Færslur: 2011 Nóvember

21.11.2011 00:00

Suðurnes KE 12 / Fontur ÞH 255 / Siglfirðingur SI 150

Keyptur fimm ára hingað til lands og var fyrst gerður út frá Keflavík en aðeins í tæp 2 ár, eftir það átti hann tvö íslensk nöfn áður en hann fór erlendis.


        1407. Suðurnes KE 12, í Keflavík © mynd Emil Páll í mars 1974


    1407. Suðurnes KE 12, í fyrsta sinn við bryggju í heimahöfn sinni Keflavík © mynd Emil Páll, 19. mars 1974


                   1407. Fontur ÞH 255 © mynd Bosuns Watch á árunum 1976-1979


                            1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd úr Ísland 1990


                        1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Þór Jónsson


                   1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Snorrason


                        1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Þorgeir Baldursson


  1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson í júní 1996

Smíðanúmer 36 hjá Storviks Mek. Verksted A/S, Kristjansund Noregi 1969. Kom í fyrsta sinn til Keflavíkur 19. mars 1974. Lengdur og endurbættur Þýskalandi 1986. Breytt 1984 í frystiskip hjá Slippstöðinni hf. Akureyri.

Skráður í Suður-Afríku 1999, en í eigu íslenskra aðila. Aftur skráður hér heima síðar sama ár og þá til ársins 2000. Eftir það með heimahafnir í Suður-Afríku og Litháen, en í eigu íslenskra og/eða sænskra fyrirtækja, m.a. fyrirtækja sem Siglfirðingur hf., átti hlutdeild í og 2004 var hann seldur til Rússlands og eftir það veit ég ekkert um togarann.

Nöfn:Vålöy F9V, Suðurnes KE 12, Fontur ÞH 255, Siglfirðingur SI 150, Asanda, síðan aftur Siglfirðingur SI 150 og aftur Asanda.

20.11.2011 23:00

Alega


     Alega. í Ilulissat, Grænlandi  © mynd shipspotting, Stefan Niederen,  25. ágúst 2010

20.11.2011 22:00

Baldvin NC 100


                           Í Cuxhaven © mynd shipspotting, Seatowa, 13. mars 2003


                                 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 7. ágúst 2008


            Í Tórshavn, Færeyjum © mynd shipspotting, Pauli Hansen, 3. des. 2008

20.11.2011 21:00

Minerva


                       Minerva © mynd MarineTraffic, Wiktor Zglejc, 9. jan. 2009


    Minerva © mynd MarineTraffic,Evangelos Patjho, 15. sept. 2011

20.11.2011 20:00

Steinunn Gamla KE 69


               792. Steinunn gamla KE 69 © mynd Snorrason

20.11.2011 19:00

Þórunn Ósk GK 105


   7111. Þórunn Ósk GK 105 © mynd úr Rannsóknarnefnd
sjóslysa, ljósm.: Jón Sigurðsson

20.11.2011 18:00

Suðurnes KE 12


     1407. Suðurnes KE 12, í fyrsta sinn í heimahöfn sinni Keflavík © mynd Emil Páll, í mars 1974. Meira um skipið hér á miðnætti

20.11.2011 17:00

Elyros


                                                Elyros © mynd MarineTraffic

20.11.2011 16:00

Meira um Mar GK 21

Vegna fyrirspurnar um orsök óhappsins með Mar GK 21 sem ég sagði frá í nótt, birti ég niðurstöðu Rannsóknarnefndar sjóslysa um það atriði:

