Færslur: 2011 Nóvember

15.11.2011 11:40

Síðan enn í klandri

Síðan kl. 17 í gær hefur síðuna verið í hálfgerðu klandri, ekki er hægt að komast inn á hana samkvæmt venjulegum leiðum. Virðist þessi bilun bara vera á þær síður sem eru vinsælastar, a.m.k þær sem hafa verið í fjórum efstu sætunum að jafnaði. Hvað veldur veit ég ekki, en ef þessi leið sem ég fer núna gengur er spurning hvort ég noti hana. Að vísu hefur það engan tilgang ef enginn sér það sem ég er að setja inn.

Þetta skrifaði ég í morgun kl. 10, en nú virðist þetta vera komið í lag og vonandi stendur það eitthvað, en engu að síður endurbirti ég þetta, því sjálfsagt hefur enginn séð það í morgun

15.11.2011 11:35

Grímsnes BA, komið til Bíldudals og þrír til viðbótar

Þessa færslu setti ég inn kl. 17 í gær, en þar sem síðan var þá komin í steik birtist þetta ekki fyrr en hún lagaðist nú fyrir stundu og því endurbirti ég þetta nú, eins og ég gerði þetta í gær kl. 17


Í dag kom Grímsnes BA 555, í fyrsta sinn til nýrrar heimahafnar á Bíldudal. Fyrirtækið Arnfirðingur sem er dótturfyrirtæki Grímsness ehf., í Njarðvik, tók nýlega frystihúsið á leigu og jafnframt hafa þrír bátar komið til viðbótar við Grímsnesið, en þeir þrír eru ýmist leigðir eða leggja þar upp að staðaldri, en þeir eru Skvetta SK 7, Arney HU 36 og Ólafur HF 200

Hér fyrir neðan birtast myndir af öllum bátunum fjórum sem munu því leggja upp hjá Arnfirðingi á Bíldudal a.m.k. næstu mánuði.


                               89. Grímsnes BA 555  © mynd Emil Páll, 12. nóv. 2011


                             1428. Skvetta SK 7 © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011


                                     2177. Arney HU 36 © mynd Emil Páll, 15. feb. 2011

                                2640. Ólafur HF 200 © mynd Emil Páll, 23. júlí 2010

14.11.2011 16:00

Það gefur á hann: Erling KE 140 í dag
       233. Erling KE 140, að koma inn nú á fjórða tímanum í dag © myndir Emil Páll, 14. nóv. 2011

14.11.2011 15:00

Regina del mar

Þetta luxusskip var gert út af Eldingu hér eitt sumarið til hvalaskoðunar og sem farþegaskip, út frá Reykjavík. Útgerðin gekk ekki og því var skipinu skilað aftur. Skip þetta sem var í eigu Grindvíkings, var annars skráð í Kaupmannahöfn. Hér birti ég þrjár myndir af skipinu, en þá fjórðu má sjá hér fyrir ofan í auglýsingu Skipasmíðastöðvar Njarðvikur


             Regina del mar, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd Emil Páll, 2009


                  Regina del mar, í Reykjavíkurhöfn © mynd af heimasíðunni elding.is


                                           Regina del mar © mynd elding.is

14.11.2011 14:00

Ingunn AK 150


                              2388. Ingunn AK 150 © mynd Jón Páll Ásgeirsson

14.11.2011 13:00

Ramona / Buagutt

Er ég birti myndir og sögu þessa báts hér á undan þessari færslu, gleymdist þessi mynd og því birti ég hana nú ásamt því nafni sem báturinn ber í dag í Noregi


                           Ramóna, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, í júní 2009


                  Buagutt M-61-F © mynd shipspotting, frode adolfsen, 8. apríl 2009

14.11.2011 12:20

Norsk framleiðsla, síðan 6 ísl. nöfn og nú aftur í Noregi

Þessi bátur var upphaflega framleiddur í Noregi, fyrir íslendinga og hér á landi bar hann sex skráningar og var að lokum seldur til Noregs.   Saga bátsins kemur fyrir neðan myndirnar     1900, Ramónu ÍS 190 fyrir innan 1815. Sæfara SH, en bátarnir voru samferða til Noregs, en þangað höfðu þeir báðir verið seldir og fóru frá Njarðvík að kvöldi 10. júní 2009 © mynd Emil Páll


               Buagutt M-61-F © mynd shipspotting, frode adolfsen, 8. apríl 2011


Framleiðslunúmer 1234/88  hjá Viking A/S, Harstad/Rödskær, Noregi 1988 og er af gerðinni Proffsjark 1200. Var hann skráður í mars 1988.  Skutlengdur 1996. Perustefni og stórviðgerða unnin í Vogum af Sólplasti, sumarið 2003.

Hafði legið í Njarðvíkurhöfn frá upphafi árs 2003 og til 14. marí að Sleipnir KE 112, dró hann inn í Voga þar sem Sólplast gerði stórviðgerð á honum og setti perustefni á, á plani ofan við smábátahöfnina, sumarið 2003. Meðan hann lá í Njarðvikurhöfn fyrir Vogaferðina var stolið úr honum felst öllum tækjum og voru því ný tæki sett í hann við bryggju í Njarðvík í desember 2003.

