Færslur: 2011 Nóvember

02.11.2011 21:30

Jólahlaðborð Cafe Sumarlinu

                             

                   Jólahlaðborð Cafe Sumarlinu     

á Hótel Bjargi 26 November

Forréttir

Villibráðapate með sultuðum rauðlauk.

Ceviche

Grafin lax með dillsósu

Reyktur lax með piparrótarsósu

Grafnin gæsabringa.

Síldar salöt

Hangikjöt með uppstúf

Súpa.

Aðalréttir

Puru steik

Lambalæri

Kalkúnabringa

Kartöflur

Salöt og sósa

Meðlæti.

Eftirréttir

Ris a´la mandl

Marensterta

Frönsk súkkulaði kaka

Ís

Sósur.

02.11.2011 21:00

Bakkafoss


                                             22. Bakkafoss © mynd Lúðvík Karl

02.11.2011 20:30

Björgvin EA og Bjartur NK lönduðu í dag á Neskaupstað

Tveir togarar lönduðu í dag, í NESKAUPSTAÐ, Björgvin EA og Bjartur NK og var öllum afla Björgvins EA og þorskafla Bjarts NK ekið norður í Eyjafjörð í Frystihús Samherja. Einnig sést í Börk NK.


                   1937. Björgvin EA 311, 1278. Bjartur NK 121 og 1293. Börkur NK 122


                           1937. Björgvin EA 311 og 1278. Bjartur NK 121

                Neskaupstaður i dag © myndir og texti, Bjarni G., 2. nóv. 2011

02.11.2011 20:00

Margrét HU 22

Þennan bát rakst Þorgrímur Ómar Tavsen á er hann var að taka myndasyrpu þá sem birtist hér á miðnætti og var tekin í dag á Hvammstanga. Við þennan bát er nokkuð sérstakt fyrir Þorgrím Ómar, því hann gat ekki séð betur en að hann sé einn þeirra sem afi hans Þorgrímur Hermannsson smíðaði á sínum tíma.


          5334. Margrét HU 22, á Hvammstanga í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 2. nóv. 2011

02.11.2011 19:15

2 x Lagarfoss og Tröllafoss

Hér koma fleiri myndir frá Lúðvík Karli og sendi ég honum kærar þakkir fyrir þessar og þær sem komu síðast einnig, með von um fleiri.

Myndirnar af þessum þremur eru það litlar að þær komast í einu skjali og því birti ég þær saman í þessari færslu.

            
       139. Lagarfoss                        213. Tröllafoss                       1659, Lagarfoss

                                                   © myndir Lúðvík Karl

02.11.2011 18:45

Mostank - síðar Hamrafell

Hér sjáum við fyrsta nafnið sem skip það sem varð stærsta skip íslendinga, bar, þá fékk það nafnið Lajas, þá 81. Hamrafell og síðasta nafnið var Desh Alok


                          Mostank, síðar 81. Hamrafell © mynd frá Lúðvík Karli

02.11.2011 16:00

Salka GK verður trúlega rifin

Salka GK 79, sem sökk í Sandgerðishöfn á dögunum og var bjargað upp og dreginn til Njarðvikur þar sem báturinn stendur nú uppi í Skipasmíðastöð Njarðvikur, verður að öllum líkindum rifinn. Samið hefur verið við Köfunarþjónustu Sigurðar, um að bjarga verðmætum úr bátnum. Ef einhver eða einhverjir hafi áhuga fyrir að komast yfir eitthvað af þeim verðmætum er þeim bent á að hafa samband við Sigurð. Símanúmer hans má bæði lesa á auglýsingu frá honum hér til hliðar á síðunni, svo og á bílnum, en númerið sést vel á myndinni sem fylgir hér með.


     1438. Salka GK 79 og bifreið Köfunarþjónustu Sigurðar, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 28. okt. 2011

02.11.2011 15:17

Torgersen N-8-BR


                Torgersen N-8-BR © mynd skipspotting, frode adolfsen, 1. okt. 2003

02.11.2011 13:15

Senior N-200-B


       Senior B-200-B, nálægt Örnes í Noregi © mynd shipspotting, Ulf Kornfeld, 4. sept. 2011

02.11.2011 12:15

Valþór NS 123


             1081. Valþór NS 123, í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 2. nóv. 2011

02.11.2011 10:10

Flatningsmenn á íshússbryggjunni á Fáskrúðsfirði


                     © gömul mynd frá Óðni Magnasyni, úr dagatali Fáskrúðsfirðingafélagsins

02.11.2011 09:00

Í káetunni á Ránni


              © gömul mynd frá Óðni Magnasyni, af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagsins

02.11.2011 08:30

Áhöfnin af Hvanney SU 442 heiðruð


         © mynd frá Óðni Magnasyni, gömul mynd af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagsins

02.11.2011 08:16

Fáir á sjó í brælunni

mbl.is. í morgun:

Minni skip eru flest í landi vegna brælunnar. stækka Minni skip eru flest í landi vegna brælunnar.

Bræla er á miðunum í kringum landið og fá skip á sjó. Innan við hundrað skip og heldur færri en í gær, að sögn Vaktstöðvar siglinga.

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun og segir að búist sé við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðausturmiðum, Austurmiðum, Suðausturmiðum, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi í dag.

02.11.2011 00:00

Minnie - Rán - Von

Hér koma myndir af þremur gömlum Fáskrúðsfjarðarbátum, myndir sem komu frá Óðni Magnasyni, en eru af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagsins.
Undir myndunum birti ég sögu bátanna, enda eru upplýsingarnar undir myndunum ansi snuppóttar.


                                             Minnie SU 576
Smíðaður í Holbæk, Danmörku 1917,

Árið 1920 var hann í vöruflutningum fyrir HB & co í Sandgerði og 14. nóv. það ár strandaði hann á boða fyrir utan Sandgerði, er hann var á leið þangað með saltfarm. Lá báturinn á strandstað í tvo daga, en þá náði björgunarskipið Geir honum á flot.

Nöfn: Úlfur RE 197, Minnie EA 523, Minnie SU 576, Minnie EA 758 og Sæunn GK 137.

Talinn ónýtur og rifinn 1956.


                                                  727. Rán SU 58

Smíðaður í Faaborg, Danmörku 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Kom til heimahafnar á Hornafirði 6. apríl 1956.

Bar gervinafnið Baldvinsson EA 410, þar til úrelding var gengin í garð.

Nöfn: Akurey SF 52, Rán SU 58, Gissur ÁR 75, Gissur ÁR 6, Hraunsvík GK 68 og Baldvinsson EA 410.

Úrelding í apríl 1989. Báturinn var bútaður í tvent hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og bútarnir geymdir þar, þar til þeir voru brenndir. Fremri hlutinn á áramótabrennu í Innri-Njarðvík 31. des. 1990 og aftari hlutinn á sama stað og tilefni 31. des. 1992


                                              906. Von SU 386

Smíaður í Kaupmannahöfn, Danmörku 1907. Hækkaður og endurbættur á Eskifirði 1920, Endurbyggður Eskifirði 1933, 1934 og í þriðja sinn á Eskifirði 1943. Lengdur 1943.

Nöfn: Sleipnir SU ??, Austri SU 386, Von SU 386 og  Von GK 280,

Talinn ónýtur 4. apríl 1966


            © gamlar myndir frá Óðni Magnasyni, af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagsins