páll, 2007


                         1581. Faxi RE 24 © mynd Emil Páll, í ágúst 2009

Smíðanúmer 462 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1981 og afhentur 1. apríl það ár.  Lengdur hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði í júní 1984. Breytt í farþegaskip m.a. til hvalaskoðuna í Njarðvík frá maí til júní 2007.

Nöfn: Halldór Runólfsson NS 301, Geir KE 67, Þorsteinn Pétursson BA 326, Geir BA 326, Geir ÍS 280, Berghildur SK 137, Rún RE 24 og núverandi nafn: Faxi RE 24.

20.07.2010 23:20

Viking Lady komin til Færeyja

Sá þetta á vefnum johaniesnielsen.fo og birti þetta hér á færeysku eins og fram kemur á umræddum vef

Viking Lady komin til Føroyar
Norska oljuskipið Viking Lady, liggur nú á Runavík, skipið er komi til Føroyar í samband við at oljuleitingina á Anne Marie leiðini.

Sum sagt so kom skipið til Føroyar í dag, og enn eitt oljuskip kemur til Føroyar í morgin.
Saman við hesum skipum kemur eisini ein oljuborðpallur, ið er ein tann mest framkomni til at borða á djúpum vatni.
Talan er um borðpallin West Phoenix, skrivar www.skipini.com.

20.07.2010 22:45

Arnþór GK 20 í slipp


                2325. Arnþór GK 20 í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 20. júlí 2010