Færslur: 2011 Nóvember

08.11.2011 00:00

Myndir úr Hoffellinu af björgun skipsins Alma

Þó mikið sé búið að skrifa og ræða um björgun flutningskipsins Alma um helgina, eru nýjar myndir enn vel þegnar af þessu mikla afreki þeirra Hoffellsmanna. Hér kemur myndasyrpa sem Gunnar Hlynur Óskarsson tók um borð í Hoffellinu, meðan á málinu stóð. Flestar sýna þær flutningaskipið, þó eru tvær sem sýna áhafnarmeðlimi á Hoffellinu, ein sýnir er stýrimaður frá Landhelgisgæslunni sígur úr þyrlu niður í skipið og þá er önnur sem sýnir þegar skipið er að koma með fylgd Vattar inn til Fáskrúðsfjarðar.
            © myndir Gunnar Hlynur Óskarsson, skipverji á Hoffelli SU 80, í nóv. 2011

07.11.2011 23:00

Huginn VE 55


                        2411. Huginn VE 55 © mynd Snorrason

07.11.2011 22:00

Jón Finnsson GK 506


                             124. Jón Finnsson GK 506 © mynd Snorrason

07.11.2011 21:00

Þetta skip eiga allir að þekkja - nánar á miðnætti

Já þetta skip þekkja trúlega allir þeir sem hafa viðkomur á skipasíðunum, já og eða fréttasíðunum - en á miðnætti birti ég syrpu sem það tengist og er tekin úr öðru skipi, sem var því samferða um tíma.


                                                    - nánar á miðnætti

07.11.2011 20:00

Verður Salka GK endurbyggð?

Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt að hinir ýmsu aðilar um land allt hafi samband við mig til að spyrja um hitt og þetta er tengist sjómennsku og útgerð. Mannaráðningar, kaup og sala báta o.fl. hefur oft borið á góma, þó svo að það sé ekki mitt hlutverk að ráðleggja með slíkt. Oftast bendi ég viðkomandi á aðila í þeim efnum.
Þegar Sölku GK 79 var sökkt í Sandgerðishöfn á dögunum höfðu a.m.k. þrír hópar áhugamanna samband við mig. Allt voru þetta hópar sem höfðu spáð í að kaupa bátinn áður en hann sökk og gera hann upp. Sumir þeirra höfðu m.a. verið í viðræðum við þáverandi eiganda bátsins.
Nú eftir að honum var bjargað upp aftur, höfðu sumir þessara aðila aftur samband og eru heitir fyrir því að eignast hann og endurbyggja. Aðallega er það einn hópur sem er hvað heitastur og hef ég vísað þeim að hafa beint samband við Sigurð Stefánsson kafara, sem er þessa stundina að bjarga verðmætum úr bátnum. Hefur Sigurður staðfest við mig að sá aðili hafi haft samband við hann og tjáði hann þeim að báturinn væri nú í ferli þar sem verið væri að hirða allt nothæft og því yrðu þeir að vera snöggir að ákveða sig ef þeir vildu fá bátinn, áður en lengra yrði haldið, en reiknað er með að ef ekkert komi út úr því alveg á næstunnim verði báturinn að lokum trúlega rifinn.


      1438. Salka GK 79, sköllótt, þ.e. húslaus í Njarðvikurslipp. Nú er spurningin hvort þetta sé endastöðin, eða hvort báturinn verði endurbyggður og komið í gagnið að nýju? © mynd Emil Páll, 7. nóv. 2011

07.11.2011 19:00

Siggi Bjarna GK 5 og Sægrímur GK 525


      2101. Sægrímur GK 525 og 2454. Siggi Bjarna GK 5, í Njarðvik í dag © mynd Emil Páll, 7. nóv. 2011

07.11.2011 18:00

Faxi RE 24 í Njarðvik í dag

Hvalaskoðunar- og stangveiðibáturinn Faxi RE 24 kom í hádeginu í dag til Njarðvikur. En sú höfn er í raun heimahöfn bátsins, því þar á útgerð hans heima og hefur átt þann tíma sem báturinn hefur verið gerður út frá Reykjavík.


              1581. Faxi RE 24, í Njarðvikurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 7. nóv. 2011

07.11.2011 17:20

Sandgerði: Öllu er nú hent í höfnina

Lífið í Sandgerði - 245.is:

Sjá mátti heilan ísskáp á floti í sjónum rétt við listaverkið Hvirfil í dag.  Þannig er nú það.

Mynd: Smári/245.is | lifid@245.is


 

07.11.2011 17:15

Fá að veiða meira af síld

mbl.is:

stækka

mbl.is/kristján

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið í framhaldi af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar að hækka heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld um 40 þúsund tonn. Fyrr á þessu hausti úthlutaði ráðherra 5 þúsund tonnum í sama aflamarki. Samtals er því heildaraflamark í sumargotssíld 45 þúsund tonn. Þar af fara 2 þúsund tonn í sérstaka leiguúthlutun til smábáta samkvæmt lögum nr. 70/2011. Af þessum 2000 tonnum hafa 350 tonn þegar verið leigð út, segir í tilkynningu.

