Færslur: 2011 Nóvember

09.11.2011 10:00

Víkingur AK 100


           220. Víkingur AK 100, í Reykjavík í gær © mynd Sigurður Bergþórsson, 8. nóv. 2011

09.11.2011 09:00

Severna Zenlya, í Hafnarfirði í gær


                  Severna Zemlya, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 8. nóv. 2011

09.11.2011 00:00

Jón Finnsson GK 506 / Verðandi RE 9 / Gaukur GK 660 / Tjaldanes GK 525

Þessi bátur sem oft á tíðum var mikið aflaskip, lifði hátt á fimmtugs aldurinn, áður en hann sigldi sjálfur í pottinn og dró með sér annan bát.


                          124. Jón Finnsson GK 506 © mynd Snorri Snorrason


      124. Jón Finnsson GK 506 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson


       124. Jón Finnsson GK 506 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson


                 506. Jón Finnsson GK 506 © mynd Snorrason


              506. Jón Finnsson GK 506 © mynd úr bókaflokknum Mennirnir í brúnni


                               124. Verðandi RE 9 © mynd Snorrason


                             124. Gaukur GK 660 © mynd Hilmar Bragason


                               124. Gaukur GK 660 © mynd Emil Páll


    124. Gaukur GK 660 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur, ljósm.: Guðfinnur Bergsson


            124. Tjaldanes GK 525 © mynd Jón Páll, 2001


                            124. Tjaldanes GK 525 (sá rauði) © mynd Emil Páll


                                   124. Tjaldanes GK 525 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 181 hjá Bolsönes Verft A/S, Molde, Noregi 1962. Kom nýr til Hafnarfjarðar föstudaginn 6. júlí 1962, Lengdur í Bolsönes Verft, Molde 1965. Yfirbyggður við bryggju í Njarðvík af Vélsmiðjunni Herði hf., 1987.

Báturinn var sá fyrsti sem tekinn var inn í hús í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þann 9. september 1998, þar sem hann var málaður

Lagt í Grindavíkurhöfn í júní 2001 og lá þar fram í september 2003.

Slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn og rak upp í fjöru aðfaranótt 22. jan. 2008 og bjargaði Björgunarsveitin Suðurnes bátnum. Hann var hinsvegar það mikið skemmtur og þar sem verið var að leggja honum var ekki gert við hann. Fór hann síðan 11. sept. 2008 í brotajárn til Danmerkur og sigldi fyrir eigin vélarafli og dró með sér  582. Hannes Andrésson SH 747.

Nöfn: Jón Finnsson GK 506, Friðþjófur SU 103, Verðandi KÓ 40, Verðandi RE 9, Gaukur GK 660 og Tjaldanes GK 525.

08.11.2011 23:00

Bátur við bát í Hafnarfirði í dag

Svona með hjálp aðdráttarlinsunnar, mætti halda að það hafi nánast verið bátur við bát í Hafnarfirði í dag, en hvað annað er hægt að halda séu þessar tvær myndir skoðaðar.
                              Frá Hafnarfirði í dag © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011

08.11.2011 22:30

Verðmætur farmur Ölmu kallar á væn björgunarlaun

mbl.is:
Alma í togi Hoffells í Fáskrúðsfirði. stækka

Alma í togi Hoffells í Fáskrúðsfirði.

Laun vegna björgunar flutningaskipsins Ölmu um helgina gætu numið stórum fjárhæðum en verðmæti farmsins hleypur á nokkrum hundruðum milljóna króna.

Um borð í skipinu, sem nú liggur við bryggju á Fáskrúðsfirði, eru um 3.000 tonn af frosnum fiski sem það átti að flytja til Pétursborgar í Rússlandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Hornafjarðarbær fór þess á leit við Loðnuvinnsluna, útgerð Hoffellsins sem dró Ölmu til Fáskrúðsfjarðar, að gera sameiginlega kröfu um björgunarlaun en Loðnuvinnslan hefur ekki tekið afstöðu til þeirrar beiðni.

08.11.2011 22:00

Varðskipið í gær til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað - á morgun Ísafjörður

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Thor-Vardskip-045

08. nóv. 2011

Þriðjudagur 8. nóvember 2011

Varðskipið ÞÓR var í gær opið til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað og komu samtals um þúsund manns um borð til að skoða skipið. Á Reyðarfirði komu á fjórða hundrað manns um borð sem er um þriðjungur bæjarbúa en á Norðfirði á sjötta hundrað, sem er tæplega helmingur íbúa svæðisins. Við komuna færði Síldarvinnslan og SÚN á Norðfirði Neskaupstað áhöfn varðskipsins veglegan blómvönd.

