Færslur: 2012 Febrúar

01.03.2012 00:00

Fullt hús: Myndir af öllum 7 nöfnunum sem skipið hefur borið

Hér kemur enn einn tæplega hálfrar aldar gamall og sá er enn í fullri útgerð. Birti ég nú myndir af öllum nöfnunum sjö sem hann hefur borið.


             1019. Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 © mynd af síðu Þorgeirs Baldurssonar


                      1019. Freyja RE 38 © mynd Snorrason


                      1019. Sigurborg AK 375 © mynd Snorrason


     1019. Sigurborg AK 375, kemur nýkeypt til Keflavíkur © mynd Emil Páll 1986


                               1019. Sigurborg AK 375 © mynd Emil Páll, 1986


                              1019. Sigurborg AK 375 © mynd Emil Páll


                       1019. Sigurborg VE 121 © mynd Snorrason


                     1019. Sigurborg HU 100 © mynd Snorrason


                       1019. Sigurborg SH 12 © mynd Hilmar Snorrason, í júlí 2006


                     1019. Sigurborg SH 12 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson

Smíðanúmer 108 hjá Hommelsvik Mek Verksted A/S, Homelsvik, Noregi 1966. Yfirbyggður Bretlandi 1977.

Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994, en hætt við að nota hann.

Til að komast hjá forkaupsrétti Vestmannaeyjarbæjar, er skipið var selt á gamlársdag 1994, var kaupandinn, Vonin hf., fyrst skráð í Vestmannaeyjum, en flutti síðan lögheimili sitt nokkrum dögum síðar til Hvammstanga.

Nöfn: Sveinn Sveinbjörnsson NK 55, Freyja RE 38, Sigurborg AK 375, Sigurborg KE 375, Sigurborg VE 121, Sigurborg HU 100 og núverandi nafn: Sigurborg SH 12.

Af Facebook:
Guðni Ölversson Snilld þetta. Var á þessum sem Sveinn Sveinbjörnsson. Fínn bátur og fiskaði vel. Sé að með tímanum hafa þeir fjarlægt þriðja mastrið af prikinu. Það var fínt að hafa tvö afturmöstur í Norðirsjónum. Auðvelt að hengja hengirúmið á milli þeirra þegar maður sólaði sig á stímunum.

29.02.2012 23:00

Geirfugl GK 66


                                          2746. Geirfugl GK 66 © mynd Emil Páll

29.02.2012 22:22

Múlaberg SI 22, Keilir SI 145 og Mánaberg ÓF 42 á Siglufirði í dag

Hjalti Gunnarsson sem hefur oft verið í sambandi við mig vegna mynda af Þerney RE, þar sem hann er vélstjóri, er nú í fríi heima á Siglufirði og tók í dag þessar myndir á Siglufirði og sendi mér. Á  myndunum sjást togarar Ramma hf Múlaberg SI og Mánaberg ÓF og vertiíðarbáturinn Keilir SI en eigandi hans er að gera hann klárann til að halda suður á vertið. En hann hefur verið gerður út á vertíð frá Njarðvík undanfarin ár. - Sendi ég Hjalta kærar þakkir fyrir -


             1281. Múlaberg SI 22, 1420. Keilir SI 145 og 1270. Mánaberg ÓF 42


                                         1270. Mánaberg ÓF 42


                                           1281. Múlaberg SI 22


                                                   1420. Keilir SI 145


                                1420. Keilir SI 145 og 1281. Múlaberg SI 22
            © myndir Hjalti Gunnarsson, Siglufirði í dag, hlaupársdag, 29. febrúar 2012

29.02.2012 22:00

Kópnes ST 46 ex Geirfugl GK 66


           88. Kópnes ST 46 ex Geirfugl GK 66 © mynd Snorrason

29.02.2012 21:00

Geirfugl GK 66


                           88. Geirfugl GK 66 © mynd Snorrason

29.02.2012 20:00

Finnur Fríði á Fáskrúðsfirði


                 Finnur fríði FD 86, landaði í gær á Fáskrúðsfirði © mynd skipini.fo

29.02.2012 19:00

Herjólfur á Eskifirði


                               2164. Herjólfur, Eskifirði © mynd Bjarni G., 1992

29.02.2012 18:00

Guðbjörg RE 21


                               1201. Guðbjörg RE 21 © mynd Anna Kristjánsdóttir

29.02.2012 17:00

Togarasyrpa

Hér kemur togarasyrpa sem ég fékk frá Önnu Kristjánsdóttur fyrir nokkrum árum og endurbirti nú. Allar myndirnar eru  teknar af henni, nema sú fyrsta.


