Færslur: 2011 Nóvember

05.11.2011 15:49

Þór lagður af stað austur

mbl.is:

Varðskipið Þór leggur úr höfn til þess að aðstoða flutningaskipið Ölmu fyrir austan stækka Varðskipið Þór leggur úr höfn til þess að aðstoða flutningaskipið Ölmu fyrir austan mbl.is/Árni Sæberg

Varðskipið Þór lagði af stað úr höfn um klukkan 14:30 en áætlað er að siglingin austur að Stokksnesi, þar sem flutningaskipið Alma rekur stjórnlaust, taki 15-16 klukkustundir. Snarvitlaust veður er fyrir utan Suðausturland og því alls óvíst hvort sú áætlun stenst.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki enn tekist að festa dráttartaug á ný í Ölmu en hún slitnaði á milli Hoffells, sem tók flutningaskipið í tog í morgun, um ellefuleytið í dag. 

Landhelgisgæslunni barst klukkan rúmlega þrjú í nótt aðstoðarbeiðni frá Birni Lóðs, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna Ölmu, en stýri þess virkaði ekki þegar verið var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði. Var stýrisblað farið, en skrúfa og vél skipsins voru í lagi.Þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu á Höfn í Hornafirði sem og björgunarsveitir og lóðsinn.

Túlkur á vegum Alþjóðahússins aðstoðar starfsfólk Landhelgisgæslunnar í samskiptum við skipstjóra Ölmu en sökum tungumálaörðugleika gengu samskiptin brösuglega í morgun.

Alma er um 100 m langt skip og  skráð á Kýpur, en það hefur að undanförnu haft viðkomu í  Vestmannaeyjum og á Hornafirði.

05.11.2011 13:00

Týr


                         1421. Týr © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 2011

05.11.2011 12:00

Sundhani ST 3


                 1859. Sundhani ST 3 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 2011

05.11.2011 11:00

Niller NF 183


    Þessi var smíðaður í Nyborg í Danmörku árið 1920. Hér er hann í Middelfart, Danmörku 6. sept. 2011 og heitir Niller NF 183 © mynd shipspotting, Arne Jugrens

05.11.2011 10:00

Svanur


          Svanur, í Þýskalandi © mynd shipspotting, Arne Jurgens, 27. júlí 2011

05.11.2011 09:40

Kýpverskt skip með ónýtt stýrisblað í vanda

dv,is:

Kýpverskt skip með ónýtt stýrisblað í vanda

   Mikið hættuástand

 
Kýpverska skipið ALMA lenti í vandræðum í nótt þegar ljóst var að stýrisblað skipsins var farið.

Kýpverska skipið ALMA lenti í vandræðum í nótt þegar ljóst var að stýrisblað skipsins var farið. Mynd: Sverrir Aðalsteinsson/Marine Traffic

Landhelgisgæslunni barst aðstoðarbeiðni frá dráttarbátnum Birni Lóðs á Höfn í Hornafirði klukkan rúmlega 3 í nótt vegna flutningaskipsins ALMA sem er skráð á Kýpur sem undanfarið hefur haft viðkomu í Vestmannaeyjum og Hornafirði. Lóðsinn var að aðstoða flutningaskipið við Ósinn á Hornafirði um þrjúleytið þegar uppgötvaðist að stýri ALMA virkaði ekki þar sem stýrisblaðið var farið.

Skrúfa og vél skipsins voru hins vegar í lagi en lóðsinn náði að taka skipið í tog og óskaði samstundis eftir aðstoð vegna aðgerðarinnar.

Landhelgisgæslan hafði samband við Ingibjörgu, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Hornafirði og togskipið Hoffell sem staðsett var um 6 sjómílur SA af vettvangi. Þá var einnig haft samband við höfnina á Reyðarfirði um að fá dráttarbátinn Vött á staðinn og var Lóðsinn, dráttarbáturinn í Vestmannaeyjum sömuleiðis settur í viðbragðsstöðu.