Áætlað er að varðskipið leggist að bryggju á Ísafirði á morgun, miðvikudag og verði opið til sýnis milli kl. 13:00 og 18:00.

Upplýsingar um varðskipið má finna hér.

Thor-Neskstad010
ÞÓR kemur á Neskaupstað. Mynd Guðlaugur B Birgisson, höfninni á Neskaupstað.

Thor-Vardskip-018
Gestir streyma um borð á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-045

Á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-019
Á Reyðarfirði. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-022
Tækjabúnaður í brúnni skoðaður. Mynd Guðlaugur B Birgisson, höfninni á Neskaupstað.

Thor-Vardskip-023
Börn á Reyðarfirði skoða varðskipið. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-024
Í brúnni með Sigurði Steinari Ketilssyni, skipherra. Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-031
Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-021
Mynd Steinþór Pétursson hjá Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-025

Dráttarbúnaður varðskipsins. Mynd Steinþór Pétursson, Fjarðabyggðahöfnum.

Thor-Vardskip-028

Mengunarhreinsibúnaður sýndur. Mynd Steinþór Pétursson, Fjarðabyggðahöfnum.

08.11.2011 21:30

Fengu ,,Gráa gullið" á Sumarlinu

Rússar

Hér er mynd af tveim úr áhöfn Alma á Sumarlínu að sjálfsögðu fengur þeir Gráa Gullið að gjöf en þar er bjór þeirra Hoffellsmanna.

                                         © mynd og texti: Óðinn Magnason, 8. nóv. 2011

08.11.2011 21:00

Kópur


                            Kópur, í Hafnarfirði í dag © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011

08.11.2011 20:00

Silla BA 67
                    7690. Silla BA 67, í Hafnarfirði í dag © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011

08.11.2011 19:00

Valberg VE 10, í Hafnarfirði í dag


                 1074. Valberg VE 10, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 8. nóv. 2011

08.11.2011 18:00

Abbý GK 56
      7339. Abby GK 56, frá Garði, í Sandgerðishöfn í morgun © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011

08.11.2011 17:30

Jón Oddgeir laus af strandstað

Um kl. 17, losnaði Jón Oddgeir af strandstað í Njarðvikurhöfn. Beitti hann þá eigin vélarafli, auk þess sem hafnsögubáturinn Auðunn og björgunarbáturinn Njörður Garðarsson komu þar við sögu.
Bátur þessi er einskonar varabjörgunarbátur, hét eitt sinn Gunnar Friðriksson og er nú geymdur í Njarðvik.

Birti ég hér myndir sem teknar voru um það leiti þegar báturinn losnaði svo og aðrar frá því í hádeginu í dag.
                                  2474. Jón Oddgeir, á strandstað í hádeginu í dag


        2043. Auðunn og 7643. Njörður Garðarsson toga í 2474. Jón Oddgeir laust fyrir kl. 17 í dag


    Nokkrum mínútum síðar, báturinn laus. Það er kannski táknrænt að þetta gerist fyrir framan Höskuldarkot, en þaðan var litli drengurinn Njörður Garðarsson, sem björgunarbáturinn er skírður eftir. Sést aðeins í Höskuldarkot beint upp af stefni Njarðar Garðarssonar © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011

08.11.2011 13:15

Maron nú HU 522 frá Blönduósi

Þessar myndir tók ég í hádeginu í Njarðvikurhöfn og sést að búið er að mála yfir GK á bátnum og samvkæmt vef Fiskistofu verður hann nú skráður sem HU 522, með heimahöfn á Blönduósi
      363. Maron HU 522 ex GK 522, í Njarðvikurhöfn í hádeginu © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011

08.11.2011 12:51

Sigurfari GK 138

Hér sjáum við bátinn bakka frá bryggju, snúa við og sigla út úr Sandgerðishöfn í morgun.
         1743. Sigurfari GK 138. í Sandgerði í morgun © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011

08.11.2011 09:35

Björgunarskipið slitnaði frá og rak upp í fjöru

Í óveðrinu í nótt slitnaði björgunarskipið Jón Oddgeir, frá þar sem hann lá utan á öðrum báti í Njarðvikurhöfn og rak upp í fjöru í höfninni. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í morgun á staðnum.
     2474, Jón Oddgeir, uppi í fjöru, í Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 8. nóv. 2011