Færslur: 2011 Nóvember

18.11.2011 22:15

Oddur V. Gíslason


        2743. Oddur V. Gíslason © mynd Bragi Snær, 19. maí 2010

18.11.2011 21:50

Laumufarþegar í togara er tengist Vísi hf. Grindavík

mbl.is:

Þrír laumufarþegar hafa fundist um borð í kanadískum togara sem siglir nú áleiðis til Nýfundnalands frá Íslandi.

Fram kemur í kanadískum fjölmiðlum að tveir karlar og ein kona hafi gerst laumufarþegar um borð í skipinu Newfoundland Lynx. Kanadísk yfirvöld segja að tekið verði á móti fólkinu þegar skipið kemur til hafnar.

Talskona kanadíska landamæraeftirlitsins segir að fjallað verði um mál laumufarþeganna samkvæmt kanadískum lögum. 

Samkvæmt heimildum mbl.is var skipið að koma úr slipp á Akureyri. Það hafði viðkomu í Reykjavik 8. nóvember sl. á leið sinni á veiðar milli Grænlands og Kanada.

Þessi heimild mbl.is er röng, þar sem skipið var í viðgerð í nokkrar vikur í slippnum í Reykjavík og lá þar síðan við bryggju meðan klárað var að gera það sem gera þurfti við.  Hér birti ég t.d. mynd sem tekin var af skipinu við bryggju í Reykjavík 4. okt. og get líka sýnt myndir af skipinu er það var í slippnum í Reykjavík

Togari þessi er i eigu dótturfyrirtækis Vísis hf. í Grindavík og var málaður hér í Vísislitunum.


    Newfoundland Lynx, í Reykjavík © mynd af Trawler History frá 4. okt. 2011

18.11.2011 21:30

Annríki á Faxagarði vegna varðskipanna

Af vef Landhelgisgæslunnar:

IMG_5658

Föstudagur 18. nóvember 2011

Varðskipið Týr kom til Reykjavíkur í dag eftir að hafa verið í leiguverkefnum fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins, CFCA síðastliðna sex mánuði. Varðskipið Ægir er nýkomið heim eftir að hafa verið í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins og varðskipið Þór undirbýr nú brottför frá Reykjavík þar sem skipið heldur til eftirlits- og löggæslu á Íslandsmiðum. Einnig mun varðskipið heimsækja hafnir á landsbyggðinni þar sem það verður opið til sýnis. Hafa nú um 14.500 manns skoðað varðskipið Þór frá því að það kom til Íslands 26. október síðastliðinn.

Áætlað er að varðskipið Týr fari í slipp fljótlega eftir heimkomuna en skipið hefur sl. sex mánuði verið í fiskveiðieftirliti á Miðjarðarhafi, í Síldarsmugunni og á Flæmska hattinum ( Nýfundnalandi). Varðskipið Ægir var, eins og komið hefur fram, í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins þar sem varðskipið tók þátt í fjöldamörgum björgunaraðgerðum þar sem samtals 495 flóttamönnum var bjargað um borð og fluttir til hafnar með Ægi eða öðrum björgunarskipum á svæðinu, þar af voru 272 í alvarlegum lífsháska.

18112011_TYRahofn

Mynd af áhöfn Týs við komuna til Reykjavíkur . Mynd Jón Páll Ásgeirsson

18.11.2011 21:00

Guðrún GK 6


                               1794. Guðrún GK 6 © mynd Bragi Snær, 2010

18.11.2011 20:00

Vélin tekin úr Sölku GK

Hér sjáum við þegar vélin úr Sölku GK var hífð upp úr bátnum í Njarðvikurslipp. Það voru starfsmenn Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. kranabifreið frá Jóni & Margeiri sem sáu um verkið. En eins og sagt var fyrr í dag, er nánast orðið öruggt að báturinn fari til Húsavíkur og endi þar sem hvalaskoðunarbátur.
      Vélin lyft upp úr 1438. Sölku GK 79, í Njarðvíkurslipp nú í vikunni © myndir Bragi Snær, í nóv. 2011,

Vélin, gírinn svo og frammgírinn fyrir glussadælur einnig netaspil, rúllan, öxullinn, skrúfan o.m.fl. er til sölu.

18.11.2011 19:00

Stormur SH situr á botninum


      586. Stormur SH 333, situr á botni Njarðvikurhafnar fyrir nokkrum misserum  © mynd Bragi Snær

18.11.2011 18:00

Kap VE 4
                              2363. Kap VE 4 © myndir frá Hoffelli SU 80 í nóv. 2011

18.11.2011 17:00

Skemmdirnar á Þór: Brotnir boltar í vél o.fl.

