Færslur: 2010 Júlí

26.07.2010 16:53

Dagný SI 7

Hér hefjast nokkrar myndabirtingar af líkönum og myndum, auk báta sem verið er að byggja upp, allt í eigu Sjóminjasafns Siglufjarðar. Myndir þessar tók Bjarni Guðmundsson á ferðalagi sínu um Siglufjörð á dögunum. Fyrst tek ég fyrir Dagnýju SI 7


   32. Dagný SI 7, líkan í eigu Sjóminasafnsins Siglufirði © mynd Bjarni G., 14. júlí 2010

26.07.2010 16:50

Tæting Sólfara SU 16 hafin

Síðdegis í dag hófust Hringrásar menn við að tæta niður Sólfara SU 16 í Njarðvíkurslipp og tók ég þessar myndir þegar verkið var ný hafið.


   1156. Sólfari SU 16 á grafarbakkanum í Njarðvíkurslipp í dag © myndir Emil Páll, 26. júlí 2010

26.07.2010 15:25

Áttu að varðveitast, en brann í gær

Reykjanesbær hefur nú um nokkra ára skeið dregið lappirnar með að taka til varðveislu nokkra gamla báta og geymt þá á opnu svæði. En í gær fækkaði þeim um einn, samkvæmt þessari frétt sem birtist í morgun á vf.isFréttir | 26. júlí 2010 | 10:32:55
Bátur brann og annar sjóðhitnaði

Einn bátur brann og annar sjóðhitnaði og mátti ekki miklu muna að eldur blossaði upp í honum um miðjan dag í gær. Bátarnir stóðu á opnu svæði við Fitjabraut í Njarðvík.

Það var um miðjan dag í gær sem eldur blossaði upp í gömlum báti neðan við athafnasvæði Gámaþjónustunnar við Fitjabraut, um 100 metra frá bensínstöð ÓB í Njarðvík. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn örfáum mínútum eftir að eldurinn blossaði upp var báturinn alelda og annar bátur sem stóð við hlið hans var orðinn sjóðheitur og byrjað að rjúka úr honum.

Ætla má að eldur hafi verið borinn að bátnum en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Hilmars Braga, var eldurinn mikill þegar slökkvilið kom á staðinn.

26.07.2010 15:15

Ein stærsta ofursnekkja heims á leið til Reykjavíkur

Af visi.is:

Vísir, 26. júl. 2010 11:08

Octopus, ein stærsta ofursnekkja heims siglir til Reykjavíkur

Octopus, ein stærsta ofursnekkja heims siglir til Reykjavíkur

Glæsisnekkjan Octopus, eða Kolkrabbinn er lögð af stað áleiðis til Íslands og er væntanleg til Reykjavíkur á föstudag.

Octopus er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða.

Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. Eigandi skipsins er Poul Allen, annar stofnanda Micrsoft. Ekki liggur enn fyrir hvað leiðangursmenn ætla að skoða í háloftunum, á legi og í djúpinu, þegar hingað kemur.

26.07.2010 14:38

Ólöf HF 126
                7046. Ólöf HF 126, Hafnarfirði © myndir Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 14:35

Tóti VE 28


                     7472. Tóti VE 28, í Hafnarfirði © mynd Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 14:33

Frá Hafnarfirði


                             Frá Hafnarfirði © mynd Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 14:31

Hringur GK 18


                2728. Hringur GK 18, í Hafnarfirði © mynd Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 12:47

Odra og flutningaskip

Togarinn Odra er í eigu dótturfyrirtækis Samherja, en deili á flutningaskipinu veit ég engin.


        Odra og ókunnugt flutningaskip, í Hafnarfirði © mynd Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 12:44

Rússa togari

Ekki klár á því hvað þessi heitir, en hann er með nr. K 1676.


             Rússa togarar í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 12:41

Merike

Hélt að vísu að þessi hefði átt að fara í pottinn á þessu sumri, en sé ekkert fararsnið á honum.


                         Merike, í Hafnarfirði © mynd Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 12:38

Kiel NC 105


               Kiel NC 105, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 09:05

Tveir bátar sukku í Reykjavikurhöfn - en hvaða bátar?

Samkvæmt mbl.is:

Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn um helgina, annar í smábátahöfninni skammt frá tónlistarhúsinu, en hinn stutt frá Kaffivagninum. Þeim verður náð upp í dag. Að sögn hafnarvarðar eru þetta trébátar sem ekki hafa verið notaðir um talsverðan tíma. Þeir eru ekki með haffærisskírteini. Annar báturinn er um 60 tonn en hinn 25-30 tonn. Búið var að fjarlægja olíu úr bátunum og því ekki talið að nein mengun hafi orðið. Varnargirðing var þó sett í kringum bátinn sem sökk við Kaffivagninn til öryggis. Talið er að sjór hafi seytlað inn í bátana þar sem þeim hefur ekkert verið sinnt í langan tíma og þeir á endanum sokkið.

Í ljós er komið að þetta voru bátarnir 357, Ver RE 112 og 472. Gæskur RE 91.

26.07.2010 08:45

Helgi Nikk


                      Helgi Nikk, í Hafnarfirði © mynd Bjarni G., 19. júlí 2010

26.07.2010 08:42

Neisti HU 5


                1834. Neisti HU 5, á Hvammstanga © mynd Bjarni G., 21. júlí 2010