Færslur: 2011 Nóvember
06.11.2011 10:15
Alma og Vöttur á mynd
Alma og dráttarbáturinn Vöttur, á Fáskrúðsfirði núna áðan © úr vefmyndavél á staðnum, 6. nóv. 2011
06.11.2011 10:00
Triumph
Triumph, í Riode de janeiro, Brazilíu © myndir shipspotting, Edson De Lima Lucas, 17. apríl 2010
Triumph, í Trinidad, Spáni © mynd shipspotting, Captain Ted, 22. maí 2010
06.11.2011 09:30
Sunnanland
Sunnanland, í Innko, Finnlandi © myndir shipspotting, foggy, 22. maí 2009
Sunnanland, í slipp í Korpo, í Finnlandi © mynd shipspotting, Folke Österman, 18. ágúst 2007
06.11.2011 08:45
Alma kom í höfn um hálf fjögur
Flutningaskipið Alma lagðist að höfn í Fáskrúðsfirði klukkan 3:26 í nótt. Alma var dregin af togaranum Hoffelli og gekk aðgerðin eins og best verður á kosið, að sögn Landhelgisgæslunnar.
Alma missti stýrið við innsiglinguna í Hornafjarðarhöfn í fyrrinótt. Hoffellið dró skipið út á sjó, en dráttartaugin slitnaði um tveimur klukkustundum síðar.
Um klukkan hálf fjögur í gær tókst svo að koma nýrri taug milli skipanna.
Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni, tvö varðskip voru send austur og var öðru þeirra snúið við þegar skipin voru komin í mynni Fáskrúðsfjarðar. Annað skipanna, nýi Þór, er enn á staðnum og bíður fyrirmæla. Þyrla Gæslunnar var einnig kölluð á vettvang og flutti stýrimann um borð í Ölmu á sjötta tímanum í gær.
Þyrlan er enn fyrir austan, en áhöfn hennar er í hvíld.
Upphaflega stóð til að Alma yrði dregin að höfn í Reyðarfirði, en siglingin til Fáskrúðsfjarðar var styttri og þótti öruggari vegna veðurs
06.11.2011 00:05
Tungufell BA / Jóhann Gíslason ÁR / Jóhann Gíslason / Jóhann Gíslason ÁR / Gunnþór GK
1067. Tungufell BA 326 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson
1067. Tungufell BA 326 © mynd Snorrason
1067. Tungufell BA 326 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur
1067. Jóhann Gíslason ÁR 42 © mynd Snorrason
1067. Jóhann Gíslason ÁR 42 © mynd Snorrason
1067. Jóhann Gíslason ÁR 52, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1992
Jóhann Gíslason ex 1067. á ýsuveiðum í Barentshafi 1993 © mynd úr Fiskifréttum 2006
1067. Jóhann Gíslason ÁR 42 © mynd skip. is, nóv. 2000
1067. Gunnþór GK 24 © mynd Jón Páll, í júní 2006
1067. Gunnþór GK 24, í Njarðvík © mynd Hilmar Snorrason, í júní 2006
Smíðanr. 59 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad, Noregi 1968.
Tekinn af skrá 13. nóv. 1992 og talinn ónýtur. Var þá lagt við bryggju í Þorlákshöfn, en síðan siglt til Ghana í Afríku og gert þar út af Erni Traustasyni o.fl. og þar var skipið á árinu 2000 er það var aftur sett á skrá hér á landi. Eftir að hafa legið í meira en eitt ár í Njarðvíkurhöfn var það selt á nauðungaruppboði sumarið 2003 og komst þá í eigu íslensk skipstjóra á millilandaskipi í Noregi, sem taldi sig hafa selt það til Afríku í september 2003, en salan gekk til baka og stóð þá til að gera skipið út á netaveiðar frá Reykjavík. Þann 30. nóv. 2005 var skipið aftur selt á nauðungaruppboði og komst þá í eigu Reykjaneshafnar og lá um tíma í Njarðvíkurhöfn, eða til 28. nóv. 2006 að það var tekið upp í Njarðvíkurslipp, þar sem Hringrás hf. tætti það niður í brotajárn.
Nöfn: Tungufell BA 326, Tungurfell BA 325, Jón á Hofi ÁR 42, Jóhann Gíslason ÁR 42, Jóhann Gíslason ÁR 52, Jóhann Gíslason og aftur Jóhann Gíslason ÁR 42 og Gunnþór GK 24.
05.11.2011 23:30
Bjargvætturinn Hoffell SU 80
2345. Hoffell SU 80 © mynd Bjöggi Baldurs
2345. Hoffell SU 80 © mynd Óðinn Magnason
2345. Hoffell SU 80 © mynd Óðinn Magnason
2345. Hoffell SU 80 © mynd Óðinn Magnason
2345. Hoffell SU 80 © mynd Óðinn Magnason
05.11.2011 23:01
Áætlun breytt vegna slæms veðurs
Vegna versnandi veðurs hefur nú verið ákveðið að togskipið Hoffell, með flutningaskipið Alma í togi haldi inn á Fáskrúðsfjörð og er áætlað að skipin verði þar við bryggju um kl. 01:00 í nótt.
Hafsögubátur frá Reyðarfirði mun verða þeim til aðstoðar. Samkvæmt aðalvarðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var ákvörðunin tekin þar sem að um styttri siglingaleið er að ræða og um minni áhættu að ræða.