Við rannsókn kom fram
 
 • að þegar báturinn var hífður á land kom í ljós að stýrið var brotið af og skrúfan með öxlinum var farin úr;
 • að við skoðun á stýrisbúnaði sást að stýrisstamminn stóð nær 4 sm niður fyrir nælonfóðringu.  Rafsuða sem sýnilega hafði fest hann við (sennilega) flangs var öll hreinsuð af öxulstálinu.  Svo virtist vera að suðan hafi verið fremur slæm þar sem hún tók ekkert af ryðfríu efni öxulsins með sér.  Skýringin gæti verið sú að flangsinn hafi verið úr venjulegu smíðastáli og/eða rafsuðuvír hefur ekki hæft efninu;
 • að ákomu var að sjá á skutnum eins og eitthvað hafi stungist upp í plastið þétt við stýrisstammafóðringuna (220°);
 •   öxulstubburinn virtist hafa bognað aðeins aftur;
 • að engin ákoma var á stefnislegu og stefnirsröri sem stóð aftur úr;
 • að átakið sem reif skrúfuna aftur úr virtist hafa komið upp undir hana því neðri bolti stefnislegunnar var útdreginn og neðri hluti legunnar var frá að neðan (sjá mynd).  Brot var í afturstefninu ofan og framan við stefnisleguna upp við bol vegna þvingunar upp þegar skrúfuásinn dróst aftur úr stefnisrörinu.  Enga ákomu var að sjá neðan á hælnum eða á kili.  Grunn rispa var framarlega stjórnborðsmegin á botni sem náði aftur undir miðjan bát og virtist bara vera í ysta málningalagi.  Eigandi taldi rispuna vera eftir bátavagn; 
 • að samkvæmt upplýsingum úr STK kerfi var báturinn kl. 10:21 á stað, 63°49´029N og 022°36´176V, 10 hnúta ferð og stefna 093.9°.  Kl. 10:23 gefur STK merki um stað, 63°48´809N og 022°35´511V, 1,3 hnúta ferð og stefna 107.2°.  Milli þessara staðsetninga hefur báturinn hér um bil haldið ferðinni og stöðvast nokkuð snöggt um kl. 10:23.  Kl. 10:26 er engin ferð skráð á bátnum.  Samkvæmt STK hafði báturinn verið frá kl. 10:05 til 10:23 eða í 18 mínútur á meðalhraða, 9,71 hnútar, minnst 8,7 hnútar og mest 10,4 hnútar;
 • að bátsverjinn kvaðst hafa verið á lítilli ferð eða um 7-8 hnútum og verið að leita fyrir sér að veiðislóð.  Hann sagði að það hefði komið hljóð eins og vélin hefði hrokkið úr gír og hún hert á sér.  Hann hefði minnkað olíugjöfina og tekið eftir að ferðin minnkaði hratt;
 • að fram kom hjá bátsverjanum að mikið af óhreinindum hefði verið í sjónum á svæðinu þ.á.m. rekadrumbur en hann gat ekki sagt til um hvort hann hefði siglt á eitthvað.  Hann taldi þó líklegast að hann hefði siglt yfir netadræsu;
 • að kl. 10:23 var báturinn staddur á ómældu svæði um 0,077 sjómílu fyrir innan 10 metra dýptarlínu og um 0,1 sjómílu frá landi (sjá kort).  Fram kom hjá bátsverjanum að dýpið þarna hefði verið um 7-8 faðmar.  Hann var með dýptarmæli í gangi.  Einnig var ratsjá og GPS plotter í gangi á siglingunni;
 • að bátsverjinn ýtti á neyðarhnapp STK en var ekki viss um að hann hefði haldið honum nógu lengi inni.  (Samkvæmt leiðbeiningum um kerfið skal halda hnappnum inni a.m.k. í 2 sek eða þar til það hættir að blikka rauðu/grænu og verður stöðugt rautt);
 • að þrjár dælur voru í bátnum, tvær í vélarúmi og ein í lest.  Þær voru allar í lagi en stöðvuðust þegar rafmagn fór af bátnum;
 • að við skoðun var opið á milli vélarúmsþils og miðrýmis niður við kjalsog.  Spjald hafði verið fyrir þessu opi lestarmeginn en það farið vegna þrýstings frá lekanum;
 • að lítill afli var um borð.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur líklegast að eitthvað hafi farið í skrúfuna.


20.11.2011 14:26

Fönix ST 5


                  7694. Fönix ST 5, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 20. nóv. 2011

20.11.2011 13:00

Muggur KE 57


                  2771. Muggur KE 57, í reynslusiglingu, á sínum tima © mynd Emil Páll

20.11.2011 12:00

Guðrún Zöega VA 151 ex RE


               Gudrun Zöega, VA 151 © mynd vagaskip.dk

Upplýsingar frá Skipini í Vagum

Bygd 189? í Elmshorn, Týsklandi. Stødd 79 BRT.

Nøvn: 189? - Sirius, Frakland (fór á land í Íslandi).
1900 - Gudrun Zöega, Ísland
1913 - Gudrun Zöega TG547, Tvøroyri - N.J.Mortensen
1933 - Gudrun Zöega VA151, Miðvág - P/F Múlin v/S.Elllefsen
1949 - Gudrun Zöega TN7, Tórshavn - Peter Dahl

Upphøgd á Signabø 1962

Eins og sést hér fyrir ofan fór skútan á land á Íslandi, en hún mun hafa strandaði við Stafnes og náði Geir Zoega henni út og gerði síðan út í nokkur ár.

20.11.2011 11:25

Seagull VA 146


                                  Seagull VA 146 ex RE 84 © mynd Vagaskip.dk

Þetta skip hefur alltaf borið þetta nafn, fyrst í Hull, þá í Reykjavík og að lokum í Færeyjum en þangað var það selt 1926. Því var lagt 1977 og settur á land í Selvík í Færeyjum.

