Færslur: 2011 Nóvember

30.11.2011 10:03

100 tonna rækjubátur til Hólmavíkur

Hef heyrt að verið sé að kaupa 100 tonna bát til Hólmavíkur, sem verður gerður út á rækjuveiðar. Nánar um það síðar.

30.11.2011 07:45

Ráðherra athugar með skaðabætur til sjómanna

dv.is:

,,Ég hef ritað ríkislögmanni og leitað álits hans"
18:51 > 29. nóvember 2011

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra upplýsti á Beinni línu DV að hann hefði margoft tekip upp mál þeirra sjómanna sem hafa verið dæmdir vegna kvótalagabrota og að hann hafi bent á að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sé ekki virt.

Ögmundur var spurður: "Nú ert þú mannréttindaráðherra, af hverju sér þú ekki til þess að álit mannréttinganefndar Sameinuðu þjóðanna um brot á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé virt?" og svaraði sjálfur Ég hef ritað ríkislögmanni og leitað álits hans á því hvort mér sé stætt á því að koma til móts við sjómenn sem dæmdir hafa verið vegna kvótalaga. Á hinu hef ég margoft vakið máls í ríkisstjórn.

Örn Snævar Sveinsson og Erlingur Sveinn Haraldsson eru sjómenn sem hafa fengið álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að íslenska ríkið hafi brotið á þeim með því að veiða án kvóta. Í samtali við DV sagði Örn Snævar að hann fagnaði því að Ögmundur væri byrjaður að huga að þessum málum. Örn og Erlendur sendu honum bréf í júlí á þessu ári þar sem þeir kröfðust þess að ríkið bregðist við álitinu, en í því felst að ríkið viðurkenni að það sé skaðabótaskylt gagnvart tvímenningunum og að það verði að leggja fiskveiðikerfið af eins og það er í dag.

"Á meðan það eru mannréttindaníðingar í ríkisstjórn, þá þarf ekki að sinna neinu það er nefnilega málið," segir Örn. "Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég hef hingað til ekki séð neitt um það að hann hafi gert neinn skapaðan hlut. Ég er auðvitað ánægður með það ef hann hefur gert það, en ef aðrir í ríkisstjórninni eru því mótfallnir finnst mér það slæmt. En auðvitað fagna ég því að Ögmundur sé að gera eitthvað í þessum málum," segir Örn sem er mjög ósáttur við það að ríkisstjórnin hafi þetta álit mannréttindanefndar að engu.
"Stjórnvöld geta ekki bara hundsað svona álit og haft það að engu. Það hefur verið gert alveg frá fyrstu tíð, byrjaði meðan að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í ríkisstjórn. Þeir töldu sig ekki þurfa að svara því á neinn einasta hátt. Sama hefur verið með þessa ríkisstjórn, nema að Ögmundur sé að byrja að vinna að þessu núna," segir Örn.

Aðspurður hvort hann óttist að þetta sé fölsk von segir hann "Það er eins og maður segir, það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Málið er , held ég, að stjórnvöld vilja ekkert með málið gera og vilja helst ekkert af okkur vita og helst að við látum aldrei í okkur heyra," segir hann að lokum.


30.11.2011 00:00

Dagur SI 66 / Sandvík KE 25 / Sandvík GK 325 / Kolbrún ÍS 74 (á hafsbotni)

Flak bátsins fannst 11 árum eftir að hann sökk, og er nú mikið notað sem æfingastaður fyrir kafara.


      1073. Dagur SI 66 © mynd Bjarni Guðmundsson, 14. júlí 2010 af mynd í eigu Síldarminjasafnsins á Siglufirði


                        1073. Sandvík KE 25 © mynd snorrason


                        1073. Sandvík GK 325, í Sandgerði © mynd Emil Páll


     1073. Sandvík GK 325, á rækjuveiðum © mynd í eigu Bóksafns Grindavíkur, ljósm.: Kristinn Benediktsson


       1073. Sandvík GK 325, í Sandgerðishöfn, í raun sama mynd og er hér aðeins ofar © mynd Emil Páll


           1073. Sandvík GK 325 © mynd aba.is   Eins og sést
á myndinni er þessi mynd tekin úr Ísl. skip og báturinn
talinn vera Dagur ÞH 66, en þetta eru tölvert síðar sem
myndin er tekin.


