Færslur: 2011 Nóvember

07.11.2011 00:00

Úr 9. veiðiferð Þerneyjar RE

Nú er nokkuð liðið síðan ég birti síðast myndasyrpu frá þeim á Þerney Re, en nú kemur ein úr yfirstandandi veiðiferð. Myndirnar eru ekki endilega í þeirri röð sem hún er hjá þeim, en það verður bara að hafa það.


                   Guðríður færir skipstjóranum fulla skál af vínberjum til að nasla
 

                                       Ásberg og Jonni kunna þetta uppá tíu


     Ásberg og Toni eru að gera grín af Örvari sem féll aftur fyrir sígarettunni eftir þó nokkuð hlé. En mamma Örvars má ekki frétta það, þannig að það fer ekki lengra
       Bjarki stýrimaður sofnaður á bekknum einn ganginn enn, konan hans verður glöð þegar hann kemur heim alveg úthvíldur fyrir allt jólastússið
      Brjálað að gera hjá Bjarka stýrimanni, hann hefur það huggulegt á sjónum meðan konan þrælar heima við að standsetja nýja íbúð og flytja og hafa allt klárt þegar hann kemur heim "eftir mjög erfiðan túr"

                                       Daði farinn að lengja eftir vöfflunum


                                    Gestur, Matti og Gústi klárir í hífop


                         Guðríður Dröfn Kristinsdóttir að baka vöfflur í strákana


                                   Keli yfirvélstjóri að fikta í brunakerfinu
                                                       Mikil gleði í gangi


                                                 No comment


          Siggi litli ánægður með viðbröginn sem hann er búinn að fá á einkamál.is en hann auglý$ti eftir $kemmtilegum karlmanni á $extugsaldri :-)

       Strákarnir nýbúnir að horfa á þáttinn dans dans dans og tóku nokkur spor á leiðinni aftur á hlera. Ásberg hefði komist áfram með sína danshæfileika
                                   Toni á ég að lána þér gleraugun eða sérðu þetta alveg

                                        Þarna kúra vinirnir Bragi og Gestur


                                         Anton Páll horfir forviða á trolldraslið


                          Bjarki sofnaður með tannstöngulinn í kjaftinum


                              Stefán jaxl og Valdi byrjaðir að hausa aflann

                                     Strákarnir að gera klárt til að kasta aftur
     Strákarnir spenntir yfir boltanum, Man city og Man utd en ekkert óvenjulegt gerðist í þeim leik hann var frekar tíðindalítill

                Örvar búinn að setja upp gleraugun og er spekingslegur á svip

                                      Menn þungt hugsi yfir gangi mála


                                    Ægir að spjalla við Valda vin sinn á Þór HF

                             © Myndir og myndatextar frá skipverjum á Þerney RE

06.11.2011 23:00

Fiskaklettur RE 8


                    53. Fiskaklettur RE 8 © mynd úr safni Ingimundar Jónssonar

06.11.2011 22:00

Garðar BA 62


                2464. Garðar BA 62 © mynd oddihf.is

06.11.2011 21:00

Hringsjá SI 94 / Garðar BA 64


                 60. Hringsjá SI 94 © mynd Snorrason


                             60. Garðar BA 64 © mynd Snorrason

06.11.2011 20:00

Willessen Jr, N-41-V


                       Willessen JR. N-41-V © mynd shipspotting, frode adolfsen

06.11.2011 19:05

Færeyingar telja óhappið með skipið öðruvísi en við

Svona sjá Færeyingar fyrir sér óhappið með Alma, sem er nokkuð annað en við hér á landi höfum frétt af málum. Þetta birtist á skipini.fo

Farmaskipið Alma fór á land á Hornafirði

06.11.2011 - 18:41 - Sverri Egholm

Í fyrranáttina fór farmaskipið Alma á land á Hornafirði. Alma misti róðurkraftina í innsiglingini og fór á land. 