Rannsóknir Hafrannsóknarstofnunarinnar við Suður- og Suðausturland sumarið 2011 og haustið 2010 sýna að síld þar er minna sýkt en síld við Vesturland og fullorðin síld er blönduð smásíld. Í ljósi þessa er ákveðið að vernda síld á þessum svæðum. Með breytingu á reglugerð 770 frá 2006 er veiði á sumargotssíld til bráðabirgða takmörkuð við Faxaflóa og Breiðafjörð eða svæði sem nær frá Garðskagavita að Bjargtöngum.

07.11.2011 16:47

Happasæll KE 94
              13. Happasæll KE 94, í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 7. nóv. 2011

07.11.2011 15:46

Arnþór GK 20


     2325. Arnþór GK 20, að koma inn til Njarðvikur í dag © myndir Emil Páll, 7. nóv. 2011

07.11.2011 14:30

Grímsnes GK 555

Núna áðan þegar Grímsnesið sigldi inn Stakksfjörðinn, var raunar orðið vonlaust að mynda, skipið langt frá landi, særok, rigning og frekar dimmt yfir, Smellti þó mynd í þeirra aðstöðu og birti með stórglæsilega mynd sem ég sá á MarineTraffic af bátnum.


      89. Grímsnes GK 555, siglir fram hjá Vatnsnesinu með stefnu á Njarðvik, núna áðan í særoki, rigningu og fleiru er skapar slæmt skyggni © mynd Emil Páll, 7. nóv. 2011


                    89. Grímsnes GK 555 © mynd MarineTraffic, Jón Kr. 19. nóv. 2008

07.11.2011 13:45

Á landleið Sævar, Maron og Siggi Bjarna

Allir bátar sem eru gangi og stundað hafa róðra frá Keflavík og Njarðvik að undanförnu fóru út í nótt eða í morgun og eru sumir þeirra komnir aftur að landi en aðrir eru á landleið. Hér sjáum við þrjá þeirra koma í land að nýju og þ.á.m. er Sævar KE 5 sem fór út í morgun, en hann er þjónustubátur fyrir kræklingarækt, auk þess að hafa stundað einhverjar netaveiðar að auki.


                    363. Maron GK 522 að koma til Njarðvikur um hádegið í dag


                 1587. Sævar KE 5, að koma inn til Keflavíkur rétt fyrir hádegi


         2454. Siggi Bjarna GK 5, kemur inn til Keflavíkur rúmlega 13 í dag. Á undan honum komu inn dragnótabátarnir Njáll og Benni Sæm til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 7. nóv. 2011
07.11.2011 10:20

Sævar KE 5, í morgun

Þessar myndir tók ég í morgun og þar sem birtan var ekki komin, komu verri gæði fram sem lélegri fógus.


      1587. Sævar KE 5, siglir úr út Keflavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 7. nóv. 2011

07.11.2011 09:00

Óseyja smíði flakkar frá Færeyjum til Aucklands

Hér er á feðinni einn þeirra báta sem Ósey í Hafnarfirði lauk smíði á, en skrokkarnir voru fengnir frá Póllandi. Héðan fór hann sem Gáskövdi KG 318 með heimahöfn í Viðareiði í Færeyjum, síðan seldur innan Færeyja og nú með heimahöfn á Sörvogi, þaðan var hann seldur til Glyvrar í Færeyjum og fékk þar nafnið Gorm FD 880. Færeyski bankinn leysti hann síðan til sýn og seldi til Nýja Sjálands í mars 2009 og í fréttinn í skipini.fo hér fyrir neðan sjáum við hvernig hann leit úr í sept. sl. og frétt skipini.fo um bátinn.
Þessu til viðbótar má geta þess að strax í upphafi varð bras. Afhenda átti bátinn í feb. 2002, en smíði lauk ekki fyrr en ári síðar og hann var sjósettur 26. apríl 2003 og einhver bilinum kom upp sem orsakaði enn eina seinkunina og í framhaldi af því var báturinn tekinn þá upp í Njarðvikurslipp og síðan afhentur í júní 2003.

Soleiðis sær fyrrverandi trolbáturin Gorm út í dag.

Gorm í nýggjum hami

07.11.2011 - 00:49 - Kiran Jóanesarson

Trolbáturin Gorm, ið var seldur til Auckland í 2008, hevur nú fingið nýggjar litir, og sigast kann ikki annað, at skipið er ikki líka lætt at kenna aftur.

Gorm var heimahoyrandi á Glyvrum, og fór á tvang í 2008, og var síðan seldur til Auckland.
Tað er felagið Sanford Fisheries, ið keypti skipið, hvat søluprísurin var vita vit ikki.
Myndin í sæst omanfyri er frá september í ár.
Niðanfyri sæst ein mynd av skipinum, sum Gorm sá út tá ið hann var heimahoyrandi á Glyvrum                                            Gorm FD 880 © mynd skipini.fo