Færslur: 2011 Nóvember

16.11.2011 09:35

Magni, í Straumsvík


              2686. Magni, í Straumsvík © mynd shipspotting, Captain Peter, 18. maí 2011

16.11.2011 00:01

4 bátar í sömu útgerðinni, en enginn með sama skráningarstaðinn

Gárungarnir hafa haft gaman að því að útgerðin Grímsnes ehf. með lögheimili í Njarðvik, sem gerir út þó nokkra báta, en á fjóra þeirra og þeir eru allir með sitthvort skráningastaðinn. Þ.e. skráðir, sem BA, GK, HU og KE númer.  Hér koma myndir af þeim því til staðfestingar.


                         89. Grímsnes BA 555, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 12. nóv. 2011 


                  2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 9. júlí 2011


                    363. Maron HU 522, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 10. nóv. 2011


                   2426. Víkingur KE 10, í Keflavík © mynd Emil Páll, 20. apríl 2011

15.11.2011 23:00

Einar Sigurjónsson


       2593. Einar Sigurjónsson, í Hafnarfirði © mynd shipspotting, Captain Peter, 20. maí 2011

15.11.2011 22:10

Hamar í Straumsvík


       2489. Hamar, í Straumsvík © mynd shipspotting, Captain Peter, 18. maí 2011

15.11.2011 21:40

Jóladagatal Hákons 2011

Þeir á Hákoni EA 148, hafa verið á dóli um Stakksfjörðinn í allan dag, en lönduðu hrati í nótt í Helguvík og eiga síðan löndun á frystum afurðum í BORG ÓTTANS kl. 8 í fyrramálið. En hér er annarskonar mynd frá þeim, mynd sem ég sá á áhafnarsíðu skipsins og segir sjálf hvað um sé að ræða.


                                       © mynd af Áhafnarsíðu Hákons EA 148

15.11.2011 21:00

Ósk KE 5


               1855. Ósk KE 5, í Keflavíkurhöfn © mynd shipspotting, sv1, 13. mars 2010

15.11.2011 20:00

Birta VE 8


     1430. Birta VE 8, í Hafnarfirði © mynd shipspotting, Captain Peter, 20. maí 2011

15.11.2011 19:00

Máni GK 109


                   2298. Máni GK 109, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 15. nóv. 2011

15.11.2011 18:00

Róbert SK, verður Dísanna HF 6?

Að sögn eiganda bátsins, verður nafni hans senn breytt í Dísanna HF. Ég man hinsvegar ekki hvort hann sagði 62 eða 63, en allt kemur það nú í ljós. Nafnið er samansett úr gælunöfnum tveggja dætra hans.


      5972. Róbert SK 26, frá Hofsósi, verður senn Dísanna HF 6?, frá Hafnarfirði © mynd Emil Páll, í Sandgerði, 11.11.11

15.11.2011 17:30

Ver AK 27


                    1764. Ver AK 27, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 15. nóv. 2011

15.11.2011 17:25

Börn yngri en 15 ára mega ekki vinna á sjó - fórnarlambið var 13

visir.is

 

Fiskveiðar. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Það er ólöglegt að hafa einstakling yngri en 15 ára við vinnu á skipi nema um skólaskip eða æfingaskip sé að ræða.

Þetta kemur fram í áttundu grein sjómannalaga en fyrr í dag var greint frá máli þrettán ára drengs sem varð fyrir kvikindislegu ofbeldi frá skipverjum í tíu daga veiðitúr í júlí árið 2010. Í dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjanesi í gær, eru fjórir sjómenn dæmdir fyrir að níðast á drengnum.

Meðal annars kynferðislega.

Sjálfir gerðu þeir lítið úr sínum þætti og vildu meina að ofbeldið hefði verið hluti af skopskyni sem tíðkaðist manna á milli á bátnum. Allir mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi.