Nótaskipið Hoffell togaði Almu leysa aftur og fylgdi við til Fáskrúðsfjarðar har teir komu mitt í nátt. Tað er nógvur vindur á Eysturlandinum; í morgun lá vindferðin um 20m/sek.

Kelda: Joanisnielsen.fo

06.11.2011 19:00

Veiværing M-501-HÖ


              Veiværing M-501-HÖ © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. okt. 1997

06.11.2011 18:00

Trio


       Trio, nálægt Bodo, Noregi © mynd shipspotting, Ulf Kornfjeld, 29. mars 2011

06.11.2011 17:15

Sandvíkingur ÁR 14
     1254. Sandvíkingur ÁR 14, Fáskrúðsfirði í dag © myndir Óðinn Magnason, 6. nóv. 2011

06.11.2011 16:00

Ljósafell SU 70 og Hannes Andrésson SH 737


                                                       1277. Ljósafell SU 70


                                              1277. Ljósafell SU 70


                   1277. Ljósafell SU 70 og 1371. Hannes Andrésson SH 737


                    1277. Ljósafell SU 70 og 1371. Hannes Andrésson SH 737


                                    1371. Hannes Andrésson SH 737

              Fáskrúðsfirði í dag © myndir Óðinn Magnason, 6. nóv. 2011

06.11.2011 15:00

Vöttur og Alma


       2734. Vöttur og stýrislausa skipið, Alma, Fáskrúðsfirði í dag © mynd Óðinn Magnason, 6. nóv. 2011

06.11.2011 14:10

Bjargvætturinn Hoffell SU 80


      Bjargvætturinn, 2345. Hoffell SU 80, Fáskrúðsfirði í dag © mynd Óðinn Magnason, 6. nóv. 2011

06.11.2011 14:00

Alma á Fáskrúðsfirði í dag

Óðinn Magnason tók mikla myndasyrpu nú eftir hádegið af Alma í Fáskrúðsfjarðarhöfn svo og af fleiri skipum, en nú koma myndirnar af flutningaskipinu umtalaða er nefndist Alma.


         Alma, Fáskrúðsfirði núna eftir hádegi í dag © myndir Óðinn Magnason, 6. nóv. 2011

06.11.2011 13:00

Guðrún ÍS 229

Þessi bátur var smíðaður á Patreksfirði 1973 og var til fram á árið 1994 að hann var úreltur.


            1336. Guðrún ÍS 229 © mynd Emil Páll, 1986 eða 1987

Smíðanúmer 2 hjá Haraldi Aðalsteinssyni, Patreksfirði 1973. Úreltur 19. október 1994 og rifinn í jan. 1995.

Nöfn: Tjaldur BA 15, Tjaldur ÍS 229, Guðrún ÍS 229, Guðrún KE 20, Þórður Kristinn HF 40 og Stígandi VE 77.

06.11.2011 12:30

Alma tryggilega fest

Alma við bryggju í Fáskrúðsfirði. stækka

Alma við bryggju í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Gengið hefur verið tryggilega frá landfestum Ölmu við bryggju á Fáskrúðsfirði en þar lagðist hún í höfn kl. 3:26 í nótt. Má segja að það hefði ekki mátt tæpara standa því í Fáskrúðsfirði hefur verið rok og rigning í allan morgun og gengur á með hvössum rokum sem ná allt að 20 m/s.

Alma missti stýrið við innsiglinguna í Hornafjarðarhöfn í fyrrinótt. Hoffellið dró skipið út á sjó, en dráttartaugin slitnaði um tveimur klukkustundum síðar. Um klukkan hálf fjögur í gær tókst svo að koma nýrri taug milli skipanna. Upphaflega stóð til að Alma yrði dregin að höfn í Reyðarfirði, en siglingin til Fáskrúðsfjarðar var styttri og þótti öruggari vegna veðurs.

af mbl.is