Færslur: 2011 Nóvember

04.11.2011 17:00

Aníta KE 399 á veiðum


                    399. Aníta KE 399, á veiðum út af Suðurlandi © mynd Jón Páll, 2011

04.11.2011 16:10

Garpur SH 7


             670. Garpur SH 7 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

Smíðaður hjá  H. Siegfried Echern förge, Eckernföre, Þýskalandi 1960. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn, laugardagskvöldið 30. janúar 1960 og fór í sinn fyrsta róður 2. febrúar.

Féll á hliðina í Daníelsslipp, Reykjavík og ekki talin viðgerðarhæfur eftir það óhapp. Fargað  22. nóv 1990.

Nöfn: Manni KE 99 og Garpur SH 7

04.11.2011 14:00

Francuisc ex 158. Baldur Árna ÞH 222 ex Oddgeir ÞH 222


         Francoisc, ex 158. Baldur Árna ÞH 222 og Oddgeir ÞH 222, í St.John's, Nýfundalandi © mynd Jón Páll,  2011

04.11.2011 13:00

Brettingur á veiðum á Flæmska

Þessa mynd tók Jón Páll, er hann sigldi þarna um nú á haustdögum


        1279. Brettingur KE 50, á veiðum á Flæmska, nú í haust © mynd Jón Páll, 2011

04.11.2011 12:15

Húslaus Salka


        Húsið farið af 1438. Sölku GK 79, í Njarðvikurslipp í morgun © mynd Bragi Snær 4. nóv. 2011

04.11.2011 12:00

Katshehvk II á siglingu

Hér koma myndir teknar úr síma af einum af kanadísku togurunum er tengjast Vísi hf. og hafa verið til viðgerðar hér á landi. Myndirnar eru teknar þegar hann færði sig frá Hafnarfirði og yfir til Reykjavikur og tók Guðmundur Ólafsson þá þessar myndir og þakka ég honum fyrir þær.
                     Katsheshvk II © símamyndir Guðmundur Ólafsson, 2. nóv. 2011

04.11.2011 11:45

Hvað verður um Sæmund GK?

Við ástandsskoðun á Sæmundi GK 4 í Njarðvikurslipp kom í ljós að nokkur tæring var í botni bátsins. Í framhaldi af því var í gær skipt um zinkið á bátnum og bendir því allt til að hann eigi að fara eitthvað sjóleiðis. Hvort það er í pottinn eða eitthvað annað kemur í ljós.


        1264. Sæmundur GK 4, í slippnum í Njarðvik í morgun © mynd Emil Páll, 4. nóv. 2011

04.11.2011 11:15

Húsið tekið af Sölku GK

Í morgun var húsið tekið af Sölku Gk, í Njarðvikurslipp og flutt á ákveðinn stað í Njarðvik. Sá flutningafyrirtækið Jón og Margeir um að hífa það og flytja, en eins og fyrr hefur komið fram, er það Köfunarþjónusta Sigurðar sem annast björgun verðmæta úr bátnum.


     Húsið af 1438. Sölku GK 79, tekið af bátnum og sett á flutningavagn, í morgun © mynd Bragi Snær, 4. nóv. 2011


       Húsið komið á bílinn og húslaus báturinn til hliðar © mynd Emil Páll, 4. nóv. 2011


            Flutningabíllinn með húsið, lagður af stað með það á næsta stað © mynd Emil Páll, 4. nóv. 2011

04.11.2011 09:00

María KE 84

Þessi fallegi bátur, lifði ekki lengi, heldur fórst nánast strax með allri áhöfn.


          1256. María KE 84 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

Smíðanúmer 34 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1972, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Fórst NV af Eldeyjarboða 7. feb. 1973, með fjórum mönnum.

Bar aðeins þetta eina nafn.

04.11.2011 00:00

Seley SU 10 / Flosi ÍS 15 / Guðmundur Kristinn SU 404 / Kristján RE 110 / Eldhamar GK 13 / Bibe


                                1000. Seley SU 10 © mynd Snorri Snorrason


                        1000. Seley SU 10 © mynd í eigu Emils Páls


                  1000. Seley SU 10 © mynd Snorrason


                              1000. Seley SU 10 © mynd Snorrason


                        1000. Seley SU 10, í Norðursjó © mynd Guðni Ölversson


           Óvæntur farþegi ( dúfa ) um borð í 1000. Seley SU 10, í Norðursjó © mynd Guðni Ölversson


                                 1000. Flosi ÍS 15 © mynd Snorrason


       1000. Guðmundur Kristinn SU 404, að veiðum © mynd Þorgeir Baldursson


          1000. Guðmundur Kristinn SU 404, í Grímsby © mynd í eigu Emils Páls


          1000. Guðmundur  Kristinn SU 404 © mynd Snorrason


                     1000. Kristján RE 110 © mynd Snorrason


   1000. Eldhamar GK 13 © mynd á google, Kristján Kristjánsson (áður birt hér á síðunni í okt. 2009)


        1000. Eldhamar GK 13 © mynd á google, Ljósmyndasafn Grindavíkur


                        1000. Eldhamar GK 13 © mynd í eigu Emils Páls


                                   1000. Eldhamar GK 13 © mynd Jón Páll


                                           Bibe © mynd í eigu Emils Páls


  Bibe © mynd Shipspotting, Ivan


                             Bibe, í nóv. 2008 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðanr. 86 hjá Flekkefjord Slipp & Mek. Verksted A/S í Flekkerfjord, Noregi 1966. Seldur úr landi til ferðaþjónustu í Split í Króatíu í feb. 2007.

Nöfn: Seley SU 10, Flosi ÍS 15, Guðmundur Kristinn SU 404, Kristján RE 110, Eldhamar GK 13 og núverandi nafn Bibe

03.11.2011 23:10

Elding í Grindavík í dag


        1047. Elding, í Grindavík í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 3. nóv. 2011

03.11.2011 22:00

Stafnes KE á leið út frá Grindavík í dag

Þó þokuslæða væri yfir Grindavík og suddi, smellti ég þessari mynd er báturinn var að renna út úr höfninni.


          964. Stafnes KE 130, á leið út úr Grindavíkurhöfn í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 3. nóv. 2011

03.11.2011 21:00

Fjölbrautaskólanemar heimsækja Sólplast

Í morgun komu nemendur í vélastjórnum og skipahönnun hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í heimsókn til Sólplasts í Sandgerði og sjáum við nokkrar myndir sem ég tók við það tækifæri.
          FS-ingar hlýða á orð Kristjáns Nielsen hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 3. nóv. 2011

03.11.2011 20:30

Gamli Þór kemur með forsetann í heimsókn


             ©  gömul mynd frá Óðni Magnasyni, af dagatali Fáskrúðsfirðingafélagsins 

03.11.2011 20:00

Fjórir úti á túni, eða bak við hús


        Fjórir bátar, bak við hús hjá Stakkavík í Grindavík © myndir Emil Páll, 2. nóv. 2011