Færslur: 2013 Maí

31.05.2013 23:00

Um 50 ára gamlar myndir af skipverjum o.fl.

Nú breyti ég svolítið út af venjunni í tilefni sjómannadagsins og í kvöld og annað kvöld birtast myndir úr myndasafni Baldurs Konráðssonar, sem ýmist eru teknar af honum eða í hans eigu. Í kvöld eru þetta myndir teknar af og um borð í Eldey KE 37 og Brimi KE 104. Annað kvöld koma myndir af frá öðrum bátum, en allar eru þær teknar á sjöunda áratug síðustu aldar

Fyrst kemur sjómannakveðja og síðan koma myndirnar, en áður en umræddar myndir birtast koma myndir af viðkomandi fiskiskipum


 

                                                42. Eldey KE 37


                42. Eldey KE 37 © mynd í eigu Emils Páls, en tekin af velunnara síðunnar


                                       Baldur Konráðsson og Jón Eyfjörð


                     Pétur Sæmundsson, skipstjóri að setja nýjan pappír í astikið


                                                            Jón Eyfjörð


                               Sveinn Geir Kristjánsson og Þorleifur Gestsson


                       Guðmundur kokkur að tefla við Hafliða, man ekki hvers son


                                       Ólafur Finnsson, í heimsókn um borð


                       Guðmundur kokkur í rútu frá Vopnafirði til Dalvíkur á ball

                                 Sveinn og Baldur Konráðs að háfa síld

 
                                 Sveinn og Baldur Konráðs að háfa síld


                                       Jón Eyfjörð, Guðmundur kokkur o.fl.


           Eldgosið í Surtsey, einhvern tímann á árunum 1963 - 65 (Eldey sökk í okt. 1965)


           Eldgosið í Surtsey, einhvern tímann á árunum 1963 - okt. 1965 (Eldey sökk í okt. 1965)

                                               101. Brimir KE 101


                       101. Brimir KE 104, fyrir lengingu © mynd Snorri Snorrason


                 101. Brimir KE 104, dregin út frá stöðinni í Risör, í Noregi, þar sem hann var lengdur 1966


                Jón Sæmundsson, skipstjóri í brúarglugganum og Jón Hjalteyringur


                                                        Nótin dregin


                                                       Nótin dregin


                 
                    © myndir Baldur Konráðsson, eða í hans eigu. Annað kvöld koma myndir frá tveimur öðrum fiskiskipum o.fl.

31.05.2013 22:30

Jóna B. SH 188

 

            7371. Jóna B. SH 188 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013

31.05.2013 21:45

Berglind SH 574
               7305. Berglind  SH 574 í Ólafsvík © myndir Emil Páll, 29. maí 2013

31.05.2013 20:45

Hafrún SH 125

           

            7296. Hafrún SH 125 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013

31.05.2013 19:45

Heiðrún SH 199


             7038. Heiðrún SH 199 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013

31.05.2013 19:10

Bjórólfur Pálsson SH 225


 

               6918. Bjórólfur Pálsson SH 225 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013


31.05.2013 18:47

Neskaupstaður núna áðan: Skipin byrjuð að flagga, línubátar o.fl.

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Hér eru myndir sem ég tók áðan en skipin eru byrjuð að flagga nokkrir línubátar eru byrjaðir að róa héðan Bergur Vigfús er kominn á land og er eitthvað að stýrinu hjá þeim Sandvíkingur er í vélarskiptum á einni myndinn sjást Bjartur NK  Laxinn NK  og Von GK


                     2746. Bergur Vigfús GK 43 og 7303. Sandvíkingur NK 41


                      2746. Bergur Vigfús GK 43 og 7303. Sandvíkingur NK 41


                                               7303. Sandvíkingur NK 41


                      1278. Bjartur NK 121, 1841. Laxinn NK 71 og 2733. Von GK 113


                                  1841. Laxinn NK 71 og 2733. Von GK 113


                                                1976. Barði NK 120


                                         Polar Amaroq GR 18-49


              Polar Amaroq GR 18ö49, 1976. Barði NK 120 og 1278. Bjartur NK 121
                © myndir Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað í dag, 31. maí 2013

 

31.05.2013 18:16

Sjóstangaveiðimót Sjónes á Neskaupstað í dag

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Hér eru nokkrar myndir af Sjóstangveiðimóti Sjónes í dag


                                                 1841. Laxinn NK 71


                                                       1787. Eyja NK 4


                                                    1841. Laxinn NK 71


              1841. Laxinn NK 71, 1787. Eyja NK 4 og við endan er 1293. Birtingur NK 124
                                            6517. Olsen NK 77


              Sjóstangaveiðimót SJÓNES, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 31. maí 2013

31.05.2013 17:46

María SH 179


 

 

             6792. María SH 179 í Ólafsvík © myndir Emil Páll, 29. maí 2013

31.05.2013 16:45

Villi Björn SH 148, Sigrún EA 192 og Óli Njáll

 

          6753. Villi Björn SH 148, 7079. Sigrún EA 192 og Óli Njáll á Svalbarðseyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 29. maí 2013

31.05.2013 15:50

Portlandið selt innanbæjar í Eyjum

Ruv.is

 

Bærinn kaupir dragnótaskip

Höfnin í Vestmannaeyjum. Safnmynd: Sighvatur Jónsson.