Fór frá Njarðvík ásamt 1815. Sæfara SH 339 til Bergen í Noregi að kvöldi 10. júní 2009 og voru báðir bátarnir undir íslenskum nöfnum á leiðinni út.

Nöfn: Gullfaxi NK 6, Gullfaxi ÓF 11, Ellen Sig GK 417, Brynhildur KE 83, Brynhildur SH 444, Ramóna ÍS 190 og Buagutt M-61-F

14.11.2011 10:10

Hverjir eru þetta?

Íslendingur sem nú er staddur í Walvis Bay, í Namibíu sendi heim í gærkvöldi þessar tvær myndir og spyr hvort menn kannist við þessa?  Ef einhver þarna úti kannast við þá, er hann vinsamlega beðinn um að senda svarið á netfangið epj@epj.is og mun ég birta svörin er þau eru rétt.
            Spurt er hverjir þetta eru á báðum myundunum, sem teknar eru í Walvis Bay í Namibíu. Nafn ljósmyndarans birtist um leið og réttu svörin

14.11.2011 00:00

Pétur Jóhannsson SH 207 / Seley SU 10 / Erling KE 45

Um þennan bát var sagt að eftir að í hann var sett stykki sem smíðað var á bóndabæ í Danmörku en sett í bátinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur, að hann væri kafbátur. Hvers vegna? sjá menn á myndunum hér fyrir neðan


    1361. Pétur Jóhannsson SH 207 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


                       1361. Seley SU 10, í Keflavík © mynd Emil Páll, 1982


                       1361. Erling KE 45, í Njarðvkurslipp, að loknum ýmsum lagfæringum hjá Vélsmiðjunni Herði og áður en hann fékk lenginguna © mynd Emil Páll


                 1361. Erling KE 45, í Njarðvíkurhöfn, eftir lengingu © mynd Emil Páll


                  1361. Erling KE 45 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 27. feb. 1988


                           1361. Erling KE 45 © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson


                    1361. (kafbáturinn) Erling KE 45 © mynd Snorrason

Smíðanúmer hjá 24 hjá Eidsvik Skipsbyggeri A/S, Uskedalen, Noregi 1969.  Keyptur landsins 1974. Yfirbyggður og breytt úr togskipi í nótaskip hjá Vélsmiðjunni Herði Hf., Njarðvík 1978. Lengdur 1986 hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur, en stykkið sem sett var í bátinn var smíðað upp í sveit í Danmörku og flutt hingað til lands. Þá átti að setja á bátinn notað stýrishús að utan en þegar það kom til landsins var báturinn sokkinn.

Strandaði á Borgarboða utan við Hornafjörð 11. des. 1990 og sökk.

Nöfn: Stjörnöysund, Pétur Jóhannsson SH 207, Seley SU 10 og Erling KE 45

13.11.2011 23:00

Esmeralda


                              Esmeralda, í Valpariso, Chile © mynd shipspotting, petermax

13.11.2011 22:00

Erling KE 45 áður en hann varð kafbátur

Mynd sú sem nú verður sýnd, er frá þeim tíma þegar Vélsmiðjan Hörður var nýbúinn að byggja yfir Erling KE 45 og nokkru áður en sett var í hann stykki hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem orsakaði það að hann varð eins og kafbátur þegar hann var með fullfermi. Stykki þetta var smíðað á dönskum sveitabæ og flutt hingað til lands tilbúið.

Saga bátsins í máli og myndum birtist hér á síðunni á miðnætti.


                           1361. Erling KE 45 fyrir lengingu © mynd Emil Páll

13.11.2011 21:00

Snæfell EA 740


                             195. Snæfell EA 740 © mynd Snorrason

13.11.2011 20:00

gAMLA MIÐBRYGGJAN Í KEFLAVÍK

Þessi mynd er tekin af strák henda grjóti í sjóinni á gömlu Miðbryggjunni í Keflavík, sem nú er að mestu komin undir Ægisgötuna. Þarna sést einnig í ljósastraur á bryggjunni og lengra sést í Vatnsnesið. Ég hef þann grun að snáðinn sem sé að henda grjótinu, sé ég og að það hafi verið bróðir minn sem tók myndina.

Með þessari mynd ljúkum við syrpunni að sinni, en hvort fleiri koma, mun tíminn leiða í ljós.


    Frá gömlu Miðbryggjunni í Keflavik © myndir úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldusafni

13.11.2011 19:00

Frá Stokkavörinni

Fremst á myndinni sést efsti hluti af húsi á trillu, sem stóð í Stokkavörinni, en þar stóðu fyrirleitt margar trillur. Síðan var fyllt upp í Stokkavörina og sett þar Hringtorg á gatnamótum Duusgötu, Vesturbrautar og Vesturgötu í Keflavík. Á myndinni sést einnig gamla Miðbryggjan og Vatnsnesklettarnir, en húsin þar eru mun færri en í dag.


         Stokkavörin, Miðbryggjan og Vatnsnesið í Keflavík. Vogastapi og Keilir í baksýn © mynd úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldusafni

13.11.2011 18:00

Hólmsberg við Brenninýpu

Hvort þarna sé ný búið hrun, eða einhverju hafi verið sturtað þarna niður veit ég ekki, eða réttara sagt man ekki. Myndir er þó tekin út við Brenninýpu á Hólmsbergi.


                © mynd úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldusafni