Færslur: 2011 Nóvember

19.11.2011 23:00

Hafsteinn VA 16 ex íslenskur og enskur


                     Hafsteinn ÍS 449, síðan Færeyskur © vagaskip.dk

Þessi var í upphafi enskur og bar þar 2 nöfn en 1924 var hann keyptur til Flateyrar og flakkaði síðan til Grundarfjarðar, Hafnarfjarðar, Grindavíkur, Keflavíkur og Reykjavíkur, Seldur til Færeyja 1945 og rifinn í Odense 25. okt. 1955,

19.11.2011 22:00

Meira en aldargamall, en hogginn upp á þessu ári

Í gegn um færeysku síðuna Skipini í Vági hefur mér tekist að hafa upp á nokkrum þeirra fjölmörgu skípum sem á síðustu öldu voru seld héðan til Færeyja. Fyrsta skipið var raunar byggt í Skotlandi 1885, keypt til Íslands 1897 þar sem það hét Skarphéðinn GK 11 og selt til Færeyja 1916 þar sem það hélt Skarphéðinsnafninu og hét síðan einnig Höganes. Þetta skip var síðan á þessu ári, þ.e. 2011 hoggið upp í skipasmiðjunni Skála í Færeyjum.

Mun ég birta fleiri myndir af skipum sem seld voru héðan til Færeyja og ég hef fundið í geng um þennan vef, en hér kemur Skarphéðinn


                            Skarphéðinn VA 1 ex GK 11 © mynd Vagaskip.dk

19.11.2011 21:00

Augnayndi frá Hólmavík

Myndir þær sem Jón Halldórsson er að bjóða okkur upp á, á vef sýnum holmavik.123.is eru með þeirri lang flottostu sem sjá má á síðum eins og þessum. Hér birti ég smá sýnishorn sem hann birt í dag, frá smábátahöfninni á Hólmavík.

                                                             © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

19.11.2011 20:00

Gott kast hjá Síldaskérinu


               Gott kast hjá Síldaskérinu © mynd af síðu Guðna Ölverssonar

19.11.2011 19:00

Ólav Tryggvason


                 Olav Tryggvason, frá Myne, í Noregi © mynd af síðu Guðna Ölverssonar

19.11.2011 18:00

Artus N-79-MO


                                     Artus N-79-MO © mynd Guðni Ölversson

19.11.2011 17:00

Þennan ætti að verðlauna

Útgerða þessa báts ætti að verðlauna fyrir hvað hann er vel bundinn. Í óveðri fyrir nokkru var hann nær slitnaður frá  og er haft hafði verið samband við úrgerðina, komu vaskir sveinar og bundu svona hressilega vel. Enda er umræddur bátur bundinn um einhvern tíma við bryggju. Hér er það útgerð Guðrúnar Guðleifsdóttur ÍS 25 sem er í Njarðvíkurhöfn, sem ætti að verðlauna.


                       Vel bundinn, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 19. nóv. 2011

19.11.2011 16:00

Stefnið upp úr

Á miðnætti í nótt segi ég frá því sem hér gerðist, þ.e. frétt um atburðinn og eins atvikaskrá Rannsóknarnefndar Sjóslysa og fjölmargar myndir af björgun bátsins.


       - Sjá nánar um miðnætti, þá birtast fjölmargar myndir af björgun bátsins
   auk fréttar um málið og atvikaskrá Rannsóknarnefndar sjóslysa -

19.11.2011 15:40

Sægrímur GK 525


     2101. Sægrímur GK 525, að koma inn til Njarðvikur núna áðan © myndir Emil Páll, 19. nóv. 2011

19.11.2011 12:30

Helga RE 49


                             2749. Helga RE 49, © mynd Jón Páll Ásgeirsson

19.11.2011 12:10

Skipstjóri gerir lítið úr hættu

ruv.is: í gær:

 

Skipstjóri flutningaskipsins Ölmu sem komið var til hjálpar í Hornarfjarðarósi fyrr í mánuðinum hélt því fram við sjópróf í gær að lítil sem engin hætta hefði skapast þegar skipið missti stýrið og rak að landi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði skipstjórinn að hann hefði vel geta beint skipinu frá landi og út á sjó hjálparlaust. Þessi afstaða skipstjórans kemur á óvart að sögn Jóns Ögmundssonar, lögmanns Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Afstaða skipstjórans hafi verið önnur rétt eftir björgunina.

Það voru hafnsögubátur frá Hornafirði og síðar Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, sem komu Ölmu til hjálpar. Krafa um björgunarlaun mun nema hundruðum milljóna króna og við mat á björgunarlaunum skiptir máli hversu mikil hætta skapaðist.

Fram kom við sjóprófin að Landhelgisgæslan telur að stöðug hætta hafi verið yfirvofandi allan tímann og að nauðsynlegt hafi verið að koma Ölmu í örugga höfn. Um 300 tonn af svartolíu voru í skipinu og því skapaðist líka hætta á umhverfisslysi.

19.11.2011 10:30

Týr í brælu á Flæmska

Af vef Landhelgisgæslunnar:

IMG_3022

IMG_3024
IMG_3026

IMG_3023
     Varðskipið Týr á Flæmska hattinum © myndir Þorgeir Baldursson

19.11.2011 00:00

þerney RE: 9. veiðiferð 2. hl.

Hér koma 12 myndir frá þeim á Þerney RE, þ.e. 2. hluti mynda úr 9. veiðiferð.


              50 ára afmæli yfirstýrimannsins Friðriks, fagnað með kræsingum í kaffinu


               Vigri RE, alltaf jafn glæsilegur, þó hann sé að detta á tvítugsaldurinn


                                                                Flottur


                              Aðaljaxlarnir Toni SI 2 og Örvar, með klárt BB megin


                                            Örfirisey RE, aðeins að lyfta trjónunni


                                        Mánaberg ÓF og Vigri RE


         Daði að glassera karfa, en hann þykir einn sá sneggsti í flotanum. Já hann er fljótari en skugginn


             Kristján tækjatröll, er með þeim kaldari þegar hann kemur upp úr frystilestinni


                                               SI 2 er alveg ótrúlegur pakkari


                         Örvar, Bjarki og Ásberg, bíða eftir að fá fisk í snyrtingu


                    Guðríður messi, er dugleg að koma í vinnsluna og hjálpa til


                Júlíus Geirmundsson ÍS, eða Júllinn eins og hann er oftast kallaður

                  © myndir og myndtexti, skipverjar á 2203. Þerney RE 101, í nóv. 2011

18.11.2011 23:30

Reina fór fulllestað með aðstoð Hafdísar NK 50

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Reina fór í dag fulllestuð með aðstoð snurvoðabátsins Hafdísar NK 50. Kv Bjarni G


     Reina fór í dag fulllestuð frá Neskaupstað,  með aðstoð snurvoðabátsins Hafdísar NK 50
 © myndir og texti Bjarni Guðmundsson, 18. nóv. 2011

18.11.2011 23:00

Snekkja
                Fyrir einhverjum árum © myndir Bragi Snær