Færslur: 2010 Júlí

18.07.2010 20:08

Reynir GK í kvikmyndina um Helliseyjarslysið

Vélbáturinn Reynir GK 355, sem lagt var í fyrra í Grindavíkurhöfn kom fyrir helgi undir eigin vélarafli til Njarðvíkur, en nota á hann við kvikmyndatökur um Helliseyjarslysið við Vestmannaeyjar, þegar Guðlaugur Friðþjófsson bjargaðist einn og synti til lands og barðist yfir hraunið á leið til byggða, eins og frægt er orðið.
               733. Reynir GK 355, í höfn í Njarðvik © myndir Emil Páll, 18. júlí 2010

18.07.2010 19:53

Stafnes KE 130

Þó ég eigi margar myndir af Stafnesi, eru fáar þeirra af honum á siglingu, nema þá í einhverri fjarlægð. Greip ég því tækifærið núna á sjöunda tímanum er báturinn kom að landi í Njarðvík, í fyrstu ferðinni á vegum Hólmgríms Sigvaldasonar.
     964. Stafnes KE 130, kemur að landi í Njarðvík © myndir Emil Páll, 18. júlí 2010

18.07.2010 16:02

Lena ÍS 61 og Sæljós GK 2

Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í eikar- og furubátum, ef þeim er vel við haldið. Þessir tveir eru í þeim hópi og eru núverandi eigendum til sóma, þar sem báðir voru bátar þessir nokkuð hrörlegir áður en þeir voru teknir svona vel í gegn.


     1396. Lena ÍS 61 og 1315. Sæljós GK 2, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 18. júlí 2010

18.07.2010 15:00

James Cook

Skip þetta fór frá Reykjavík eftir hádegi í dag og tók ég mynd af skipinu í órafjarlægð eða frá Vatnsnesi í Keflavík og sést því varla nema rétt mótað fyrir skipinu. Birti ég því líka mynd af MarineTraffic sem sýnir skipið í návígi.


        James Cook með stefnu fyrir Garðskaga í dag © mynd Emil Páll, 18. júlí 2010


                  James Cook © mynd MarineTraffic, Robin Plumley, 1. júlí 2006

18.07.2010 14:01

Dröfn RE 35

Myndir af skipi þessu hafa birtst oft hér á síðunni, teknar á hinum ýmsu stöðum á landinu og hér koma tvær teknar af skipinu á Hornafirði.
                      1574. Dröfn RE 35, á Hornafirði © myndir Hilmar Bragason

18.07.2010 12:11

Hringur GK 18


                             1202. Hringur GK 18 © mynd Hilmar  Bragason

18.07.2010 10:32

Þinganes SF 25


                              566. Þinganes SF 25 © mynd Hilmar Bragason

18.07.2010 08:49

Beinhákarl kom inn með trollinu á Frera RE sl. fimmtudag - myndir

John Berry, vélstjóri á Frera RE, sendi mér  nokkrar myndir af beinhákarli sem þeir fengu í trollið s.l fimmtudag en þeir eru á veiðum úti fyrir Vestfjörðum. Það var lífsmark með honum, svo hann hefur væntanlega komið í trollið þegar það var híft.

Þess má geta að beinhákarl er ekki nýttur til átu, en hér áður fyrr var hann stundum nýttur í lýsi. Beinhákarlinn lifir á átu og svifi og svamlar því mikið í yfirborði sjávar.
 

    Hér sést þegar menn eru að bauka við að koma spotta á sporðin á honum svo hífa megi hann út í sjó.


                                           Verið að hífa pokann upp ofan af honum.
 

                                    Byrjað að draga hann aftur og út í skutrennu


                               Hér er hann komin lengra út og við það að falla aftur úr


        Nú sést í ugga á honum þar sem hann er komin í sjóinn aftur undan skipinu
                                        © myndir John Berry, 15. júlí 2010
 

18.07.2010 00:00

Svanur KE 6 í pusi

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók af Svani KE 6 er hann fór frá Keflavík inn í Voga, þar sem hann er yfirleitt geymdur.


                      6417. Svanur KE 6 © myndir Emil Páll, 17. júlí 2010

17.07.2010 23:24

Lifandi veðurlýsingar um Grindavíkurhöfn

Nú þegar er hægt að nálgast veðurupplýsingar um Grindavíkurhöfn eins og sjávarhæð, vindstyrk, flóðatöflur og ýmislegt fleira á vefnum grindavik.is. Höfnin er lífæð Grindavíkur og því mikilvægt fyrir útgerðir, áhafnir og aðra og hafa beinan aðgang að þessum upplýsingum. 

Fleira á eftir að bætast við í þetta upplýsingatorg Grindavíkurhafnar á næstunni eins ölduhæð og fleira.

Þess má geta að starfsmenn Grindavíkurhafnar eru þessa dagana að flytja höfuðstöðvar sínar í nýja vigtarhúsið við höfnina. Starfsemin flyst því fljótlega alfarið þangað. Formleg opnun á nýja vigtarhúsinu verður seinni partinn í ágúst

17.07.2010 22:52

Vísir SF 64


                                  1043. Vísir SF 64 © mynd Hilmar Bragason

17.07.2010 22:15

Hver er ÞORGRÍMUR ÓMAR TAVSEN?

Myndasmiðurinn Þorgrímur Ómar Tavsen sem hefur verið mjög duglegur að senda mér myndir að undanförnu hefur vakið mikla athygli fyrir þann gjörning. Myndir eins og syrpuna frá Hofsós,  af lúðuveiðum á Maron GK, og brunanum í Tónlistahúsinu Hörpu o.fl. Nú frá Grundarfirði og Rifshöfn sem birtust í gær, frá Hólmavík sem birtust í morgun og ýmsar Vestfjarðaperlur sem hann tók í dag á ferð sinni á ættarmót á Snæfjallaströnd þar sem hann er nú, hafa vakið mikla athygli. Þessar myndir frá honum er í þeim hópi, en mesta athyglin er þó sú, að allar þessar myndir, nema þær frá Hofsósi, eru ekki teknar á rándýra myndavél, heldur á gsm-símann hans og um leið og hann er búinn að láta símann taka mynd, sendir hann hana á netfangið mitt. Gæði myndanna er þó mjög gott og raunar það eina sem hann getur ekki gert en við hinir gerum sem höfum myndavélar er að draga myndaefnið að okkur, en hvað er það þegar gæðin eru svona góð.
Umræddur Þorgrímur Ómar, er ættaður frá Hofsósi, en býr núna í Njarðvik og er stýrimaður á Sægrími GK og eigandi  af einum af síðustu furu- og eikarbátunum sem smíðaðir voru í Bátalóni og er sennilega aðeins annar af tveimur óbreyttum Bátalónsbátum sem enn eru til og eru á skrá. Þetta er báturinn Skvetta SK.

Svo menn gætu séð hvernig þessi duglegi myndasmiður liti út, stal ég þessari mynd sem hann birti í dag á Facebook-síðu sinni og er tekin í dag við einhvern fossinn sem varð á leið hans á ættarmótið.


                 Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010

17.07.2010 21:37

Sigþór ÞH 100


                                185. Sigþór ÞH 100 © mynd Hilmar Bragason

17.07.2010 20:37

Frár VE 78


                               1595. Frár VE 78 © mynd Hilmar Bragason

17.07.2010 19:20

Sandeyri, Snæfjallaströnd

Þessar myndir ásamt myndunum í færslunni hér á undan tók Þorgrímur Ómar Tavsen nú síðdegis í dag.
    Sandeyri, Snæfjallaströnd, síðdegis í dag © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010