Færslur: 2011 Nóvember

28.11.2011 11:35

Orri ÍS 180


     923. Orri ÍS 180 ex Röstin GK 120 í sleðanum núna áðan © mynd Emil Páll, 28. nóv. 2011

28.11.2011 09:00

Steini GK 45


               2443. Steini GK 45, út af Vatnsnesi í Keflavík © mynd Emil Páll, í okt. 2009

28.11.2011 00:00

Skarðsvík SH 205 / Skarðsvík AK 205 / Arney KE 50 / Steinunn SF 10 / Hafursey VE 122


                  1416. Skarðsvík SH 205 © mynd Snorrason


           1416. Skarðsvík AK 205 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
                                                    

                             1416. Arney KE 50 © mynd Snorrason


                                 1416. Steinunn SF 10 © mynd Þór Jónsson


                                 1416. Steinunn SF 10 © mynd Jón Páll


           1416. Steinunn SF 10 © mynd Hilmar Bragason


                    1416. Hafursey VE 122 © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009

Smíðanúmer 619 hjá Baatservice Verft A/S í Mandal, í Noregi 1975 og var fjórða skipið og síðasta í raðsmíðaverkefni fyrir íslenska aðila. Systurskipin voru Gullberg VE, Huginn VE og Árni Sigurður AK. Yfirbyggður 1977.

Hann kom nýr hingað til lands á eftir Árna Sigurði þó svo að Árni Sig. hefði hærra númer.
En Batservice Verft A/S samdi við aðra stöð um smíðina á Skarðsvíkinni,en afhendingaraðilinn er samt sá er samið var um smíðina við. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Hellissandi 13. mars 1975.

Báturinn lá við bryggju í Njarðvík þann tíma sem hann var í eigu Nesfisks ehf., í Garði, en færður inneftir 6. sept. 2005 og var þar þangað til hann var seldur til Vestmannaeyja og hefur legið þar töluvert.

Svo er spurningin hvað gerist eftir helgi. fer hann til Grindavíkur og verði breytt í línuskip, eða ekki?

Nöfn: Skarðsvík SH 205, Skarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107 og núverandi nafn: Hafursey VE 122.

27.11.2011 23:00

Solberg


       Solberg (frá Seiglu á Akureyri) í Alesundi, Noregi © mynd Shipspotting, Aage 19. feb. 2008

27.11.2011 22:00

Kofri ÍS 41


                  1373. Kofri ÍS 41 © mynd skipspotting, Hilmar Snorrason, í apríl 2006

27.11.2011 21:00

Reysnatindur VA 27


                       Reysnatindur VA 27 © mynd Zacharías Nielsen, vagaskip.dk

27.11.2011 20:00

Fór á hliðina

skipini.fo:

Mynd: Anders Toft Bro

Bátur hvølvdur í Thyborøn

27.11.2011 - 17:38 - Sverri Egholm

Ein av teimum størru bátunum frá Hanstholm er hvølvdur í havnini í Thyborøn.

En større kutter fra Hanstholm er kæntret i havnen i Thyborøn, tað sigur Mogen Broe frá Thyborøn Havn.

"Beint nú liggur bátin á síðuni, og vit vita ikki hví báturin er hvølvdur" sigur hann við tv2.dk. Ein kavari verður sendur niður í vatni, og hann skal syrgja fyri at vatni verður pumpað út úr skipinum.

27.11.2011 19:00

Sala á Hallgrími SI 77 á lokastigi

Nú er á lokastigi eigendaskipti á togskipinu Hallgrími SI 77. Hverjir kaupendur eru mun ég bíða aðeins með, þar til gengið hefur verið frá málum.


      1612. Hallgrímur, hér BA 77, en nú SI 77, í Reykjavík © mynd Ship Photos, Gunni 2007

27.11.2011 18:00

Ekkert varð úr sölunni á Karlsey og fer því í pottinn

Ekkert varð úr sölunni á Karlsey, sem þjónustubáti eins og ég var búinn að segja frá að væri í deiglunni. Skipið mun fara í pottinn og er því síðasta siglingin framundan, hvernær sem hún verður á þann stað sem skipið verður rifið niður.


                           1400. Karlsey © mynd MarineTraffic, Björn Samúelsson

27.11.2011 17:35

Dóri GK kominn til Sandgerðis

Nú á fimmta tímanum í dag kom flutningabíll með Dóra GK 42 sem strandaði við Stöðvarfjörð í vikunni, til Sólplasts í Sandgerði og tók ég þá meðfylgjandi myndir. Skemmdir eru nokkrar, en sökum þess hve birtan var orðin léleg var ekki hægt að mynda þær.