      Flak 1073. Kolbrúnar ÍS 74, er kafarar fundu það í Ísafjarðardjúpi, 5. júlí 2007 © mynd Gunnar A. Birgisson, kafari

Smíðanúmer 101 hjá Skipasmíðastöð KEA, Akureyri 1968.

Strandaði á skeri við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi 11. apríl 1995. Við björgunaraðgerð degi síðar, valt báturinn af skerinu og sökk. Flak bátsins fannst í byrjun júlí 2007, 11 árum eftir að hann sökk

Nöfn: Dagur ÞH 66, Dagur SI 66, Dagur ÓF 8, Sandvík KE 25, Sandvík GK 325 og Kolbrún ÍS 74.

29.11.2011 23:30

Norðurljósin séð í gegn um nætursjónauka

Vefur Landhelgisgæslunnar:

Þriðjudagur 29. nóvember 2011

Þegar skyggja tekur á haustin taka við hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar reglulegar  kvöld- og næturæfingar með og án nætursjónauka.  Þessar æfingar eru hluti af reglubundinni þjálfun hjá flugdeildinni og eru mjög mikilvægur undirbúningur fyrir veturinn og skammdegið.

Nætursjónaukar hafa þann eiginleika að magna margfalt upp alla birtu. Þegar horft er í gegn um þá í myrkri er það svipað og sjá í dagsbirtu. Sjá má minnstu ljóstýru langar leiðir. Þetta gerir þyrluáhöfnum kleift að fljúga við aðstæður sem annars væru óhugsandi. Þetta þarf að hafa í huga við björgunaraðgerðir þegar þyrlan kemur á vettvang í myrkri. Þá þarf að lágmarka alla birtu á staðnum til að hægt sé fyrir þyrluáhöfnina að athafna sig með nætursjónaukum.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA eru báðar eru með nætursjónaukabúnað sem hefur gerbreytt starfsumhverfi og möguleikum þyrluáhafna til að sinna starfi sínu að nóttu til. Að nota nætursjónauka er vissulega mjög ólíkt því að vinna i dagsbirtu. Sjónsvið við notkun þeirra er aðeins 40 gráður sem líkja má við það að horfa í gegnum klósettrúllu.  Einnig nýtast nætursjónaukar ekki við aðstæður þar sem ekki er tunglsljós og alskýjað,  þar sem þá er ekkert ljós til að magna upp. Einnig hefur græni liturinn þau áhrif að dýptarskyn minnkar. Er því mjög mikilvægt að vera í góðri þjálfun við notkun þeirra.

Naetursjonaukar_28112011266

Þessi glæsilega mynd af Norðurljósunum var tekin af áhöfn TF-LIF, í gegnum nætursjónauka, þegar þyrlan var í þriggja kílómetra hæð yfir norðurenda Langjökuls um kl. 23:30 þann 28. nóvember.

29.11.2011 23:00

SD 31


                    SD 31, í Cuxhaven © mynd shipspotting, Ulmmomo, 12. okt. 2011

29.11.2011 22:00

Porgy, í dag 29. nóv. 2011


                      Porgy, í London © mynd shipspotting, Doug Shaw, 29. nóv. 2011

29.11.2011 21:00

Allir þrír sukku

Nokkuð sérstað tilviljun að þrír fremstu bátarnir á myndinni hafa allir sokkið. Einn þeirra fórst ásamt áhöfn, annar sökk í höfn og var náð upp aftur en hinn þriðji valt af skeri þar sem hann hafði strandað og sökk.

Undir myndinni verður nánar sagt frá afdrifum þeirra hvers fyrir sig, en saga þess sem kemur fram fremst á myndinni verður sögðu hér í máli og myndum á miðnætti.


