Færslur: 2011 Nóvember
29.11.2011 12:20
Hrafnreyður hálf fylltist af sjó
1324. Hrafnreyður KÓ 100, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 11. ágúst 2011
29.11.2011 09:30
Mars Chaser ex Árni Friðriksson
Mars Chanser ex 1055. Árni Friðriksson, í Las Palmas © mynd Angel Luis Godar Mareira, 3. júlí 2008
Mars Chaser ex 1055. Árni Friðriksson © mynd maltashipphotos. com 20. des. 2008
29.11.2011 00:00
Ótrúleg breyting á sama bátnum
6105. ex Von GK 22
Síðast þegar þessi bátur var gerður út bar hann nafnið Von GK 22, en stefnt er nú að því að hann fái annað nafn. Þetta var lítill bátur fyrir, en eins og sést á myndunum þá er nú um að ræða stóran bát, enda er talað um 12 - 15 tonna þilfarsbátur, sem hugsanlega yrði byggt yfir síðar. Af gamla bátnum er það aðeins önnur síðan og eitthvað í botninum sem notað var úr honum og sést það ef myndirnar eru vel skoðaðar, þ.e. hvar gulu stykkin eru. Hér birt ég af honum myndir frá 2009 og 2010 sem ég tók af honum og svo myndir eins og hann var í maí sl. og þar fyrir neðan glænýjar myndir

6105. Von GK 22, í Sandgerðishöfn 2009

6105. Von GK 22, í Njarðvík, 2010

6105. Von GK 22, uppi á landi í Njarðvik, 2010


Gulu stykkin eru úr gamla bátnum




Svona leit fyrrum Von GK 22 út 24. maí sl.
© myndir Emil Páll, 2009, 2010 og 24. maí 2011 og hér fyrir neðan eins og hann lítur út í dag
© myndir Emil Páll, 28. nóv. 2011
28.11.2011 23:00
Færeyskar skútur á Selvogsbanka
Giska á að þessi mynd sé a.m.k. aldargömul og sýnir færeyskan skútuhóp á Selvogsbanka.
Færeyskar skútur á Selvogsbanka © mynd vagaskip.dk
28.11.2011 22:40
Gæslan fær að leigja þyrlu
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til, að Landhelgisgæslan fái 200 milljóna króna framlag á næsta ári vegna tímabundinnar leigu á þyrlu.
Segir nefndin, að vegna reglubundins og meiri háttar viðhalds þyrlunnar TF-LÍF á næsta ári verði aðeins ein þyrla starfhæf til leitar og björgunarstarfa í allt að 16-22 vikur á næsta ári. Takmarkist björgunargeta það tímabil við sjóbjörgun innan 20 sjómílna frá ströndum landsins.
Á ríkisstjórnarfundi 28. október sl. hafi verið samþykkt að leita eftir tilboðum í leigu á
þyrlu á meðan TF-LÍF fer í svokallaða G-skoðun sem er allsherjarskoðun á öllum hlutum vélarinnar. Kostnaður við skoðunina sjálfa er áætlaður um 250-300 milljónir og verður uppsafnaður rekstrarafgangur Landhelgisgæslunnar, sem myndast hefur vegna sérverkefna erlendis, notaður til að fjármagna skoðunina.
28.11.2011 22:00
Muggur KE 57
6103. Muggur KE 57 © mynd Rannsóknarnefnd sjóslysa, Jóhann G. Jóhannsson, 2005
28.11.2011 21:00
Götunes FD 350 síðar Þórshamar GK 75
Götunes FD 350, síðar 1501. Þórhamar GK 75 © mynd FiskerForum.dk
á árunum 1974 - 1977
28.11.2011 20:00
Sæmundur GK 4: Nýtt nafn? nýir eigendur?
1264. Sæmundur GK 4, í Skipasmíðastöð Njarðvikur í dag
Báturinn á leið að bátaskýlinu í dag © myndir Emil Páll, 28. nóv. 2011
28.11.2011 19:00
Orri ÍS 180
923. Orri ÍS 180 ex Röstin GK 120, í Njarðvik í morgun © mynd Emil Páll, 28. nóv. 2011
28.11.2011 18:00
Fáséðar eins miklar breytingar á sama bátnum
- Sjá nánar á miðnætti © mynd Emil Páll, 28. nóv. 2011
28.11.2011 17:00
Júpiter ÞH í erfiðleikum á síldarmiðunum
Eins og sést á meðfylgjandi mynd af forsíðu Fiskifrétta horfði illa hjá Júpiter ÞH á síldarmiðunum í Breiðarfirði á dögunum. Mynd þessa tók Kristinn Benediktsson sem var um borð í Hákoni EA, en hann var að vinna efni sem koma mun síðar í Fiskifréttum. Að hans sögn og eins kom það fram í umræddum Fiskifréttum var atburðarrásin þessi:
Júpiter ÞH. var langt komið að dæla úr nótinni góðu síldarkasti á miðunum grunnt úti af Bjarnarhöfn í Breiðafirði er skyndilega drapst á aðalvél skipsins. Vilhelm Þorsteinsson EA var nýlagstur utan á Júpiter ÞH er atvikið átti sér stað til að fá síld er var afgangs og því var hægt að forða því að skipið ræki upp í klettana á Kiðey sem var skammt undan enda voru sundin þarna full af síld.
Til stóð að Hákon EA fengi restina af kastinu því Vilhelm EA gat ekki tekið nema 100-200 tonn í vinnsluna, en af því varð ekki að skipin fengju síld því pokinn á nótinni sprakk er reynt var að bakka með Júpiter ÞH frá klettunum enda líklega stærðar grjót í pokanum miðað við þyngslin.
Það var mat manna að brennsluolía hefði lekið saman við smurolíuna á vélinni og þynnt hana svo mikið að hún steindrap á sér. Vélstjórar Júpiters ÞH gátu skipt yfir á betri smurolíu og komist fyrir vandann í tíma og komst þá skipið áleiðis til Vestmannaeyja á eigin vélarafli með eitt þúsund tonn af síld í vinnslu en Vilhelm EA fór til Helguvíkur í löndun og fylgdist með Júpiter ÞH til að byrja með til öryggis ef allt myndi ekki ganga sem skyldi.
Forsíða Fiskifrétta í síðustu viku. Á myndinni sést er 2643. Júpiter ÞH 363, er nánast kominn upp í klettana við Kiðey og 2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, er alveg við hann © mynd Kristinn Benediktsson fyrir Fiskifréttir í nóv. 2011
28.11.2011 16:22
Addi afi og Dóri
Hér sést í fjóra af þeim bátum sem eru nú á útisvæði hjá Sólplasti í Sandgerði. Á vinstri hönd sést í 2704. Kidda Lár GK 501, þá er það bátur sem er unnin í íhlaupavinnu og hefur verið nefndur meðal manna sem Bjartsýni, 2106. Addi Afi GK 97 og 2622. Dóri GK 42, í morgun © mynd Emil Páll, 28. nóv. 2011
28.11.2011 14:05
Hákon og Vilhelm Þorsteinsson
2407. Hákon EA 148 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll, 28. nóv. 2011
28.11.2011 13:32
Auðunn og Orri
2043. Auðunn dregur 923. Orra ÍS 180 inn í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 28. nóv. 2011
28.11.2011 12:44
Dóri GK 42
Skrúfan er mikið skemmd
2622. Dóri GK 42, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði, í morgun © myndir Emil Páll, 28. nóv. 2011