Í dómsorði má skilja að drengurinn hafi verið að verka fisk, og því í vinnu.
Þær upplýsingar fengust hjá siglingastofnun að börn yngri en fimmtán ára fá ekki lögskráningu. Það myndi því þýða að barnið væri ekki tryggt ef það slasaðist, en það er almennt viðurkennt að sjómennska er heldur hættulegt starf.

15.11.2011 17:10

Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun"

Héraðsdómur Reykjaness felldi í dag dóm yfir ruddarlegri framkomu skipverja á báti af Suðurnesjum, sem enn er í útgerð, en þó með annarri áhöfn, en þarna átti hlut að máli. Viðkomandi ruddar eiga sér engar málsbætur,

Þetta var sagt um málið á visir.is

Myndin er úr safni.
Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu.

Einn mannanna er meðal annars dæmdur fyrir að hafa "pungað" drenginn. Þá var hann staddur í stýrihúsinu. Sá dæmdi sagði þá: "Pungum hann".

Drengurinn vissi ekki hvað það væri, en sá dæmdi beraði kynfæri sín og otaði þeim að andliti drengsins, sem kom sér undan með því að slá í kynfærin.

Þá var einn hinna dæmdu ákærður fyrir að taka í fætur drengsins og halda honum á hvolfi yfir borðstokknum, milli skips og bryggju og hætta ekki fyrr en drengurinn hafði sagt að hinn dæmdi væri bestur. Hann var hinsvegar sýknaður af þeim ákæruliði.

Þá greindi drengurinn einnig frá því að eitt sinn, þegar hann var að gera að fiski, beygði hann sig niður vegna þess að hann var að fara að æla af sjóveiki. Þá kom einn hinna dæmdu og potaði fingri sínum í rass drengsins. Drengurinn segir að faðir hans hafi séð þetta og orðið reiður, en sama dag fór drengurinn heim.

Þrjú sálfræðiviðtöl voru tekin við drenginn. Í vottorðinu kemur meðal annars fram að sjóferðin hafi tekið verulega á drenginn. Hann hafi verið sjóveikur allan tímann og grín gert að honum vegna þess.

Hann hafi verið niðurlægður með orðum og gerðum og hann hafi þurft að þola ýmsa áreitni sem hafi bæði meitt hann, niðurlægt og gert hann verulega hræddan, jafnvel um líf sitt. Hann hafi stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbúinn hverju sem væri, en það væru mjög kvíða­vekjandi aðstæður. Hann hafi upplifað algert hjálparleysi þar sem hann hafi ekki ráðið líkamlega við skipverjana og verið hættur að búast við því að einhver kæmi honum til bjargar, þar sem þeir hefðu allir brugðist honum að því leyti.

Einn sjómannanna sagði að stemningin um borð hefði verið þannig að menn hafi til dæmis verið að rassskella hver annan eða þykjast "ríða" hver öðrum.

Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það verið blótað. Þá sagði ákærði að framkoma manna gagnvart drengnum hafi verið grín, en það hefði kannski mátt sleppa einhverjum atriðum. Þetta hefði verið "svona væg busun" og hún hafi alls ekki verið í kynferðislegum tilgangi.

Tveir af hinum dæmdu skulu sæta 45 daga fangelsi en refsing fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár.

Sá þriðji skal sæta 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður tveimur árum síðar.

Sá fjórði skal sæta fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.

15.11.2011 14:15

Gestur


                       2311. Gestur, í Njarðvik í dag © mynd Emil Páll, 14. nóv. 2011

15.11.2011 13:00

Glófaxi VE 300


                     968. Glófaxi VE 300, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, í júní 2009

15.11.2011 12:00

Hákon EA út af Keflavík

Skipið er á hægri siglingu á Stakksfirði sem virðist benda til að þeir séu að vinna afla um borð.


      2407. Hákon EA 148, á Stakksfirði fyrir nokkrum mínútum © mynd Emil Páll, 14. nóv. 2011