Færslur: 2011 Nóvember

17.11.2011 00:00

Viðey RE 12 / Klængur ÁR 2 / Ágúst Guðmundsson GK 95

Þessi norsksmíðaði bátur var gerður út hér í tæp 40 ár, en þá keypti íslendingur hann og fór með til Mexíkó og síðan veit ég ekkert um bátinn.


       262. Viðey RE 12 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness. ljósm.: Snorri Snorrason


                         262. Klængur ÁR 2 © mynd Snorrason


                     262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd í eigu Flota Bíldudals


                             262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd Emil Páll


                  262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd Ísland 1990
    262. Ágúst Guðmundsson GK 95, brim við Grindavík 1987 © myndir Snorrason


          262. Ágúst Guðmundsson GK 95 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 14 hjá Brattvag Skipsbyggeri A/S, Brattvag, Noregi 1964. Yfirbyggður 1988 hjá Skipamíðastöð Njarðvikur hf., Njarðvík

Lagt í Reykjavíkurhöfn í júní 2001, en færður til Grindavíkurhafnar á árinu 2002.

Seldur Steinari Þór Birgissyni í Mexikó í des. 2001 og fór hann út undir nafninu Thor GK 951 og síðan er ekkert vitað um hann.

Nöfn: Viðey RE 12, Árni Kristjánsson BA 100, Andri BA 100, Klængur ÁR 2, Ágúst Guðmundsson GK 95 og Thor GK 951

16.11.2011 23:37

Borgin fær nafnið ÍSbjörn ÍS

Nýr skuttogari bætist í skipaflota Ísfirðinga innan tíðar, er það Borgin sem ég sagði frá hér á síðunni fyrir nokkrum dögum að ég hefði heyrt að verið væri að ganga frá kaupum á. Í bb.is. er þetta sagt um málið í dag.

 "Ég var að skrifa undir kaup á 1000 tonna skuttogara. Næsta mál er að setja skipið í slipp fyrir sunnan og gera það sjófært og vonir standa til að það komist á veiðar um miðjan janúar," segir Jón Guðbjartsson stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa og eigandi útgerðarfélagsins Birnis sem standa sameiginlega að kaupum skipsins. "Þetta er skip sem við vonumst til að fiski eitt til tvö þúsund tonn af rækju á ári hér og þar. Það verður skráð á Íslandi og verður gert út frá Ísafirði. Það kemur til með að heita Ísbjörn," segir Jón.

Aðspurður um hversu mikil áhrif þetta muni hafa fyrir rækjuvinnsluna segir hann: "Þetta mun laga öflunarstöðu Kampa um 20-25% þannig að við þurfum að kaupa minna hráefni." Þá muni koma skipsins einnig skapa störf. "Yfirleitt á svona skipi sem er úti þrjár vikur í senn eru tvær áhafnir þannig að við sjáum fram á þarna verði 22-24 störf í framtíðinni."


                    Togarinn Borgin, sem nú fær nafnið Ísbjörn ÍS

16.11.2011 23:00

Wilson Lista í Straumsvík


           Wilson Lista, í Straumsvík © mynd shipspotting, Captain Peter, 18. maí 2011

16.11.2011 22:00

Wilson Clyde í Straumsvík


        Wilson Clyde, í Straumsvík © mynd shipspotting, Captain Peter, 18. maí 2011

16.11.2011 21:00

Straumsvík

©
                  Straumsvík © mynd shipspotting, Captain Peter, 18. maí 2011

16.11.2011 20:00

Discorvery


                        Discovery, á Akureyri © mynd Graham Diner, 9. júní 2011

16.11.2011 19:00

Crown Princess og Discovery


     Crown Princess og Discovery, á Akureyri © shipspotting, Graham Diner, 9. júní 2011

16.11.2011 18:00

Ísafold


       2777. Ísafold, í Njarðvik © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 17. maí 2010

16.11.2011 16:30

Búið að reka sjóníðingana - útgerðin vottar fjölskyldu samúð sína

visir.is:

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Eigendur og starfsfólk útgerðarfélagsins Saltvers ehf. eru harmi slegnir yfir þeirri kynferðislegu áreitni sem 13 ára gamall drengur varð fyrir um borð í skipi félagsins sumarið 2010 og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðinni.

Þar segir að um leið og fyrirtækið heyrði málavexti hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana.

Enginn hinna dæmdu er lengur í starfi hjá útgerðinni enda hátterni þeirra með öllu ólíðandi og ófyrirgefanlegt, segir ennfremur í tilkynningunni.

Útgerðin vottar fórnarlambinu og fjölskyldu hans samúð sína.

16.11.2011 16:16

Albatros á Akureyri


                     Albatros, á Akureyri © mynd shipspotting, Daniel F., 15. júlí 1996

16.11.2011 15:00

Reginn ÁR 228

Hér kemur smá syrpa sem ég tók núna á þriðja tímanum í dag af bátnum á leið frá Njarðvik og trúlega til Þorlákshafnar.
             1102. Reginn ÁR 228, á Stakksfirði í dag © myndir Emil Páll, 16. nóv. 2011

16.11.2011 14:00

Makaskipti varðandi báta í Grindavík og Kópavogi

Gengið hefur verið frá skiptum á bátunum Korra KÓ 8 og Venna GK 606, en sá fyrrnefndi er alveg nýr og ónotaður, en hann var sjósettur í sept. sl. og hefur ekkert verið í drift ennþá,


                   2818. Korri KÓ 8, í reynslusiglingu á Keflavíkinni 14. sept. 2011


            7311. Venni GK 606, í Grindavíkurhöfn 15. sept. 2010  © myndir Emil Páll

16.11.2011 13:00

Abava í Vestmannaeyjum


            Abava, í Vestmannaeyjahöfn © mynd shipspotting, German Iluhin, 6. nóv. 2006

16.11.2011 12:30

Feluleikur um varðskipið Þór

Á dögunum er varðskipið Þór kom til Helguvíkur var látið að því liggja að ástæðan væri að taka fallbyssuna um borð og að taka á móti hafnarstarfmönnum o.fl. Þetta voru þó aðeins tilbúnar ástæður, því aðalástæðan var allt önnur, en allir gestirnir svo og blaðamenn sem komu við þetta tækifæri um borð voru beðnir um það segja ekki frá ástæðunni. Þó ég viti núna hver ástæðan var, læt ég það var að sinni að segja frá því hver hún var.


                  Varðskipið Þór í Helguvík á dögunum © mynd Emil Páll, 10. nóv. 2011

16.11.2011 12:15

Íslenska flutningaskipið Mar


    Íslenska flutningaskipið Mar, í Reykjavík um 1980. Örlög þessa skips urðu þau að það var rifið í Liverpool 15. feb. 1985 © mynd Hilmar Snorrason