Færslur: 2011 Nóvember

11.11.2011 14:00

Grímsnes GK 555


         89. Grímsnes GK 555, skríður inn Stakksfjörðinn með stefnu á Njarðvik, í morgun


       89. Grímsnes GK 555, komið inn á hafnarsvæði Njarðvikurhafnar núna áðan © myndir Emil Páll, 11.11.11

11.11.2011 13:46

Sumarverkefni á Grænlandi - vetrarseta í Njarðvik

Þetta grænlenska rannsóknarskip sem kom í Njarðvikurslipp síðla sumars, mun hafa þar vetrarsetu í vetur. Skipið stundar hinsvegar rannsóknir að sumri til á Grænlandi og mun því fara þangað þegar vorar.


         Kanadíska rannsóknarskipið, sem verður með vetrarsetu í Njarðvik, hér staðsett á athafnarsvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvikur © mynd Emil Páll, 11.11.11

11.11.2011 11:11

11.11.11. kl. 11.11

Já svona sem smá sprell, en þessa færslu læt ég inn kl. 11.11. þann 11.11. (20)11 og er gömul mynd úr Keflavíkurhöfn.


    591. Ólafur II KE 149, Stakkur KE 86, Sæfugl GK 300 og Vísir EA 712, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll á áttunda áratug síðustu aldar.

11.11.2011 00:13

Grunnvíkingur HF 163

Þeir voru snöggir hjá Sólplasti að vinna þennan bát, því framleiðsla hans hófst í ágúst 2003 og hann var kominn til heimahafnar í Hafnarfirði 7. apríl 2004, tilbúinn með öllu.

Já þetta er bátur að gerðinni Nökkvi 1000 og var með smiðanúmer 4 hjá Sólplasti ehf. í Innri - Njarðvik og hófst framleiðslan í ágúst 2003 og lauk um miðjan mars 2004. Var honum gefið nafn 16. mars, sjósettur í Grófinni Keflavík, laugardaginn 20. mars 2004. Reynslusigling fór fram fimmtudaginn 25. mars og báturinn kom til heimahafnar í Hafnarfirði, miðvikudaginn 7. apríl 2004.

Hefur báturinn aðeins borið þetta eina nafn og er enn með það, Grunnvíkingur HF 163.

Hér kemur syrpa með honum. Fyrstu þrjár myndirnar eru teknar þegar verið er að draga vagn með honum frá Innri - Njarðvik og í Grófina í Keflavík. Þá koma myndir af honum i Grófinni og síðan fjölmargar í reynslusiglingunni á Keflavíkinni.


                                            Lagt af stað úr Innri - Njarðvik
          Komið niður á Duusgötu og gömlu Duushúsin blasa við en Grófin er einmitt bak við þetta stóra og gamla þurrkhús frá Duusverslunni, sem þegar er orðið meira en aldar gamalt


     Sjósetningu lokið í Grófinni og bak við sést hellirinn í Hólmsberg sem nú er heimili Skessunnar

                      2595. Grunnvíkingur HF 163 © myndir í eigu Sólplasts10.11.2011 23:00

Erlingur KE 20


                            391. Erlingur KE 20 © mynd Snorri Snorrason

10.11.2011 22:00

Karlsey til Bíldudals og Borgin til Ísafjarðar?

Var að heyra það að fiskeldið á Bíldudal væri að kaupa Karlsey á Reykhólum og ætti hún að vera þjónustuskip hjá þeim í laxeldinu í Arnarfirði. Jafnframt að á lokastigi væri að Jón sem á Gunnbirnina á Ísafirði og rækjuverksmiðjuna á Ísafirði sé búinn að kaupa Borgina sem liggur í Reykjavíkurhöfn og fari með hana til rækjuveiða.


                            1400. Karlsey © mynd MarineTraffic, Björn Samúelsson


                               Borgin © mynd heimsmet.is

10.11.2011 21:00

Frosen food

Af Facebooksíðu Óðins Magnasonar og ruv.is

      
               Gömul mynd af Green Lofoten þarsem það liggur fyrir aftan Hoffell skemmtileg tilviljun.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagið Hornafjörður krefjast þess að flutningaskipið Alma verði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Krafist er tryggingar vegna björgunarlauna áður en farmurinn verður hífður úr skipinu. Umboðsaðili útgerðar Ölmu reiknar með að trygging verði lögð fram bráðlega.