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að neyta forkaupsréttar síns að dragnótaskipinu Portland VE-97, ásamt aflahlutdeild, veiðarfærum og öðru því sem skipinu fylgir. Þetta er gert til að tryggja að skipið verði áfram gert út frá Vestmannaeyjum.

Núverandi eigandi Portlands hafði samið um sölu skipsins en lögum samkvæmt eiga sveitarfélög forkaupsrétt, séu skip seld út fyrir sveitarfélagið.

"Í lögum um stjórn fiskveiða er sveitarfélögum áskilinn sá réttur að ganga inn í kaup á bátum og kvóta þegar þau eru seld úr byggðarlaginu. Það er til að tryggja það að aflaheimildir séu ekki að færast á milli þegar enn er jafn arðbært að gera út í viðkomandi sveitarfélagi," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. "Við höfum kannað áhuga útgerða í Vestmannaeyjum til að ganga inn í þessi kaup og finnum fyrir honum. Við hyggjumst með þessu tryggja að þessi verðmæti fari ekki úr sveitarfélaginu og að þetta fólk missi þá ekki störfin og tækifærin."

Eigandi Portlands samdi um sölu skipsins og gaf bænum síðan færi á að ganga inn í kaupin, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða. Í fyrra var útgerðarfélagið Bergur-Huginn selt úr bænum án þess að bænum gæfist færi á að nýta forkaupsrétt. Vestmannaeyjabær hefur höfðað mál gegn kaupanda og seljanda útgerðarinnar Bergs-Hugins. Seljandinn, Magnús Kristinsson, sagði á sínum tíma að forkaupsrétturinn næði aðeins til skipa en hvorki hlutabréfa né aflahlutdeilda. Raunin hefði verið sú að félagið sem ætti Berg-Hugin væri skráð í Reykjavík og því ætti Vestmannaeyjabær engan forkaupsrétt að skipinu. "Við teljum mikilvægt að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum, hver raunverulegur réttur sveitarfélaga er. Því ef við töpum því máli verður löggjafinn að standa frammi fyrir því að réttur sveitarfélaganna er enginn og tólfta greinin óvirk," segir Elliði.

 

Útgerðarsögu afkomenda Binna í Gröf lýkur

Portland VE-97. Mynd af Facebooksíðu útgerðarinnar.
 

Útgerðarsögu Binna í Gröf og afkomenda hans lýkur um mánaðamót þegar dragnótaskipið Portland verður selt.

Þeir eru vandfundnir sjómennirnir sem eru sögufrægari en Binni í Gröf; Benóný Friðriksson, sem varð landsfrægur aflakóngur á skipi sínu Gullborginni upp úr miðri síðustu öld. Synir hans tóku við útgerðinni að honum gengnum og hefur útgerðarsaga fjölskyldunnar staðið óslitið yfir síðan þá, allt þar til nú um mánaðamót. Þá selja afkomendur hans dragnótaskipið Portland sem Sigurður, sonur Binna, og fjölskylda hans keyptu þegar Gullborg var seld um aldamót.

Arndís Sigurðardóttir segir það dapurlegt að verða að selja útgerðina. „Það er aðallega út af takmörkuðum aflaheimildum. Það var ekki orðið hægt að gera þetta út nema þrjá mánuði á ári. Svo náttúrulega hafa aukist álögur alveg gífurlega og það var bara stefna stjórnvalda að koma þessum litlu út.“ Hún segir að hærra veiðigjald og fleiri ákvarðanir stjórnvalda hafi gert reksturinn enn erfiðari hjá fyrirtækinu þar sem fjölskyldan hafi unnið saman. „Jájá. Synir okkar, annar var skipstjóri og hinn vélstjóri. Kallinn, faðir þeirra, nýhættur.“

Arndís fagnar því að skipið verði áfram í Vestmannaeyjum. Leitað var til skipasala og gerði utanbæjarmaður tilboð í skipið. Vestmannaeyjabæ var boðið að ganga inn í kaupin, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða og ákvað bæjarráð að nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins að skipinu og öllu sem því fylgir. Bærinn selur það áfram til útgerðarmanna í Vestmannaeyjum

(leiðrétting frá epj. Sá sonur Binna sem var útgerðarmaður af Portlandinu heitir Benóný, en ekki Sigurður)

 

31.05.2013 15:45

Jón í Ártúni SH 395

         

            6717. Jón í Ártúni SH 395 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013

31.05.2013 14:30

Kraka EA 59

 

          6648. Kraka EA 59 á Akureyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, í maí 2013

31.05.2013 13:45

Klara BA 51

 

            6452. Klara BA 51 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013

31.05.2013 12:48

lsdögg SH 72


               6390. Ísdögg SH 72 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013