Eins og áður hefur komið fram eru eru varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar enn í viðbragðsstöðu og stýrimaður Landhelgisgæslunnar er um borð í Alma þeim til aðstoðar.
05.11.2011 23:00
Nordmelaværing N-400-A
Nordmelaværing N-400-A, í Honningsvar, Noregi © mynd shipspotting, roar jensen, 4. ágúst 2011
05.11.2011 22:00
Havet SM 28
Havet SM 28, í Kaluna í Svíþjóð © mynd shipspotting, foggy, 24. sept. 2009
05.11.2011 21:00
Siggi, smíðaður í Hollandi 1928
Siggi, smíðaður í Hollandi 1928, hér í Schleswis, Þýskalandi © mynd shipspotting, Arne Jurgens 17. mars 2011
05.11.2011 20:03
Myndir úr þyrlu LHG

Friðrik Jónas Friðriksson, meðlimur í björgunarfélagi Hornafjarðar, tók þessar myndir um borð í TF-LÍF þegar hún flaug með stýrimann til flutningaskipsins Ölmu, sem er í togi. Eins og sjá má er um feykistórt, drekkhlaðið flutningaskip að ræða, og eru veðurskilyrði ekki eins og best verður á kosið.



05.11.2011 20:00
Stefnt á að ná til hafnar áður en óveður skellur á
Flutningaskipið Alma er nú á 6 mílna ferð í togi Hoffells SU 80 á leið inn á Reyðarfjörð og gengur vel, að sögn Landhelgisgæslunnar. Búist er við að skipið komi inn á Reyðarfjörð milli 6 og 7 í fyrramálið. Búist er við miklu hvassviðri snemma á morgun og er því allt kapp lagt á að ná skipinu í höfn áður en það brestur á.
Stýrimaður frá Landhelgisgæslunni var í dag fluttur með TF-LÍF um borð í skipið til að sjá um öll samskipti við Hoffell og til að vera áhöfn Ölmu til halds og trausts.
Frá stjórnstöð Landheilgisgæslunnar © mynd Landhelgisgæslan
05.11.2011 18:00
Í St.John's á Nýfundalandi
Hér birti ég fimm af þeim myndum sem fram koma í syrpu hans.
Í St.John's á Nýfundalandi © myndir Jón Páll, í okt 2011
05.11.2011 17:00
Ægir sendur af stað
Varðskipið Ægir hefur nú verið sent af stað frá Reykjavík og verður til taks, ef þörf er á, austur af Stokknesi, en unnið er að björgun flutningaskipsins Ölmu sem er í togi Hoffells á leið til Reyðarfjarðar.
TF-LÍF hefur verið á Höfn í Hornafirði frá því í nótt og mun hún nú flytja stýrimann frá Landhelgisgæslunni um borð í flutningaskipið og verður svo til taks á Djúpavogi ef á þarf að halda. TF-GNÁ þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu í Reykjavík og áhöfn hennar á flugvelli. Um stórt flutningaskip er að ræða, með mikinn farm og 16 manns í áhöfn.
Veðuraðstæður fara versnandi og því telur Landhelgisgæslan fulla ástæðu til að vera með mikinn viðbúnað, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Þar sem tungumálaörðugleikar hömluðu vinnu á staðnum fékk Landhelgisgæslan sér til aðstoðar túlk frá Alþjóðahúsinu sem hefur verið staðsettur í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá í morgun. Um borð í flutningaskipinu ALMA eru sem fyrr segir 16 menn, 14 frá Úkraínu og 2 frá Rússlandi.
05.11.2011 16:20
Alma komin í tog á ný
Flutningaskipið Alma er komið í tog á ný en dráttartaugin sem tengdi skipið við Hoffell slitnaði um ellefuleytið í morgun. Er stefnan tekin á Reyðarfjörð en leiðindaveður er á siglingaleiðinni frá Hvalsnesi þar sem skipin eru stödd núna. Heldur á að lægja í kvöld en hvessa á ný í fyrramálið.
Varðskipið Þór lagði af stað úr höfn um klukkan 14:30 en áætlað er að siglingin austur að Stokksnesi, þar sem flutningaskipið Alma var um miðjan dag, taki 15-16 klukkustundir. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort varðskipið Ægir verður sent austur til að aðstoða við björgun skipsins en áhöfnin er í viðbragðsstöðu.
Landhelgisgæslunni barst klukkan rúmlega þrjú í nótt aðstoðarbeiðni frá Birni Lóðs, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna Ölmu, en stýri þess virkaði ekki þegar verið var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði. Var stýrisblað farið, en skrúfa og vél skipsins voru í lagi. Um kl. 06:00 var komin dráttartaug komin milli Ölmu og Hoffells sem síðar slitnaði eins og áður sagði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu á Höfn í Hornafirði sem og björgunarsveitir og lóðsinn.
Túlkur á vegum Alþjóðahússins aðstoðar starfsfólk Landhelgisgæslunnar í samskiptum við skipstjóra Ölmu en sökum tungumálaörðugleika gengu samskiptin brösuglega í morgun.
Alma er um 100 m langt skip og skráð á Kýpur, en það hefur að undanförnu haft viðkomu í Vestmannaeyjum og á Hornafirði.