Flutningaskipið Alma missti stýrið í Hornarfjarðarósi aðfararnótt laugardags. Hafnsögubátur og síðar Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, komu til bjargar og dró Hoffellið Ölmu alla leið til Fáskúðsfjarðar. Björgunin tók um sólahring og ætla Loðnuvinnslan og sveitarfélagið Hornafjörður að krefjast björgunarlauna. Í gærkvöldi birtist hinsvegar á Fáskrúðsfirði systurskip Ölmu, flutningaskipið Green Lofoten. Það á að taka við farminum sem er um 3000 tonn af frystri síld og makríl og flytja til Rússlands. Loðnuvinnslan og Sveitarfélagið Hornafjörður fóru fram á kyrrsetningu og nýttu sér heimild í lögum sem á að tryggja að útgerðir skipa sem lenda í sjávarháska standi skil á björgunarlaunum og kostnaði við björgun. Björgunarlaun ráðast af hættumati og verðmæti skips og farms. Um verulegar uphæðir er að telfla því skipið er metið á um milljarð króna og farmurinn á um 500 milljónir. Til greina kemur að Landsbjörg krefjist hlutdeildar í björgunarlaunum en björgunarskipið Ingbjörg flutti taug milli hafnsögubátsins og Hoffellsins. Þá flaug þyrla landhelgisgæslunnar með stýrimann um borð í Ölmu til að auðvelda samskipti.

Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, sem annast umboð fyrir útgerð Ölmu, efast um að það tefjist úr hófi að losa farminn úr skipinu. Hann reiknar með að trygging verði lögð fram á næstu dögum. Ekki standi til að hreyfa farminn fyrr en hún liggi fyrir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögregluskýrslur verið teknar af öllum sem komu að björguninni og einnig skipstjóra Ölmu og er undirbúningur sjóprófa hafinn. Þegar þeim líkur þarf að ákveða hvort endanleg niðurstaða um upphæð björgunarlauna og skiptingu verður fengin með gerðardómi eða hvort málið verður rekið fyrir héraðsdómi með möguleika á áfrýjun til hæstaréttar.

Af vef rúv


Lögbannskrafan var samþykkt og því hefur skipið og farmur þess nú verið kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn

10.11.2011 20:00

Muggur KE 2 og Röðull GK 142


                    2510. Muggur KE 2 og 2517. Röðull GK 142 © mynd Emil Páll 2003


                                 2517. Röðull GK 142 © mynd Emil Páll 2003


                    2517. Röðull GK 142, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 2009

2510.
  Smíðanr. 1 hjá Sólplasti ehf., Innri-Njarðvík 2001. Allt tréverk var unnið af Valberg Helgasyni. Sjósettur og afhentur 13. október 2001.  Seldur til Noregs og því lyft úr sjó í Njarðvíkurhöfn föstudaginn 12. september 2008 og fluttur með Jón & Margeir ehf, til Seyðisfjarðar þar sem Norræna flutti bátinn til Noregs og fór hann um boð í skipið 17. september 2001.

Nöfn: Muggur KE 2 og Muggur GK 70, en ekki er vitað um nafnið né eigendur í Tromsö í Noregi.

2517. Smíðanr. 3 hjá Sólplasti ehf., Innri-Njarðvík og afhentur vorið 2003.

Nöfn Röðull GK 142 og Röðull ÍS 115.

10.11.2011 19:00

Muggur KE 2 / Muggur GK 70

Smíðanúmer 1 hjá Sólplasti ehf., Innri-Njarðvik, allt tréverk í innréttingum unnar af Valberg Helgasyni. Sjósettur og afhentur 13. október 2001.
Lyft upp úr sjó i Njarðvik, föstudaginn 12. september 2008 og fluttur með Jóni & Margeiri ehf., til Seyðisfjarðar, en Norræna flutti hann 17. sept. til Noregs, en þangað hafði hann verið seldur.

Hér hann fyrst í nokkra mánuðii Muggur KE 2, en því var breytt í Muggur GK 70, með heimahöfn í Sandgerði. Ekki er vitað um nafn eða nöfn eftir að hann fór til Noregs.


