Færslur: 2011 Nóvember

22.11.2011 10:15

Annar bátur strandar á Austfjörðum - nú Suðurnesjabátur


Tólf tonna fiskibátur, Dóri GK 42, með fjóra menn um borð strandaði í sunnanverðum Stöðvarfirði laust fyrir kl. 01:00 í nótt. Barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð frá bátnum kl. 01:03. Sögðu skipverjar bátinn vera skarðaðan í grjót og þeir geti nánast stokkið í land. Voru þeir ómeiddir og var því ekki talin alvarleg hætta á ferðum

Í annað sinn á hálfum sólarhring voru sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi kallaðar út. Að þessu sinni björgunarskipið Hafbjörg á Neskaupstað, harðbotna björgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Einnig var haft samband við Von, nærstaddan fiskibát. Þyrla Landhelgisgæslunnar var auk þess sett í viðbragðsstöðu.

Fyrstur á vettvang var fiskibáturinn Von og þegar björgunarbáturinn Hafdís frá Neskaupstað var kominn á vettvang var reynt að draga bátinn á flot, en áður höfðu 3 af 4 í áhöfn verið settir í land.  Ekki gekk að ná bátnum á flot og var því ákveðið að bíða flóðs sem verður um hádegisbil og gera þá aðra tilraun.

Björgunarskip og -bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu vera á strandstað í nótt til eftirlits og aðstoðar ef aðstæður breytast.

Ágætt veður er á staðnum 5-7 m/sek.                                               2622. Dóri GK 42 © mynd Emil Páll

22.11.2011 09:45

Sæborg BA 25


   821. Sæborg BA 25, á síld, á Siglufirði 1959-60 © mynd Snorrason

22.11.2011 00:00

Fáskrúðsfjörður í þoku og lélegu skyggni

Hér kemur myndasyrpa sem Óðinn Magnason tók á Fáskrúðsfirði í þoku og lélegu skyggni fyrir stuttu. Þarna sjáum við flutningaskipið Alma og eins Green Lofoten, en að auki eru þarna smábátar. Hvað um það þetta er í boði núna.
       Fáskrúðsfjörður í þoku og lélegu skyggni © myndir Óðinn Magnason, í nóv. 2011

21.11.2011 23:00

Hagbarður TH 1 / Hagbarður ÞH 1 / Hagbarður KE 115

Þessi eikarbátur sem smíðaður var í Reykjavík 1946, var í útgerð alveg þar til hann lenti í áreksti við rekald og sökk


                    538. Hagbarður TH 1, við sjósetningur 1947 © mynd úr Víkingi


      538. Hagbarður ÞH 1, að koma inn til Keflavíkur © mynd Snorrason


     538. Hagbarður KE 115, að koma inn til Keflavíkur © mynd Heimir Stígsson

Smíðaður hjá Slippfélaginu í Reykjavík 1946. Teiknari og yfirsmiður var Pétur Wigelund. Stækkaður 1955 og aftur 1970.

Sökk 27 sm. vestur af Ingólfshöfða 13. okt. 1974, eftir árekstur við rekald.

Nöfn: Hagbarður TH 1, Hagbarður ÞH 1, Hagbarður KE 115 og Hagbarður

21.11.2011 22:00

Umskipun og smábátar í þoku

Fyrirsögnin er þemað í syrpu þeirri sem birt verður hér á miðnætti og er frá Fáskrúðsfirði. Hér koma þó tvær myndir úr þeirri syrpu.
                                    © myndir Óðinn Magnason, í nóv. 2011

21.11.2011 21:00

Umskipun frá Alma til Green Lofoten gengur vel

Frá því að kyrrsetningunni lauk um helgina hefur staðið yfir umskipin á farminum úr Alma yfir í Green Lofoten í Fáskrúðsfjarðarhöfn, eins og sjá má á þessum myndum Óðins Magnasonar. Annars koma myndasyrpa frá Fáskrúðsfirði á miðnætti og þá einnig fleiri myndir af þessum skipum.
        Umskipun úr Alma í Green Lofóten, í Fáskrúðsfjarðarhöfn © myndir Óðinn Magnason í nóv. 2011