    Næst okkur er 1073. Sandvík GK 325, sem strandaði er báturinn hét Kolbrún ÍS 74 og valt af skerinu og sökk. Saga hans verður sögðu hér á miðnætti.
Innan við hann er 709. Sveinn Guðmundsson GK 315. sem fórst 10. sept. 1992 á Eldeyjarbanka, 12 sm. NV af Eldey ásamt þremur mönnum.
Sá sem er fyrir innan hann er þarna 1438. Arnar KE 260 og sem Salka GK 79, sökk hann á dögunum í Sandgerði en var eins og kunnugt er náð upp og framundar er hjá honum nýtt hlutverk © mynd Emil Páll, í Sandgerðishöfn

29.11.2011 20:00

Noordhoek Pathfinder


  Nooeshoek Pathfinder - Offshore - í Ljmuiden, Hollandi í dag © mynd Marcel & ruud coster, 29. nóv. 2011

29.11.2011 19:00

Jólasveinarnir á Kristínu GK

Þessi mynd var tekin að mig minni í fyrra er Kristín var að koma inn í jólafrí. Nú er hún hinsvegar notuð í auglýsingu þar sem grindvíkingar kvetja bæjarbúa til að versla heima, en þar eru að hefjast einhverjir sérstakir jóladagar með ýmsum uppákomum.


                       Jólasveinarnir á Kristínu ÞH 157 © mynd grindavík.is

29.11.2011 18:00

Hrein snilld - hehehehe

feykir.is | Skagafjörður | 28.11.11 | 13:44

Vilja banna upprekstur búfjár á afrétt Skagfirðinga

batur_dragnot

Á aðalfundi Samtaka dragnótamanna sem haldinn var á Fosshótel Lind 26. nóvember sl. var samþykkt athyglisverð ályktun þar sem skorað var á umhverfisráðherra að skoða kosti þess að banna upprekstur búfjár á afrétt Skagfirðinga næstu 5 árin og nýta tímann til þess að kanna jákvæð áhrif þess á viðkvæman fjallagróður.

 

Í greinargerð sem fylgdi ályktuninni segir: "Á afrétt Skagfirðinga er rekið fé en einnig mikill fjöldi hrossa á vorin, í meira mæli en þekkist á öðrum afréttum, sem bæði sparka upp og naga viðkvæman fjallagróðurinn. Sveitarstjórn og íbúar í Skagafirði, þar á meðal nokkrir bændur hafa gefið sig út fyrir að vera miklir umhverfissinnar þegar kemur að gróðurlausum botni Skagafjarðar og skrifað undir samþykktir og ályktanir í þá veru svo ekki sé talað um afstöðu sjálfs landbúnaðarráðherrans. Þarna gæti verið um mjög spennandi og um leið jákvætt verkefni að ræða sem ætti að vera auðvelt að framkvæma í samvinnu við heimamenn, þar sem flestir hlutaðeigandi hafa ríka umhverfisvitund."

Að sögn Friðriks G. Halldórssonar hjá Samtökum dragnótamanna er verið að svara fyrir það að undirskriftalistar gegn dragnótaveiðum á Skagafirði voru látnir ganga um Skagafjörð fyrir nokkrum árum sem hafði þau áhrif að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra beitti sér fyrir því að þær eru bannaðar í dag fyrir botni fjarðarins. Segir Friðrik að rannsóknir bendi til þess að þessi veiðiaðferð sé ekki eins slæm fyrir umhverfið eins og haldið sé á lofti af þeim sem vilja banna slíkar veiðar. Telur Friðrik að Skagfirðingum sé illa við það að aðkomubátar komi inn á fjörðinn til að veiða en enginn dragnótabátur er gerður út í Skagafirði.


29.11.2011 17:00

Reiðaríið hjá Lafayette stóran umsetning

skipini.fo:


Umsetningurin hjá China Fishery Group vaks góð 27 prosent í mun til árið frammanundan.