                      Flutningabíllinn kemur með 2622. Dóra GK 42 til Sandgerðis í dag
                                           Stýrið og skrúfan eru mikið skemmd


               

     Öflugur krani var fengin til að lyfta bátnum upp af flutningabílnum, enda er þyngdin 16 og hálft tonn © myndir Emil Páll, 27. nóv. 2011

27.11.2011 15:00

Er Hafursey VE á leið til Grindavíkur?

Í síðustu viku frétti ég af því að ákveðið útgerðarfélag í Grindavík hefði sent skoðunarmenn til Eyja til að skoða Hafursey VE, með það í huga að kaupa skipið og breyta í línuskip. Hafði ég samband við forráðamenn fyrirtækisins, sem staðfestu það, en báðu mig um að segja ekkert frá málinu fyrr en ákvörðun lægi fyrir, en hún verður tekin á morgun eða þriðjudag. Samþykkti ég það ef hvergi annarsstaðar yrði fjallað um málið. Nú hefur Tryggvi Sig, sagt frá því á síðu sinni, að fyrirtæki í Grindavík hefði skoðað skipið með það í huga að breyta því í línuskip og því læt ég þetta flakka, án þess að segja meira frá málinu fyrr en síðar.

Hafursey hét í upphafi Skarðsvík SH og er systurskip Ágústs GK 95. Ef af kaupunum verður er þetta í þriðja sinn sem skipið kemst í eigu Suðurnesjamanna, því á sýnum tíma varð það Arney KE 50 og eins átti Nesfiskur það um tíma er það bar nafnið Steinunn SF.

Sögu bátsins í máli og myndum til dagsins í dag mun ég birta hér á miðnætti í kvöld.


             1416. Hafursey VE 122, í Vestmannaeyjum © mynd Jóhann Þórlinsson, 2009

27.11.2011 13:25

Vigilant SO 109


                      Vigilant SO 109 © mynd MarineTraffic, Sean Boyce, 2. nóv. 2011


     Vigilant SO 109, í Skagen © mynd MarineTraffic, Kent Brandholm Hansen, 6. okt. 2011

27.11.2011 11:10

Andrea


       2787. Andrea, á útleið frá Reykjavík í gær © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 26. nóv. 2011

27.11.2011 10:55

Skondið og ruglingslegt

Í gær uppgötvaði ég það að einhver sem kallaði sig EPJ var að tjá sig á einni af skipasíðunum. Fannst mér það ekki vera þæginlegt þar sem ég nota skammstafina epj. bæði í netfangi og eins á ég len sem er epj.is. Viðkomandi benti mér síðan á að þessar skammstafanir ættu við fleiri en Emill Pál Jónsson. Auðvitað verð ég að játa því þó þetta sé ruglingslegt og síðan smá skondið því ég skrifa Emil með einu L en ekki Emill.
Þetta leiddi hugann til þess að í fyrra hóf ég að birta annaðslagið myndir af skipum í Straumsvík þar sem ljósmyndarinn heitir Tryggvi, ekki þó Tryggvi Sig eins og margir gætu ætlað. Þá gerðist það líka í fyrra að á síðunni fóru að birtast myndir eftir Jón Pál, þó ekki þann Jón Pál sem flestir okkar þekkja. Þessi er Jakobsson og er skipstjóri frá Bíldudal, en hinn sem við þekkjum er Ásgeirsson. En svona er þetta stundum, því enginn okkar á einkarétt á nafni eða skammstöfum, þó við verðum að viðurkenna að þetta er ansi ruglinglegt.
Raunar minnir þetta mig á þá sögu sem gerðist fyrir mörgum árum a skipasmíðaastöð sem framleiddi litla báta hringdi í mig og spurði mig að því hvort ég ætlaði ekki að fara að sækja bátinn minn. Ekki kannaðist ég við að eiga neinn bát og kom þá í ljós að þar var nafni minn Emil Jónsson, en með annað millinafn, sem þarna átti hlut að máli.
Þetta er svona frekar skrifað sem skondið mál en eitthvað annað. hehheh

27.11.2011 10:20

Ísbjörn ÍS, mun hann heita

Þessa mynd tók Jón Páll Ásgeirsson, í Reykjavíkurslipp í gærdag, en þar er verið að taka Borgina í gegn áður en hún fer undir íslenskt flagg sem Ísbjörn ÍS, eins og ég hef raunar sagt frá áður.


    Ísbjörn ÍS, mun hann heita þessi, er hann fer niður úr slippnum, en hét nú síðast Borgin. Hér í Reykjavíkurslipp í gær © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 26. nóv. 2011