21.11.2011 20:00

Örninn GK 204 og Bergur Vigfús GK 43


     2606. Örninn GK 204 og 2748. Bergur Vigfús GK 43, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2011

21.11.2011 19:30

Var á undan björgunarbátnum að landi

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:50 aðstoðarbeiðni frá 4 tonna fiskibát sem var strandaður í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Samstundis voru kallaðar út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi auk þess sem haft var samband við nærstödd skip og báta, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Skömmu síðar tilkynnti skipstjóri bátsins að hann hefði losnað af strandstað og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Hafdís, björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Fáskrúðsfirði kom fljótlega að bátnum og var þá öllu hættuástandi aflýst. Fylgir Hafdís nú bátnum til hafnar á Fáskrúðsfirði, að sögn mbl.is.

Þessi til viðbótar þá gekk heimferðin það vel að fiskibáturinn varð á undan björgunarbátnum að landi


       7002. Sigrún SU 168, báturinn sem strandaði en losnaði áður en hjálp barst © mynd Óðinn Magnason 16. nóv. 2011

21.11.2011 19:07

Tveir rauðir grindvískir í Sandgerði

Hér sjáum við liggja í Sandgerði við sömu bryggjuna tvo rauða, frambyggða úr Grindavík


      1636. Farsæll GK 162 og 2150. Sigurpáll GK 36, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2011

21.11.2011 18:00

Ebba KE 28


              2238. Ebba KE 28, í Grófinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2011

21.11.2011 17:00

Hafnarframkvæmdir eða hvað?

Ekki veit ég hvaða framkvæmdir þetta eru sem sjást á myndunum, nema það að búið er að gera skarð í bjargbrúnina og miklu efni verið keyrt í vegastæði niður í víkina. Um er að ræða vík þá sem er norðan við Hólmsbergsvita, þ.e. bak við neðanjarðartankanna og mig minnir að víkin heiti Selvík, en er þó ekki alveg klár.


                                    © myndir Emil Páll, í dag 21. nóv. 2011


                                                   000

Þessar ábendingar komu vegna málsins: Tómas J. Knútsson þarna á að útbúa stað til að farga öllu álgjalli og öðru tilfallandi varðandi þá starfsemi sem verður í Helguvík og þetta er búið að samþykkja og gera umhverfismat á að mér skilst

Árni Og Júlla J Er ekki bannað að henda rusli í sjóinn er álgjall það

21.11.2011 16:00

Grímsnes BA 555 og Hólmsbergsviti

Á myndunum sjáum við Grímsnes BA 555 sigla út úr Stakksfirði, en mörk hans eru einmitt kletturinn Stakkur og bergið þar sem Hólmsbergsviti er. Hin hluti Stakksfjarðar endar á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd.
     89. Grímsnes BA 555 á siglingu út úr Stakksfirði, en fjörðurinn markast af línu sem miðast einmitt við Hólmsbergsvita annarsvegar og Keilisnes hinsvegar © myndir Emil Páll, 21. nóv. 2011

21.11.2011 15:11

Grímsnes BA 555


       89. Grímsnes BA 555, á leið út Stakksfjörðinn í dag © mynd Emil Páll, 21, nóv. 2011

21.11.2011 13:00

Korri orðinn Venni og Venni verður Korri

Eins og ég sagði nýlega frá hefur verið gengiðfrá skiptum á bátunum Korra KÓ 8 og Venna GK 606, en sá fyrrnefndi er alveg nýr og ónotaður, en hann var sjósettur í sept. sl. og hefur ekkert verið í drift ennþá, Nú hefur verið skipt um nafn á bátunum og er Korri orðinn Venni, en fyrrum Venni á að verða Korri


                   2818. Korri KÓ 8, sem nú er orðin Venni GK 505, í reynslusiglingu á Keflavíkinni 14. sept. 2011


            7311. Venni GK 606, sem á að verða Korri KÓ 8, í Grindavíkurhöfn 15. sept. 2010  © myndir Emil Páll

21.11.2011 12:47

Vilhelm Þorsteinsson í Helguvík


      2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í Helguvík í dag © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2011