Í nótt vann Björn Lóðs, dráttarbáturinn á Hornafirði að því að koma skipinu frá landi í áttina að togskipinu Hoffell. Björgunarskipið aðstoðaði við að koma togvír á milli. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flaug hún á svæðið og var varðskipið Þór sett í viðbragðsstöðu.

Í nótt var SA 10-15 m/sek á svæðinu en spáð var að vindur myndi snúa sér í SV hvassvirði og því metið sem svo að nauðsynlegt væri að koma skipinu sem fyrst austur fyrir Stokksnes.

Um klukkan 6 í morgun var komin dráttartaug milli ALMA og Hoffells og var hættuástandi aflýst.

Björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Vetti, lóðsinum á Reyðarfirði var snúið til hafnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður á Höfn í Hornafirði og til aðstoðar ef á þarf að halda. Flutningaskipið verður dregið Austur fyrir Stokksnes vegna SV áttar á svæðinu og síðan í var á Berufirði eða Reyðarfirði.


05.11.2011 09:30

Stebbi í Holti og Sævar Nilla á Þuríði SU 401

Stebbi í Holti og Sævar Nilla, á 1243. Þuríði SU 401, á áttunda áratug síðustu aldar.
Þessar skemmtilegu myndir eru úr safni Óðins Magnasonar á Fáskrúðsfirði og frásögnin kemur líka þaðan


                                                    Stebbi í Holti


                             Stebbi í Holti og Sæji Nilla á 1243. Þuríði SU 401


             Stebbi í Holti og Sævar Nilla, á 1243. Þuríði SU 401, á áttunda áratug síðustu aldar © myndir úr safni Óðins Magnasonar

05.11.2011 09:10

Rússinn Pechenge ex Klara Sveinsdóttir SU 50

Þetta fyrrum íslenska togveiðiskip Klara Sveinsdóttir SU 50 ber nú rússneskt flagg og nafnið Pechenga


            2244. Klara Sveinsdóttir SU 50, nú Pechenga frá Rússlandi © mynd Trawler History

05.11.2011 00:00

Ægir lagðist upp að Þór við komuna úr Miðjarðarhafi

af vef Landhelgisgæslunnar:

Ægir_E1F1894

04. nóv. 2011

Föstudagur 4. nóvember 2011

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur í morgun eftir rúmlega fimm mánaða fjarveru þar sem skipið var í Miðjarðarhafi við landamæragæslu og eftirlit á vegum Frontex - landamærastofnunar Evrópusambandsins.

Við komuna lagðist Ægir í fyrsta sinn upp að hlið nýja varðskipsins Þórs við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og sást þar glöggt stærðarmunurinn á varðskipunum tveimur en Þór er 21 metra lengri en Ægir og sex metrum breiðari.

AEgir_Thor_saman04112011

IMG_4933

Horft út úr brúarglugga Ægis

IMG_4932

Einar Valsson skipherra ásamt Georg Kr. Lárussyni forstjóra LHG við komuna

EinarV_04112011
Landgangurinn kominn á milli Ægis og Þórs. Skipherrann mættur.


Aegirkoma04112011

Þór og Ægir saman við Faxagarð

IMGP6108

Frá björgunaraðgerðum Ægis á Miðjarðarhafi í september sl.

04.11.2011 23:00

Mardís VE 236


                                     7454. Mardís VE 236 © mynd Jón Páll, 2011

04.11.2011 22:00

Ósk RE 102


                                      6852. Ósk RE 102 © mynd Jón Páll, 2011

04.11.2011 21:00

Rannsý RE 18


                                5216. Rannsý RE 18 © mynd Jón Páll, 2011

04.11.2011 20:00

Siggi Bjarna á veiðum


                        2454. Siggi Bjarna GK 5, á veiðum © mynd Jón Páll, 2011

04.11.2011 19:00

Andrea og Rósin


                         2787. Andrea og 2761. Rósin, © mynd Jón Páll, 6. maí 2011

04.11.2011 18:00

Faxi RE 24 og Elding


                    1581. Faxi RE 24 og 1047. Elding © mynd Jón Páll, 6. maí 2011