Færslur: 2011 Nóvember

12.11.2011 19:20

Stuðlaberg NS 102

Þessi fórst á sínu öðru ári, ásamt 11 manns út af Hvalsnesi.


               Stuðlaberg NS 102 © mynd Snorrason

Smíðaður í Mandal, Noregi 1960, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Báturinn fórst ásamt 11 manns V. af Hvalsnesi 18. febrúar 1962

12.11.2011 18:00

Faxi RE 24: Sjóstangaveiðar frá Suðurnesjum í vetur

Njarðvíkingurinn Magnús Daníelsson mun í vetur bjóða upp á sjóstangaveiðar á bát sínum Faxa RE 24, sem hann hefur gert út undanfarin áe frá Reykjavík. Farið verður ýmist frá Njarðvik, Sandgerði eða Grindavík, allt eftir því hvernig veðrið og aðstæður eru hverju sinni. Að sögn Magnúsar stendur einnig til að selja ferðirnar erlendis og þá jafnvel þannig að meðan annar makinn er á sjóstöng geti hinn verið að versla t.d. í Reykjanesbæ.

Hér koma myndir sem ég tók af bátnum og Magnúsi í dag, eftir að hann hafði farið með hóp til Keflavíkur að veiðum loknum og var að koma með bátinn til Njarðvíkur, þaðan sem hann er yfirleitt gerður út.


                                             1581. Faxi RE 24, í Njarðvik í dag  

        Magnús Daníelsson, þekktur skipstjóri til margra ára, hér skipstjóri og útgerðarmaður á Faxa RE 24 © myndir Emil Páll, 12. nóv. 2011
 

12.11.2011 17:00

Grímsnes BA 555, merkt

Nú á fimmta tímanum í dag tók ég þessar myndir er þeir voru að fullgera umskráninguna á Grímsnesi GK 555 í Grímsnes BA 555 frá Bíldudal


                         Kari slakað niður með þeim sem átti að merkja bátinn


                                                 BA sett framan við 555


                                              Verki lokið
            89. Grímsnes BA 555, með heimahöfn á Bíldudal ex GK 555, í Njarðvíkurhöfn nú á fimmta tímanum í dag © myndir Emil Páll, 12. nóv. 2011

12.11.2011 15:25

Þór í Helguvík - fallbyssan um borð

IMG_1561

Samnkvæmt upplýsingum á vef Landhelgisgæslunnar kom varðskipið Þór kom til Helguvíkur í fyrradag og var þar til sýnis fyrir starfsmenn Helguvíkurhafnar og Reykjaneshafna. Einnig var tekið á móti næstæðsta hershöfðingja Atlantshafsbandalagsins/NATO í Evrópu, DSACEUR, General Sir Richard Shirreff,  sem kom ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum um borð til fundar við forstjóra Landhelgisgæslunnar, skipherra v/s ÞÓR og  fleiri.

Í Helguvík var fallbyssa varðskipsins auk þess tekin um borð, sjá meðfylgjandi myndir. Fallbyssan er af gerðinni Bofors 40 MM L60 MK 3, sumu tegundar og fallbyssan um borð í Ægi.

IMG_1547

IMG_1546

IMG_1559IMG_1556IMG_1549

IMG_1543

IMG_1561


12.11.2011 13:33

Grímsnes BA 555, frá Bíldudal ex GK 555

Fyrirtækið Grímsnes ehf., í Njarðvik hefur nú skráð Grímsnesið GK 555, sem BA 555 með heimahöfn á Bíldudal, en þar sér fyrirtækið um rekstur á frystihúsi staðarins.
     89. Grímsnes  555, í Njarðvik í dag. Í gær er hann kom að landi var hann GK 555 og verður nú BA 555, með heimahöfn á Bildudal

12.11.2011 09:00

Síld síld

Af síðu Hoffells SU 80 í gær:

Hoffell er nú að landa  um 500 tonnum af síld úr Breiðafirðinum. Skipið kom til löndunar í morgun úr næstsíðasta túr á vertíðinni sem telst nú varla til tíðinda nema kannski vegna þess að þetta var líka sá fyrsti og fer aftur til sömu veiða  kl.14.00 á morgun. Lítið þurftu þeir að hafa fyrir þessu núna tóku aðeins eitt kast sem gaf lítið eða um 50 tonn fengu hitt gefins frá vinum sýnum á miðunum.

                           Íngólfur að snúa Árna niður.

                              Þetta er nú liðin tíð.

                 Þetta gæti nú alveg verið nærsta vers komer í ljós.

12.11.2011 00:00

Tryllir GK 600 siglir á Glæ KÓ 9 og stórskemmir

 Atvikalýsing Rannsóknarnefdar Sjóslysa er svohljóðandi:
 

Þann 6. júlí 2011 voru fiskibátarnir Tryllir GK 6000 og Glær KÓ 9 norður af Ólafsvík.  Veður: Breytileg átt 2-3 m/s.  Léttskýjað.