   223. Þorkell Máni RE 205 © mynd frá Önnu Kristjánsdóttur, ljósm.: homestead.com


                          1137. Barði NK 120 © mynd Anna Kristjánsdóttir


                      1346. Hólmanes SU 1 © mynd Anna Kristjánsdóttir


                         1360. Engey RE 1 © mynd Anna Kristjánsdóttir


                       1363. Guðbjörg ÍS 46 © mynd Anna Kristjánsdóttir


                   1462. Júlíus Havsteen ÞH 1 © mynd Anna Kristjánsdóttir


                      1476. Björgúlfur EA 312 © mynd Anna Kristjánsdóttir


                     1506. Heiðrún ÍS 4 © mynd Anna Kristjánsdóttir

29.02.2012 16:43

Vestmannaeyjarbær stofnar félag um smíði nýrrar ferju

visir.is;

Herjólfur er eina ferjan sem er í boði nú, og þykir ekki nógu góð að mati heimamanna.
Herjólfur er eina ferjan sem er í boði nú, og þykir ekki nógu góð að mati heimamanna.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í hádeginu að stofna félag um smíði og eignarhald á nýrri Vestmannaeyjaferju. Auk Vestmannaeyjabæjar verður ríkinu, öðrum sveitarfélögum á áhrifasvæði Landeyjahafnar, lífeyrissjóðum og áhugasömum fjárfestum boðin aðkoma að félaginu að því er fram kemur í tillögunni sem var samþykkt.

Með þessu vill bæjarstjórn Vestmannaeyja stuðla að því að ný ferja verði keypt svo hægt sé að nýta Landeyjarhöfn betur og um leið bæta samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Reikna má með því að kostnaðurinn við smíði og hönnun sé á bilinu 4 til 5 milljarðar og mun undirbúningur að stofnun félagsins hefjast nú strax í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum.

Gert er ráð fyrir því að forsenda félagsins sé leigusamningur við ríkið til amk. 10 ára, sem tryggir að hluthafar fái hlutafé sitt greitt til baka á rekstrartímanum auk lágmarksávöxtunar.

29.02.2012 15:19

Esso Aalborg


Skipið var smíðað í Danmörku 1959 fyrir Dansk Esso AS, 20502 brl að stærð og 34070 dwt með 13700 ha aðalvél. Var í siglingum víða um heim. Það var selt 1974 og rifið 1978.


                                             Esso Aalborg á siglingu


                                                Um borð


                  Verið að dæla úr því við bryggju © myndir Anna Kristjánsdóttir

29.02.2012 13:00

Freyja RE 38


                          1838. Freyja RE 38 © mynd Snorrason

29.02.2012 12:00

Hólmaborg SU 11


     1525. Hólmaborg SU 11 © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósm.: Hlynur Ársælsson

29.02.2012 11:00

Bakkafoss ( II )


                       1394. Bakkafoss ( II ) © mynd Anna Kristjánsdóttir

29.02.2012 09:19

Framkvæmdir við Þór á áætlun

Af vef Landhelgisgæslunnar:

thor_harstad

Samkvæmt upplýsingum frá Noregi eru framkvæmdir við varðskipið Þór á áætlun. Í vikunni verður lokið við að fjarlægja stjórnborðs aðalvél varðskipsins og verður skipið þá flutt í Bergen Group Shipyard þar sem hefst vinna við að koma fyrir nýrri aðalvél.

Eins og áður hefur komið fram gerir verkáætlun Rolls Royce ráð fyrir að skipið verði tilbúið til afhendingar að nýju eftir vélaskipti, prófanir og úttektir flokkunarfélags þann 2. apríl nk.  

thor_harstad

Hér sést Þór, hið glæsilega flaggskip Landhelgisgæslunnar við hlið systurskipsins Harstad, skips norsku strandgæslunnar

Thor_harstad_2