Færslur: 2010 Júlí

24.07.2010 07:41

Pólska skútan Vagabond

Um síðustu helgi birtist hér myndir af þessari sömu skútu á Ísafirði og því er ljóst að hún hefur komið við áður á Siglufirði, þar sem þessi mynd var tekin 15. júlí sl.


                  Vagabond, kemur til Siglufjarðar © mynd Bjarni G. 15. júlí 2010

24.07.2010 07:37

Mayra Lisa N 22

Hér kemur mynd af bátnum í heild sinni, en áður hafði birst hér mynd sem sýndi mjög lítið af bátnum.


              Mayra Lísa N 22 í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 23. júlí 2010

24.07.2010 07:32

Kiel NC 105

Eins og margir muna örugglega, kom upp eldur í vélarúmi þessa togara í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum og máttu þeir sem voru að vinna í skipinu þakka fyrir að bjargast, því vélarúmið fylltist skyndilega af miklum og svörtum reyk.


                  Kiel NC 105, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 23. júlí 2010

24.07.2010 00:00

Hofsós

Hér kemur myndasyrpa með sex myndum frá Hofsós. Fjórar þeirra eru teknar af Bjarna Guðmundssyni, þann 14. júlí sl. og tvær, sú efsta og sú neðsta,  tók Jón Sindri, fyrir viku síðan og því eru þær allar teknar á mjög svipuðum tíma.
                 Hofsós í síðustu viku © myndir Bjarni G. og Jón Sindri í júli 2010

23.07.2010 23:08

Múnað


                                      © mynd Emil Páll, í Njarðvík 23. júlí 2010

23.07.2010 22:49

Guðbjörg E. RE 37


          7037. Guðbjörg E    RE 37, í Hafnarfirði  © mynd Emil Páll, 23. júlí 2010

23.07.2010 21:33

Daníel SI 152


                  482. Daníel SI 152, á Siglufirði © mynd Bjarni G., 15. júlí 2010

23.07.2010 20:27

Skrúður SK 170


   5274. Skrúður SK 170, á Hofsósi fyrir um viku síðan © mynd Jón Sindri í júlí 2010

23.07.2010 19:58

Oddur á Nesi SI 76


            2799. Oddur á Nesi SI 76, á Siglufirði © mynd Bjarni G., 15. júlí 2010

23.07.2010 19:53

Arnar í Háholti SH 37 og Erna HF 25

Eigandi Arnars í Háholti hefur nú skráð bátinn í eigu fyrirtækis á Álftanesi og sýnist mér á myndinni sem hér birtist af honum að búið hafi verið að mála á hann HF númer en síðan sett yfir það.


   288. Arnar í Háholti SH 37, 1175. Erna HF 25 og fleiri bátar í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 23. júlí 2010, eins og sjá má, er málað yfir skráninguna HF eitthvað.

23.07.2010 19:48

Myndaveisla framundan

Ljóst er að ekki verður skortur á nýjum myndum þessa helgi frekar en að undanförnu. En í dag bárust alls um 40 myndir og að auki mikið magn af óskönnuðum myndum sem bíða eitthvað. Þessar 40 myndir eru teknar á Hofsósi, Siglufirði, Hafnarfirði, Njarðvík og Keflavík og eru sumar teknar í dag, en aðrar fyrir um viku og koma þrír ljósmyndarar þar að, en þeir eru auk mín, þeir Bjarni Guðmundsson og Jón Sindri Sigurðsson og þessar óskönnuðu eru úr safni Þorgríms Ómars Tavsen. Sendi ég þeim öllum kærar þakki fyrir, en þrátt fyrir þennan fjölda munu örugglega einhverjar aðrar myndir bætast í safnið um helgina.

23.07.2010 13:42

Hafdís SU 220

Núna rétt áðan var Hafdís SU 220, sjósett í Njarðvikurslipp. Tók ég við það tækifæri myndasyrpu upp á einar 90 myndir, er sýna bátinn allt frá því að vera við slippbryggjuna og er búið var að leggja honum að bryggju í Keflavíkurhöfn. Birti ég þó aðeins fimm myndir núna, þar af eina er hann sigldi út úr Njarðvik en hinar eru þegar hann kom til Keflavíkur, en endilega þurfti að skella á rigningaskúr á meðan sem skemmti aðeins skyggnið en ég vona að það komi ekki alvarlega að sök.


               2400. Hafdís SU 220, eftir hádegi í dag © myndir Emil Páll, 23. júli 2010

  Eins og sést á efstu myndinni, þurfu skipverjar endilega að sýna á sér rassinn, þ.e. múna er siglt var út úr Njarðvik, en nánari myndir af því síðar.

23.07.2010 10:46

Siggi Bessa SF 97

Þessi makrílveiðibátur kom inn til Njarðvikur í morgun, hvort það var vegna veðurs eða eitthvað annað veit ég ekki.


            2739. Siggi Bessa SF 97, í Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 23. júlí 2010

23.07.2010 08:59

Hvaðan er þetta og hvaða bátar eru þetta?

Þessar tvær myndir komu frá Jóni Sindra og er spurt hvort þið þekkið staðina sem myndirnar eru frá og/eða bátanna sem sjást á þeim?

Rétt svör eru í svari Þorgríms Ómars hér fyrir neðan, þ.e. á efri myndinni er 67. Hera ÞH 60 og þeirri neðri sem tekin er á Hofsós, er 1850. Hafsteinn SK 3

Rétt skal vera rétt: Ljósmyndarinn hefur haft samband og bent á að myndirnar séu allar teknar á Hofsósi fyrir rúmri viku sú fyrsta er af Eið ÓF þar sem þeir eru að taka trollið eða voðina og svo kom hann í land ca. hálftíma seinna þá tók ég hinar svo er sú síðasta af hrefnuveiðibátnum Hafsteini SK að koma inn. Hera hafði verið við bryggju er þetta gerðist.
                       Frá Norðurlandi. En hvaðan? Eins hvaða bátar eru á myndunum?
                                               © myndir Jón Sindri, 2010

Svör eru komin, og vísast í það sem stendur fyrir ofan myndirnar og í skoðun Þorgríms Ómars og Sindra ljósmyndara hér fyrir neðan

23.07.2010 00:00

Makrílvinnsla hjá G.Run í Grundarfirði

Í framhaldi af umfjöllun minni um makrílveiðar og vinnslu frá Grundarfirði sendi Aðalheiður mér fyrirspurn um það hvort ég vildi myndir frá vinnslunni hjá G.Run í Grundarfirði, sem hún hafði sjálf tekið. Að sjálfsögðu þáði ég það og voru myndirnar teknar í gærmorgun, þ.e. fimmtudagsmorgun, en þegar þetta kemur út er kominn nýr dagur.
Myndirnar voru teknar eftir að Helgi SH og Hringur SH lönduðu um 80 tonnum af makríl til vinnslunna
               Makrílvinnsla hjá G.Run í Grundarfirði © myndir Aðalheiður 22. júlí 2010