                                            

                                                       

                                  2510. Muggur KE 2 © myndir í eigu Sólplasts


                                           

                                  2510. Muggur GK 70 © myndir í eigu Sólplasts
                   Í næstu færslu hér á eftir þessari kemur Muggur KE 2  aftur við sögu
       

10.11.2011 18:00

Muggur GK 70 - drekkhlaðinn

Hér kemur smá myndasyrpa sem tekin var af bátnum er hann kom drekkhlaðinn til Sandgerðis fyrir mörgum árum. Síðar í kvöld kem ég með syrpu af þeim báti nýjum, en undir tveimur skráningum, og segi um leið sögu hans í stuttu máli.
          2510. Muggur GK 70, kemur drekkhlaðinn að landi í Sandgerði 19. mars 2006 © myndir í eigu Sólplasts - Meira um bátinn á eftir.

10.11.2011 17:45

Maron 522 og HU 522

Eins og ég hef áður sagt frá er verið að breyta skráningu Marons úr GK 522 í HU 522 og í dag kom hann að landi með nýju merkinguna örðu meginn en aðeins 522 hinum megin. Stafar þetta auðvitað af mikilli sjósókna annars vegar og hinsvegar tíðum rigniningum. En svona til gamans tók ég þessa syrpu af honum við þessar aðstæður.


                  363. Maron, kemur að landi í Njarðvik í dag. Á þremur efstu sést skráningin HU 522 og á þremur neðstu er það aðeins 522. En eins og kemur fram fyrir ofan myndirnar, spilar sjálfsagt bæði veður og tíð sjósókn inn í að ekki er búið að ljúka við breytingar á skráningunni © myndir Emil Páll, 10. nóv. 2011

10.11.2011 13:00

Jón Kárason í Gráa gullinu


         Jón Kárason, um borð í Gráa gullinu, þ.e. 2345. Hoffelli SU 80 © mynd Óðinn Magnason, 9. nóv. 2011

10.11.2011 12:00

Green Lofoten leggst utan á Alma


        Green Lofoten, leggst utan á Alma, á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, 9. nóv. 2011

10.11.2011 11:40

Línuþorskur 20% þyngri en í fyrra

grindavik.is:

Línuþorskur 20% þyngri en í fyrra

Markaðir fyrir stóran saltfisk eru ekki eins góðir og áður og því hefur það sett saltfiskverkendur í vissan vanda að þorskur sem veiðist á línu hjá beitningarvélabátunum er mun stærri en áður. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri framleiðslu- og sölumála hjá Þorbirni hf. í Grindavík segir í samtali við Fiskifréttir að þeir meta það sem svo að þorskur af línubátum félagsins sé að minnsta kosti 20% þyngri að meðaltali í september og október en sá fiskur sem veiddist á línuna á sama tímabili í fyrra.

Línubátar Þorbjarnar hafa verið að veiðum fyrir austan land og einnig eitthvað fyrir norðan og norðaustan. Þorskurinn hefur verið um 3,5 kíló að meðalþyngd. Innan um er svo stór fiskur, vel yfir 7 kíló að þyngd, sem er ekki véltækur.

Gunnar bendir á að kreppan hefur leikið markaðslönd okkar fyrir saltfisk illa. Fólk þar leitar í smærri og ódýrari fisk og því fæst ekki eins hátt verð fyrir stóra fiskinn.

"Okkur gengur sem betur fer ágætlega að vinna og selja fiskinn. Við erum svo heppnir að Norðmenn, aðalkeppinautar okkar á saltfiskmörkuðum, eru með annað fiskveiðistjórnunarkerfi en við. Þeir veiða þorskinn aðallega frá áramótum og fram á vor en lítið framboð er af hráefni hjá þeim til saltfiskvinnslu á haustin. Við verðum því sem betur fer lítið varir við þá á mörkuðum á þessum tíma, sagði Gunnar við Fiskifréttir

10.11.2011 11:11

Þór í Helguvík í morgun

Þessar myndir tók ég í morgun er aðeins var farið að birta, en þarna er varðskipið við olíubryggjuna í Helguvík.


          2769. Þór, við olíubryggjuna í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 10. nóv. 2011