Eins og ég hef áður látið að liggja hér á síðunni var koma varðskipsins Þórs til Helguvíkur á dögunum, hálfgerður feluleikur, þar sem gestir voru beðnir um að segja ekki hvað væri að, blaðamönnum o.fl.

Ekki hafa þeir þó allir þagað og því veit ég fyrir víst að boltar í vél voru brotnir, að vísu fara tvennar sögur að því hvort það hafi verið ventlaboltar eða boltar sem halda pönnunnin auk fleiri atriða. Hvað sem því líður þá lauk ekki viðgerð í Helguvík og skipinu því siglt til Reykjavíkur þar sem viðgerðamenn hafa unnið hörðum höndum að viðgerð og er hún nú á lokastigi, þannig að skipið ætti að geta farið út eftir helgi.

Svo skemmtilega vill til að nú eru einmitt öll varðskipin fjögur í höfn í Reykjavík þ.e. Baldur, Týr, Þór og Ægir.

Skemmdir þessar þurfa ekki að koma neinum á óvart, því eins og menn muna urðu miklar náttúruhamfarir í Chile og lagðist nánast skipasmíðastöðin í rúst. Varðskipið fór á hliðina og sjór komst í vélarúmið. Feluleikurinn er því furðulegur, í ljósi staðreynda.


                                  Þór í Helguvík © mynd Emil Páll, 10. nóv. 2011
18.11.2011 16:03

Gæskur RE sokkinn

Þessar myndir tók Bragi Snær af Gæski RE 91 er hann sökk hér um árið í Reykjavíkur höfn.
     472. Gæskur RE 91, í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum © myndir Bragi Snær

Örlög bátsins urðu þau að hann var dreginn inn á Holtagarða og hífður þar upp, þar sem hann stóð nokkuð lengi og síðan held ég að hann hafi verið brotinn í spað að lokum.

18.11.2011 15:10

Álsey VE 2


       2772, Álsey VE 2, í Vestmannaeyjum © mynd frá Hoffelli SU 80, nóv. 2011

18.11.2011 14:30

Skandía


       2815. Skandía, í Vestmannaeyjum © mynd frá Hoffelli SU 80, í nóv. 2011

18.11.2011 11:40

Salka GK, EKKI RIFIN, fer trúlega til Húsavíkur

Nánast er frágengið að Salka GK 79, sem sökk á dögunum í Sandgerðishöfn, fari til Húsavíkur, að sögn Sigurðar Stefánssonar kafara sem sér um skrokkinn.  Hugmyndin er að gera hann upp og nota til hvalaskoðunar, en Norðursigling, sem er sá aðili sem þarna á hlut að máli á fyrir annað systurskip bátsins, en sá var gerður fyrir nokkrum missetum af skútu.
Munu Húsvíkingar vilja fá skrokkinn og brúnna, en annað úr bátnum mun Köfunarþjónusta Sigurðar koma í verð. Nánar um það síðar.


   1438. Salka GK 79, sköllótt í Njarðvikurslipp. Nú er nánast frágengið að báturinn fær húsið aftur og verður gerður upp til hvalaskoðunar út frá Húsavík. Engu að siður er enn haldið áfram að rífa annað innan úr bátnum og er búið að taka upp vélina, en myndir af því koma hér inn síðar © mynd Emil Páll, 7. nóv. 2011

18.11.2011 11:20

Íslandsbanki fjármagnar skipakaup Eimskips

mbl.is:

Teikning af skipunum sem Eimskip er að láta smíða. stækka Teikning af skipunum sem Eimskip er að láta smíða.

Eimskipafélag Íslands hefur fest kaup á tveimur nýjum gámaskipum og hefur gert samning um smíði þeirra í Kína. Íslandsbanki mun fjármagna allt að 30% af smíði skipanna á skipatímanum en áætlaður kostnaður við smíðina er um 5,8 milljarðar íslenskra króna.

Skipin, sem eru þýsk hönnun, eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð og þar af eru tenglar fyrir 230 frystigáma. Burðageta skipanna er um 12.000 tonn, lengd 140,7 metrar og breidd 23,2 metrar.

Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent félaginu á fyrri hluta ársins 2013.

18.11.2011 10:00

Hákon EA 148. í Helguvík í morgun


                2407. Hákon EA 148, í Helguvík í morgun © mynd Emil Páll, 18. nóv. 2011

18.11.2011 09:00

Vilhelm Þorsteinsson og Beitir í Helguvík


        2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2730. Beitir NK 123, í Helguvík

                                        2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


                                                  2730. Beitir NK 123


     Hér eru það eins og á fyrstu myndinni, 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2730. Beitir NK 123 við bryggju í Helguvík © myndir Emil Páll, 15. feb. 2011