Tryllir GK var á siglingu og sigldi á Glæ KÓ sem var á veiðum með þeim afleiðingum að hann skemmdist að framan og á stýrishúsi.  Litlar skemmdir urðu á Trylli GK en bátarnir héldu til hafnar.

 
Samkvæmt heimildum mínum voru milli 30 og 40 handfærabátar í einum hnapp við veiðar á miðjum Breiðarfirði og sigldi Tryllir á fullri ferð með sjálfstýringuna á, en eini skipverjinn var úti á dekki, er hann lenti á Glæ, þar sem eini skipverjinn á þeim báti, var við handfærarúllunar, en báturinn var annars stopp. Brotnaði Glær töluvert, s.s. á lunningu, bol, stýrishúsi, þil brotnuðu, handrið beiglaðist og losnaði frá og margt fleira. Kom þetta vel í ljós er báturinn var skoðaður þegar komið var með til viðgerðar hjá Sólplasti, Sandgerði að kvöldi 11.11.11.

Hér koma myndir sem ég tók er báturinn kom í hús hjá Sólplasti svo og aðrar myndir sem ég átti af báðum bátum og voru teknar fyrr á þessu ári.


                           6998. Tryllir GK 600, í höfn í Grindavík 19. apríl 2011


               6998. Tryllir GK 600, uppi á bryggju, í Grindavík,  í apríl 2011


                              7428. Glær KÓ 9, í Kópavogi, 2. júní 2011


     Búið er að kítta upp í helstu rifurnar, svo hægt væri að stunda sjósókn eitthvað lengur


     Af því sem brotnaði innanstokks, s.s. þil, innréttingar, salernisklefi o.fl. tók ég ekki myndir af. En þarna sést líka hvernig rekkverkið bognaði, en það sést betur á annarri mynd


                    Skemmdar rekkverkið að hluta og rifur og sprungur hér og þar


    Rekkverkið skemmt o.fl.  © myndir Emil Páll. Myndirnar af skemmdunum eru teknar 11.11.11 og hinar eru teknar á þeim tíma sem stendur undir myndunum

11.11.2011 23:00

Fróði SH 15


                         1415. Fróði SH 15 © mynd Snorrason

11.11.2011 22:00

Fjölnir ÍS 177


                                 415. Fjölnir ÍS 177 © mynd Snorri Snorrason

11.11.2011 21:10

Stjarni SH 115


         626. Stjarni SH 115 © mynd Snorrason

11.11.2011 20:18

Grindavíkurbátur sigldi á Kópavogsbát úti á miðunum og stórskemmdi

Í sumar sigldi bátur á Grindavík á bát úr Kópavogi á miðjum Breiðarfirði og stórskemmdi. Þó lítið hafi verið fjallað um málið, hefur það bæði komist inn á borð hjá lögreglu og sjóslysanefndar. Nánar verður fjallað um það á miðnætti hér á síðunni og birtar myndir af bátum tjónvalds sem og tjónþola og sagt nánar frá atburðinum og skemmdum á báti tjónþola.


      7428. Glær KÓ 9, bátur tjónþola, í húsnæði Sólplasts í Sandgerði, en þangað var komið með bátinn nú í kvöld. Nánar um tjónið og atburðarrásina og myndir af báðum bátum, hér á miðnætti  í kvöld © mynd Emil Páll, 11.11.11

11.11.2011 19:00

Þór og Stakkur

Hér sjáum við klettinn Stakk, sem er fyrir neðan Hólmbergsvita, en á myndinni gnæfir hann yfir sjóvarnargarðinn sem gerður var framan við Helguvík og út af garðinum er varðskipið Þór.


      Stakkur bak við sjóvarnargarðinn hjá Helguvík og 2769. Þór, í morgun © mynd Emil Páll, 11.11.11

11.11.2011 18:00

Róbert SK 26, frá Hofsósi, í Sandgerði

Þessi kom í gær inn á planið hjá Sólplasti í Sandgerði þar sem skipta á um vél í bátnum og eitthvað fleira. Báturinn er skráður með heimahöfn í Hofsós, þó vitað sé að hann hefur verið seldur annað.


             5972. Róbert SK 26, frá Hofsósi, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 11.11.11

11.11.2011 17:00

Laxfoss í Helguvík í morgun

Þessi foss virðist nánast vera með reglubundnar áætlunarferðir til og frá Helguvík, það oft kemur hann þangað. Oftast eru þessi flutningar í sambandi við hergögn, þeirra þjóða sem eru að stunda hér loftrýmiseftirlit, en hvort það er svo núna veit ég ekki.
                                                   Laxfoss í Helguvík


                                     Fáni Eimskips og íslenski fáninn í formastri


                       Laxfoss, með heimahöfn í St. John's © myndir Emil Páll, 11.11.11

11.11.2011 16:48

Bjartsýni

Gárungarnir í Sandgerði hafa gefið þessu báti, sem einstaklingur er að framleiða í Sandgerði, nafnið Bjartsýni.
                        Bjartsýni, í Sandgerði, í dag © myndir Emil Páll, 11.11.11