20.11.2011 10:40

Keflavík GK 15


                   Keflavík GK 15 © mynd Vagaskip, dk

Að vísu gat færeyski vefurinn ekki komið með neinar upplýsingar sem ég vissi ekki áður, en þær eru þessar: í upphafi enskur kútter og keypt hingað til lands á vegum Duusverslunarinnar og gerður út frá Keflavík og Reykjavík frá 1998 til 1926 að hann var seldur til Færeyja. Þar hélt hann fyrst Keflavíkurnafninu en síðan varð hann Havfrugvin FD 74. Um endalokin hef ég ekkert, annað en að einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar sökk skipið við eða í Færeyjum, náð upp og selt til Englands.

20.11.2011 00:00

Mar GK 21 sökk við Staðarberg

Þann 19. maí 2010, sökk trillan Már GK 21 við Staðarberg á Reykjanesi, en eini skipverjinn bjargaðist yfir í annan bát. Hér fyrir neðan birtist frétt Vísis sem birtist rúmri klukkustund eftir óhappið og síðan myndir sem Bragi Snær tók af bátnum, bæði þar sem aðeins stefnið komu upp úr en þannig dró Oddur V. Gislason bátinn inn undir Grindavík. Þar kom það í hlut samstarfsaðilanna Köfunarþjónustu Gunnars  og Köfunarþjónustu Sigurðar að lyfta bátnum upp að aftan svo hægt væri að koma honum að bryggju þar sem honum var lyft upp. Einnig birtist hér atvikaskrá Rannsóknarnefndar sjóslysa:

Trilla sökk vestan við Grindavík

Vísir Innlent 19. maí 2010 11:43
Slöngubátar frá björgunarsveitinni Þorbirni eru við hreinsunarstörf á sjó og hirða upp það sem hefur flotið upp úr sokknu trillunni. Myndin er úr safni.
Slöngubátar frá björgunarsveitinni Þorbirni eru við hreinsunarstörf á sjó og hirða upp það sem hefur flotið upp úr sokknu trillunni. Myndin er úr safni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
 
Sex tonna trilla sökk við Staðarberg á Reykjanesi rétt vestan við Grindavík fyrir hádegi eftir að leki kom að bátnum. Einn maður var um borð og er hann heill á húfi. Slæmt skyggni er á svæðinu.

Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík og Björgunarsveitin Suðurnes voru kallaðar út rétt um klukkan 10:30. Nærstaddur bátur kom fyrstur að og tók skipverjann um borð og kom taug á milli. Var þá báturinn við það að sökkva. Þegar björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom á staðinn var einungis stefni bátsins uppúr og ætlar áhöfn Odds að freista þess að koma honum til hafnar í Grindavík. Slöngubátar frá björgunarsveitinni Þorbirni eru við hreinsunarstörf á sjó og hirða upp það sem hefur flotið upp úr sokknu trillunni.

Skipbrotsmaðurinn er nú um borð í Oddi V. Gíslasyni og er hann heill á húfi. Gert er ráð fyrir að siglingin til Grindavíkur taki um fjórar klukkustundir. Svartaþoka er á svæðinu og er skyggni aðeins nokkrir metrar.

Atvikaskrá Rannsóknarnefndar sjóslysa


Þann 19. maí 2010 var Mar GK 21 á handfæraveiðum á SV miðum.  Veður:  S 3-4 m/sek. (Grindavík).  Djúprista óþekkt.

 

Báturinn var á siglingu þegar vélin herti á sér eins og kúplað hefði verið frá henni.  Við athugun kom í ljós að mikill leki var inn í vélarúmið en ekki reyndist mögulegt að staðsetja hann.  Bátsverjinn setti dælur í gang en þær höfðu ekki undan lekanum.

Mar GK varð vélarvana og tók að reka til lands undir Stafabergi.  Bátsverjinn  þrýsti á neyðarhnapp á STK kerfinu (sjálfvirka tilkynningarskyldukerfið) og hringdi í Neyðarlínuna.  Hann setti út akkeri en festin slitnaði.

Jói Brands GK kom fyrstur á staðinn og bjargaði skipverjanum en þá var báturinn að sökkva.  Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var sent á vettvang og þegar það kom til bátanna stóð aðeins stefnið upp úr á Mar GK.  Hann tók flakið í tog til Grindavíkur þar sem það var híft á land.

Hér koma svo myndir þær sem Bragi Snær tók á vettvangi:               7050. Mar GK 21 © myndir Bragi Snær, 19. maí 2010


       2743. Oddur V. Gíslason, á vettvangi © mynd Bragi Snær, 19. maí 2010