Sambært IntraFish vaks umsetningurin hjá reiðarínum China Fishery Group, sum er reiðaríið hjá verksmiðjuskipinum Lafayette, við 27,2 prosentum í 2011. Roknskaparárið hjá China Fishery Group gongur til 28. september.
Reiðaríið hjá Lafayette, sum í summar varð brúkt sum móðirskip í makrelfiskiskapinum, hevði ein umsetning á 685,5 milliónir dollarar. Vøksturin kemur millum annað frá verksmiðjuflotanum, sigur reiðaríið.
- Vit eru eisini nøgd við framgongdina hjá okkara verksmiðjuflota, og vit vilja halda fram við at finna nýggjar, burðardyggar fiskileiðari við ríkum tilfeingi, sum okkara verksmiðjuskip kunnu brúka, sigur stjórin í China Fishery Group, Joo Siang Ng við IntraFish.

Kelda: Kringvarp.fo

29.11.2011 16:20

Vilja nýja 4 milljarða Vestmannaeyjaferju

dv.is:

Tíu þingmenn leggja fram þingsályktunartillögu um smíði nýrrar ferju sem sigla á milli lands og Eyja og leysa af Herjólf sem hentar ekki.

Tíu þingmenn leggja fram þingsályktunartillögu um smíði nýrrar ferju sem sigla á milli lands og Eyja og leysa af Herjólf sem hentar ekki.

Tíu þingmenn með Árna Johnsen í broddi fylkingar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að ríkisstjórnin hefji nú þegar undirbúning að alútboði um smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sem verði tilbúin til siglinga milli Landeyjahafnar og Eyja árið 2013.

Samkvæmt tillögunni verður þess krafist að tilboðsgjafi sjái um hönnun skipsins samkvæmt útboðskröfum sem kveði meðal annars á um að skipið hafi að minnsta kosti 15 mílna ganghraða, flutningsgetu fyrir 475 farþega og 80 bíla auk vöruflutninga. Þá megi djúprista hinnar nýju ferju ekki vera meiri en 3,1 metri, Hún skal vera 70 metrar á lengd og siglingageta í Landeyjahöfn óháð vindi í að minnsta kosti 3,5 metra ölduhæð.

Flutningsmenn tillögunnar eru Árni Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson, Róbert Marshall, Ragnheiður E. Árnadóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Margrét Tryggvadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Eygló Harðardóttir og Atli Gíslason. Þingmenn segja ljóst að Herjólfur henti ekki Landeyjahöfn og brýnt sé að fá nýja ferju.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir að áætlaður kostnaður við smíði ferjunnar sé um fjórir milljarðar króna. Að auki þurfi að gera ráð fyrir kostnaði við breytingar á hafnaraðstöðu í Vestmannaeyjum, Landeyjahöfn og Þorlákshöfn vegna draumaferjunnar.

"Finna þarf hagkvæmar leiðir til að fjármagna og byggja nýja ferju og tryggja rekstur hennar og leysa þannig samgöngumál milli lands og Eyja á farsælan hátt til langs tíma. Vitað er til þess að einkaaðilar hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni sem gengur út á að tryggja og bæta samgöngur á milli lands og Eyja," segir að lokum í greinargerð tillögunnar.

Allt um tillöguna hér á vef Alþingis


29.11.2011 13:20

Baldur í síðustu sjóferðinniSíðasta sjóferðin. Dragnótabáturinn Baldur kemur úr síðustu sjóferðinni í mars 2003, en fyrir honum lá að gerast safngripur eftir 40 ára farsæla útgerðarsögu. © mynd Ljósmyndavefur Víkurfrétta,  Birt í 11. tbl. 2003.

29.11.2011 12:45

Salka GK: Búið að handsala kaupsamningi

Búið er að handsala kaupsamningi Norðursiglingar á Húsavík á Sölku GK, en enn hefur ekki verið gengið frá því hvort báturinn verði fluttur norður og þá hvernig, eða hvot gert verði við hann hér fyrir sunnan.

Vel gengur að hirða allt úr bátnum, en hann verður afhentur berstípaður eins og það er kallað, nema hvað húsið fylgir með.


            1438. Salka GK 79, sköllótt í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 7. nóv. 2011

29.11.2011 12:30

Sæfugl ST 81

           2307. Sæfugl ST 81, á Hólmavík © mynd Árni Þ. Baldurs í Odda,  7. - 9. nóv. 2011